Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 40
Berlín Nýjar höfuðstöðvar Vísindakirkjunnar í höfuðborg Þýskalands. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Stærsta BOND-mynd allra tíma! 650k r. HÖRKUSPENNANDI MYND ÚR SMIÐJU LUC BESSON Fyrsti kafli Underworld myndanna. Hrikalegri og flottari enn nokkru sinni fyrr! 650k r. Ómissandi fyrir alla sem sáu fyrri myndirnar sem og alla aðdáendur spennu og hasarmynda. 3 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI “SJÖ PUND AF BRAVÓ” - E.E., DV 650k r. Stórkostlegt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! - S.V. Mbl 650k r. BÚI OG ELLI ERU KOMNIR AFTUR Í BRJÁLÆÐUM ÆVINTÝRUM OG NÚ ERU ÞAÐ HÚSDÝRIN GEGN VILLTU DÝRUNUM! SÝNDAR Í HÁSKÓLABÍÓI Valkyrie kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Refurinn og barnið ísl. texti kl. 6 LEYFÐ Skólabekkurinn enskur texti kl. 10:30 LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Fyrsti kafli Underworld myndanna. Hrikalegri og flottari enn nokkru sinni fyrr! Ómissandi fyrir alla sem sáu fyrri myndirnar sem og alla aðdáendur spennu og hasarmynda. 550 kr. fyrir b örn 650 kr. fyrir f ullorðna Refurinn og barnið m. ísl. texta FRÁBÆR MYND - ERPUR EYVINDARSON, DV m. enskum texta - S.V., MBL - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 Underworld 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Seven pounds kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Australia kl. 5:30 - 9 B.i. 12 ára Taken kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Quantum of Solace kl. 5:30 B.i. 12 ára Skólabekkurinn SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú AUKASÝNINGAR Á 2 VINSÆLUSTU MYNDUNUM FRÁ FRANSKRI HÁTÍÐ 650k r. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Revolutionary Road kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 - 8 LEYFÐ Valkyrie kl. 8 - 10:15 Síðasta sýning! B.i.12 ára Skógarstríð 2 kl. 6 550 kr. f. börn, 650 kr. f. fullorðna LEYFÐ Underworld 3 kl. 10:15 B.i.16 ára Villtu vinna milljarð kl. 8 B.i.12 ára Sólskinsdrengurinn kl. 6 LEYFÐ “MYNDIN ER AUGNAYNDI... ALLEN HEFUR NÁÐ AÐ GALDRA FRAM BRÁÐSKEMMTILEGA OG KYNÞOKKAFULLA MANNLÍFSPÆLINGU...“ - S.V., MBL “STÓRGÓÐUR WOODY ALLEN” - DÓRI DNA, DV FIMMTÁN tilræði við illræmdasta þjóðarleiðtoga allra tíma, Adolf Hitler, eða „Foringjann“, eins og hann var jafnan kallaður, eru skráð á spjöld sögunnar, en þau misfórust öll. Valkyrie, kvikmynd Bryans Singers og Toms Cruise, fjallar um það þekktasta, jafnan kennt við 20. júlí, 1944, dagsetningu aðgerð- arinnar. Kvikmyndagerðarmennirnir verða að glíma við þann stóra vanda að skapa spennu og eft- irvæntingu hjá áhorfendum sem velflestir vita hver málalok verða. Singer og handritshöfundum til hróss, tekst það bærilega. Valkyrie er furðu spennandi, þrátt fyrir allt, útlitið óaðfinnanlegt, en dálítið ger- ilsneytt, ef svo má segja. Fínpússað í hvívetna, munir, búningar og staf- rænu brellurnar. Hún hefst á víg- stöðvunum í Norður-Afríku árið 1943, þegar farið er að bera á and- stöðu við Hitler (David Banber), undir niðri og hafið undanhald Öx- ulveldanna á flestum átakasvæðum. Claus von Stauffenberg (Cruise), greifi og ofursti í landhernum, hef- ur fengið sig fullsaddan á Hitler og brostnum heimsyfirráðaórum hans. Hann er sendur heim til aðhlynn- ingar mikið slasaður eftir loftárás bandamanna og kemst þá í náið samband við hóp herforingja sem vilja koma Hitler fyrir kattarnef. Tilræði sem er stjórnað af Henn- ing von Tresckow (Branagh) mis- tekst og von Stauffenberg er hugs- Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Valkyrie bbbnn Leikstjóri: Bryan Singer. Aðalleikarar: Tom Cruise, Kenneth Bra- nagh, Bill Nighy, Tom Wilkinson. 120 mín. Bandaríkin/Þýskaland. 2008. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Fellum Foringjann! Kunnuglegur „Cruise verður alltaf Cruise, þótt hann sé með lepp fyrir auga.“ uðurinn á bak við það næsta, sem er reynt nokkrum mánuðum síðar í Úlfagreni Foringjans. Von Stauff- enberg kemur sprengjunni fyrir og sér þegar hún springur. Hann hraðar sér til Berlínar og hefst handa við að ná völdum samkvæmt áætlun andspyrnuhreyfingarinnar, en skrattinn passar upp á sína, Hit- ler lifir tilræðið af og áætlunin end- ar með skelfingu. Að manni skilst, endursegir Sin- ger söguna nokkuð skilmerkilega, þó handritshöfundurinn snyrti hana til fyrir kvikmyndagerðina, einkum í lokakaflanum. Í raunveru- leikanum var aðgerðin og eftirleik- urinn í Berlín mun meira klúður en haldið er fram í myndinni. Í upp- hafsatriðinu talar Cruise þýsku, síðan er tekið til við enskuna, dust- að rykið af þessu gamla bragði, til allrar lukku er okkur þó hlíft við þýska hreimnum sem löngum þótti ómissandi í myndum sem þessum. Cruise fer með burðarhlutverkið og gerir því í sjálfu sér ásættanleg skil, hins vegar hefur stórstjarnan truflandi áhrif á áhorfandann og minnir hann á Hollywood. Cruise verður alltaf Cruise, þó hann sé með lepp fyrir auga og einhentur. Við því er lítið að segja, stjörn- urnar eiga að tryggja aðsókn, að auki er Cruise einn aðalframleið- andi myndarinnar. Að öðru leyti er leikhópurinn mestmegnis breskur og kemst bærilega frá sínu: Bill Nighy sem Friedrich Olbricht, Tom Wilkinson leikur Friedrich Fromm, Terence Stamp sem Ludwig Beck og Eddie Izzard í hlutverki Erichs Fellgiebels. Allir voru þeir hers- höfðingjar sem studdu andspyrn- una utan Fromm, sem hagaði segl- um eftir vindi og slapp – í bili. Þeir hengdu hann fyrir stríðsglæpaverk sín í Nürnberg. Í myndarlok getur maður ekki varist þeirri hugsun að það hefði verið mikil blessun fyrir mannkynið hefði aðgerðin lukkast og ódámurinn Adolf Hitler verið sprengdur upp í heiðið hátt. Mikil andstaða gaus upp í Þýskalandi þegar fréttir af kvikmyndagerð Valkyrie fóru að kvisast út. Mest bar á henni hjá hernaðaryfirvöldum, sem settu einkum fyrir sig að aðalleikarinnog framleiðandinn, Tom Cruise er í Vísindakirkjunni. Vísindakirkjan er víða umdeild, í Þýska- landi er henni líkt við einræði og hún skilgreind sem hættulegur sér- trúarhópur. Þá voru afkomendur von Stauffenbergs afar óánægðir með val á heimsþekktri stórstjörnu í hlutverkið. Öldurnar lægði utan Stauffenberg-fjölskyldunnar, sem er ósátt, þrátt fyrir sterkan svip með ættarhöfðingjanum og Hollywood- stjörnunni Cruise. Umdeild vísindi BRESKA söng- konan og Kryddpían Mel B býr víst yfir meiri kynorku en nokkur sem hún hefur kynnst um ævina. Mel segir að eiginmaður hennar, Stephen Belafonte, sé eini maðurinn sem hún hafi nokkru sinni verið með sem nái að halda í við hana í rúminu. „Ég veit að ég verð alltaf trú eiginmanni mínum af því að ég hef aldrei kynnst neinum sem er á pari við mig þegar kemur að kynlífi,“ sagði söngkonan í sam- tali við breska tímaritið Glamour. „Aðrir elskhugar mínir hafa kannski byrjað vel, en svo halda þeir aldrei í við mig. Í rauninni hef ég aldrei kynnst neinum með jafn- mikla kynþörf og ég sjálf.“ Þess má til gamans geta að Fjöln- ir Þorgeirsson var unnusti söng- konunnar fyrir margt löngu. Með gríðarlega kynorku Orkumikil Mel B. BRESKI Idol- dómarinn Simon Cowell hefur uppgötvað sér- stakar snyrtivör- ur sem hann not- ar fyrir upptökur til þess að líta sem allra best út. Cowell, sem er 49 ára krefst þess að förðunarfræðingar hjálpi sér við að fela ellimerki sín svo þau sjáist ekki í háskerpusjónvörpum nútímans. „Simon vill alltaf líta sem allra best út og eftir að háskerpu- sjónvörpin komu til sögunnar er ekki skrítið að hann vilji fela allar misfellur,“ sagði heimildarmaður. Felur hrukkurnar Að eldast Simon Cowell.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.