Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama, forseti Banda- ríkjanna, kveðst vilja koma í veg fyrir lög um efnahagsaðgerðir sem gefi til kynna að bandarísk stjórnvöld taki upp verndarstefnu og geti leitt til viðskiptastríðs. Þetta er svar Obama við gagn- rýni ráðamanna í öðrum löndum á umdeilt ákvæði í lagafrumvarpi um aðgerðir til að blása lífi í efnahag Bandaríkjanna. Í frum- varpi, sem fulltrúadeild þingsins hefur samþykkt, er kveðið á um að aðeins megi nota bandarískt járn og stál við framkvæmdir sem Bandaríkjastjórn fjár- magnar. Í frumvarpsdrögum, sem lögð hafa verið fyrir öld- ungadeildina, er víðtækara ákvæði um að nota beri banda- rískan varning. „Mjög hættulegt fordæmi“ Evrópusambandið mótmælti ákvæðinu og sagði að með því væru Bandaríkin að senda „verstu mögulegu skilaboð“ um að þau hygðust taka upp vernd- arstefnu sem gæti stuðlað að enn meiri efnahagssamdrætti í heim- inum. Talsmaður framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins sagði að hún myndi skjóta málinu til Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) ef ákvæðið yrði í lögunum. „Við teljum að lögin skapi mjög hættulegt fordæmi nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir alþjóðlegri kreppu,“ sagði John Bruton, sendiherra ESB í Washington. Hann bætti við að ákvæðið gæti orðið til þess að önnur lönd tækju upp vernd- arstefnu sem gæti að lokum stuðlað að enn meira atvinnuleysi í Bandaríkjunum og víðar. Viðskipti hluti af lausninni Stjórnvöld í Kína, Kanada og fleiri löndum hafa tekið í sama streng og nokkrir frammámenn bandarískra repúblikana hafa varað við því að ákvæðið geti leitt til viðskiptastríðs í heiminum. Obama tók undir þessar viðvar- anir í viðtali við ABC-sjónvarpið í fyrrakvöld og sagði að það væri rangt að halda ákvæðinu vegna hættu á viðskiptastríði. „Ég tel að það væru mistök, nú þegar heimsviðskiptin dragast saman, að við förum að senda þau skila- boð að við hugsum aðeins um eigin hagsmuni og skeytum ekki um heimsviðskipti,“ sagði forsetinn. Catherine Ashton, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórn ESB, fagnaði orðum Obama. „Hann áttar sig á því, eins og við í Evrópu, að við þurfum að auka viðskiptin til að sigrast á efna- hagsþrengingunum. Viðskipti eru hluti af lausninni,“ sagði hún. AP Skólaheimsókn Barack Obama og eiginkona hans, Michelle, með nemendum barnaskóla í Washington. Obama kveðst vilja koma í veg fyrir viðskiptastríð Leggst gegn verndarstefnu í frumvarpi um aðgerðir til að blása lífi í efnahaginn Stjórnvöld í mörgum ríkjum heims hafa boðað aðgerðir, sem fela í sér aukin ríkisútgjöld eða skattalækkanir, til blása lífi í efnahaginn. Heimild: Fréttir fjölmiðla Ath.: Fleiri lönd hafa boðað efnahagsaðgerðir Evrópusambandið * Að meðtöldum framkvæmdum á vegum héraðsstjórna EFNAHAGSAÐGERÐIR RÍKJA HEIMS Bandaríkin 993 BOÐAÐAR AÐGERÐIR í milljörðum Bandaríkjadala, miðað við gengið 2. febrúar. Japan 484,6 Taívan 5,4 S-Kórea 10,1 Ástralía 36,1 Nýja Sjáland 3,5 Indland 10 Singapúr 13,5 Noregur 2,8 Holland 7,7 Bretland 28,6 Frakkland 33,4 Spánn 89,9 Portúgal 2,8 Ítalía 102,8 Svíþjóð 2,7 Taíland 8,6 Ungverjaland 6,1 Þýskaland 104,1 Kanada 32,2 Rússland 20 ESB 256,9 Kína* 2.046,6 ÞEGAR fólk horfir á auglýsingu á skjá í versl- unarmiðstöð, líkamsræktarstöð eða mat- vöruverslun í Bandaríkjunum er hugsanlegt að auglýsingamiðillinn fylgist líka með áhorfand- anum. Líkurnar á því eru að vísu ekki miklar en fara vaxandi. Þróuð hefur verið tækni sem byggist á því að litlum myndavélum er komið fyrir á skjánum eða nálægt honum til að fylgjast með fólkinu sem horfir á hann. Framleiðendur búnaðarins segja að notaður sé hugbúnaður sem geti greint kyn áhorfandans, áætlað aldur hans og í sumum til- vikum greint kynþátt hans. Búnaðurinn getur síðan skipt um auglýsingu á skjánum í samræmi við upplýsingarnar um áhorfandann. T.a.m. er hugsanlegt að á skjánum birtist aug- lýsing um rakvélar ef áhorfandinn er karl, dömubindi ef kona horfir á skjáinn, eða um tölvuleiki ef áhorfandinn er unglingur. Jafnvel þótt auglýsingarnar breytist ekki getur þessi tækni verið gagnleg fyrir auglýsendur sem vilja vita að hve miklu leyti auglýsingar þeirra ná til markhópsins. Búnaðurinn hefur ekki enn verið settur á markað en búist er við að hann verði tekinn í notkun víða í Bandaríkjunum og fleiri löndum á næstu árum. Framleiðendurnir segja að bún- aðurinn geti nú greint kyn áhorfendanna í um 85-90% tilvika. Búnaðurinn minnir á atriði í kvikmyndinni „Minority Report“ þar sem söguhetjan, sem Tom Cruise leikur, gengur inn í verslunarmiðstöð þar sem sjónhimnumyndavél ber kennsl á hann og sýnd er auglýsing þar sem viðskiptavinurinn er ávarpaður með nafni. Framleiðendur búnaðar- ins leggja þó áherslu á að hann geti ekki borið kennsl á áhorfendur eða safnað persónulegum upplýsingum um þá. bogi@mbl.is Auglýsingamiðill sem fylgist með áhorfandanum Greinir kyn og aldur þeirra sem horfa á skjáinn AP Á gægjum Auglýsingaskjár í verslunarmiðstöð. HRUKKUR eru ekki bara arfbund- in ættarfylgja, heldur á mikil streita líka sína sök á þeim. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þeim, til dæmis skilnaður, skyndilegt þyngd- artap eða notkun þunglyndislyfja. Kemur þetta fram í nýrri rannsókn. „Erfðir ráða að sjálfsögðu miklu um það hvernig fólk eldist en síðan kemur margt annað til sem getur flýtt fyrir öldruninni. Reyni fólk að sneiða hjá þessum þáttum getur það líka dregið úr öldrunar- einkennunum,“ segir Bahaman Gu- yuron, prófessor og yfirmaður lýta- lækningadeildar University Hospitals Case Medical Center í Cleveland í Ohio. Rannsóknin beindist að eineggja tvíburum og það sýndi sig að elli- merkin voru meiri á þeim sem átt hafði í einhverjum erfiðleikum. svs@mbl.is Streita flýtir fyrir elli- merkjunum VÍSINDAMENN við Cambridge- háskóla hafa þró- að nýja aðferð við framleiðslu ljósdíóða sem eiga að geta enst í 60 ár. Boða þeir byltingu sem muni ekki aðeins útrýma glóð- arperunni, held- ur einnig sparperunni. Ljósdíóður endast miklu lengur en aðrir ljósgjafar, allt að 50.000 klst., og nota miklu minna rafmagn en þær hafa verið nokkuð dýrar. Nýja uppgötvunin gerir hins vegar hvorttveggja, að lengja enn end- inguna og gera framleiðsluna ódýr- ari. Það er því útlit fyrir að margir þurfi ekki að skipta um peru nema einu sinni á ævinni. svs@mbl.is Boða tilkomu eilífðarperu Munu þær báðar heyra sögunni til? PÁFAGARÐUR hefur skipað svo fyrir að bisk- upinn Richard Williamson, sem neitaði því að helförin hefði átt sér stað, verði að taka þau orð sín aftur vilji hann vera í þjónustu kirkjunnar. Williamson var einn fjögurra biskupa sem páfi hafði bannfært fyrir aðrar sakir en fyrir skömmu voru þeir leystir úr banni og líka Williamson. Olli það miklu uppnámi og nú hefur honum verið skipað að iðrast orða sinna. svs@mbl.is Skipað að taka orð sín aftur Richard William- son biskup. ÞÆR eru ungar, fallegar og því vanastar að fá meira en lítið fyrir sinn snúð þegar þær auglýsa tísku- fatnað, hvort sem það er á tískusýn- ingum eða í auglýsingum. Nú eru þær komnar á útsölu og búið að lækka verðið um helming. Um þessar mundir stendur tísku- vertíðin sem hæst í París, Mílanó, New York og víðar en fyrirsæt- urnar hafa ekki sloppið við krepp- una fremur en aðrir. Helstu hönn- uðirnir hafa fækkað verulega í fyrirsætnahópnum sínum og mörg- um verið sagt upp. „Nú erum við bara á hálfvirði,“ var haft eftir fyrirsætu, sem þakk- aði þó fyrir að hafa enn vinnu. svs@mbl.is Fyrirsætur með afslætti „Ég klúðraði þessu,“ sagði Bar- ack Obama í viðtali við CBS- sjónvarpið. „Ég tel að ég hafi klúðrað þessu og axla ábyrgð á því,“ sagði hann við CNN. Þannig voru viðbrögð Obama við því að Tom Daschle ákvað að gefa ekki kost á sér í embætti heilbrigðisráðherra eftir að skýrt var frá því að hann hefði ekki talið afnot af bíl fram til skatts á árunum 2005 til 2007. Hann greiddi 140.000 dollara í skatt og vexti í síðasta mánuði vegna þessa máls og sagði að sér hefðu orðið á mistök. Obama viðurkenndi að hann hefði verið seinn að átta sig á þýðingu málsins. Ég klúðraði þessu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.