Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 5. F E B R Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 34. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGTLÍF SKRIFAR UM ÍSLEND- INGA Í VESTURHEIMI BREYTINGAR Í GRUNNSKÓLUM Fegnar að losna við samræmdu prófin VIÐSKIPTI Fjárfestingarbankinn Straumur tapaði 105 milljörðum króna á síð- asta ári og er það stærsta tap ís- lensks félags á einu ári. Stór hluti tapsins kemur til vegna afskrifta á útlánum og viðskiptavild. Stærsta tap íslensks fyrirtækis til þessa Með því að setja upp eignarhalds- félög erlendis gátu Íslendingar komist hjá því að greiða skatt hér- lendis, en sumir gengu lengra en lögin heimiluðu og hafa gerst sekir um skattsvik. Skattsvik með erlendum kortum Cayman- eyjar Jómfrúar- eyjar Samkeppniseftirlitið telur að Teymi, móðurfélag Vodafone og annar eigenda Tals, hafi virt að vettugi ákvörðun þess um að stjórn- armenn Teymis víki úr stjórn Tals. Verða lagðar dagsektir á Teymi. Hunsa ákvörðun Samkeppniseftirlits RÍKISSTJÓRNIN ætlar í næstu viku að gera grein fyrir fyrirætlunum sínum um endurreisn fjármálakerfisins. Nefnd undir forystu Mats Josepsson mun gera grein fyrir fyrstu tillögum sínum í lok þessarar viku. Þetta sagði Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu á Alþingi. Þingmenn tókust á um grundvallarmál en töluðu einnig fyrir mikilvægi samstöðu. | 6 Jóhanna lagði línurnar Morgunblaðið/Kristinn KOSTNAÐUR við biðlaun þriggja bankastjóra Seðlabankans verður 44 milljónir, að mati fjár- lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í umsögn með Seðlabanka- frumvarpi forsætisráðherra. Reglur bankaráðs- ins um 12 mánaða biðlaun eigi ekki við þegar um skipulagsbreytingar er að ræða. „Sam- kvæmt því er gert ráð fyrir að tveir bankastjór- anna eigi rétt til 12 mánaða biðlauna, sem myndast eftir 15 ára störf í þjónustu ríkisins sem embættismenn, en einn til 6 mánaða þar sem starfstími alþingismanna og ráðherra telst ekki með þjónustualdri hjá ríkinu […].“ Biðlaunin verða 44 milljónir Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ÖLL innlán vegna Kaupþing Edge- reikninga í Noregi, Finnlandi og Austurríki hafa verið greidd upp og verið er að vinna úr málum sem tengjast slíkum reikningum þýskra innstæðueigenda. Steinar Þór Guð- geirsson, formaður skilanefndar Kaupþings banka hf., segir ljóst að ekkert falli á ríkissjóð eða skattgreið- endur vegna reikninganna. Reikningarnir voru gerðir upp þannig að samkomulag var gert við yfirvöld viðkomandi landa og komið í veg fyrir brunaútsölur á eignum. Stór hluti eigna útibúanna hefur í kjölfarið verið fluttur til Íslands. Bókfært verð Kaupþings banka hf., sem er erlendi hlutinn sem varð eftir við uppskiptingu bankans, er nú tæpir þrjú þúsund milljarðar. Virði bankans var sex þúsund milljarðar við bankahrunið og þar af voru 1.500 milljarðar færðir í Nýja Kaupþing. Sá hluti var svo færður niður. Steinar upplýsir að skipurit Kaup- þings banka hf. líti nú þannig út að fjögur svið hafi verið mynduð; eigna- stýringarsvið, lögfræðisvið, fjármála- svið og kröfuhafasvið. Framkvæmda- stjóri er yfir hverju sviði fyrir sig. Þessu til viðbótar eru erlendir ráð- gjafar á lögfræðisviði og í fjárhags- ráðgjöf. 30 manns vinna í bankanum fyrir skilanefnd. Kröfuhafar á bankann hafa lýst því yfir að þeir kæri sig ekki um bruna- útsölur á eignasafninu, heldur vilji þeir að nægur tími gefist til að vinna úr eignunum, sem eru helst útlán, og virði þeirra verði þannig hámarkað.  Vilja ekki brunaútsölur | 14 Ekkert fellur á skattgreið- endur hér Kaupþing Edge-reikningar gerðir upp í Noregi, Austurríki og Finnlandi Í HNOTSKURN »Í dag er haldinn fundurmeð öllum kröfuhöfum á Kaupþing banka hf., erlendum sem innlendum. »Þar verður farið yfirhvernig efnahagsreikning- urinn lítur út núna, þ.e. hverj- ar eru helstu eignir, hvert sé líklegt verðmæti eignasafns- ins og lagt mat á hvert fram- haldið geti orðið.  Skólastúlkur í Afganistan halda sig í auknum mæli heima við af ótta við vax- andi ofbeldi og áreitni gegn kon- um á götum úti. Óttast er að þró- unin geti orðið sú að heil kynslóð afganskra stúlka verði af menntun, meira að segja í hinni frjálslyndu höfuðborg Kabúl. Ferðafrelsi kvenna í Afganistan var skert verulega í valdatíð talib- ana fram til ársins 2001. Þær hafa nú sótt í sig veðrið en finna fyrir vaxandi óöryggi. Í nóvember varð hópur unglingsstúlkna fyrir brennisteinssýruárás úti á götu þar sem þær voru á leið í skóla. »22 Konur í Afganistan óttast vaxandi ofbeldi og kúgun Konur Vilja mennt- un og ferðafrelsi.  Hugmynda- ráðuneytið kall- ast verkefni sem Guðjón Már Guð- jónsson kom á laggirnar í jan- úar til að styrkja frumkvöðla- starfsemi í land- inu. Ráðuneytið er öllum opið og rekið algjörlega í sjálfboðastarfi. „Eftir hrun bankanna var mikið talað um mikilvægi nýsköpunar en mér þótti vanta að fólk hittist raun og kæmi hugmyndunum í fram- kvæmd.“ »9 Hefur opnað útungunar- stöð fyrir góðar hugmyndir  Hljóðið í smábátasjómönnum er þungt vegna lækkandi fiskverðs og segjast sumir trillukarlar vera farnir að borga með sér í vinnu. Menn héldu í þá von að gengis- hrun á krónunni myndi halda uppi verðinu á markaðnum en sú virðist ekki vera raunin. Sem dæmi má nefna að á rúmri viku lækkaði með- alverðið á slægðum þorski um heil 25%. Þessi mikla verðlækkun kem- ur verst niður á þeim sem eru á leigumarkaðnum og er talið að margir smábátasjómenn íhugi að hætta útgerð ef ástandið batnar ekki. Lítil viðskipti með kvóta setja þeim þó þröngar skorður auk þess sem lítið er um vinnu í landi. »16 Sumir trillukarlar segjast borga með sér í vinnu „VIÐ fengum aldrei viðbrögð við áætlun okkar um endurskipulagn- ingu Baugs sem hafði það að mark- miði að tryggja verðmæti félagsins og greiða allar skuldir. Gríðarleg verðmæti tapast vegna þessarar ákvörðunar Landsbankans og nú Glitnis,“ sagði Jón Ásgeir Jóhann- esson, stjórnarformaður Baugs Gro- up, í gærkvöldi. Þá hafði skilanefnd Glitnis til- kynnt að öll lán Baugs og tengdra félaga hjá bankanum yrðu gjald- felld. Við blasti að félagið myndi ekki geta greitt skuldir sínar. Skilanefnd Landsbankans fór fram á að BG Holding, dótturfélag Baugs Group, færi í greiðslustöðvun í Bretlandi á þriðjudag. Formenn skilanefnda bankanna segja báðir að hugmyndir stjórn- enda Baugs um fjárhagslega end- urskipulagningu félagsins hafi ver- ið óraunhæfar og þessar ákvarðanir miði að því að hámarka virði eigna. Beiðni Baugs Group um að fá greiðslustöðvun hérlendis verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavík- ur í dag en báðar skilanefndirnar hyggjast leggjast gegn þeirri beiðni. thordur@mbl.is/bjorgvin@mbl.is Landsbanki og Glitnir vilja Baug í greiðslustöðvun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.