Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Stórkostlegt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! SÝND Í SMÁRABÍÓI Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó - S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI HEIMILDAMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON - DÓRI DNA, DV - K.G., FBL - S.V., MBL HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, MEÐAN AÐRIR FYLGDU SKIPUNUM... FYLGDI HANN SAMVISKU SINNI MEÐ STÓRLEIKURUNUM KENNETH BRANAGH, BILL NIGHY, TOM WILKINSON,TERENCE STAMP OG EDDIE IZZARD. METNAÐARFULLT STÓRVIRKI FRÁ LEIKSTJÓRA THE USUSAL SUSPECTS UM MORÐTILRÆÐI Á HITLER MEÐ TOM CRUISE Í AÐALHLUTVERKI. Australia kl. 8 B.i. 12 ára Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 LEYFÐ Skoppa og Skrýtla í bíó kl. 4 DIGITAL LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Valkyrie kl. 5:30 - 8 - 10:30 DIGITAL B.i. 12 ára Valkyrie kl. 5:30 - 8 - 10:30 DIGITAL LÚXUS Skógarstríð 2 kl. 3:45 550 kr. f. börn, 650 kr. f. fullorðna LEYFÐ Underworld 3 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Villtu vinna milljarð kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára - Ó.T.H., RÁS 2 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Bráðskemmtileg mynd þar sem heimur galdra og ævintýra lifnar við - S.V., MBL - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 3 - S.V. Mbl. - K.H.G., DV Sý d kl. 5:45, 8 og 10:20 Sýnd kl. 6 (600 kr.) BÚI OG ELLI ERU KOMNIR AFTUR Í BRJÁLÆÐUM ÆVINTÝRUM OG NÚ ERU ÞAÐ HÚSDÝRIN GEGN VILLTU DÝRUNUM! Sýnd kl. 8 og 10 POWERSÝNING POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS MEÐ DIGITAL MYND OG HLJÓÐI TOPPMY NDIN Á ÍSLAND I Aðeins 600 kr. Fleiri upplýsingar er að finna á : www.vogue.is eða í síma: 533 3500 Fimm vikna saumanámskeið hjá Vogue í Mörkinni 4 hefst miðvikudaginn 11. febrúar. Kennt er frá kl: 19:00-22:00. Námskeið sem hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Verð: 20.000 kr Langar þig að skapa þér þinn persónulega stíl? 20% afsláttur á efnum í verslun Vogue á meðan á námskeiðinu stendur Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is STÚLKNASVEITIN Elektra, er komst áfram í undankeppni Evróvisjón um síðustu helgi, er skýrt dæmi um að ekki sé alltaf hægt að festa einn og sama merkimiðann á þá er framleiða sykursætt popp. Liðsmenn Elektra koma nefnilega úr öllum áttum en eng- inn úr jafn óvæntri átt og trommuleik- arinn Arndís Hreiðarsdóttir. Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar hún er ekki uppstríluð í poppgalla Elektru einbeitir Dísa (eins og hún er kölluð) sér að námi sínu við klassískar tón- smíðar við Listaháskóla Íslands. „Að vera trommari í elektró-rokk- bandi er í rauninni svona annað sjálf fyrir mig,“ segir Dísa er sá það ekki al- veg fyrir sér fyrir nokkrum mánuðum síðan að hún ætti eftir að enda í Euro- vision-keppninni. „Hildi og Rakel lang- aði svo rosalega að stofna stelpusveit. Á sama tíma var Örlygur Smári að vinna þetta lag fyrir Eurovision og var í sam- bandi við systurnar um að syngja. Hon- um leist svona vel á þessa hugmynd og hvatti þær til þess að hóa saman hóp. Ég var svo bara beðin um að vera með. Ég er ekki búin að þekkja systurnar lengi en er að kynnast þeim núna.“ Elektra mun lifa Dísa segir að hugmyndin frá upphafi hafi alltaf verið að Eurovision- ævintýrið sé einungis upphafið að ævi Elektru. Sama hvernig fari langi stúlk- urnar að vinna saman áfram. „Þetta eru sex stelpur, allar með mismunandi tón- listarsmekk og það yrði gaman að gera einhvern bræðing úr því. Mér finnst það skemmtileg hugmynd enda vil ég alltaf prufa eitthvað nýtt. Það er mikil ævintýraþrá í mér. Ég fíla alls kyns tónlist og langar bara að prufa að spila sem mest. Ég er búin að prufa pönk- rokkið með Brúðarbandinu, hef verið í tökulagasveit og er núna líka með sveit er blandar saman poppi, klassískri tón- list og ljóðum. Við heitum Kurr og er- um bara splunkuný.“ Góð popplagasmíð Aðspurð hvort hún treysti sér að fara út í lærða greiningu á laginu „Got No Love“ gefur hún frekar almenn svör. „Það sem mér finnst gott við lagið er hversu grípandi það er. Ég er alltaf með það á heilanum sem einkennir góða popplagasmíð. Ég hef spilað þetta að- eins á píanó til þess að sjá hvernig það er byggt upp en lítið farið út í það að greina það. Þetta er bara euro-popplag með smá rokkívafi.“ Dísa segist hafa trú á því að lagið komist alla leið til Rússlands. „Það væri gaman að koma til Rússlands, enda aldrei farið,“ segir hún að lokum og hlær. „Ég er alltaf með lagið á heilanum“ Dísa Trommari Elektru er angurvær við snerilinn sinn. Trommari Elektru slær ekki bara í gegn, heldur lærir líka klassískar tónsmíðarBRESKA söng- konan Victoria Beckham sendir eiginmanni sín- um, knattspyrnu- kappanum David Beckham, mörg kynþokkafull SMS skilaboð á hverjum degi um þessar mundir. David flutti ný- verið til Ítalíu þar sem hann leikur sem lánsmaður hjá stórliðinu AC Milan, en Victoria, sem býr áfram í Bandaríkjunum, mun vera harð- ákveðin í því að láta eiginmanninn ekki gleyma sér. „Hún leggur mikla áherslu á að hann gleymi ekki hversu gott líf þau áttu í Bandaríkjunum, og minn- ir hann á það með sérstökum hætti í hverju SMS-i,“ segir heimild- armaður um málið. Þá hefur Victoria tekið upp á því að bjóða vinum þeirra hjóna ítrekað í veislur á heimili þeirra til þess að minna eiginmanninn á hversu góðu félagslífi þau lifðu vestanhafs. „Vic- toria fær vini þeirra í grillveislur og hádegismat, hringir svo í David og leyfir öllum að tala við hann í sím- ann,“ segir heimildarmaðurinn. David mun hafa nokkurn áhuga á að leika með AC Milan til fram- búðar, en Victoria er ekki sérlega hrifin af þeirri hugmynd. Glæsileg Vict- oria Beckham. Sendir Beckham „sexí“ SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.