Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 36
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „LITIR þessara hljóðfæra falla mjög vel saman. Flautan er mýkra hljóðfæri en fiðlan og þess vegna passar hún mjög vel með sellóinu,“ segir Peter Máté píanóleikari, sem leikur á tvennum hádegistónleikum, í dag í Gerðubergi og á morg- un í Vonarsalnum í Efstaleiti. Peter verður ekki einn, því Gunnar Kvaran sellóleikari spilar með honum í dag í Gerðubergi, en á morgun verður Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari með þeim báðum í Von. „Við Gunn- ar spilum saman verk eftir Couperin, Vókalísu eftir Rakhmaninov og Töfraflaututilbrigðin eftir Beethoven. Á föstudaginn verða bara tvö verk eftir Carl Maria von Weber á dagskránni, þegar Áshildur verður með okkur; fyrst Flautusónata og svo Tríó, fyrir flautu, selló og píanó.“ Peter Máté hefur mikla reynslu í að spila kammermúsík og er þriðjungur Tríós Reykjavík- ur með Gunnari og Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara. „Flautan hefur svipað raddsvið og fiðlan og það er ekkert öðru vísi að spila með henni en öðrum hljóðfærum. Tríóið eftir Weber sem við spilum í Von, er með fyrstu verkum sem samin voru fyrir þessi þrjú hljóðfæri en þá tel ég ekki með barrokkverk þar sem sellóið er í hlut- verki fylgiraddar. Mér finnst þetta skemmtileg hljóðfærasamsetning og hún er öðruvísi.“ Tónleikarnir bera yfirskriftina Klassík í há- deginu og eru í samnefndri tónleikaröð sem Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari stýrir. Tón- leikarnir hefjast kl. 12.15. Mjúku hljóðfærin Morgunblaðið/Brynjar Gauti Peter Máté „Mér finnst þetta skemmtileg hljóð- færasamsetning og hún er öðruvísi.“ Flauta, selló og píanó á tónleikum í Gerðubergi og Von 36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Aðrir elskhugar mínir hafa kannski byrjað vel, en svo halda þeir aldrei í við mig. 40 » KENNEDY Center listamiðstöðin í Washington í Bandaríkjunum ætlar að leggja þeim listastofnunum lið sem harðast hafa orðið úti í efna- hagskreppunni þar í landi. Í frétta- tilkynningu, sem Kennedy Center sendi frá sér í fyrradag, segir að miðstöðin bjóðist til að aðstoða þær listastofnanir sem reknar eru fyrir sjálfsaflafé við að endurreisa áætl- anir sem kunna að hafa farið úr skorðum sökum þrenginganna. Verkefnið er kallað Listir í kreppu – Frumkvæði Kennedy Centers, og hefur sérstakur vefur, artsincrisis.org verið stofnaður til að auðvelda samskipti milli stofn- ananna. Á vefnum verður boðið upp á hvers konar ráðgjöf, en um hana sér forseti miðstöðvarinnar, Mich- ael M. Kaiser og samstarfsmenn hans í stjórnunarstörfum miðstöðv- arinnar. Listastofnanir geta sótt þangað ráð um öflun styrkja, kostnaðaráætlanir, markaðstæki- færi og fleira. Listastofnanir sem leggja fram beiðni um aðstoð fá að- stoð gegnum tölvupóst, netspjall, gegnum síma eða með heimsókn- um. „Það eru allir í vanda núna,“ sagði Kaiser í viðtali við banda- rísku miðlana, „á hverjum degi heyrum við af menningarstofnunum sem hafa þurft að hætta við við- burði, skera niður í starfsemi sinni og jafnvel loka dyrum sínum. Við erum í kreppu, en ég er hræddur um að ástandið eigi aðeins eftir að versna.“ Kennedy til hjálpar í kreppu Aðstoða menningar- stofnanir í vanda Listamiðstöðin Kennedy Center. FRANSKI lista- maðurinn Degas sýndi einungis einu sinni skúlp- túr eftir sig, það var frumgerð úr vaxi af Litla dansaranum frá um 1880. Degas er frægur fyrir málverk og teikn- ingar sem oftar en ekki eru af dönsurum. Nokkrar afsteypur úr bronsi voru gerðar eftir frummyndinni og í fyrradag seldist ein fárra sem enn voru í eigu einkaaðila. Hún var sleg- in óþekktum kaupanda hjá Sothe- by’s fyrir 13,3 milljónir punda, um 2,2 milljarða króna. Áætlað söluverð var níu til 12 milljónir punda. Afsteypurnar voru gerðar eftir ár- ið 1922 en þá fannst vaxskúlptúrinn í vinnustofu Degasar, hann lést árið 1917. Flestar afsteypnanna gefur í dag að líta í kunnum söfnum. Þegar Degas sýndi verkið á sínum tíma sögðu sumir gagnrýnendur það hreinlega ljóta mynd af því hvað unglingsstúlku þætti ballettinn erf- iður. Dansarinn var dýr Dansarinn seldist á 2,2 milljarða. SKUGGADRENGUR – heim- ur Alfreðs Flóka, nefnist yf- irlitssýning á teikningum lista- mannsins er opnuð verður í Hafnarhúsinu í dag klukkan 17. Sýningarstjórn er í höndum Sjóns, en þetta er fyrsta yf- irlitssýning á verkum Alfreðs Flóka (1939-1987) um langt skeið. Verkin á sýningunni eru flest í eigu Listasafns Reykja- víkur en þar verða meðal annars sýndar í fyrsta skipti á einum stað sjálfsmyndir sem listamað- urinn gerði í upphafi ferils síns. Nánar verður fjallað um sýninguna í Lesbók Morgunblaðsins á laugardag. Myndlist Sýning á teikning- um Alfreðs Flóka Alfreð Flóki – Sjálfsmynd. ODDNÝ Eir Ævarsdóttir, heimspekingur og rithöfundur, og Birta Guðjónsdóttir, sýn- ingarstjóri og myndlist- armaður, ræða á morgun, föstudag klukkan 17.00 við Davíð Örn Halldórsson mynd- listarmann um yfirstandandi sýningu hans í 101 Projects, fyrri verk, tilurð verka hans og listina almennt. Samtal þeirra verður í 101 Projects að Hverfisgötu 18b. Í 101 Projects sýnir Davíð Örn staðbundin veggverk og málverk, sem unnin eru með bland- aðri tækni á fundnar tréplötur. Verkin á sýning- unni eru unnin á árunum 2007-2008. Myndlist Samtal við lista- mann um listina Davíð Örn Halldórsson ÞURÍÐUR Sigurðardóttir opnar á laugardaginn, 7. febr- úar, sýningu á myndverkum í Listasafni ASÍ er hún nefnir „Á milli laga.“ Í grunninn er um er að ræða tvær seríur sem byggjast á hugleiðingum um eðli málverks og hafa þróast yfir í teikningu, myndbönd og hljóðverk. Annars vegar er við- fangsefnið náttúra mýrarfláka á Suðurlandsundirlendinu, og hins vegar hefur Þuríður skoðað samband manns og hests, bæði í rannsóknum á dýrinu og þeirri upplifun sem fylgir samneyti við hesta. Þuríður vinnur sýningunna í samstarfi við sýningarstjór- ann Markús Þór Andrésson. Myndlist Myndverk Þuríðar „á milli laga“ Þuríður Sigurðardóttir Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „SÍÐASTA vor frétti ég að það hefðu fæðst þrjú vansköpuð lömb hér á landi og fékk það mig til að hugsa til þeirrar gömlu þjóðtrúar að vansköpuð dýr boði váleg tíð- indi,“ segir listakonan Ólöf Nordal um efnivið sýningarinnar Þrjú lömb og kálfur sem hún opnar í Forsal Start Art í dag. „Svona dýrum var fargað strax hér áður fyrr og það var ekki bara vegna þess að þau væru ekki líf- vænleg, þau voru líka ákveðin skömm. Vanskapnaðurinn var túlk- aður sem hefnd fyrir drýgða synd og sem fyrirboði slæmra tíðinda. Ég get ekki trúað á slíkar sögur sem upplýst nútímamanneskja en það er samt svo margt á okkar tímum sem gerir það að verkum að við erum farin að leita aftur, við trúum ekki lengur fölskvalaust á þá vísindahyggju sem við erum alin upp við, hún hefur gengið sér til húðar. Það er meðal annars þessi strengur í þjóðtrúna sem nú hangir á bláþræði sem ég er að velta fyrir mér í þessum verkum,“ segir Ólöf og ýjar að því að fæðing lambanna gæti hafa verið fyrirboða fallsins, boð um að við höfum ekki borið okkur rétt að og okkur hefnist fyr- ir það. Hræðumst ekki náttúruna Ólöf hefur áður leitað í svipaðan arf í verkum sínum og segist vera að vitna í sjálfa sig í þessu nýja verki sem hún vann sérstaklega fyrir sýninguna í Start Art. „Ég hef fjallað um dauða goðsögunnar, hvernig við höfum misst trúna á vísindahyggjuna og hugsað út í það hvar rými fantasíunnar liggur í nú- tímanum. Við teljum okkur vera búin að skilgreina náttúruna alla og hræðumst hana ekki lengur, við hræðumst ekki lengur þegar svona dýr fæðast því við vitum líf- fræðilegu orsökina fyrir því. En maðurinn nærist á ógn og hrolli og einhversstaðar þarf fantasían að eiga samastað og hann hefur hún fundið sér í fjarlægum heimi hávís- indanna þar sem vísindamennirnir eiga að stunda siðlaust kukl með sköpunarverkið,“ segir Ólöf og tek- ur fram að fortíðarhyggja og nos- talgía séu ekki í hennar verkum. Auk lambanna þriggja er einn tvíhöfða kálfur á sýningunni sem Ólöf nefnir Mídas eftir grísku goð- sögunni, hún lét þó vera að hafa hann gullsleginn. „Ég mótaði skepnurnar fyrst í leir og steypti síðan í gifsmót. Það má segja að afsteypurnar komi beint af skepnunni. Ég pússaði dýrin hvorki né sparslaði, ég hef þau gróf og hrá, eins og óköruð. Lömbin eru nýborin og á því augnabliki þar sem naflastreng- urinn er rétt slitinn, þau sjálf ekki farin að draga andann - á mörkum tveggja heima, hvorki lífs né liðin.“ Start Art er að Laugavegi 12 B og verða sýningarnar þrjár opn- aðar kl. 17 í dag, þær standa til 4. mars. Boðberar válegra tíðinda  Þrjár listakonur opna sýningar í Start Art í dag  Ólöf Nordal veltir fyrir sér hvar rými fantasíunnar er í nútímanum  Sýnir þrjú vansköpuð lömb og einn kálf Morgunblaðið/Heiddi Fyrirboðar „Maðurinn nærist á ógn og hrolli og einhvers staðar þarf fantas- ían að eiga samastað,“ segir Ólöf, sem er hér við myndverk sín í Start Art. Auk Ólafar opna listakonurnar Sig- ríður Melrós Ólafsdóttir og Kristín Pálmadóttir sýningar í Start Art í dag. Sýning Sigríðar nefnist Guð sér um vini mína og er í Vestur- og Aust- ursal niðri. Þar sýnir hún tré- og dúkristur af fólki sem ekki er vant að opinbera sjálft sig fyrir okkur „betri borgurunum“. Fangar og sú- ludansmeyjar eru viðfangsefni Sig- ríðar sem veit ekkert um fyrirsæt- urnar, hún hafði fyrst og fremst áhuga á einangrun, andliti, líkams- tjáningu og samfélagsstöðu þeirra. Á Loftinu í Start Art opnar Kristín sýninguna Í norðri. Sýningin byggist á ljósmyndaætingum en hugmyndir að myndefni sýningarinnar eru tengdar samspili kulda og hlýnunar á norðlægum slóðum. Verkin tengj- ast tveimur sýningum sem Kristín tók þátt í árið 2000, annars vegar í Wales á vegum The Sidney Nolan Trust, hins vegar Sequences- listahátíðinni í Reykjavík. Einnig eru á sýningunni verk sem kallast Vetr- arbirta en þar er áherslan á samspil ljóss og skugga við áhrifarík augna- blik þegar sólin lækkar á lofti. Tvær í viðbót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.