Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Þegar maður setur sér háleitarimarkmið, ætlar að fara áhærri fjöll, þá fer maður í ákveðinn gír. Undirbýr sig sam- kvæmt ákveðinni stundaskrá og fylgir henni eftir. Það er ekki síðra en sjálf fjallgangan,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Þor- lákshöfn. Um miðjan janúar reyndi hann ásamt þremur félögum við hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconca- gua í Argentínu. Þeir komust ekki á tindinn vegna veðurs. Áður hefur Ólafur Áki gengið á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, og Mont Blanc í Evrópu. Ólafur hefur lengi stundað göngu- ferðir, enda alinn upp í þannig um- hverfi, en byrjaði á háfjallaklifrinu fyrir fáeinum árum. „Ég er fæddur og alinn upp á Djúpavogi, einum fal- legasta stað landsins. Þar eru klett- ar, hálsar og fjöll í næsta nágrenni. Maður þvældist um þetta sem barn og unglingur. Afi minn var með fé þannig að ég eltist við rollur með honum, var sjálfur í sveit og smalaði. Ég var aldrei í íþróttum enda var ekki mikið um íþróttir þar sem ég ólst upp. Þetta var hreyfingin sem ég fékk. Svo held ég að ég myndi rekast illa í hópíþróttum,“ segir Ólafur Áki. Virðir náttúruöflin Hann hefur haft ánægju af göng- um. „Eftir að ég byrjaði sem sveit- arstjóri á Djúpavogi, 1986, fór ég að ganga meira, gjarnan til að dreifa huganum. Þegar mikið álag var í vinnunni, fannst mér þetta gefa mér lífsfyllingu og ég náði að slaka á. Síð- an varð þetta meiri árátta og skemmtun við að kanna nýjar slóð- ir.“ Hann byrjaði að ganga um Lóns- öræfi og göngusvæði fyrir austan. Fór um Vestfirði og Hornstrandir og bætti sífellt í. „Þegar árin færð- ust yfir og börnin voru vaxin úr grasi varð meiri tími fyrir þetta áhugamál og maður efldist. Þolið jókst og út- haldið og gangan varð enn skemmti- legri við það. Eftir að ég kom til Þor- lákshafnar hef ég gengið mikið.“ Ólafur segir að það veiti ákveðna sigurtilfinningu að ganga á mikið fjall og ná takmarkinu. Hann neitar því þó að hann sé dapur yfir því að komast ekki á tind Aconcagua á dög- unum. „Við fórum með því hugarfari að ekki væri gefið að komast alla leið. „Ég var lengi til sjós, reri á trillu, og ég veit að maður verður að virða náttúruöflin og hafa vit á að snúa við þegar þau eru að þenja sig. Þegar við vorum komnir í 6600 metra hæð var veðrið orðið þannig að ekki var vitglóra í því að halda áfram. Við vorum hins vegar allir í góðu formi og fundum að við höfðum orkuna til að ljúka þessu og vorum í góðu jafnvægi andlega. En skyn- semin réði og við ákváðum að láta þetta duga.“ Fjölskylduvænni ganga næst „Ég hugsa að það verði fjöl- skylduvænni ferðir hjá mér næst,“ segir Ólafur þegar hann er spurður um næstu markmið. Hann segist hafa í huga marga áhugaverða staði, í Perú, Ekvador, Víetnam og Kambódíu, sem allir henti nýjum markmiðum með fjölskyldunni. „Ég er búinn að reyna við Aconcagua. Ég hef sagt að ég ætli ekki hærra og læt það standa. Áhugamenn eins og ég fara ekki mikið hærra því næstu skref eru átta þúsund metra fjöll í Himalaja,“ segir Ólafur Áki Ragn- arsson. helgi@mbl.is Undirbúningurinn ekki síðri en fjallgangan Bæjarstjórinn í Þorláks- höfn hreinsar hugann og fær nýjar hugmyndir þeg- ar hann gengur um fjöll og firnindi. Helgi Bjarnason ræddi við Ólaf Áka Ragnarsson um gönguáráttuna. Nóg komið Þrír göngugarpar, Ólafur Áki Ragnarsson, Ingólfur Gissurarson og Bragi Ragnarsson, voru komnir í 6.600 metra hæð og stutt í tind Aconcagua þegar ákveðið var að snúa við vegna veðurs. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „FISKVEIÐAR hafa alltaf verið undirstaða lífsins á Íslandi og það sama má segja um fiskveiðarnar á Winnipeg-vatni í Kanada. Það voru fyrst og fremst þær sem hjálpuðu Íslendingum að koma undir sig fótunum á Nýja Íslandi eftir að þeir settust þar fyrst að 1875,“ segir Steinþór Guðbjarts- son blaðamaður. Hann er nýkominn frá Gimli þar sem hann safnaði heimildum um sögu fjölskyldu af íslenskum ættum og fiskveiðar hennar í þrjá ættliði á Winnipeg-vatni með bók í huga þótt hann sé ekki enn kominn með útgefanda. „Um dag- inn er við vorum við veiðar var 52 gráða frost með vindinum. Það er samt ekkert gefið eftir og menn fara út á hverjum degi,“ segir Steinþór. Kafli í sögu þjóðarinnar „Með skrifum mínum vil ég varpa ljósi á söguna í gegnum fjölskyldu Roberts T. Kristjanson, fiskimanns á Gimli. Það stefnir í að þessum kafla Íslandssögunnar fari að ljúka og því tímabært að vekja athygli á honum,“ segir Steinþór. Hann missti vinnuna fyrir nokkrum mánuðum en ákvað strax að bíða ekki eftir betri tímum heldur leita sér að verkefnum. „Líkja má ástandinu á Íslandi nú við það sem var þegar Íslend- ingar flykktust vestur árið 1875 og ég held því að þessi saga eigi fullt erindi við íslensku þjóðina. Íslendingar gætu lært ýmislegt af Kanadamönnum og forfeðrum sínum vestra,“ segir Steinþór. Aldrei dauður tími Robert T. Kristjanson er 75 ára gamall og fer til veiða á hverjum morgni. „Robert er eins og aðrir í fjölskyldunni, hann gefur ekkert eftir,“ segir Steinþór sem þekkir vel til fjölskyldu Roberts. „Robert vaknar klukkan þrjú til fjögur á morgnana til að hafa sig til fyrir veiðarnar en vetr- arvertíðin stendur frá því vatnið leggur undir lok nóvember og fram í mars. Svo tekur við sum- arvertíð í júní og júlí og haust- vertíð í september og október,“ segir Steinþór. Hann bætir við að þess á milli geri Robert klárt fyrir næstu ver- tíð auk þess sem hann sé afkasta- mikill netasölumaður í Kanada. „Það er því aldrei dauður tími hjá þessum manni,“ segir Steinþór. Hann segir að allt umhverfi fiskveiðanna sé breytt frá því á árum áður. Nú séu aðeins örfáar verstöðvar eftir við vatnið en fiskimennirnir séu einyrkjar og sjái sjálfir um að koma aflanum til Selkirk, en þaðan fari hann í vinnslu í Winnipeg. Á tímabili hafi hinsvegar verið um 150 ver- stöðvar sem menn af íslenskum ættum hafi rekið að langmestu leyti. „Íslendingarnir hófu veiði í vatninu fljótlega eftir að þeir fluttu til svæðisins, sem var kall- að Nýja Ísland, og aðferðirnar hafa lítið breyst frá því að þeir hófu veiðar á seinni hluta 19. ald- ar,“ segir Steinþór. Menn fari út á ísi lagt vatnið á snjóbílum þar sem borað sé í gegnum metra- þykkan ísinn til að koma netunum fyrir. „Robert fékk fyrsta rafmagns- borinn á sjöunda áratugnum en áður voru notaðir járnkarlar við verkið,“ segir Steinþór. Veitt í brunakulda í gegnum þykkan ís Bill Redekop/Winnipeg Free Press Afli Steinþór (t.v.) og Robert (t.h.) frostbitnir en glaðir með sýnishorn af aflanum sem þeir veiddu í gegnum ísinn á Winnipegvatni. Vatnið er tíunda stærsta ferskvatnsvatn í heimi og þar veiðast helst vatnasíld og gedda. ÍSLENDINGARNIR sem reyndu við Aconcagua í Argentínu í jan- úar fengu ýmis ótíðindi í ferð- inni. Meðal annars fórust tveir menn á tindi fjallsins þegar þeir voru á leiðinni. Aconcagua er 6962 metra hátt, hæsta fjall Suður- Ameríku. Bragi Ragnarsson, Ingólfur Gissurarson, Ólafur Áki Ragnarsson og Sigríður Lóa Jónsdóttir fóru saman í fjall- gönguna. Eftir mikinn undirbún- ing var haldið af stað 4. janúar og þremur dögum síðar hófst sjálf gangan. Á öðrum degi var þeim sagt að tveir Brasilíumenn hefðu reynt að klífa suðurhlíð fjalls- ins, sem er mun erfiðari en venjulega gönguleiðin sem þau fóru. Enginn hafði treyst sér til að ná í lík mannanna. Á Múlasnatorgi sem er í 4250 metra hæð bárust hópnum þær fréttir frá efstu búðum Aconca- gua að ítalskur fjallgöngumaður og fararstjóri hefðu farist á toppi fjallsins. Tókst að bjarga þeim sem eftir voru í hópnum. Ólafur Áki viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun að halda áfram eftir að þessar fréttir bárust enda veðrið verið vont á nóttunni. „Við höfðum ekki síður áhyggjur af fjöl- skyldum okkar, að þær fréttu þetta, en við höfum ekki tök á að láta vita af okkur.“ Þau héldu áfram. Í Hreiðri kondórsins í 5550 metra hæð veiktist einn ferðafélaginn af hæðarveiki og sneri við. Þeir þrír sem eftir voru héldu áfram og lögðu af stað í lokaáfangann aðfaranótt 17. janúar. Þegar þeir voru komnir í 6600 metra hæð og aðeins 350 metrar eftir var komið kolvitlaust veður og ákveðið að snúa við og láta gott heita. Erfiðar ákvarðanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.