Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is HÚN ER girnileg grænmetissúpan í pottinum hjá Kristbjörgu Ásmunds- dóttur, sem nú mætir í Hlutverka- setur tvisvar í viku og eldar hádeg- ismat fyrir þá sem þangað koma. Kristbjörg vann áður við bókhald, hafði raunar starfað hjá sama fyrir- tækinu í tíu ár, er henni var sagt upp nú fyrir jól. „Fyrst fannst mér voða gott að fá frí, en svo var ég byrjuð að slá hlutunum á frest,“ segir Krist- björg sem ákvað að bjóða fram mat- reiðsluhæfileika sína eftir að hafa hlýtt á hádegisfyrirlestur á vegum VR með Elínu Ebbu Ásmundsdóttur sem unnið hefur mikið og óeig- ingjarnt starf á vegum Hlutverka- seturs. „Þar kom Elín Ebba inn á hvað það væri gaman að fá fólk í Hlutverkasetrið sem væri tilbúið að gera eitthvað og miðla af sinni kunn- áttu. „Ég gat alveg hugsað mér að elda,“ segir Kristbjörg sem áður bakaði stundum brauð fyrir sinn gamla vinnustað. Hún segir það óneitanlega hafa verið niðurbrjótandi að missa vinn- una. „Maður fer að efast um sjálfan sig og það getur verið erfitt að verj- ast hugsunum á borð við: af hverju var mér sagt upp en ekki ein- hverjum öðrum?“ Nú kveðst hún hins vegar mun orkumeiri. „Með því að þurfa að mæta hingað tvisvar í viku þá er allt í einu orðið alveg brjálað að gera hjá mér og ég þarf að drífa í hlutunum áður en ég fer hing- að niður eftir.“ Viðtökurnar við súpugerðinni hafa líka verið góðar og hún segir hólið lyfta sér upp. Á eigin forsendum Fjölbreytt úrval námskeiða er nú haldið á vegum Hlutverkaseturs, t.a.m. tölvunámskeið í gerð bæði Po- wer Pint og Photoshop, myndlist- arnámskeið og leikræn tjáning, svo dæmi séu tekin. Þá er farið í göngu- ferðir á hverjum degi og vikulega boðið upp á slökun. Að sögn Elínar Ebbu eru þau hjá Hlutverkasetri hins vegar opin fyrir breytingum hvað námskeiðshaldið varðar. „Við viljum gjarnan fá fleira fólk eins og Kristbjörgu hingað. Fólk sem býr að einhverri þekkingu og vill láta gott af sér leiða. En við viljum líka að fólk komi hingað á eigin forsendum og að fólk rjúfi þannig þá einangrun sem fylgt getur atvinnumissi. Fólk þarf ekkert að koma hingað á hverjum degi en Hlutverkasetur getur hjálpað því að búa sér til sína eigin rútínu. Hér get- ur fólk til dæmis hitt aðra í svipaðri stöðu úr sínu hverfi og búið þannig til gönguhópa í sínu nærumhverfi,“ segir Elín Ebba. Hún segir Reykjavíkurborg, heil- brigðis- og félagsmálaráðuneyti styðja starfið og þá sé Hlutverka- setur komið í sambandi við Hljóma- lind þar sem boðið sé upp á ýmsar uppákomur gestum að kostnaðar- lausu. Kokkur Kristbjörg Ásmundsdóttir fær góð viðbrögð við matseldinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt hlutverk Leiklist í umsjón Trausta Valssonar er meðal þeirra námskeiða sem boðið er upp á hjá Hlutverkasetri. Að miðla af eigin kunnáttu Hlutverkasetur er bæði fyrir gefend- ur og þiggjendur Í JANÚAR bárust Vinnu- málastofnun 10 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals 167 einstaklingum. Fjórar tilkynningar voru úr mannvirkjagerð með samtals 50% þeirra sem sagt var upp. Helstu ástæður uppsagna eru rekstrarerfiðleikar, verk- efnaskortur og endurskipulagn- ing. Flestar uppsagnirnar sem til- kynntar voru í janúar koma til framkvæmda í maí. Ef litið er á allar tilkynntar hópuppsagnir, sem borist hafa síðustu mánuði, má sjá að flestir misstu vinnu í febrúar, eða yfir 1.100 manns. Tæplega 500 manns misstu vinn- una í byrjun mars, ríflega 200 í byrjun apríl og um 100 manns í maí. sisi@mbl.is Margir munu missa vinnuna í febrúar Hvernig námskeið er boðið upp á hjá Hlutverkasetri? Boðið er upp á ýmiskonar tölvu- námskeið, myndlist og leiklist, svo dæmi séu tekinn. Nám- skeiðshaldið er þó mjög sveigj- anlegt og aðstandendur Hlut- verkaseturs opnir fyrir hugmyndum þeirra sem áhuga hafa á að bjóða upp á annars konar fræðslu en þá sem nú er í boði. Er langur biðlisti? Námskeiðin eru stutt, 4-6 skipti, og því ætti ekki að þurfa að bíða lengi eftir að nýtt námskeið hefj- ist. Þarf að hafa samband fyrirfram? Hlutverkasetur er opið á milli kl. 8 og 16 á daginn og þangað geta allir kíkt inn, kynnt sér aðstæður, rætt við starfsfólk og séð hvort ekki er eitthvað í boði fyrir þá. Hvar finn ég frekari upplýsingar? Á vefslóðinni hlutverkasetur.is, svo er einnig hægt að hafa sam- band í síma 517 3471. S&S HAUKUR Gunnarsson fyrrverandi verslunarstjóri í Rammagerðinni, lést á heimili sínu, Sóltúni 13, þriðju- daginn 3. febrúar, 87 ára að aldri. Haukur fæddist 18. júlí 1921 á Reynimel við Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Hann var sonur Gunnars Guðnasonar frá Dísakoti í Flóa og Ingibjargar Hjartardóttur frá Reynimel. Haukur útskrifaðist frá Versl- unarskóla Íslands árið 1939. Árið 1942 fór hann í tveggja ára versl- unarnám til Bandaríkjanna og starf- aði þar um tíma. Er heim kom hóf hann störf hjá Ferðaskrifstofu rík- isins og síðar í Orlofsbúðinni. Allan sinn starfsaldur starfaði Haukur við verslunar- og ferðaþjónustu, lengst af sem verslunarstjóri í Ramma- gerðinni í Hafnarstræti. Óhætt er að segja að Haukur hafi verið braut- ryðjandi í ferðaþjónustu á Íslandi. Haukur var kvæntur Aðalbjörgu Sigurðardóttur sem lést árið 2005. Hann lætur eftir sig þrjú uppkomin börn. Barnabörnin eru sjö og barna- barnabörnin fimm. Andlát Haukur Gunnarsson NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Ís- lands segja, að fullyrðingar útgerð- armanna um að verði hvalveiðar ekki leyfðar tapist tugir milljarða króna, sé hjáfræði. Landssamband íslenskra útvegsmanna heldur því fram að með skynsamlegri nýtingu hvalastofna væri hægt að auka út- flutningstekjur af þorski og öðrum arðbærum tegundum um tugi millj- arða króna. Á heimasíðu Náttúruvernd- arsamtakanna er m.a. vísað til um- mæla Gísla Víkingssonar, hvala- sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun, í útvarps- viðtali árið 2006. Þar kom fram, að vísindamenn vissu ekki nóg til þess að geta sagt með vissu, að hvalir gengju umtalsvert á fiskistofnana með þeim afleiðingum að minna væri til skiptanna fyrir fiskiskipa- útgerðirnar, þótt vissulega væru vísbendingar í þá átt frekar en hitt. Útreikningar LÍÚ ekki réttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.