Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 49
Auðlesið efni 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Geir H. Haarde forsætis-ráð-herra tilkynnti í byrjun vikunnar að stjórnar-sam-starfi Sjálfstæðis-flokks og Sam-fylkingar væri lokið. Geir sagði að nú hefði það gerst, sem hann óttaðist í haust eftir banka-hrunið, að stjórnar-kreppa myndi bætast ofan á fjármála- og gjaldeyris-kreppuna. Sagðist Geir telja að Sam-fylkingin hefði ekki haft þrek til að ljúka þessu stjórnar-sam-starfi með eðlilegum hætti. Geir þakkaði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, for-manni Sam-fylkingarinnar, fyrir sam-starfið. Sagði Geir jafn-framt að þau Ingibjörg Sólrún hefðu lokið stjórnar-sam-starfinu með kossi eins og þau hófu það fyrir rúmu einu og hálfu ári. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, boðaði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, for-mann Sam-fylkingarinnar, og Steingrím J. Sigfússon, for-mann Vinstri grænna, á sinn fund síðast-liðinn þriðjudag til að fela þeim stjórnar-myndun. Form-legar við-ræður flokkanna hafa síðan staðið yfir síðari hluta vikunnar. Óvissa um nýja ríkis-stjórn Morgunblaðið/RAX Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Rit-höfundarnir Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson hlutu Íslensku bók-mennta-verðlaunin. Einar fyrir Ofsa, skáld-sögu sem gerist á tímum Sturlunga, og Þorvaldur fyrir ævi-sögu Lárusar Pálssonar leikara. „Mér finnst eins og það verði meira og meira áberandi hvað 13. öldin talar til fólks,“ segir Einar þegar hann er spurður um sögu-tímann. Hann vinnur út frá Sturlungu en tekur efnið persónu-legum tökum. „Ég held ég hafi ekki áhuga á ævi ein-staklinga sem slíkri, nema því aðeins að spurt sé um sam-bandið milli um-hverfis og ein-staklings,“ sagði Þorvaldur þegar hann var spurður hvort bókin um Lárus væri ævi-saga, menningar-saga eða saga leik-listar á Íslandi. Íslensku bók-mennta-- verð-launin af-hent orgunblaðið/Árni Sæberg Þorvaldur Kristinsson og Einar Kárason. Verð-bólga mælist nú 18,6% og hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi síðan í apríl 1990, eða í tæp nítján ár. Undan-farna þrjá mánuði hefur vísi-tala neyslu-verðs hækkað um 3,9%. Sam-kvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er þó enn of snemmt að meta hvort farið er að hægja á verð-bólgunni, enda hafi út-sölur sín á-hrif á út-reikninga. Sé litið til þeirra tólf flokka sem vísi-tala neyslu-verðs byggist á sést að allir nema tveir hafa hækkað. Er annars vegar um að ræða föt og skó, sem lækka um 8,2% milli mánaða og hins vegar hús-gögn, heimilis-búnað o.fl. sem lækka um 0,19% og eiga vetrar-útsölurnar væntan-lega sinn þátt í þeirri lækkun. Matur og drykkjar-vörur hækka hins vegar um 1,81% milli mánaða, áfengi og tóbak um 5,94%, heilsa um 2,59%, húsnæði, hiti og rafmagn um 0,95%, hótel og veitinga-staðir 1,82%, ferðir og flutningar um 0,12% og tómstundir og menning um 0,64%. Þrátt fyrir að verðbólgan hafi aukist um 18,6% á tólf mánaða tíma-bili þá hefur verð á mat- og drykkjarvöru hækkað langt um-fram það. Nemur hækkunin, að því er Hagstofan bendir á vef sínum á, 30% frá því í janúar 2008. Athygli vekur að verð á flug-far-gjöldum til út-landa lækkaði um 14,5% milli mánaða. Verð-bólga og hækkanir Einar K. Guðfinnsson, fyrr-verandi sjávar-útvegs-ráðherra, hefur leyft veiðar á hrefnu og langreyði næstu fimm árin. Búast má við því að heimilt verði að veiða allt að 150 langreyðar og 100 til 400 hrefnur. Hval-veiðimenn hafa verið að búa sig undir vertíð í vor og segjast hafa beðið eftir niður-stöðu ráð-herra. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að verið sé að lagfæra hval-stöðina í Hvalfirði. Hrefnu-veiðimenn ætla að vinna saman að veiðum og vinnslu í eitt stórt og gott fyrirtæki, segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmda-stjóri Hrefnu-veiði-manna ehf. Morgunblaðið/Ómar Hval-veiðar leyfðar Hermann Hreiðarsson verður um kyrrt hjá Portsmouth. Hermann óskaði eftir því að fara frá Portsmouth en knatt-spyrnu-stjórinn Tony Adams kom í veg fyrir það og gerði Hermanni það ljóst að hann vildi ekki missa hann. Jóhann Berg til Hollands Knatt-spyrnu-maðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við hollenska úrvals-deildar-liðið AZ Alkmaar. Rakel samdi við Brøndby Rakel Hönnudóttir, lands-liðskona í knatt-spyrnu hefur tekið til-boði dönsku meistaranna í Brøndby um að leika með þeim til vorsins. Rakel verður þar í láni þar til Íslands-mótið hefst í maí en kemur þá heim og leikur með Þór/KA í sumar. Hermann áfram hjá Portsmouth Rakel Hönnudóttir Hermann Hreiðarsson Jóhann Berg Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.