Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 21
Daglegt líf 21ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Hinn 4. febrúar 1964 fór íslenskur maður frá Vestur-Berlín yfir til aust- urhluta borgarinnar með eftirfarandi í farangrinum: 2 nælonskyrtur, 2 pör af dömunælonsokkum, 20 smávindla, 250 grömm af kaffi og 1 kg af banön- um. Hvernig veit ég þetta? Og hvað kemur það Akureyri við? Kíktu að- eins neðar til að komast að því…    Birgir Guðmundsson og Markus Meckl, lektorar við Háskólann á Ak- ureyri, sönkuðu að sér gögnum um Ísland sem hægt var að nálgast úr ógnarstóru skjalasafni Stasi í Austur- Berlín og hafa afhent Héraðs- skjalasafninu á Akureyri.    Í bunkanum eru ekki upplýsingar um nafngreinda menn því slíkt er ekki látið af hendi án samþykkis viðkom- andi. Ýmissa grasa kennir þó en Birgir segir e.t.v. merkilegast hve upplýsingarnar eru lítilfjörlegar og hversdagslegar …    Lektorarnir skrifuðu grein upp úr skjölunum í hausthefti Sögu. For- vitnum er bent á það merka rit, eða að heimsækja Héraðsskjalasafnið. Þar má m.a. sjá að íslenski nautna- seggurinn áðurnefndi kom austur yf- ir múrinn í ágúst þetta sama ár með 1 herraskyrtu, 150 grömm af prjóna- garni og í nóvember 2 pör af döm- unælonsokkum. Skyldi viðkomandi vera kona?    Það er gaman að sjá auglýstar rútu- ferðir upp í Hlíðarfjall héðan neðan úr bæ. Ég man ekki eftir slíkum formlegum ferðalögum síðan „Óli rúta“ var og hét fyrir margt löngu þó vel megi vera að aðrir hafi skutlað skíðakrökkum uppeftir síðan; ég var svo lengi að heiman að ég er ekki viss. En Hópferðabílar Akureyrar bjóða nú sem sagt upp á sætaferðir.    Haukur menningarfrömuður á Græna hattinum býður upp á góð- gæti um helgina. Annað kvöld verða Megas og Senuþjófarnir á staðnum.    Leikflokkurinn Vanir menn, frá Húsavík, verða á Græna hattinum á laugardagskvöldið og sýna „Upprisa holdsins.is“ eftir Hörð Þór Benónýs- son en það hefur verið sýnt fyrir aust- an við frábærar undirtektir. Leikritið fjallar um útrásarmenn frá Reykja- vík sem setja upp símaþjónustu í tenglsum við byggingu álvers á Hús- vík.    Hraðlína almennrar brautar í Menntaskólanum á Akureyri verður kynnt í dag á Hólum frá kl. 17. Nem- endur 9. bekkar, sem hafa hug á að hoppa yfir 10. bekk og fara rakleitt í MA, forráðamenn þeirra og aðrir, sem áhuga hafa á hraðlínunni, eru velkomnir. Brautarstjóri kynnir kosti þessarar námsleiðar og nemendur á hraðlínu segja frá reynslu sinni af náminu, skólastarfinu og lífinu og til- verunni í MA. Auk þess munu náms- ráðgjafar og kennarar vera til viðtals.    Dagur leikskólans er á morgun, föstu- dag og af því tilefni verður opið hús í leikskólum Akureyrar frá klukkan 8.30-15.30. Allir áhugasamir eru hvattir til að nýta þetta tækifæri til að skoða og fræðast um leikskólana. Foreldrar með börn á umsóknarlista eru sérstaklega hvattir til að heim- sækja leikskólana.    Áhugamönnum um íþróttir á ekki að þurfa að leiðast í höfuðstað Norður- lands í kvöld. Þórsarar eiga heimaleik í úrvalsdeildinni í körfubolta gegn Grindvíkingum og Akureyri tekur á móti Fram í N1-deildinni í handbolta.    Heimaleikir Þórs og Akureyrar eru í íþróttahöllinni og það varð að sam- komulagi milli forráðamanna þeirra að gera úr þessu sameiginlega hátíð, Tvíleik í Höllinni sem stendur frá kl. 17.30 til 21.00. Körfuboltaleikurinn byrjar 17.30 og handboltinn 19.30.    Ámilli leikjanna verður boðið upp á tónleika með hinum einu sönnu Hvanndalsbræðrum. Gera má ráð fyrir að þeir spili frá 18.45 til 19.20. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stasi Birgir Guðmundsson, Lára Ágústa Ólafsdóttir skjalavörður, Markus Meckl og Páll Björnsson, annar ritstjóra Sögu, tímarits Sögufélagsins. Hraðbanka var stolið í Hvera-gerði og það vakti Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit til umhugsunar: Við afbrota fréttirnar ansi grófar oftlega maður hrekkur við. Þessir bíræfnu banka þjófar bera með sóma réttnefnið. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd orti eftir þing framsókn- armanna: Hress í bragði er Höskuldur, hug til frama hvetur. Þó er margur þröskuldur þar sem hamlað getur. Valdist ei sem vormaður, við því mátti ei gera. Í 5 mínútur formaður fékk hann þó að vera! Jóna Guðmundsdóttir á limru- blogginu segir framsóknarmenn geta dregið einn lærdóm af flokks- þinginu: Því fyrirhöfn fylgir og elja formann til starfa að velja og núna hver sér það nauðsynlegt er að kjörstjórnin kunni að telja. Hún segir að Höskuldur Þór- hallsson hafi borið sig furðu vel þegar menn áttuðu sig á talning- armistökunum. Hann sé ættaður eða uppalinn í Hörgárdal og hún gefur sér að þar hafi menn haldið með sínum manni. Það var hátíð í Hörgárdalnum er hylltur um stund var í salnum, uns frægðar af þröskuldi fleygðu menn Höskuldi og vaskur hann liggur í valnum. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af banka og Framsókn Bónus Gildir 5. - 8. febrúar verð nú verð áður mælie. verð KF nýtt ferskt kjötfars .................. 399 499 399 kr. kg KF kofareykt folaldakjöt .............. 399 599 399 kr. kg Ali ferskur svínabógur ................. 399 499 399 kr. kg GV ferskt grísahakk .................... 498 698 498 kr. kg KB ferskt ungnautahakk ............. 899 1.349 899 kr. kg KB ferskt ungnautagúllas............ 1.398 1.798 1.398 kr. kg KB ferkst ungnautasnitsel ........... 1.398 1.798 1.398 kr. kg Ali ferskur heill kjúklingur ............ 599 899 599 kr. kg Ali ferskar kjúklingabringur ......... 1.798 2.398 1.798 kr. kg KS frosinn lambabógur ............... 569 759 569 kr. kg Krónan Gildir 5. - 8. febrúar verð nú verð áður mælie. verð Lambainnralæri ......................... 1.949 3.897 1.949 kr. kg Lamba mínútusteik .................... 1.949 3.898 1.949 kr. kg Ungnauta mínútusteik................ 2.399 3.198 2.399 kr. kg Lamba sirloinsneiðar.................. 1.199 1.598 1.199 kr. kg Goða sænskar kjötbollur ............ 998 998 998 kr. kg Bautabúrs kindabjúgu ................ 384 549 384 kr. kg Goða pítupakki, 6 stk. ................ 798 998 798 kr. pk. Freschetta champ. pitsa, 2 stk.... 599 599 599 kr. pk. Vatnsmelónur í sneiðum............. 179 179 179 kr. pk. Sprite, 2 ltr................................ 129 186 129 kr. stk. Nóatún Gildir 5. - 8. febrúar verð nú verð áður mælie. verð Goða 1/2 sag. lambaskrokkur .... 998 1298 998 kr. kg Grísahakk ................................. 498 899 498 kr. kg Kjúklingabitar............................ 99 149 99 kr. stk. Ýsuhakk.................................... 899 899 899 kr. kg ÍM kjúklingabringur skinnlausar... 1.727 2.698 1.727 kr. kg Móa frosnir kjúklingabitar ........... 389 599 389 kr. kg Myllu fitty samlokubrauð ............ 259 329 259 kr. stk. Líf safi epla/appelsínu ............... 119 149 119 kr. ltr Orville örbylgjupopp, 3 í pk. ........ 189 329 189 kr. pk. Þín Verslun Gildir 5. - 11. febrúar verð nú verð áður mælie. verð Myllu heimilisbrauð.................... 298 315 298 kr. pk. Emmes hnetutopp., heimilispak.. 559 759 559 kr. pk. Merrild Senseo kaffi, 125 g ........ 398 529 3.184 kr. kg Maggi kartöflumús, 90 gr ........... 135 179 1.500 kr. kg Hunts tómatar heilir, 411 g......... 125 154 305 kr. kg Pataks Tikka Masala sósa, 540 g 398 525 738 kr. kg Pataks naan brauð, 2 stk............ 369 498 185 kr. stk. Orville örbylgjupopp, 281 g ........ 249 379 887 kr. kg Zendium tannkrem, 75 ml .......... 329 439 4387 kr. kg helgartilboð Lækkað verð á lambakjöti Morgunblaðið/Golli Kjöt Matvöruverslanir eru með tilboð á kjötvörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.