Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 22
Hún sagði þá myndu styðja rík- isstjórnina til góðra verka er styrktu atvinnu- og efnahagslíf landsins. En hún hét jafnframt öflugri stjórn- arandstöðu. Varaformaður Sjálfstæðis- flokksins gerði vel í því að vekja athygli á þeim þver- sögnum, sem þegar eru komn- ar fram í málflutningi stjórn- arflokkanna, til dæmis um uppbyggingu stóriðju. Hún hitti jafnframt aug- ljóslega á veikan blett, þegar hún benti á að stjórnin virtist ekki sjá aðrar leiðir til að ná saman endum í ríkisfjármálum en hækka skatta á almenning; meðaljóninn og -gunnuna. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra tók þá gagnrýni a.m.k. óstinnt upp. Það er gott ef ríkisstjórnin getur lofað meðaltekjufólki því að ekki verði lagðir á það auknir skattar, sem kallaðir verða hátekjuskattar. En um leið liggur þá fyrir að skatta- hækkanir munu ekki skila rík- issjóði miklum tekjum og rík- isstjórnin verður, hvort sem henni líkar betur eða verr, að skera rækilega niður í rík- isrekstrinum. Þorgerður Katrín vakti at- hygli á tveimur frumvörpum, sem sjálfstæðismenn hafa nú lagt fram á þingi og voru tilbú- in í tíð fyrri stjórnar; um skuldaaðlögun og aðgang ein- staklinga í fjárhagserfið- leikum að séreignarsparnaði. Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á, væri fráleitt ann- að en þingheimur sameinaðist um framgang þessara frum- varpa. En um leið mega sjálfstæð- ismenn ekki lenda í mótsögn við sjálfa sig og fara að leggj- ast gegn málum, sem þeir hefðu sjálfir borið fram hefðu þeir verið áfram í stjórn. Þeir geta gert ágreining um að- ferðina við að skipta um yfir- stjórn Seðlabanka Íslands, eins og Björn Bjarnason gerði í umræðunum í gærkvöldi, en þeir geta ekki verið búnir að gleyma því að þeir höfðu sjálf- ir náð samkomulagi við Sam- fylkinguna fyrir jól um að breyta stjórn bankans með nýjum lögum. Það var ekki eingöngu gert vegna þrýstings frá samstarfsflokknum, held- ur ekki síður vegna krafna innan Sjálfstæðisflokksins í garð ráðherra flokksins. Alþingi hefur skamman tíma til að hrinda mörgum brýnum málum í framkvæmd. Bæði stjórn og stjórnarand- staða verða að hefja sig yfir dægurþrasið og lýðskrumið. Kjósendur munu ekki kunna að meta slíkt. Þrátt fyrirátök umýmis grundvallarmál má segja að góður tónn hafi að mörgu leyti verið í ræðum leiðtoga helztu flokkanna á Al- þingi í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Í umræðunum kom fram sameiginlegt mat á þörfinni fyrir samstöðu um brýnustu málin, sem koma þarf í gegn til að verja efnahag heimila og fyrirtækja, endurreisa banka- kerfið og koma hjólum at- vinnulífsins aftur á hreyfingu. Margt bendir til að þar muni stjórn og stjórnarandstaða geta tekið höndum saman á stuttu en snörpu þingi, sem í hönd fer. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra hélt hófstillta ræðu. Hún lagði áherzlu á þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin hygðist grípa til í því skyni að efla lýðræðið og auka áhrif al- mennings. Slík áherzla er mik- ilvæg nú, þegar upplifun valda- og áhrifaleysis á fram- vindu mála er sterk hjá mörg- um. Jóhanna hét að berjast gegn spillingu, en undirstrikaði nauðsyn þess að beita siðleg- um aðferðum við uppgjörið við fortíðina. „Við skulum halda í heiðri þá grundvallar rétt- arreglu að enginn er sekur fyrr en það hefur verið leitt í ljós lögum og reglum sam- kvæmt,“ sagði Jóhanna. „Höldum í heiðri mannréttindi allra og gætum þess að upp- gjör okkar snúist ekki upp í „nornaveiðar“ af neinu tagi. Við búum í réttarríki og það er hvorki vilji ríkisstjórnar né al- þingismanna að ganga á svig við meginreglur réttarrík- isins. Það vil ég undirstrika hér í kvöld.“ Þetta er þörf yfirlýsing af hálfu forsætisráðherra. Í um- ræðum um bankahrunið ber um of á tilhneigingu til að dæma menn fyrirfram, áður en nokkur rannsókn hefur í raun farið fram. Þeirrar til- hneigingar gætir líka hjá sum- um þingmönnum stjórn- arflokkanna. Jóhanna Sigurðardóttir undirstrikaði þörfina á að Al- þingi sýndi ábyrgð við þær að- stæður, sem nú ríkja. Hún óskaði eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna og hét henni jafnframt öflugu sam- ráði. Ekki var annað að heyra á Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur, varaformanni Sjálf- stæðisflokksins og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í fjar- veru Geirs H. Haarde, en sjálfstæðismenn hygðust sýna slíka ábyrgð í þingstörfunum. Stjórn og stjórn- arandstaða ættu að geta tekið höndum saman} Þörf á samstöðu 22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ T il að vera lífsglöð, hamingjusöm og andlega heil þurfum við reglulega að uppfylla meðfæddar þarfir okkar fyrir ást og umhyggju, áhrifavald og stjórn, frelsi og sjálfstæði, gleði og ánægju, öryggi og lífs- afkomu.“ Þetta segja upphafsmenn stefnu sem kall- ast Uppeldi til ábyrgðar og flestir geta áreið- anlega tekið undir sannleiksgildi þessa. Fjöl- margir skólar hér á landi vinna nú eftir þessari stefnu, Uppeldi til ábyrgðar, eða Upp- byggingarstefnunni, hvort sem menn kjósa að kalla hana. Eitt af því, sem fylgir þessari stefnu, er að nemendur gera svokallaða bekkjarsáttmála, eða félagslega sáttmála, þar sem allir sam- mælast um hvernig þeir vilja hafa samskiptin innan hópsins. Hvað sé mikilvægast og hvað hver og einn verði að leggja af mörkum svo samfélag þeirra verði eins og best verður á kosið. Börnin gera sem sagt eins konar stjórnarskrá, eins og svona félagslegur sáttmáli er kall- aður í samfélagi fullorðinna. Margt í stefnunni kemur kannski fullorðnum og lang- þreyttum landanum undarlega fyrir sjónir. Til dæmis að ýtt er undir sjálfstæði og sjálfsaga, fremur en blinda hlýðni og aðlögun. Við hefðum betur áttað okkur á gildi þessa fyrr. Og annað. Samkvæmt stefnunni felast oft í mistökum tækifæri til að læra og bæta sig, ekki til að þjösnast áfram og sjá hvort nákvæmlega sama hegðun gengur ekki bara betur næst. Sumar reglur barnanna og samfélagsins þeirra eru algjörlega ófrávíkjanlegar og suma hegðun er aldrei hægt að sætta sig við. En hvað gerist þá, ef barn fer yfir þetta strik; gerir eitthvað af sér sem aðrir eru sammála um að megi alls ekki? Þá er viðkomandi nem- andi fjarlægður úr hópnum og honum gerð grein fyrir að það sem hann gerði sé al- gjörlega óviðunandi. Svo er farið í gegnum málið og lögð áhersla á að nemandinn læri að takast á við mistök sín á ábyrgan og upp- byggilegan hátt. Hann verður að gera sér grein fyrir hvað var rangt, hver leið fyrir hegðun hans og hvernig hann getur bætt fyr- ir hana. Að því búnu getur hann snúið aftur til hópsins, sterkari en áður. Hann bætist í hóp hinna einstaklinganna sem eru studdir á þeirri braut að geta tekið sjálfstæðar, siðferðilegar ákvarðanir varð- andi eigin hegðun og fá tækifæri til að meta lífsgildi sín Við Íslendingar munum eignast fyrirtaks bankamenn, viðskiptaforkólfa og stjórnmálamenn sem taka ábyrgð á eigin hegðun, hugsa sig vel og vandlega um hver ábyrgð þeirra er, horfast í augu við mistök sín, gera sér grein fyrir hverjir líða fyrir þau mistök og gera sitt ýtrasta til að bæta fyrir þau. Svona stjórnmálamenn og bankamenn fáum við. Það tekur bara tvo, þrjá áratugi. En verður biðarinnar virði. rsv@mbl.is Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill Uppbygging næstu kynslóðar „Eruð þið á leiðinni í skólann, stúlkur?“ FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is Á rásir með brennisteins- sýru, morð og nauðg- anir eru meðal þess sem aftrar sífellt fleiri námfúsum stúlkum frá skólagöngu í Afganistan. Skólastúlk- ur halda sig í auknum mæli heima af öryggisástæðum, einnig í höfuðborg- inni Kabúl, sem þó er talin með frjálslyndari stöðum í landinu. Talið er að vaxandi ofbeldi og áreiti geti valdið því að heil kynslóð afganskra stúlkna verði af menntun þar sem þær neyðist til að halda sig heima. Með sýru að vopni Í nóvember var brennisteinssýru skvett á hóp stúlkna í borginni Kan- dahar í suðurhluta Afganistans. Stúlkurnar voru á leið í skólann þeg- ar menn á mótorhjóli stöðvuðu þær. „Eru þið á leiðinni í skólann, stúlk- ur?“ spurðu mennirnir. Svo fór hina 16 ára Atifa Biba að svíða í andlitið. Undarleg lykt gaus upp um leið og húð hennar byrjaði að bráðna. Vinkona hennar reyndi að þurrka af henni vökvann en þá fékk hún líka gusu framan í sig. Stúlk- urnar brenndust margar illa í andliti og voru lagðar inn á sjúkrahús. Markmiðið með árásinni var að hræða stúlkur frá skólagöngu en nú hafa flest fórnarlambanna samt snú- ið aftur. Þær segjast staðráðnar í að mennta sig jafnvel þó þeim berist hótanir frá árásarmönnunum, sem sitja í fangelsi. Í valdatíð talibana í Afganistan frá miðjum tíunda áratugnum og fram að innrás Bandaríkjahers árið 2001 var konum ekki leyft að vinna úti og ferðafrelsi þeirra var skert. Viðhorf ólíkra hópa talibana til stöðu kvenna eru mismunandi. Allir vilja þeir þó koma að þröngri túlkun sinni á sjaría-lögunum sem setur höft á frelsi kvenna, m.a. til mennta. Afganska þingkonan Shukria Bar- akzai fær reglulega morðhótanir fyr- ir að halda uppi umræðum um mál- efni kvenna. Barakzai segir í samtali við breska dagblaðið The Guardian að á meðan henni sé ráðlagt að halda sig heima fái stríðsherrar á þinginu, sem einnig hafi fengið morðhótanir, umsvifalaust bryn- varða bíla til afnota, vopnaða verði og öruggt húsnæði frá ríkisstjórn- inni. Þingið samansafn ódæðismanna Að sögn Barakzai finna afganskar konur í auknum mæli fyrir óöryggi nú þegar vestrænir og afganskir embættismenn leita eftir samvinnu við stríðsherra, í von um aukinn stöðugleika og frið. Barakzai segir að fleiri hópar ógni frelsi kvenna en talibanar. „Þingið er samansafn af stríðsherrum, eiturlyfjabarónum og glæpaforingjum,“ segir hún. Hún segir jafnframt algengt að á hana sé kallað „drepum hana“ þegar hún taki til máls í þinginu, hótanir frá starfsfélögum á þingi séu tíðar. Óttast er að afganska þingið sé að verða íhaldssamara hvað konur varðar. „Hugmyndir talibana eru fólki okkar eðlilegar, sérstaklega hugmyndir þeirra um konur,“ segir Barakzai. „Við höfum miklar áhyggjur af því að réttur okkar muni skerðast, nú þegar yfirvöld eiga í viðræðum við talibana. Við konur megum ekki vera fórnin sem færð verður fyrir frið við talibana,“ segir Shinkai Ka- rokhail, þingkona í Kabúl. Hún gagnrýnir jafnframt að af þeim 68 konum sem eigi sæti á afganska þinginu ræði aðeins fimm þeirra gagnrýnið um stöðu kvenna. Reuters Á gangi Konur íklæddar búrkum eru enn algeng sjón á götum Kabúl. SÝRUÁRÁSIR eru ofbeldi þar sem sýru er skvett í andlitið á fólki. Meirihluti fórnarlambanna er kon- ur og margar þeirra undir 18 ára aldri. Oftast er notast við brenni- steinssýru, sem er m.a. að finna í rafhlöðum. Húð bráðnar undan sýrunni og stundum koma beinin í ljós undan skinninu en svo getur einnig farið að beinin leysist upp. Fari sýran í augun veldur hún varanlegum skaða. Mörg fórnarlamba sýru- árása hafa misst sjón á öðru eða báðum augum. Afleiðingarnar eru einnig sál- rænar og félagslegar. Mörg fórn- arlambanna einangrast og eru út- skúfuð úr samfélaginu. Slíkar árásir eiga ekki rætur að rekja til íslam eða annarra trúarbragða en eru algengar m.a. í Kambódíu, Afg- anistan, Indlandi, Bangladess, Pak- istan og öðrum Asíulöndum. SÝRAN BRÆÐIR ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.