Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Sæktu um núna á n1.is -5kr. / -15% Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „OFT var þörf en nú er nauðsyn að Íslendingar sýni samstöðu og sam- hug,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í fyrstu, og jafn- framt síðustu, stefnuræðu sinni fyrir hönd ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar sem tók við völdum í síðustu viku. Hún mun starfa fram að kosningum 25. apríl. Jóhanna lagði öðru fremur áherslu á mikilvægi þess að stjórn- málmenn, og þjóðin öll, stæði sam- an á þeim erfiðu tímum sem nú blasa við. Nefndi hún sérstaklega að atvinnuleysi væri böl sem yrði að sigrast á. „Atvinnuleysistölur hér á landi eru alltof háar um þess- ar mundir og því miður eiga þær eftir að hækka. Að baki þessum tölum eru einstaklingar, feður, mæður og börn, Heilu fjölskyld- urnar verða fyrir áhrifum þess samdráttar sem við göngum nú í gegnum. Það er sárt til þess að vita að glæfraleg viðskipti fárra hafi leitt til atvinnuleysis rúmlega þrettán þúsund manna,“ sagði Jó- hanna. Áhyggjur af útgjöldum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, talaði fyrst fyrir hönd sjálfstæð- ismanna. Hún óskaði nýrri rík- isstjórn góðs gengis og sagði sjálf- stæðismenn ætla að veita málefnalegt aðhald. En hún sagði það einnig áhyggjuefni að flokkur sem hefði öðru fremur einblínt á „útgjöld“ á ríkisfé frekar en aðhald væri við völd, og átti þar Vinstri græna. „Hvernig geta ötulustu talsmenn ríkisútgjalda stýrt okkur út úr þessum vanda?“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni. Hún sagði að- eins eitt í boði ríkisstjórnarinnar og það væri „að hækka skatta“. Hún sagði verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar bæta litlu við þá efna- hagsáætlun sem fyrri stjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingarinnar hefði komið á laggirnar í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Mik- ilvægt væri að halda því áfram þar sem óvissa væri „akkúrat ekki það“ sem Íslendingar þyrftu á að halda. Steingrímur J. Sigfússon gagn- rýndi Þorgerði Katrínu fyrir að málflutning sinn um skattana. Nefndi hann sérstaklega að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði tryggt óréttlátt skattkerfi sem hefði tryggt „ofurlaunaliðinu“ skjól til þess að halda meira eftir hjá sér en aðrir þurftu að sætta sig við. „Söngurinn um að félagslega þenkjandi fólki sé ekki treystandi fyrir ríkisfjármálum á því ekki við rök að styðjast,“ sagði Steingrímur J. Hann sagðist enn fremur hafa rætt við fulltrúa frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, þeir hefðu verið sammála um að ræða um hvernig mætti laga áætlun sjóðsins að að- stæðum hér á landi. Að hálfu þeirra sem töluðu fyrir hönd stjórnarflokkanna var áhersla lögð á það að bankakerfið yrði end- urreist, siðleg gildi yrðu í hávegum höfð með sáttatón að leiðarljósi. Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, gagnrýndi það harðlega hvernig komið hefði til stjórnarmyndunar Vinstri grænna og Samfylking- arinnar. Sagði hann að farið hefði verið gegn þeirri meginreglu að mynda meirihlutastjórnir. Í ljósi þess að meirihluti þingmanna styddi ekki tillögur nýrrar rík- isstjórnar, væru þær tillögur sem Jóhanna Sigurðardóttir hefði gert að umtalsefni í stefnuræðu sinni, lítið annað en „orð á blaði“ og í raun alls óvíst hvort þær nytu stuðnings. Samstaðan verði framar öðru  Áhyggjur af miklu atvinnuleysi í landinu voru þingmönnum í öllum flokkum ofarlega í huga  Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði áhyggjuefni að „flokkur ríkisútgjalda“ stýrði nú málum Morgunblaðið/Kristinn Í nýjan sess Stólaskipti urðu í þingsal þegar nýir ráðherrar skipuðu sér í öndvegi salarins við hlið forseta Alþingis. Morgunblaðið/Kristinn Jóhanna hugsi Jóhanna Sigurðardóttir flutti sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra á Alþingi í gær og sagði að bretta þyrfti upp ermar. Orðrétt ’Íslenskur landbúnaður hefur ald-eilis sannað gildi sitt á þessum síð-ustu og verstu tímum og það er nauð-synlegt að bregðast við rekstrarvandalandbúnaðarins. Með því að efla inn- lenda matvælaframleiðslu sköpum við störf, komum í veg fyrir útstreymi gjaldeyris, viðhöldum blómlegri byggð um landið allt og stuðlum að ákveðnu öryggi sem felst í að vera sjálfum okkur næg um helstu matvælanauðsynjar. BIRKIR JÓN JÓNSSON ’Frjálslyndi flokkurinn vill að ráðn-ing hæstaréttardómara verði sam-þykkt á Alþingi með auknum meirihlutaog sérstaklega viljum við að skýrt verðimarkað í stjórnarskrá að auðlindir séu þjóðareign. GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON ’Við Íslendingar stöndum núframmi fyrir vanda af stærð-argráðu sem óþekkt er í sögu landsinsokkar. Það reynir á hagsæld fjölskyld-unnar, rekstrargrundvöll fyrirtækja og efnahag þjóðarinnar. Því skiptir öllu að á tímum sem þessum starfi samhent ríkisstjórn sem hafi þor og dug og vilja til að takast á við þau erfiðu og stund- um sársaukafullu verkefni sem fram undan eru. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR ’Væri ekki gott að hafa þær krónurnú í handraðanum sem ofur-launaliðið hefði borgað í skatta á und-anförnum árum ef Sjálfstæðisflokk-urinn hefði ekki sérstaklega pakkað því inn í bómull? STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra gerði að umtalsefni í ræðu sinni að nauðsynlegt væri að gera miklar breytingar á stjórn- arskránni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, varaði við því að gera of miklar breytingar á henni án þess að það yrði gert með „þverpólítíska sátt“ að leiðarljósi. Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hefur á verk- efnaskrá sinni að setja sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskrá sem og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þá er einnig stefnt að stjórnlagaþingi með þátttöku almennings sem „marka mun tímamót“ fyrir þjóð- ina eins og Jóhanna sagði í ræðu sinni. Breytingar á stjórnarskrá á stefnuskránni Ríkisstjórn 26 Okkur 15 Fólk 7 Almenningur 8 Breytingar 8 Efnahag 8 Aðstæður 6 Atvinnulíf 6 Velferð 4 Seðlabanki Íslands 3 Heimili 3 Fjölskyldur 3 Réttarríki 2 Atvinnuleysi 2 Spilling 1 Sjálfstæðisflokk 1 Stjórnarskrá 1 Mannréttindi 1 Hvað sagði Jóhanna oftast? Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is FRUMVARP um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti var lagt fram á Alþingi í gær. Í frumvarpinu segir að nauðsynlegt sé að lögfesta raunhæf úrræði fyrir þá sem glíma við veru- legan fjárhagsvanda, til þess að forð- ast gjaldþrotaskipti. Reynslan sé sú að þetta fyrirkomulag gagnist helst fólki með atvinnurekstur, en tilgang- urinn er að hjálpa einstaklingum sem ekki stunda atvinnurekstur, eða hafa hætt rekstri, að endur- skipuleggja fjármálin á sama hátt. Greiðsluaðlögunin nær til sk. samningskrafna. Með henni má m.a. kveða á um algjöra eftirgjöf samn- ingskrafna, hlutfallslega lækkun þeirra, gjaldfrest, hlutagreiðslu í einu lagi eða með ákveðnu millibili eða þá breytt form á greiðslu. Skuldari þarf m.a. að leggja fram greiðsluáætlun, auk gagna sem sýna hann sé og verði um fyrirséða fram- tíð ófær um að standa í skilum. Sam- þykki Héraðsdómur umsókn er skip- aður umsjónarmaður með samningnum. Greiðsluaðlögunin hefur svo gildi bindandi réttarsáttar milli skuldarans og lánardrottna. Ekki er gert ráð fyrir því lengur að skuldari þurfi skriflega yfirlýs- ingu um meðmæli lánardrottna né að það velti á afstöðu lánardrottna hvort greiðsluaðlögun komist á. Frestur eða algjör eftir- gjöf krafna meðal úrræða Greiðsluaðlögun fyrir þá sem glíma við mikinn fjárhagsvanda Í HNOTSKURN »Kröfur í eigu Íbúðalána-sjóðs eða ríkisfyrirtækja sem tryggðar eru með fast- eignaveði hérlendis geta fallið undir þessi ákvæði. »Kostnaðurinn við að komaá greiðsluaðlögun fellur fyrst og fremst á ríkissjóð. ’Eru Vinstri græn sammála for-manni og þingmönnum Samfylk-ingarinnar um að tilgangurinn meðboðuðum breytingum á stjórnarskrá séað greiða fyrir ESB-aðild? EINAR K. GUÐFINNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.