Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn 12 ára dóttur sambýliskonu sinnar. Dómurinn leit m.a. til þess að engir aðrir væru til frásagnar um meint atvik en stúlkan og maðurinn, sem neit- aði staðfastlega sök. Ákæran gegn manninum var í þremur liðum. Var hann sakaður um að hafa brotið gegn stúlkunni árið 2001, m.a. strokið kynfæri hennar innan klæða og sett fingur inn í kynfæri. Stúlkan greindi frá ofbeldinu árið 2007. Fjölskipaður héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að framburður stúlkunnar væri ít- arlegur og hún samkvæm sjálfri sér. „Af framburði stúlkunnar er hins vegar ljóst að engir aðrir en þau ákærði geta verið til frásagn- ar um atvik þau sem ákæra máls- ins tekur til. Framburðir allra annarra vitna [...] eru því marki brenndir að vera endursagnir af frásögn [stúlkunnar],“ segir í dómnum. Í niðurstöðu dómsins segir að sönnunarbyrði um sekt sakborn- ings og atvik, sem telja má honum í óhag, hvíli á ákæruvaldinu. Þrátt fyrir að meðferðaraðilar og nánir aðstandendur telji andlegt ástand stúlkunnar styðja að hún hafi orð- ið fyrir brotum af hálfu mannsins var það mat dómsins að ákæru- valdinu hefði ekki tekist að sanna gegn neitun mannsins að hann hefði brotið af sér. andri@mbl.is Framburður fórnarlambs nægði ekki Ákærður fyrir brot gegn barni FIMMTÁN sóttu um stöðu skóla- meistara við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en umsóknarfrestur rann út 30. janúar sl. Núverandi skólameistari er Kristín Arnalds sem lætur af störfum vegna ald- urs. Umsækjendur eru: Anna Jóna Guðmundsdóttir fram- haldsskólakennari, Baldvin Björgvinsson framhaldsskóla- kennari, Björgvin Þórisson framhaldsskólakennari, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir fram- haldsskólakennari, Gunnar M. Gunnarsson framhaldsskóla- kennari, Heimir Jón Guðjónsson kennslustjóri, Helga Kristín Kol- beinsdóttir áfangastjóri, Kol- brún Kolbeinsdóttir framhalds- skólakennari, Kristín Jónsdóttir forstöðumaður, Kristján Bjarni Halldórsson framhaldsskóla- kennari, Magnús Ingvason kennslustjóri, Ólafur Jónsson sviðsstjóri, Sigfríður Björns- dóttir framkvæmdastjóri, Val- gerður Þ. E. Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari og Þór Steinarsson gæðastjóri. Fimmtán sóttu um FB VALNEFND í Laufáspresta- kalli, Þingeyj- arprófastsdæmi, hefur ákveðið að sr. Bolli Pétur Bollason verði skipaður sókn- arprestur í Laufáspresta- kalli. Sex um- sækjendur voru um embættið. Bolli Pétur Bollason lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla Íslands 2000. Hann var vígður prestur til Seljaprestakalls 2002 og hefur þjónað þar síðan. Sr. Bolli fékk Laufás Bolli Pétur Bollason Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is KATRÍN Jak- obsdóttir, mennta- málaráðherra, hyggst fyrir vikulok skipa nýja fulltrúa ráðuneytisins í stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna (LÍN). Jafnframt hyggst fjármálaráðherra skipa nýjan full- trúa í stjórninni. Samtals skipa ráðherrarnir tveir fjóra af átta stjórnarmönnum. „Nýju stjórninni verður falið að fara yfir úthlutunarreglur sjóðsins í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu í efnahagsmálum“ segir Katrín og tekur til dæmis fram að skoða þurfi hvernig gera megi fólki það auðveldara að hverfa frá vinnumarkaði og fara aftur í skóla. Einnig þurfi að endurskoða úthlutanir vegna neyðarlánanna sem mikið var deilt um fyrir jól. „Auk þessa vil ég líka að ný stjórn fari í það að endurskoða sjálft lánakerfið í heild sinni og skoða hvort ástæða sé til þess að breyta því til framtíðar,“ segir Katrín og boðar kostnaðargrein- ingu á því hvort það kosti meira að taka upp samtímagreiðslukerfi námslána í stað núverandi yf- irdráttarkerfis sem fylgi eft- irágreiðslum. Samspil lána og bóta Meðal þeirra verkefna sem gefið hefur verið út að ný ríkisstjórn vilji vinna að er aðlögun á lánareglum LÍN þannig að atvinnulausir geti stundað lánshæft nám í stað þess að þiggja atvinnuleysisbætur. Innt eftir því hvað þetta þýði í reynd segir Katrín að ein hug- myndanna sé að LÍN og Vinnu- málastofnun vinni náið saman þannig að fólk geti tekið námslán og til viðbótar fengið hluta atvinnu- leysisbóta greiddan á móti. Hugs- unin þar að baki sé að það verði gert fýsilegra fyrir fólk að nýta tímann án atvinnu til þess að mennta sig. Spurð hvort þetta kalli ekki á það að ríkið veiti auknu fé til LÍN segir Katrín það ekki í boði, hins vegar megi nýta það fé sem fyrir hendi sé betur, t.d. með sam- spili námslána og atvinnuleysisbóta. Líkt og sjá má í grafinu hér til hlið- ar eru grunnatvinnuleysisbætur tæpar 150 þús. kr. á mánuði. Grunnframfærsla námsmanns, sem hefur engar aðrar tekjur, eru 905.400 kr. á ári miðað við fullt nám. Sé þessari fjárhæð deilt niður á níu mánuði gera það rúmar 100 þús. kr. á mánuði, en takist náms- manninum ekki að afla sér tekna yfir sumarmánuðina þrjá yrði upp- hæðin að duga til framfærslu allt árið og þá yrðu rúmar 75 þús. kr. til ráðstöfunar á mánuði. Ráðherra skipar nýja stjórn LÍN fyrir helgi Boðar heildarendurskoðun á kerfinu Katrín Jakobsdóttir &!' !(    ! #  $ %  &        +(( # () ! ! !%! ) & 2                #(! *+,'-./ +' 0+. 3                 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is STURLA Böðvarsson tilkynnir á fundi með kjör- dæmaráði á laugardaginn hvort hann hyggst gefa kost á sér áfram til næstu alþingiskosninga. Hann var ekki tilbúinn að láta það uppi nú. „Það eru vandasamir tímar framundan og það skiptir miklu máli að öflugt lið gangi til þings að kosningum loknum.“ Sturla vék úr stóli þingforseta í gær fyrir Guð- bjarti Hannessyni, þingmanni Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur fékk 35 at- kvæði og Sturla 25 í kjöri um stólinn. Einn skil- aði auðu. Taldi kjörið ekki vantraust „Ég leit ekki á kjörið sem vantrauststillögu á mig persónulega. Hins vegar var ég mjög ósáttur við forsendurnar sem þeir settu fyrir breyting- unni og að þeir teldu nauðsyn að þingmaður úr stjórnarliðinu gæti einn verið forseti þingsins,“ segir Sturla. „Rætt hefur verið á undanförnum árum, meðal annars af forystumanni Vinstri grænna, að eðli- legt væri að stjórnarandstæðingur gæti verið for- seti þingsins. Þarna leit ég því svo á að þetta væri kjörið tækifæri fyrir hann og hans flokk að standa við það.“ Orð Sturlu enduróma gagnrýni sjálfstæðismanna á þingpöllunum áður en til for- setakosninganna kom. „Þegar á hólminn er kom- ið verða beinin að brjóski,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins. Spaugilegt, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. „Minnihlutastjórnin fellur á fyrsta prófinu. Eftir allar ræðurnar um að styrkja þing- ið er þetta þeirra fyrsta verk,“ sagði hann. Stjórnarmenn vörðust Minnihlutastjórnin og stuðningsmenn vörðust og benti Þórunn Sveinbjarnardóttir á að forseta- stóllinn hefði síðustu átján árin fallið sjálfstæð- ismönnum í skaut. Aldrei hefði Sjálfstæðisflokk- urinn skipað mann úr minnihluta yfir þingið. „Nú vilja þeir brjóta hefðirnar.“ Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar í stað Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur sem er í veik- indaleyfi, benti á að að sjálfstæðismenn hefðu sjálfir stefnt á að skipta Sturlu út fyrir nýjan for- seta í maí. Það væri allt traustið sem Sjálfstæð- isflokkurinn sýndi Sturlu. Spurður um þetta svarar Sturla. „Nei, ég gerði ekki ráð fyrir því [að hætta]. Gert var ráð fyrir því að það yrðu að sjálfsögðu áfram margvísleg störf, varðandi það að stýra þinginu.“ Sjálfstæðismenn sögðu breytinguna á ábyrgð framsóknarmanna, sem hefðu lofað Sturlu til verksins á sínum tíma. Birkir Jón Jónsson, varaformaður flokksins, sagði kjörið hins vegar ekkert hafa með persónu Sturlu að gera. „Emb- ætti forseta Alþingis er ekki séreign ákveðinna flokka.“ Keyra þyrfti mörg brýn mál í gegn. Guðbjartur Hannesson, nýr forseti þingsins, segir að hann ætli ekki að stuðla að því að mál verði keyrð í gegnum þingið. Hins vegar væri minnihlutastjórn við stýrið og því þyrfti að vinna heilt að því að mynda meirihluta með mál- unum. Hann ætli ekki að gera miklar breytingar á störfum þingsins. „Við skuldum þjóðinni að hún sjái árangur. Það þýðir að þetta verða helst nefndar- og þingdagar og eins langir og við mögulega getum keyrt áður en við förum í kosningar.“ Sturla felldur sem forseti og íhugar framhaldið Sturla Böðvarsson víkur úr þingforsetastóli fyrir Guðbjarti Hannessyni Morgunblaðið/Árni Sæberg Síðasti dagur þingforseta Sturla Böðvarsson lét stólinn til Guðbjarts Hannessonar í gær. Sjálfstæðismenn voru minntir á að þeir hefðu ekki gefið þingforsetastólinn eftir síðustu átján árin. Hátt heyrðist í þingmönnum og sagði fjár- málaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, frá- hvarfseinkenni sjálfstæðismanna mögnuð. Störf þingforseta sjálfstæðisflokksins voru mærð og þeir sagðir hafa hafið starf þingsins til vegs og virðingar. Fráhvarfseinkenni eða ekki. Hlátur glumdi í salnum þegar fráfarandi forseti bauð háttvirtum en bætti svo um betur, hæst- virtum fjármálaráðherra í pontu. Erfitt að breyta af vananum eftir átján ár? Fráhvarfseinkenni? Í JANÚAR fóru 125.359 ökutæki um Hvalfjarðargöng eða 1.200 fleiri en í sama mánuði 2008. Þetta er aukning um 0,9% og kemur nokkuð á óvart í efnahagsárferðinu sem þjóðin býr við. Febrúartölurnar munu væntanlega skera úr um hvort umferð á þjóðvegum landsins er að aukast á ný, eftir mikinn sam- drátt á undanförnum mánuðum. Á vef Spalar segir að nærtækt væri að ætla að umferðin í janúar 2008 hefði verið óvenju lítil og að það skekkti þennan samanburð en svo sé ekki. Umferðin í janúar 2008 var tæplega 2% meiri en hún var í janúar 2007. Í apríl 2008 mældust fyrst um- skipti í íslensku efnahagslífi í um- ferðartölum Hvalfjarðarganga. Þá fóru færri um göngin en í sama mánuði árið á undan og sama gerð- ist alla mánuði sem eftir lifðu af árinu 2008. Samdrátturinn í október í fyrra var 10,5%, 6% í nóvember og 2,7% í desember. sisi@mbl.is Umferð um göngin eykst Fyrstu merki um aukna bílaumferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.