Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins SENNILEGA hefur ekkert ár, í manna minnum, hlaðist öðrum eins aragrúa af stjórnsýslumistökum og árið 2008. Ekki ætla ég þó að halda því fram að bankahrunið hafi verið viljaverk nokkurs manns, heldur hafi reynsluleysi á viðskiptasviði, vanþekking eftirlitsaðila og ofurtrú ríkisvalds á rekstraraðilum blindað mönnum sýn á raunveru- leikann. Þó er ekki annað hægt en ávíta stjórnvöld fyrir það að skella skolleyrum við viðvörunum, sem varð þjóðinni dýrast. Við kjósendur erum þó ekki alsaklausir, okkur hefur tekist að sveipa ákveðna pólitíska stefnu dýrðarljóma sem skyggt hefur á ágallana og gert stjórnendur hennar að nokkurskonar ofurhetjum, sem leitt hefur þá inn á sjálfumgleði sem gerir menn vanhæfa til að gæta hagsmuna heildarinnar. Kjósendur hafa það vald að hirta of einangruð og flokks- bundin vinnubrögð ríkisstjórnar og geta gert það í skoðanakönnunum og kosningum. Flokksforingjar verða að finna, að ef þeir vinna ekki fyrir heildina eigi þeir á hættu að tapa trausti almennings. Framboðskerfi flokkanna þarf einnig að breyta. Það er óheilbrigt að flokksforusta geti raðað upp ættingjum og vinum á framboðslista og fengið þannig fram nokkurskonar fjölskyldu eða einræðisstefnu innan flokks og í ríkisstjórn. Það er einnig of mikil áhersla lögð á að alþing- ismenn séu með háskólagráðu, það getur leitt til þess að lægri stéttir verði jaðarhópar innan stjórnsýslunnar. Víðsýni og réttlætiskennd er ekki bundin við menntun, en þessir eiginleikar eru mikilvægir innan þingsins. Það er fullt af vel hæfu fólki í þjóðfélaginu, með háleitar hugsjónir, tilbúið að leggja metnað sinn í störf innan þingsins í þágu samfélagsins, það vantar bara tækifærið til þess að geta boðið sig fram. Hávær krafa hefur verið í þjóðfélaginu um kosningar og jafnframt breytingar. Kosningar eru nauðsynlegar til að minnka spennuna í þjóðfélaginu, en þurfa að fara fram þegar þær hafa tilgang til breyt- inga fyrir þjóðfélagið. Ég tel að forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafi farið rangt að með afstöðu sinni til mótmælenda, að vanvirða og lítillækka reiðan andstæðing sinn virkar á sama hátt og bensín til að slökkva eld. Þegar skoðanakannanir hafa verið gerðar, fyrir kosningar, hefur úr- takið gefið ákveðna vísbendingu um vilja þjóðarinnar, en margfalt fjöl- mennari hópur mótmælenda er marklaus að mati ráðherranna. Þetta finnst mér vera að sýna mótmælendum hroka, sem leiðir af sér enn meiri reiði. Einnig kemur skýrt fram að stjórnarliðar eru ekki sam- stiga, hvorki innan ríkisstjórnar, né innan flokkanna. Þessi óeining styrkir mótmælendur enn betur í þeirri skoðun að ríkisstjórnin sé van- hæf. Ég tel að átakalaus þingsetning þann 20. janúar geti ekki farið fram nema ríkisstjórnin nái sáttatengslum við mótmælendur. Valdhroki í stað vinsemdar Guðvarður Jónsson Valshólum 2 Rvík. ÞAÐ er þungt í þjóðinni. Torg og salir fyllast af fólki, sem mótmælir. Fólki finnst nóg um hvernig þeir búa sér í haginn, sem bera ábyrgð á ástandinu og halda enn áfram í skjóli þrásætinna stjórnmálamanna. Fólk er reitt, því finnst sem það hafi verið haft að ginning- arfíflum, eða svikið af aðilum sem það treysti fyrir ævi- starfinu, öryggi fjölskyldunnar og framtíð þjóðarinnar. Fólk er tortryggið, það treystir ekki lengur ráðamönn- um og trúir ekki því sem þeir segja. Þegar horft er yfir sviðið sést hvarvetna vonsvikið og kvíðið fólk, sem ótt- ast um öryggi sitt og sinna, en kann engin ráð til að bregðast við, önnur en að fara út þegar færi gefst, sameinast fjöldanum og mótmæla. Í fjöldanum býr kraftur og orka, sem þarf að virkja til góðra verka. Hvar sem tvær manneskjur koma saman ræða þær málin, velta fyrir sér hvað sé til ráða, kasta milli sín margvíslegum hugmyndum um hvað megi taka til bragðs, það hafa allir skoðun á ástandinu. Lengra komast þeir ekki, vegna þess að það vantar farveg og leiðsögn til að leiða hug- myndir áfram til einhvers konar veruleika. Á hverri stundu allan vöku- tímann er fólk um allt land að ræða málin og leita leiða. Fólkið vill vera til gagns, það er drifkrafturinn sem knýr áfram laugardagsfundina á Austurvelli og fjöldafundina í Háskólabíói. Þarna finnur fjöldinn sameig- inlegan vettvang og trúir í einlægni að hann geti orðið til góðs. Þetta eru mótmæli, en þau lýsa líka vilja til athafna og löngun til að fá að vera með. Vegna þessarar stöðu sem uppi er hefur Sveitarfélagið Árborg ákveðið að búa til vettvang fyrir athafnafúst fólk þar sem það getur komið sam- an til að deila hugmyndum hvert með öðru. Við viljum virkja löngunina til að skapa eitthvað nýtt, leggja dálítinn stein í nýja hleðslu til end- urreisnar samfélagsins. Sveitarfélagið efnir því til nýsköpunarsmiðju 13. febrúar nk. á Hótel Selfossi og fær til liðs við sig hæfustu ráðgjafa landsins á sviði nýsköpunar- og sprotafyrirtækja undir forystu Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. Nýsköp- unarsmiðjan er tilraun til að virkja þá orku sem fólgin er í íbúum sveit- arfélagsins og löngun þeirra til að leggja sitt af mörkum. Það er bjargföst sannfæring okkar, sem að þessari tilraun stöndum, að eigi end- urreisnin að takast sé grundvallaratriði að virkja fólk til þátttöku. Það er fleira til en niðurskurður og hagræðing, það er líka til nýsköpun og uppbygging samfara nýrri eða endurskoðaðri hugmyndafræði. Við trúum því að taki fólk þátt í uppbyggingunni og hugmyndir þess fái að njóta sín verði til önnur sýn á þau vandamál sem við er að etja. Við trúum því að það sé farsælla til lengri tíma fái þjóðin sjálf að vera virkur þátttak- andi í lausninni fremur en að vera þiggjandi alls þess sem að henni er rétt. Nýsköpunarsmiðja í Árborg Jón Hjartarson, formaður bæjarráðs í Árborg. EFTIR að íslensku bankarnir fóru í þrot hafa stoðir íslenska efna- hagkerfisins brostið. Hækkun geng- isvísitölunnar um 80% á einu ári, samkvæmt skráningu Seðlabankans, er til marks um það og sú staðreynd að Seðlabanki Evrópu hefur ekki skráð gengi krónunnar frá 3. desem- ber 2008. Á þeim tíma mat Seðla- banki Evrópu 1 evru á 290 krónur. Verðbólga er nú um 18% á ársgrundvelli þrátt fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir ASÍ kemur fram að 14% þeirra sem eru í launaðri vinnu hafa fengið launalækkun frá því í byrjun október 2008. Að mati Greiningar Glitnis stefnir í að frá falli bankanna til ársloka 2010 muni fasteignaverð lækka um helming að raunvirði. Um 12.000 manns hafa skráð sig án atvinnu. Fram- kvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi segir tæplega 3.500 fyrirtæki stefna í þrot innan árs, sé miðað við núverandi stöðu. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur hefur reiknað út að ef þessi fyrirtæki fari í þrot muni atvinnulausir verða um 27.000. Gera má því ráð fyrir að á næstu mánuðum muni stór hluti atvinnulausra þurfa að lifa á strípuðum atvinnuleysisbótum, um 150.000 kr. á mánuði. Ætla má að sú upphæð dugi flestum fjölskyldum skammt fyrir framfærslu og afborgunum af fasteignalánum. Verðtryggð og gengistryggð íbúðalán Fylgni er á milli gengisþróunar krónunnar og verð- bólgu. Höfuðstóll gengistryggðra lána, sem tekin voru fyrir gengishrun krónunnar, hefur því hækkað mjög, í krónum talið, jafnvel tvö- til þrefaldast og afborganir á sama tíma einnig. Höfuðstóll og afborganir verðtryggðra lána hafa líka hækkað því mánaðarlega bætast verð- bólgutengdar verðbætur við höfuðstól verðtryggðu lán- anna út lánstímann. Það má því búast við því, miðað við óbreyttar forsendur, að á ákveðnum tímapunkti muni höfuðstóll verðtryggðu lánanna ná höfuðstól geng- istryggðu lánanna og verða á endanum hærri. Skjald- bakan muni þannig fara fram úr héranum. Hagsmunasamtök heimilanna Hinn 15. janúar sl. voru Hagsmunasamtök heimilanna stofnuð. Í ályktun stofnfundar kemur fram að í ljósi þess neyðarástands sem skapast hefur krefjist samtökin laga- breytinga, heimilunum til varnar. Samtökin vilja jafna áhættu milli lánveitenda og lántakenda og að veð tak- markist við þá eign sem sett er að veði. Eins er krafist almennra leiðréttinga á íbúðalánum heimilanna, bæði verðtryggðum og gengistryggðum. Bent er á að lenging og frysting lána leysi ekki vandann heldur fresti honum fyrst og fremst. Jafnframt er farið fram á skilyrðislausa stöðvun fjárnáma og uppboða á íbúðarhúsnæði ein- staklinga þar til ofangreindar kröfur hafa verið upp- fylltar. Hinn 18. nóvember sl. héldu Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, blaðamannafund vegna lánveitingar Færeyinga til Ís- lendinga. Þar kom fram að í bankakreppunni í Fær- eyjum um 1990 hefði atvinnuleysi farið upp í 25% og telur Jørgen að Íslendingar geti lært af þeim mistökum Færeyinga að leggja of miklar álögur á samfélagið. Það hafi orðið til þess að kreppan varð dýpri en ella og leiddi af sér 15% fólksflótta. Að sögn Jørgens tók það íbúafjöldann 10 ár að ná fyrri hæðum. Bjartsýnin hafi hins vegar komið Færeyingum yfir kreppuna og hann væri viss um að bjartsýnin ætti líka eftir að koma Ís- lendingum í gegnum kreppuna hér. Margar hugmyndir hafa komið fram Fjölmargar lausnamiðaðar hugmyndir hafa komið fram upp á síðkastið. Ein af þeim er á þá leið að boðið verði upp á þann valkost að gengistryggð húsnæðislán verði umreiknuð svo að þau líti út fyrir að hafa upp- haflega verið tekin sem verðtryggð krónulán. Lánin verði svo endurfjármögnuð af Íbúðalánasjóði, í krónum, með veði í húsnæði viðkomandi. Verðtrygging verði samhliða gerð óvirk, t.d. frá og með 1. janúar 2008, og verði ekki virk fyrr en stjórnvöld nái verðbólgumark- miði sínu. Talsverð umræða hefur einnig átt sér stað í tengslum við þá hugmynd að tengja húsnæðislán vísitölu fast- eignaverðs. Eins má velta fyrir sér á hvaða forsendum húsnæðislán flytjast úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju, m.a. með tilliti til affalla íbúðabréfa. Sé um afföll að ræða þarf að vega og meta hvort skynsamlegra sé að ríkið afskrifi mismuninn strax og afföllin skili sér beint til lántakandans með niðurfærslu höfuðstóls en að ríkið leysi eignina til sín fyrst með nauðungarsölu og afskrifi síðan þá upphæð sem ekki fæst greidd eftir gjaldþrot þess sem áður var skráður eigandi. Burt séð frá innihaldi þeirra hugmynda sem fram hafa komið og útfærslu þeirra hljóta flestir að vera sammála um brýna nauðsyn þess að standa vörð um heimilin. Ef ekkert verður að gert er hætt við að fólk missi fótanna og heimilin í landinu verði gjaldþrota í stórum stíl. Eins þykir líklegt að margir íhugi nú að flytja úr landi. Landflóttinn er reyndar þegar hafinn meðal þeirra sem misst hafa vinnuna og sjá ekki aðra lausn. Er það sú framtíð sem við viljum? Því miður er tíminn sem stjórnvöld hafa til viðbragða naumur. En við höfum hins vegar nægan tíma til að vinna okkur út úr hlutunum ef stefnan er tekin í rétta átt og velferð al- mennings tryggð. Tökum stöðu með heimilunum Þórður Björn Sigurðsson framkvæmdastjóri. Ég hef sjálfur ekki tekið þátt í þessum skrílslátum og þarf nú að biðjast af- sökunar á því. Með þess- um orðum mínum, sem eru fremur máttlaus tilraun til að bæta úr framtaksleysi, er ég væntanlega settur út af sakramentinu og talinn til skrílsins.’ ÞRIÐJUDAG- INN 20. janúar 2009 voru enn á ný mótmæli í borginni, við hin „helgu vé“ al- þingis, en þann- ig talaði forseti Alþingis. Ég held hann hafi reyndar sagt „helgur staður“, en það er sami skítur í sömu skál, helgi eða virðing er aðeins til í augum áhorfandans, það er ekki hægt að heimta hana heldur að- eins ávinna sér. Þarna var eflaust á ferðinni hinn nýlega frægi skríll, sem er ekki hluti af íslenskri þjóð, ef marka má einróma ummæli rík- isstjórnar, hvar sem ráðherra (ráðskona?) er í flokk settur. Það er ekki íslenska þjóðin sem mætir á mótmælafundi. Raunar er það mín skoðun, mið- að við fjölda mótmælenda á mörg- um þessara funda, að þarna hljóti að hafa verið einhverjir örfáir fulltrúar íslensku þjóðarinnar, væntanlega af slysni. Ég hef sjálfur ekki tekið þátt í þessum skrílslátum og þarf nú að biðjast afsökunar á því. Með þess- um orðum mínum, sem eru fremur máttlaus tilraun til að bæta úr framtaksleysi, er ég væntanlega settur út af sakramentinu og tal- inn til skrílsins. Hvaða afleiðingar það hefur er ekki alveg skýrt enn, en af ummælum ráðamanna tel ég ljóst að ég er ekki lengur hluti af íslensku þjóðinni og þar af leið- andi er ríkisfangið trúlega glatað og svo kosningaréttur. Það stolt sem fylgdi því að hafa íslenskan ríkisborgararétt er hvort eð er horfið, en ef það þýðir að launataxtinn minn er framvegis skráður í evrum, á ríkjandi gengi hverju sinni, get ég örugglega bú- ið við þá smán ef mínum eigin hag er borgið, og er það í anda útrás- arvíkinga. Hvað kosningaréttinn varðar, ef valkostir mínir í hugsanlega fjar- lægum kosningum snúast um það að kjósa sömu samsærismennina í nýjum búningum, þá segi ég pass. Framsóknarflokkurinn hefur t.d. ekki batnað við brottför Guðna Ágústssonar, sá flokkur er of sam- tvinnaður sögunni sem leiddi af kreppunni sem við erum stödd í. Það er stutt síðan menn nátengdir flokksforystunni, jafnvel fyrrver- andi ráðherra, högnuðust um milljarðatugi á viðskiptum með eignir ríkisins, þjóðarinnar sem ég eitt sinn tilheyrði áður en ég varð skríll. Að klæða upp nýtt andlit í flokksforystu og halda það merki endurnýjunar er í besta falli grát- broslegt. Sumir vildu segja að þarna sé verið að „dubba upp melluna“, afsakið, þetta eru ekki mín orð. Áðurnefndu dæmi er, vel að merkja, ekki aðeins beint til „framsóknarflokks“, þennan ljót- leika sjáum við í öllum núverandi stjórnmálaöflum, hægri eða vinstri, hverjum er ekki sama hvernig ömurleikinn flokkast? Hver er þá ábyrgð stjórnanda? Þingmanns, ráðherra, stjórnarfor- manns, forstjóra, framkvæmda- stjóra, forseta, þingforseta, nefnd- arformanns, nefndarmanns, bæjarstjóra, oddvita hrepps? Ein skýr ábyrgð stjórnanda er að víkja ef minnsta skugga ber á störf hans. Þar er ekki endilega verið að fjalla um eigin aðild að málum, skipstjóri er jafn ábyrgur þó að stýrimaðurinn hafi dottið í það og siglt skipinu á sker. Núverandi klíkuhópar, í lands- málum og sveitarstjórnarmálum, telur að enginn verði eftir til að stjórna ef þeir víkja, þarna sé rjómi landsins saman kominn. Guð hjálpi okkur ef það er satt. Skríllinn er mættur á ný Aðalsteinn Jónsson semur hugbúnað fyrir tölvur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.