Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Karíus og Baktus hræðast mest Colgate tannbursta og tannkrem Krakkar! Nú getið þið passað upp á að Karíus og Baktus komist ekki í tennurnar ykkar með því að nota Colgate Smiles tannkrem og tannbursta. P IP A R • S ÍA • 70866 HANN leit upp frá vinnu sinni, netagerðarmað- urinn þar sem hann vann að flutningi síldarnótar Hákonar EA, aflahæsta skips landsins í fyrra, frá verkstæði og til geymslu, í Grindavík gær. Nótin var í viðgerð í nóvember og desember, en um er að ræða úthafsnót sem er 218,5 metra djúp. Jafngildir það hátt í þrefaldri hæð Hall- grímskirkju. Hákon er nú á síldveiðum á Grund- arfirði með litla loðnunót. Aflaverðmætið Hákonar í fyrra nam um 2,5 milljörðum króna, sem var Íslandsmet. Var afli skipsins þá samtals 46.900 tonn. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson leitar nú að loðnu suðaustur af landinu. Vonir glædd- ust í gær þegar áhöfnin fékk ábendingu um loðnu vestur af Kvískerjum. Loðnan reyndist hins vegar vera síld, að sögn Sveins Sveinbjörns- sonar fiskifræðings sem er um borð í skipinu. Morgunblaðið/RAX Síldarnótin gerð klár á himinbláum vetrarmorgni Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FÓLKSBÍLAR og ýmiss konar flutningatæki til atvinnurekstrar á landi voru á síðasta ári flutt út fyr- ir tæplega 6,5 milljarða króna. Þetta kemur fram í bráðabirgðatöl- um Hagstofunnar fyrir árið 2008. Mest af þessum útflutningi fór fram á síðari hluta nýliðins ár og fór mest af bílum og tækjum til Hollands og Þýskalands. Fólks- bílar voru fluttir út fyrir rúma 3,3 milljarða, langmest nýir bílar. Flutningatæki til atvinnurekstr- ar voru flutt út fyrir rúma 3,1 milljarð, mest vörubílar, nýir og notaðir, en einnig kranabílar, dembarar og vöru- og sendiferða- bílagrindur með húsi. Auður Ólína Svavarsdóttir, deildarstjóri utanríkisversl- unardeildar Hagstofunnar, áréttar að um bráðabirgðatölur sé að ræða, en segist telja að þessar töl- ur verði nálægt lagi. Hún segir að í gegnum tíðina hafi alltaf verið eitt- hvað um útflutning á bílum, og þá einkum notuðum. „Við hjá Hag- stofunni höfum hins vegar aldrei séð útflutning af þessari stærð- argráðu,“ segir Auður. Fólksbílar fluttir inn fyrir 20,1 milljarð Á síðasta ári voru fluttir inn fólksbílar fyrir 20,1 milljarð króna á fob-verði, samkvæmt bráða- birgðatölum, og fyrir 28,2 milljarða árið 2007. Flutningatæki til at- vinnurekstrar voru flutt inn fyrir 9,2 milljarða króna í fyrra og fyrir 12,8 milljarða árið 2007. Þessar upphæðir eru á verðlagi hvors árs. Bílar út fyrir 3,3 milljarða                                „ÞAÐ er ljóst að það er talsvert miklu dýrara að stoppa byggingu Tónlistarhússins og klára það seinna en klára það núna,“ segir Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra, og tekur fram að hún sjái því engan ann- an kost í stöðunni en að klára húsið með sóma. Stefnt er að því að ræða áframhaldandi byggingu Tónlistar- hússins á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. Segir Katrín ljóst að fram- kvæmdalokum muni a.m.k. seinka um tvö ár þar sem hægt verði á fram- kvæmdum, m.a. þar sem engin næt- urvinna verði lengur unnin. Katrín bendir á að nú þegar sé verkið hálfnað, en áætlað er að það taki 13 milljarða að klára bygginguna. Segir hún Austurhöfn ehf. hafa lagt fram hugmynd um hvernig spara megi megi á bilinu 400-500 milljónir króna í útfærslu hússins, t.d. með breyttu efnisvali, sem farið verði gaumgæfi- lega yfir. Spurð hvernig fjármagna eigi þá milljarða sem upp á vantar til þess að hægt verði að ljúka byggingu Tónlistarhússins segir Katrín ljóst að ríki og borg muni ekki taka á sig frek- ari ábyrgðir vegna hússins og því þurfi að fjármagna bygginguna með lánsfé. Spurð hvort hægt sé að fá lánsfé á viðráðanlegum vöxtum í dag segir Katrín að a.m.k. eitt tilboð sé til skoðunar. silja@mbl.is Klára húsið með sóma Tónlistarhúsið tilbúið fyrir árslok 2011 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Á ÖFLUGUM og fjölmennum félagsfundi með öryggisvörðum var samþykkt að leggja það til við Keflavíkurflugvöll ohf. að fara í flatan niðurskurð á launum í stað uppsagna og var þá rætt um 12,5- 15% niðurskurð á launum umfram 300.000 krónur á mánuði. Starfsfólkið vildi sameiginlegt átak vinnustaðarins um að gæta jafnræðis með þessum hætti. Við fórum með þessi skila boð á fund með yfirstjórninni og komum því á framfæri að SFR legði á það ríka áherslu að farin yrði sú leið sem fundurinn samþykkti,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR – stéttarfélags í al- mannaþjónustu, um uppsagnir á 24 starfs- mönnum í öryggisvörslu á vellinum. Yfirstjórn fyrirtækisins, sem tjáir sig ekki um málið, vísaði í undirskriftalista frá hluta starfs- manna sem höfnuðu flatri launaskerðingu. Hann segir trúverðugleika listans dreginn í efa. „Það eru uppi efasemdir um að þessi listi sé réttur og eigi sér eitthvert raunverulegt bakland því það hefur enginn fengið að sjá hann. Þegar yf- irstjórn fyrirtækisins var búin að fá þennan lista í hendur taldi hún sér ekki lengur stætt á að fara í flatan niðurskurð. Þetta finnst okkur vera fyrir- sláttur,“ segir Þórarinn og heldur áfram. „Síðan var mönnum stillt upp við vegg og þeim sagt að annaðhvort yrði þeim sagt upp eða þeir tækju 50% starf og þá kæmi Atvinnuleysistrygg- ingasjóður á móti. Þeir fóru mest eftir starfsaldri, að sögn, og var yngri starfsmönnum boðin upp- sögn strax eða 50% skerðing þegar í stað. Hér er verið að setja starfsfólkinu afarkosti. Ríkis- stjórnin sem á þetta fyrirtæki hefur sagt að hún muni verja heimilin. Hvar er stjórnin núna?“ Efi um undirskriftalista  SFR gagnrýnir uppsagnir í öryggisvörslu á Keflavíkurflugvelli harðlega  Telja að starfsfólk hafi ekki hafnað þeirri leið að skerða launin tímabundið Í HNOTSKURN »Keflavíkurflugvöllur ohf. tók viðrekstri Keflavíkurflugvallar og Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar 1. janúar 2009 en félagið var stofnað til að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu flugvallarins og flugstöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.