Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009
✝ Ólafur EiðurÓlafsson fæddist
í Reykjavík 5. apríl
1966. Hann lést á
heimili sínu 26. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Ólafur Þorgrímsson,
f. 10.09.1926 og Val-
gerður Eiðsdóttir, f.
7.3.1929. Systkini
hans eru Hulda Ósk
Ólafsdóttir, f.
12.12.1953, Þor-
grímur Ólafsson, f.
19.6.1955 og Birgir
Ólafsson, f. 30.7.1961, og hálf-
bróðir sammæðra er Davíð Krist-
jánsson, f. 12.1.1948.
Ólafur Eiður kvæntist 17. júní
1989 Líneyju Björk Ívarsdóttur, f.
26.4. 1966. Foreldrar hennar eru
Ívar S. Guðmundsson, f. 29.6.
1937, og Lovísa Tómasdóttir, f.
13.6. 1938.
Börn Ólafs Eiðs og Líneyjar
Bjarkar eru Bjarki, f.
6.5.1987, Eva Hrund,
f. 23.1.1989 og Val-
gerður Dröfn, f.
28.4.1992.
Ólafur Eiður var
fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Hann
vann mestallan sinn
starfsaldur við smíð-
ar og rak eigið fyr-
irtæki frá árinu
1985. Ólafur stund-
aði hestamennsku
frá unga aldri, en
hún skipaði ávallt
stóran sess í lífi hans. Fyrstu hjú-
skaparárin bjuggu Ólafur og Lí-
ney í Reykjavík en árið 1996 fluttu
þau ásamt börnum sínum til Nor-
egs þar sem þau bjuggu til ársins
2001, þegar þau sneru aftur til Ís-
lands.
Ólafur Eiður verður jarðsung-
inn frá Langholtskirkju í dag og
fer athöfnin fram kl. 13.
Þú barðist eins og hetja í 14 mánuði
við banvænan sjúkdóm en kvartaðir
aldrei og talaðir okkur í gegnum
þetta svo þetta myndi ekki verða okk-
ur eins erfitt. Þú varst svo sterkur og
raunsær og sagðir okkur að eyða ekki
miklum tíma í að syrgja þig, sagðir
okkur að halda áfram með líf okkar.
Við munum reyna það, elsku pabbi,
við munum reyna á hverjum degi að
vera sterk fyrir þig og minnast sterka
persónuleika þíns, muna hláturinn
þinn og húmorinn sem mun seint
gleymast. Við erum rosalega stolt af
þér og við munum alltaf líta upp til
þín. Þú verður alltaf besti pabbi í
heimi.
Við hefðum viljað fá meiri tíma, en
það er mikil huggun að vita til þess að
þú ert á betri stað eins og þú átt skil-
ið. Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum
okkar.
Hvíldu í friði, elsku pabbi.
Bjarki, Eva Hrund og
Valgerður.
Alltaf varstu hvers manns hugljúfi,
brosmildur og traustur. Seinn til að
biðja um aðstoð en fljótur að bjóða.
Varst lítið fyrir seremoníur og til-
stand, það stóð sem þú sagðir. Stað-
fastur með létta lund.
Hestamaður varstu af lífi og sál,
með óvenju mikla næmi sem reið-
maður. Það var eftirtektarvert hve
hestum leið vel í návist þinni og sóttu
til þín styrk.
Þegar þú fæddist þá glöddumst við
öll en þú varst sá eini sem grést. Þeg-
ar þú kvaddir þá grétum við en þú
varst sá eini sem ekkert tár felldir,
slíkur var skapstyrkur þinn og æðru-
leysi.
Elsku bróðir, þakka þér fyrir allar
góðu samverustundirnar okkar. Í
huga mínum ertu ekki horfinn að
fullu heldur kominn á undan, þangað
sem við síðar hittumst.
Þorgrímur Ólafsson.
Símtalið kom, sem við höfðum
kviðið svo fyrir að fá. Við vissum að
það kæmi, en samt kom það okkur
öllum í opna skjöldu, þar sem við
virkilega trúðum á kraftaverkið. Þeg-
ar Óli greindist vorum við viss um að
hann myndi sigrast á þessum veik-
indum, af því að hann var jú hraust-
mennið í fjölskyldunni og okkur
fannst að ekkert gæti bugað hann.
Hann þoldi ekki að vera veikur, vera
allt í einu orðinn sjúklingur, og von-
aðist til að þetta tæki fljótt af þegar
að því kæmi. Hann bar sig vel allan
tímann og lét ekkert stoppa sig í því
að gera það sem hann hafði ánægju
af, fór t.d. á hestbak fyrir ekki svo
löngu. En svo kom að því að þessi
andstyggilegi sjúkdómur fór að taka
yfirhöndina og við gátum ekkert gert,
annað en að horfa upp á hann lúta í
lægra haldi. Að eðlisfari var Óli létt-
lyndur og mátulega kærulaus, og hef-
ur það örugglega hjálpað honum mik-
ið í sínum veikindum. Ég man fyrst
þegar ég sá hann, þegar Líney kom
með hann heim 17 ára gamlan, þá
skildi ég ekkert í því hvað hún sá við
þennan strák. Hann var bólugrafinn
unglingur á miðju gelgjuskeiðinu. En
mér skjátlaðist hrikalega. Það rættist
heldur betur úr þessum strák. Hann
reyndist bæði frábær eiginmaður og
einn sá besti pabbi sem börnin hans
hefðu getað eignast. Þau voru hans líf
og yndi og hann gerði allt fyrir þau.
Þau gátu yfirleitt fengið já frá pabba
sínum, þó að mamma væri búin að
segja nei. Elsku Óli minn, nú ert þú
farinn frá okkur og við vitum að þú
munt fylgjast með henni Líneyju
þinni og rétta hjálparhönd þegar á
þarf að halda. Þín verður ávallt sárt
saknað meðal fjölskyldunnar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Elsku Líney, Bjarki, Eva og Val-
gerður, Guð gefi ykkur styrk til að
halda áfram.
Þín mágkona,
Dagný.
Elsku hjartans mágur minn, hann
Óli, er nú dáinn, aðeins 42 ára. Mér
finnst enn að þetta sé bara vondur
draumur en því miður er það ekki
svo. Rúmt ár er síðan hann greindist
með krabbamein og einhvern veginn
héldum við alltaf í vonina um að hann
myndi læknast. Hann tókst á við
meinið af þvílíku æðruleysi að ótrú-
legt er. Ég kynntist Þorgrími bróður
hans fyrir 36 árum þegar Óli var 6
ára, fallegur, hress og alltaf brosandi.
Þannig var hann alltaf. Bónþægur og
alltaf tilbúinn að hjálpa. Samrýndari
bræður hef ég ekki þekkt, þeir töluðu
yfirleitt í síma nokkrum sinnum á dag
og hittust nær alltaf daglega, á
Brúsastöðum, en það kölluðu þeir
heimili mömmu þeirra. Þegar ég hitti
þá þar var alltaf glatt á hjalla. Við Óli
sameinuðumst gegn stóra bróður
sem alltaf var fljótur til svars og „sú
gamla“ eins og þeir kölluðu mömmu
sína fékk líka sinn skerf. Þvílík
skemmtun og yndislegar minningar
þaðan sem verða seint frá mér tekn-
ar. Líney mín, Bjarki, Eva Hrund og
Valgerður. Guð veri með ykkur og
fjölskyldunni allri.
Ykkar vinur
Sólveig Ólafsdóttir.
Óla bróður, eins og hann var kall-
aður á okkar heimili, verður minnst
sem höfðingja. Honum fylgdi alltaf
jákvæð orka og það var alltaf gaman
að vera í návist hans. Þeir pabbi voru
ekki bara bræður heldur bestu vinir
og gaman að sjá hvað sterkt var á
milli þeirra. Hestarnir, pabbi og Óli
voru eitt og erfitt að tala um annað
við þá. Bjarki, Eva og Valgerður hafa
hvert og eitt sína útgáfu af Óla og
mun hann lifa sterkt í gegnum þau
með alla sína góðu kosti. Við munum
ávallt líta upp til þín, kæri frændi,
þvílíkan styrk sem þú sýndir í gegn-
um veikindin þín.
Minningin um þig er okkur kær og
þín verður sárt saknað.
Elsku fjölskylda, hugur okkar er
hjá ykkur.
Ólafur og Sólrún.
Ég trúi varla að þú sért farinn frá
okkur, elsku Óli minn. Þú varst rétt
að verða 43 ára og algjörlega í blóma
lífsins, mikið rosalega finnst mér eitt-
hvað erfitt að trúa þessu. Það sem
einkenndi þig var allt það jákvæða,
þú varst alltaf svo hress og kátur þeg-
ar ég hitti þig og alltaf í góðu skapi og
brosið þitt er mér ógleymanlegt.
Það var nú ósjaldan sem við hitt-
umst í kaffibolla uppi í Þórufelli hjá
ömmu hérna áður fyrr, og þá gátum
við spjallað um allt á milli himins og
jarðar og það var alltaf svo gott að
tala við þig, þú varst svo skilnings-
ríkur og settir þig svo vel inn í alla
hluti, alveg sama hvað það var. Ég
man svo vel þegar þú komst í heim-
sókn til ömmu þegar þú varst búinn
að vera á skyttiríi og komst með alla
fuglana heim og hengdir þá alla út á
svalir og ég þorði aldrei út á svalir þá
og þú hlóst svo mikið að því og skildir
ekkert í þessum aumingjaskap í mér.
Þú varst alltaf svo mikið hörkutól og
alltaf á fullu, alltaf á hestbaki og lifðir
svo heilbrigðu lífi og mér fannst þú
alltaf svo ferskur.
Svo er nú erfitt að gleyma þegar
við kíktum út á lífið saman, þá mátti
nú ekki hver sem er tala við hana
frænku þína, þú þurftir sko að vita
hverra manna þetta fólk var og þó svo
ég segði að þetta væri nú allt í lagi og
ég þekkti viðkomandi þá stóðstu samt
og horfðir allan tímann til að vita
hvort allt væri nú í lagi, þú varst eitt-
hvað svo mikill verndari í þér, elsku
frændi minn.
En þér var greinilega ætlað eitt-
hvert miklu stærra hlutverk hinum
megin og ég veit að núna líður þér vel
og veikindin hætt að setja strik í
reikninginn hjá þér. En mikið á ég
eftir að sakna þín og ég mun alltaf
muna hversu yndislegur þú varst,
mér þykir svo mikið vænt um þig og
þú munt ávallt eiga stóran hlut í mínu
hjarta.
Ég bið góðan guð að styrka fjöl-
skylduna á þessum erfiðu tímum.
Þín frænka
Berglind.
Á fallegu janúarkvöldi, eftir snjó-
komu í stillu og kyrrð, kvaddi Óli
þennan heim. Baráttunni var lokið.
Óli glímdi við krabbamein af miklu
æðruleysi og sýndi ótrúlegan styrk í
þeirri baráttu.
Í veikindum hans gerði Líney hon-
um mögulegt að vera heima þar til yf-
ir lauk. Þannig vildu þau hafa það.
Hann kvaddi í faðmi fjölskyldunnar
umvafinn ástúð Líneyjar og
barnanna.
Óli var glæsilegur á velli, ímynd
hreystinnar, glaðlyndur og snar í
snúningum. Hann var þægilegur í
samskiptum, allra manna hugljúfi og
átti gott með að láta fólki líða vel í ná-
vist sinni.
Prjál og tilgerð átti ekki við hann
og leið honum einna best í hestagall-
anum eða vinnugallanum, reiðubúinn
að sinna verkefnum dagsins. Hann
var vinnusamur með afbrigðum og
var endurnýjun húsa í senn vinnan
hans og áhugamál.
Hestamennska var honum í blóð
borin og stundaði hann ræktun og
tamningar af kappi. Fátt fannst hon-
um skemmtilegra en að ríða út á
uppáhaldsgæðingnum en þeir voru
nokkrir sem hann átti.
Samband Óla og Líneyjar var afar
fallegt og einkenndist af virðingu,
vináttu og mikilli væntumþykju. Það
var alltaf notalegt að koma á heimili
þeirra. Þar ríkti afslappað andrúms-
loft og oft mikið líf og fjör, því fjöl-
skyldan stundaði ekki einungis hesta-
ræktun heldur einnig ræktun hunda.
Alltaf var pláss fyrir alla, tvífætlinga
jafnt sem fjórfætlinga.
Börnin og fjölskyldan skiptu Óla
mestu máli í lífinu. Hann var stoltur
af börnunum sínum og þakklátur fyr-
ir að hafa fengið að sjá þá stefnu sem
þau hafa markað sér í lífinu.
Minningin um Óla verður alltaf
tengd þeim mikla krafti sem bjó í
honum og hann nýtti til fullnustu.
Hann var bjartsýnismaður og horfði
fram á við fremur en um öxl.
Það er sárt að verða að sætta sig
við að komið sé að kveðjustund. Við
Árni og fjölskylda kveðjum með
þakklæti fyrir allar góðu stundirnar
sem við höfum átt í gegnum árin.
Elsku Líney systir, Bjarki, Eva og
Valgerður. Megi Guð hugga ykkur og
styrkja á þessari stundu.
Blessuð sé minning Óla.
Karitas Ívarsdóttir.
Elsku Óli minn, þú ert farinn og ég
á svo erfitt með að trúa því að þetta sé
raunveruleikinn. Þú, stoðin mín og
stytta í lífinu, ert allt í einu horfinn.
Ég var búin að kvíða þessum degi frá
því þú greindist í lok ársins 2007 og
nú er þetta að gerast. Tíminn var allt-
of stuttur. Þú tókst veikindum þínum
svo vel, barðist hetjulega við þennan
illvíga sjúkdóm og hélst þínu striki
allan tímann. Það bjó svo mikill kraft-
ur og orka í þér og núna eftir að þú
ert farinn þá þarf ég ekki annað en að
loka augunum og hugsa um faðm
þinn þá finn ég fyrir styrknum frá
þér. Þú hugsaðir alltaf svo vel um
okkur, fjölskylduna þína. Fórst strax
í að undirbúa hvernig þú gætir hag-
rætt hlutunum, þannig að við hefðum
það sem best þegar þú værir farinn.
Það varst þú sem hughreystir okkur
og sagðir börnunum okkar frá því í
hvað stefndi. Þú baðst mig um að
vera sterk og reyndir að sannfæra
mig um að ég gæti haldið áfram án
þín. Í veikindum þínum tókst þér allt-
af að líta á björtu hliðarnar og þú
varst þakklátur fyrir að þú fékkst
tíma til að sinna áhugamálinu þínu,
hestunum og fékkst að sjá börnin þín
vaxa úr grasi og sjá hvert þau stefndu
í lífinu. Þú varst svo stoltur af þeim.
Þú yfirgafst þennan heim með mik-
illi reisn og óttaðist aldrei að deyja.
Þú ræddir dauðann bæði við mig og
börnin okkar af miklu æðruleysi, sem
er okkur mikil huggun núna eftir að
þú ert farinn. Ég veit þú vakir yfir
okkur og heldur áfram að styðja okk-
ur eins og þú hefur alltaf gert. Ég trúi
því að þú munir taka á móti okkur
þegar þar að kemur.
Ég sakna þín svo sárt. Ég elska
þig.
Líney.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann þegar ég hugsa til þín, elsku stóri
frændi, er kraftur, tryggð og heiðar-
leiki. Þú varst sönn hetja og fyrir-
mynd. Þú varst alltaf brosmildur,
glaður eða hlæjandi.
Þær eru margar minningarnar
sem ég á og ekki er hægt að taka í
burtu.
Ein af mínum fyrstu minningum
um þig var þegar þú varst 11 ára, ég
var þá 4 ára, okkur var þá leyft að
syngja inn á kassettu með míkrófón.
Þú söngst þá lagið: Ég var að rúnta í
ræfilslegum Ford 57, og þú lifðir þig
svo mikið inn í það og varst svo mikill
gaur. Ég leit svo mikið upp til þín þá,
og alla tíð.
Ég efast ekki um að vel hafi verið
tekið á móti þér, elsku Óli minn, því
þú varst svo gegn og góður maður.
Ég sé fyrir mér að þín hafi beðið eitt-
hvert stórt verkefni á öðrum stað,
sem enginn nema þú getur gert. Því
þú varst sannarlega hörkutól.
Þú verður ávallt í mínum huga og
hjarta, elsku frændi minn.
Og ég bið góðan Guð um að þér líði
vel.
Ég kveð þig nú með miklum sökn-
uði og virðingu, og vona að við mun-
um hittast á ný þegar minn tími kem-
ur.
Þín frænka
Guðrún.
Vinur okkar Óli sem nú hefur kvatt
og við syrgjum svo mjög var þeirra
gerðar að návist hans var gefandi,
glaðvær og þroskandi.
Ekki var Óla sýnt um að þóknast
fólki. Hann var hlédrægur og frekar
feiminn við fyrstu kynni, en lagði
háum sem lágum gott til ef svo bar
við.
Hjálpsemi og greiðvikni var hon-
um sjálfsögð svo auðvelt var hverjum
að njóta hennar.
Veturinn 2002 ákváðum við hjónin
að láta á það reyna hvort hesta-
mennska gæti ekki orðið það tóm-
stundagaman og sá lífsstíll sem tæki
við þegar tíma barnauppeldis og
óhóflegrar vinnu lyki. Heppnin var
okkur hliðholl. Þorgrímur bróðir Óla
leigði okkur pláss í hesthúsi sínu og
reyndist okkur ómetanleg hjálpar-
hella.
Óli, sem einnig hafði sína hesta hjá
Þorgrími, hélt sér til hlés og fylgdist
með byrjendatilburðum okkar úr
fjarlægð. Óli var afburðahestamaður,
gæddur næmum skilningi á öllum
þáttum hestamennskunnar, nærgæt-
inn og umhyggjusamur um sína
hesta.
Aldrei var nóg að gert svo þessir
vinir hans nytu bestu aðhlynningar.
Þetta sást ekki síst í því þegar leitað
var til Óla með tortryggin og baldin
trippi sem fæstir treystu sér til að
tjónka við.
Hlý, styrk og fumlaus umgengni
leiddi oftast til árangurs á undra-
skömmum tíma.
Ekki hvarlaði að okkur á þessum
tíma að þetta yrði upphaf vinskapar
við Óla og seinna Líneyju konu hans.
Þrátt fyrir hóværð og yfirvegun
var Óli maður skjótra ákvarðana.
Viljið þið koma í sleppitúr? Viljið þið
koma í hestaferð? Eruð þið til í að
kaupa hesthús? Eigum við að kaupa
jarðarpart?
Sannfæringin og gleðin sem fylgdi
þessum uppástungum ásamt gagn-
kvæmu trausti leiddu undanbragða-
lítið til samþykkis.
Um ókomin ár munum við minnast
með þakklæti allra þeirra gleðistunda
sem okkur gáfust með honum. Áfram
munum við njóta samveru í Bolholti
og hesthúsinu í Faxabóli með Líneyju
og hennar börnum.
Fjölskyldu Óla vottum við okkar
dýpstu samúð.
Fanney og Finnur.
„Ólafur Eiður, viltu koma út úr
skápnum,“ sagði kennarinn okkar
Óla, en bætti svo við: „Nei, annars er
kannski best að þú sért þarna inni,
það er þá friður.“
Þetta er eitt af því sem rifjast hefur
upp fyrir mér síðustu daga eftir að ég
frétti af andláti Óla. Ég fór að hugsa
um tímann sem ég hef ekki hugað að
lengi. Þetta var skemmtilegur tími.
Við vorum klíka, ég, Óli og Stjáni. Við
vorum saman í skólanum og eftir
skóla. Síðar bættist Gunni í hópinn.
Við gerðum ýmislegt, uppgötvuð-
um margt og prófuðum ýmislegt
saman.
Í Fellaskóla var borin virðing fyrir
Óla. Krakkarnir kölluðu hann Óla
stóra en kennararnir nefndu hann
alltaf Ólaf Eið.
Eitt af því sem við Óli gerðum sam-
an var að æfa júdó. Vegna þess hve
Óli var stór og kröftugur vorum við
færðir upp í fullorðinsflokk.
Þar var ég notaður sem gólftuska á
meðan Óli stóð uppi í hárinu á körl-
unum.
Þjálfarinn taldi sig hafa fundið
framtíðar-ólympíufara í honum en
fljótlega hætti Óli þar sem hann mátti
ekki vera að þessu. Hann varð að
sinna hestunum en strax á unglings-
árunum var það stór partur af lífi
hans.
Endalausar minningar koma upp,
minningar um það þegar Óli vildi ekki
hlusta á neina tónlist nema Gary
Numan og söng með falsettu „Her is
mæ kar“. Ógleymanlegt þeim er
fengu að njóta.
Óli átti skellinöðru í nokkra mánuði
og var hún nánast allan tíman
hljóðkútslaus svo maður vissi með
góðum fyrirvara hvenær hann kæmi.
Fermingarárið var stórt ár hjá
okkur og um það sem gerðist þá væri
hægt að skrifa heila bók.
Eitt af því sem einkenndi Óla var
að hann var alltaf að flýta sér. Hann
var alltaf á undan okkur hinum og
það skil ég svo vel núna.
Hann stofnaði fjölskyldu sína ung-
ur. Hann gerði alla hluti fyrr en við
hinir.
Það gerðist með okkur félagana
eins svo marga æskuvini að við urð-
um uppteknir af öðru og hittumst
sjaldnar og oftast þá á hlaupum.
Því miður er mér það ekki fært að
fylgja þér til grafar, minn gamli vin-
ur, og það er sárt. En ég á minning-
arnar um þig og þær tekur enginn frá
mér þó svo þú hafir svo ranglega ver-
ið tekinn frá okkur. Árin sem við átt-
um saman eru mér mikils virði og til-
hugsunin um þau kallar fram bros og
ásjónu þína.
Líneyju og börnunum sendi ég og
fjölskyldan mín innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jóhannes Bjarni Eðvarðsson.
Ólafur Eiður Ólafsson