Morgunblaðið - 01.02.2009, Page 53

Morgunblaðið - 01.02.2009, Page 53
Menning 53FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll EB, FBL sun. 1/2 örfá sæti laus Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning Sýningum að ljúka Heiður Joanna Murray-Smith Drepur girndin ástina? JVJ, DV Kardemommu- bærinn Thorbjörn Egner Frumsýning 21. febrúar Miðasala í fullum gangi! Skoppa og Skrítla snúa aftur í febrúar! Sýningar um helgina Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is YOGA YOGA YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Sértímar fyrir barnshafandi konur, byrjendur og lengra komna. Fös 6/2 kl. 19:00 Fim 12/2 kl. 20:00 aukas. Lau 14/2 kl. 19:00 Lau 7/3 kl. 19:00 Fös 13/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 19.00 Lau 21/3 kl. 19.00 Sun 22/3 kl. 19.00 Yfir 130 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008. Fló á skinni (Stóra sviðið) Miðasölusími 568 8000 – midasala@borgarleikhus.is Rústað eftir Söru Kane – sýningar hafnar. Fös 30/1 kl. 20:00 frums. Lau 31/1 kl. 20:00 2. kort Sun 1/2 kl. 20:00 3. kort Fim 5/2 kl. 20:00 4. kort Fös 6/2 kl. 20:00 5. kort Lau 7/2 kl. 20:00 6. kort Fim 12/2 kl. 20:00 Fim 12/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki er hleypt inn í sal eftir að sýning hefst. Rústað, eftir Söru Kane (Nýja sviðið) Fös 6/2 kl. 20:00 frums. Lau 7/2 kl. 19:00 2. kort Lau 7/2 kl. 22:00 aukas. Sun 8/2 kl. 20:00 3. kort Mið 11/2 kl. 20:00 4. kort Fim 12/2 kl. 20:00 5. kort Fös 13/2 kl. 19:00 6. kort Fös 13/2 kl. 22:00 aukas. Lau 14/2. kl. 19:00 aukas. Lau 14/2 kl. 22:00 aukas. Sun 15/2 kl. 20:00 aukas. Fös 20/2 kl. 19:00 7. kort Fös 20/2 kl. 22:00 Lau 21.2 kl. 19:00 8. kort Lau 21/2 kl. 22:00 aukas. Sun 22/2 kl. 20:00 9. kort Mið 25/2 kl. 20:00 10. kort Fim 26/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 19:00 Fös 27/2 kl. 22:00 Leiklestrar á verkum Söru Kane. Ást Fedru - 10. febrúar. Hreinsun - 17. febrúar. Þrá - 24. febrúar. 4:48 geðtruflun - 3. mars Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið) Sýningum lýkur í febrúar á vinsælasta söngleik leikársins. Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Lau 31/1 kl. 19:00 Sun 1/2 kl. 16:00 aukas. Sun 1/2 kl. 19:00 Lau 7/2 kl. 19:00 Lau 7/2 kl. 22:00 Fös 13/2 kl. 19:00 aukas. Fös 13/2 kl. 22:00 Lau 21/2 kl. 19:00 Lau 21/2 kl. 22:00 síð. sýn. Þ essi nýjasti ópus 50 cent er búinn að veltast fram og til baka í út- gáfuætlunum og enn sér ekki fyrir endann á þeim barningi. Þannig var þessi grein sem hér birtist skrifuð og klár fyrir þessa helgi enda útgáfu- dagur áætlaður 3. febrúar. Plöt- unni var hins vegar enn einu sinni frestað, nánast þegar blaðið var að fara í prentun, og er mars núna eyrnamerktur sem útgáfumán- uður. Algjört bíó Það er engu að síður hægt að staðfesta tilvist plötunnar, kynn- ingareintök löngu farin úr húsi og skráarskiptisíður fullfermdar af gripnum. Platan átti enda fyrst að koma út árið 2007 en 50 ákvað þá að gefa plötuna Curtis út í staðinn. Leiða má líkur að því að þessar tafir á tafir ofan stafi af minni fók- us á tónlistina en 50 er nú kominn í húrrandi Hollywoodstuð, búinn að stofna eigið framleiðslufyrirtæki, Cheetah Vision. Á nýafstaðinni Sundancehátíð tilkynnti 50 að fyr- irtækið væri búið að festa kaup á átta handritum og það fyrsta sem ratar á hvíta tjaldið er The Dance, en þar fer hann með aðal- hlutverkið ásamt Nicholas Cage. Það er hins vegar óhætt að segja að hæg séu heimatökin fyrir 50 í þessum efnum en líf hans hefur verið líkt og dramatísk Holly- woodmynd þar sem öll hin klass- ísku minni úr rappmenningunni koma við sögu. Hann ólst upp í sárri fátækt í Queens (eðlilega) og hóf tólf ára gamall að rupla, ræna og stunda eiturlyfjasölu (eðlilega). Örlögin ráðin Þegar hann svo ákvað að snúa baki við vitleysunni og einbeita sér að listinni var honum refsað grimmúðlega. Hann var skotinn níu skotum og lá milli heims og helju lengi á eftir. Allt var þetta af stuttu færi, morðinginn líklegi stóð bókstaflega fyrir framan hann og sallaði hann vandlega niður. Leti- legur rappstíll 50 er að miklum hluta til kominn vegna þess að hann var skotinn í kinnina og lask- aðist tungan lítið eitt við það. Á þessum tíma var 50 klár með breiðskífu, Power of the Dollar (2000) en hún hefur aldrei komið út sökum skotárásarinnar (en lifir hins vegar góðu lífi í sjóræningja- heimum). Platan Guess Who’s Back? (2002) kom hins vegar út á litlu merki og rataði í hendurnar á Eminem. Fljótlega eftir það voru örlögin ráðin og gerði platan Get Rich or Die Tryin’ 50 cent að of- urstjörnu á einni nóttu. Menn nýttu sér vitaskuld skrautlegan bakgrunn rapparans til að koma honum á framfæri en síst skorti þó á tónlistarlega vigt; platan snurðu- laus blanda af hörðu austurstrand- arrappi og grúvandi vesturstrand- arrappi en yfirumsjón með upptökum, ásamt Eminem, var í höndum konungs vesturstrand- arrappsins, Dr. Dre. Tortímandinn Næsta plata, The Massacre, festi 50 cent enn frekar í sessi þó að nýjabrumið væri á bak og burt og ungæðislegur sjarminn tekinn að fölna. Umslag plötunnar er afar kómískt, teiknimyndalegt mjög. Gnóttin af kvenhaturslegum ímyndum; uppblásnum egófylltum stærilátum, glingri og glaumi á síðum meðfylgjandi bæklings er slík að við fyrstu sýn var ekki hægt annað en draga þá ályktun að um háð væri að ræða og mynd- irnar væru þar með hárbeitt gagn- rýni á þá innantómu fylgifiska sem eru klesstir utan á rappið. Þegar frá leið fóru þó að renna á mann tvær grímur hvað þá kenningu varðar. Before I Self Destruct ber með sér visst spádómsgildi í titlinum þar sem 50 hefur lýst því yfir að hann hyggist tortíma sjálfum sér sem tónlistarmanni, þ.e. hætta, og einbeita sér að kvikmyndunum. „Þetta er síðasta hljóðversplatan mín. Fimmta platan mín sam- kvæmt samningum er safnplata og eftir það segi ég þetta gott,“ er haft eftir honum. Í laginu „Smile“, sem prýðir rétt ókomna plötu segir ennfremur, í lauslegri þýðingu: „Brostu, negri, því að næsta plata mín gæti orðið sú síðasta.“ Hann passar sig semsagt að slá varnagla þó að líklegast sé að við sjáum hann næst í kvikmynda- húsum borgarinnar frekar en plötubúðum. Enn alveg brjálaður Sjaldan hefur rappari haslað sér völl af jafnmiklum krafti og 50 cent en plata hans, Get Rich or Die Tryin’ frá 2003, seldist í tæp- lega milljón eintökum fyrstu fjóra dagana eftir að hún kom út. Ný hljóðversplata Before I Self Destruct, er væntanleg í mars. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Arnar Eggert Thoroddsen 50 cent „Brostu negri, því að næsta plata mín gæti orðið sú síðasta.“ HIN síðustu ár hefur það nánast orðið að reglu að sé maður kominn sæmilega langt á framabrautinni í hipp hoppi þá stikar mað- ur um leið út svæði innan kvikmyndageir- ans með einum eða öðrum hætti. Nærtækt dæmi er Ice Cube, sem á framleiðslufyr- irtæki auk þess að leika og leikstýra. Það er reyndar þyngra en tárum taki að fylgjast með þeim mikla hæfileikamanni svipta upp hverri hörmunginni á fætur annarri á því sviðinu. Ice Cube hefur verið hvað iðnastur við þennan kola, þó deila megi um árangurinn, en svo eru líka þeir sem eru í dag þekktari fyrir slíka iðju en sjálft rappið. Má þar nefna Marky Mark (eða Mark Wahlberg), Queen Latifah og að sjálfsögðu Will Smith. Á meðan maður biður til guðs um að Ice Cube snúi sér aftur að tónlist- inni vonar maður um leið heitt og innilega að Smith haldi sig við kvikmyndirnar … Ice Cube Í góðu gríni í framhaldi Rakara- stofunnar. Hipp hopp og Hollywood

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.