Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Félagslíf Landsst. 6009020519 VII Kvöldvaka í kvöld kl. 20. Happdrætti og veitingar. Umsjón: Gistiheimilið. Samsæti föstudag kl. 19 - fyrir herfólk. Ræðumenn og gestir: Ofurstahjónin Marianne og Clive Adams frá Noregi. Dagsetrið á Eyjarslóð 7 er opið alla daga kl. 13-18. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13-18. Einnig laugardaga á Eyjarslóð! I.O.O.F. 11  189258  - Samvera eldri borgara kl.15 í kaffisal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Maddömurnar flytja! Maddömurnar á Selfossi eru fluttar í annað húsnæði, opið á föstudögum 13-18 og eftir samkomulagi. Hægt að hringja í 866-9269 og 483-3083. www.maddomurnar.com Veitingastaðir Sigin grásleppa og saltfiskur alla daga Grandagarði 9 • 101 Reykjavík Sími 517 3131 • sjavarbarinn.is sjavarbarinn@gmail.com 50% afsláttur á kvöldin af sjávarréttahlaðborðinu Kr. 1.300 (áður kr. 2.600) Húsnæði í boði Mosfellsbær, 2ja herbergja íbúð til leigu á jarðhæð, 65 m² í einbýlis- húsi. Allt sér. Þvottavél, ísskápur, sjónvarp, stöð 2 og netttengi fylgir. 94.000 á mánuði. Trygging 100 þús. Sími 896-0415, Páll. Laus strax! 110 fm hæð með húsgögnum og leirtaui, í 105 Reykjavík. 2 svefnherb. og 2 stofur, stutt í sund og garðinn, leiga 150 þ. + rafm./hiti. Upplýsingar í síma 699 5252. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Frábært, rafrænt námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á http://www.menntun.com Til sölu Frímerki - íslensk Til sölu frímerkjasafn. Selst í einingum eftir númerum í Facit lista. Afsláttur ca. 70% (Kóngsríkið), afsláttur ca. 80-85% (Lýðveldið). Upplýsingar í síma 544-8181 eða 557-2574. Verslun PYLONES Smáralind Full búð af skemmtilegum, nýjum vörum. Litríkt og skemmtilegt. www.pylones.123.is, Smáralind :-) Viðskipti Ég trúi þessu varla sjálf...! Vááá... Ég fékk 844,26 dollara fyrir aðeins 10 klst. vinnu. Dagsatt og ég hef sönnun fyrir því! Kíktu á http://www.netvidskiptaskolinn.com strax í dag! Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Gerum við húsgögn, margra ára reynsla.Til sölu bæs, olíur og fl. fyrir húsgögn og innréttingar. S: 896 3303. Er þér kalt á fótunum? Vandaðir kuldaskór úr leðri fóðraðir með lambsgæru. Margar gerðir. Stærðir: 40 - 48. Verð frá 14.900. til 24.775.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bílar Glæsilegur Volvo S40 ‘02 Sjálfsk. 16’’ álf. Metal litur, skriðvörn, leðursæti, cruise, ek. aðeins 76 þ. Bensíneyðsla 9 l. Verð: tilboð, ný tímareim, smur- og þjónustubók, listav. 1450 þ. S: 699-3181/588-8181. Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Stigahúsateppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 533-5800. Eruð þið leið á baðherberginu? Breytum, bætum og flísaleggjum. Upplýsingar í síma 899 9825. Þjónustuauglýsingar 5691100 Ég og hann afi vor- um virkilega góðir vinir. Hann vildi gera allt fyrir mig sem hann gat. Ég heimsótti hann reglulega á dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum þau ár sem hann dvaldi þar. Þangað kom Þórður bróðir hans á hverju kvöldi og þá fengum við þrír okkur kaffi og spjölluðum saman um daginn og veginn. Þessu hafði afi gaman af. Annan hvern fimmtudag var bingókvöld á dvalarheimilinu og afi vildi ekki missa af því. Ég hjálpaði afa að spila og gott þótti honum að vinna. Eitt sinn vann hann tvisvar sama kvöldið og það gladdi hann og vinningsupphæðin fór í úlpukaup. Ég fór oft með afa og ömmu í bíltúr. Þá lá leiðin oft upp í Dali en þar var hugur hans ávallt. Afi fylgdist vel með því hvernig fjölskyldunni vegnaði og spurði iðuega um systkini mín, Kristínu og Guðjón, sem sitja á skólabekk í Reykjavík. Ég sakna hans afa míns og minningin um mætan mann mun lifa með mér. Daði Gíslason. Magnús Magnússon ✝ Magnús Magn-ússon fæddist í Vestmannaeyjum 10. febrúar 1930. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 3. janúar síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Landakirkju 17. jan- úar. Elsku afi, nú hef- urðu fengið hvíldina góðu eftir langa og erfiða baráttu. Það hefur verið mjög sárt að horfa upp á þig veslast svona upp og hvað það var alltaf erfitt að kveðja þig eftir heimsóknartím- ana á spítalanum vit- andi það að þarna þyrftirðu að dúsa, hvort sem þér líkaði það betur eða verr. Þú þráðir svo heitt að geta orðið frískur aftur og geta búið heima hjá þér en því miður var það ekki í boði. Þó svo að líkami þinn hafi verið orðinn mjög máttfarinn þá varstu skýr í kollinum og fylgdist vel með því sem fram fór í kringum þig. Þín vegna er ég ofsalega fegin að þrautum þínum sé lokið og að þú sért kominn á nýjan og betri stað þar sem gott fólk hefur tekið á móti þér. Kveðjustundin er alltaf erfið, erf- iðari en orð fá lýst, jafnvel þó að maður hafi vitað í hvað stefndi. Maður er einhvern veginn aldrei tilbúinn að sleppa takinu og kveðja. Mig dreymdi þig um daginn, um einni viku áður en þú kvaddir þenn- an heim, og sá draumur situr of- boðslega fast í huga mér. Í honum mætti ég þér valhoppandi á gang- stéttinni og þú varst svo frjáls – frjáls eins og fuglinn og gast gert hvað sem þú vildir, akkúrat eins og þig dreymdi um. Það huggar mig að vita af þér svona frjálsum í himna- ríki. Þetta var góður draumur því þér leið svo vel og þegar ég vaknaði vissi ég innst inni að komið væri að leiðarlokum. Allar góðu minningarnar geymi ég í hjarta mínu og mun varðveita um ókomna tíð, allar skemmtilegu ferðirnar uppi á Dölum, bíltúrana, rollufjörið og margt fleira. Elsku afi, takk fyrir allt saman og hafðu það ofsalega gott þar sem þú ert og við sjáumst síðar. Hvíldu í friði. Þitt barnabarn, Helga. Ég kveð þig elsku afi minn með söknuði og tárin í augunum en jafn- framt brosi út í annað þegar ég hugsa til baka og rifja upp allar yndislegu minningarnar sem ég hef eignast um þig. Á mínum yngri árum var ég mikið úti í eyjum hjá ykkur ömmu, enda gott að komast til ykkar og mikið líf og fjör sem fylgdi að vera þar. Þær voru nú ekki fáar ferðirnar okkar sem við fórum uppi á Dölum, enda alltaf nóg að gera. Hvort sem það var að gefa kindunum, púdd- unum, taka upp kartöflur eða rab- arbara, alltaf fékk ég að fylgja með. Mér er það mjög minnisstætt þegar við fórum eitt kvöldið að hjálpa einni kindinni að bera, mér fannst afi algjör hetja og var lengi vel að rifja þetta upp með honum. Það voru mikil forréttindi að upp- lifa svona búskap og allt sem honum fylgdi, enda var ég mjög ákveðin í því að ég ætlaði að eiga fullt af dýr- um eins og afi. Eitt af því besta var að sofa í afabóli og var ég mjög oft komin á undan þér upp í rúm og spurði svo voða blíðlega: „Afi, hvar ætlar þú að sofa?“ Og já, auðvitað fékk ég það. Eins og svo margar stelpur fannst mér voða gaman að vera í hárgreiðsluleik nema ég notaði ekki dúkkur til að klippa og greiða held- ur var afi fenginn til og honum fannst það nú ekki leiðinlegt. Alltaf fékk ég að fylgja þér afi, hvort sem það var í vinnuna þína, heimsækja kallana niður í Gúanó, fara bíltúrinn góða sem endaði oft í ísbíltúr eða í kaffi út í Höfða. Elsku afi, nú allar þrautir eru á enda og ég veit að þér líður vel hjá Guði. Minn- ingarnar um þig mun ég varðveita í hjarta mínu og segja litlu langaf- astrákunum þínum frá þér. Þú varst yndislegur afi og góður vinur og fyrir það vil ég þakka þér. Ég bið góðan Guð að styrkja ömmu í hennar miklu sorg því tómarúmið er stórt sem þú skilur eftir. Nú liðin er hin þunga þraut og þreytta brjóstið rótt, þinn andi svífur bjarta braut á bak við dauðans nótt. Ég kveð með þökk, í traustri trú um tilverunnar geim að sál þín örugg svífi nú til sigurlandsins heim. (Ingibjörg Þorbergs) Þín afastelpa, Hrafnhildur. Mig langaði að skrifa nokkur orð um hann afa minn, Magga á Skans- inum eða Magga í Dölum eins og hann var oftast kallaður. Afi var rollubóndi af guðs náð áður en hann missti heilsuna og má segja að hans áhugamál hafi verið að hugsa um skepnurnar í Dalabúinu. Ég fór með honum ófáar ferðirnar upp í rollukofann í Dölum að gefa roll- unum og kisunum. Já eða bara til að kanna hvort það væri ekki allt í lagi með skepnurnar. Við afi áttum sam- an dúfur í mörg ár og var honum alltaf mikið kappsmál að ég hugsaði vel um þær, þ.e. að fóðra og þrífa undan þeim. Það er skemmtilegt frá að segja að afi réð nafninu sínu sjálfur. Afi var alltaf stoltur af nafninu sínu og var orðinn nokkuð stálpaður, þriggja eða fjögurra ára, þegar það átti að gefa honum nafn. Presturinn var mættur á Skansinn, þar sem afi ólst upp, og átti þarna að skíra hann ásamt fleiri systkinum hans og frændsystkinum. Hann átti víst að heita eitthvað annað og þegar til þess kom að gefa honum það nafn spurði presturinn langömmu hvað barnið ætti að heita þá greip afi fram í og sagði, „Ég vil heita Magn- ús eins og pabbi minn,“ og hljóp út á tún og þar með var það ákveðið. Afa tókst líka að ráða nafninu mínu. En það var þannig að í nóvember á því herrans ári 1973, gosárinu, í Reykjavík, þegar mamma var kom- in með hríðir þá bað hún afa um að keyra sér á fæðingardeildina sem hann og gerði. Á leiðinni þangað sagði afi við mömmu: „Ef þetta er strákur þá á hann að heita Magn- ús.“ Mamma sagðist ætla að hugsa málið en afi bætti þá við „ef þú ekki gerir það þá keyri ég þér bara heim aftur“. Mamma var með svo mikla verki að hún gat ekki hugsað sér að fara að þvarga við afa þannig að það var ákveðið að ég myndi heita Magnús eins og afi og er ég stoltur af því. Alla tíð hef ég stoltur litið upp til afa og áttum við margar góðar stundir saman. Allar mínar minn- ingar um afa minn eru góðar. Ég veit að núna líður honum vel. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Magnús Páll Sigurjónsson.  Fleiri minningargreinar um Magnús Magnússon bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.