Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 29
ég ógleymanlegar minningar. Beta var í raun og veru alveg ómissandi ferðafélagi, alltaf létt og kát, gjörn á að taka lagið, og eldaði svo ofan í allt fólkið hvort sem það var í sumarbú- staðnum, sæluhúsinu, fellihýsinu eða heima. Beta átti mjög gott með að létta lund fólks sem leið illa á einhvern hátt og styrkja það. Henni var ein- mitt mjög umhugað um að láta öllum líða vel í kringum sig. Það var stutt í hlátur hjá henni sem var smitandi, og þurfti lítið til að gleðja hana. Að fá að kynnast Betu var mér mikill heiður, hún veitti mér alveg ótrúlega mikinn styrk, hjálpaði mér þegar ég átti erfiða tíma og í raun kenndi mér ótrúlega mikið á þessum stutta tíma sem ég fékk að þekkja hana, um það hvernig maður ætti að taka raunum af æðruleysi. Hún átti heima í Völvufellinu í næstu blokk við mig, og átti ég því ósjaldan leið framhjá, og þá var nú gott að koma við hjá Betu og sonum hennar, með Kristjáni litla, þar sem maður fékk alltaf hlýjar móttökur, kaffi og eitt- hvað gott með því eða var boðið í mat. Þegar maður heimsótti hana var iðulega eitthvað af fólki þar í heimsókn, en það segir meira en mörg orð um hversu vel fólki leið í návist hennar, og að finna þann mikla styrk og frið sem hún átti svo mikið til af í sínu hjarta. Enda var þarna á ferðinni kona sem hafði lifað tímana tvenna í eigin lífi og oft þurft að berjast, ein og óstudd en af mikl- um dugnaði. Aldrei heyrði ég hana þó kvarta eða barma sér yfir einu né neinu. Kristján Davíð litli var farinn að hlaupa yfir til ömmu sinnar aðeins þriggja ára gamall og vissi ég að þá gat ég verið alveg róleg. Núna er engin amma þar lengur að taka á móti litla drengnum og veit ég að hann mun eiga mjög erfitt með að skilja það. Ég og Kristján Davíð son- ur minn munum sakna hennar mikið, og veit ég að missir barna hennar, systkina og allrar fjölskyldunnar er slíkur, að erfitt er eða ómögulegt að fylla upp í það skarð. Ég votta allri fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð, missirinn er mikill. Bið ég guð um styrkja þau öll í sorg sinni, þarna er farin ein af góðu sálunum hér af jörð, sem í al- gerri óeigingirni annaðist og hugsaði allt sitt líf fyrst og fremst um aðra. Við munum sakna hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og synir. Þegar ég var 10 ára og Ollý systir 8 ára, en við áttum heima í Vest- mannaeyjum, fluttist í nágrennið sæt stelpa, hún var 10 ára eins og ég. Það var Elísabet, kölluð Beta. Við urðum allar mestu mátar, hún var kát og skemmtileg og hafði frá mörgu að segja. Hún kunni svo marga texta við lög sem var svo gaman að syngja. Hún fluttist frá Flatey á Skjálf- anda með mömmu sinni og systkin- um til Eyja, en í Eyjum átti hún eldri systur, Hönnu, búsetta þar til margra ára. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur vinkonunum, við lærðum fljótt að spila á gítar hjá eldri systrum okkar, við höfðum svo gaman af að syngja og spila saman. Siggi bróðir sem er 3 árum eldri var oft með okkur, en hann spilaði á harmonikku, gítar og gat líka spilað á banjó, og stundum setti hann statíf á gítarinn sinn og spilaði svo á munn- hörpuna sína um leið og við sungum með. Það var í þá daga sem það byrjaði að Beta var svo skotin í Sigga, við höfðum oft gaman af þessu en árin liðu og þegar Beta var um tvítugt giftust þau Beta og Siggi, ástfangin eins og vera ber og svo kom fyrsta barnið sem var yndisleg lítil stelpa, það er hún Sigrún mín elskuleg. En hún er eina dóttirin. Svo komu strákarnir einn af öðr- um, Sigtryggur, Kristján Rafn, Ósk- ar Stanley og að síðustu Sigurður Heiðar. Allir fallegir og einstaklega góðir drengir. Eitt barnið fæddist andvana. Beta var sérstaklega góð móðir barnanna sinna, var alltaf vakin og sofin yfir hópnum sínum. Ein af systrum Betu er María, af- skaplega góð kona en milli þeirra systra var alltaf mikill kærleikur og gott samband. Beta var mjög skapgóð og mikill vinur vina sinna. Talaði aldrei illa um aðra og vildi alltaf gera gott úr öllu. Ég og fjölskylda mín þökkum fyr- ir alla samveruna á lífsleiðinni. Við hittumst allt of sjaldan við Beta, en ég vissi alltaf að við værum góðar vinkonur. Elsku hjartans Sigrún mín og Birgir, Sigtryggur, Einar Sigurður, Stanley, Siggi og fjölskyldur ykkar og María mín og fjölskylda, ég bið góðan Guð að vera með ykkur og gefa ykkur öllum styrk á þessum sorgarstundum. Ída frænka Stanleysdóttir. Betu kynntist ég á Kleppi, en þar unnum við saman í eldhúsinu, ég 14 ára en hún um þrítugt. Beta var móðir Sigrúnar vinkonu og hafði hún útvegað mér þessa vinnu. Þarna í eldhúsinu á Kleppi kynnt- ist ég mörgum hvunndagshetjum og var Beta ein af þeim. Oft var vinnu- harka mikil, en þá var gott að vera þar sem Beta var, því hún gat svo auðveldlega hlegið og tekið utan um mann. Það var alveg sama hvort við vorum á kafi í uppvaski eða að skera mör inni í gluggalausu búri, alltaf gat Beta fundið eittvað spaugilegt. Ég kynntist þarna líka í fyrsta skipti konu sem vann utan heimilis allan daginn. Beta átti fjóra mynd- arlega drengi auk Sigrúnar, sem biðu hennar þegar heim kom. Þegar búið var að koma snáðunum fjórum í rúmið tók Beta til við að hnýta fiski- net. Við Sigrún hjálpuðum henni stundum að setja í nálar. Beta var trúnaðarvinur okkar Sigrúnar því við gátum sagt henni nánast allt. Beta hafði líka gaman af, því oft tók hún bakföll af hlátri, sló sér á læri og sagði: „Nei, hættið nú alveg!“ Þegar Beta var búin að hnýta settist hún og tróð sér í pípu. Beta var hvunndagshetja í orðsins fyllstu merkingu og tel ég mér það til tekna að hafa kynnst slíkri konu. Innilegustu samúðarkveðjur til þín, Sigrún mín, og fjölskyldu þinn- ar. Soffía Þorsteinsdóttir. Það var haustið 1952 að 39 stúlkur vítt og breitt af landinu skráðu sig í Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði til náms í hússtjórn. Til- viljun réði því hvernig raðaðist í her- bergin. Með þér lentu Anna, Hrefna S. og María. Þegar fjórar ungar og kátar stúlkur koma saman, getur bara orðið gaman og þannig var það, glens og gaman og ærslin náðu oft- ast hámarki um það leyti sem allt átti að vera komið í ró og næði. Kæt- in og krafturinn var óþrjótandi.Við vorum fjórar sem stofnuðum kvart- ettinn Kátar eldabuskur, þú, ég, María Gísladóttir sem spilaði á gítar og Auður Steingrímsdóttir sem stjórnaði okkur með miklum glæsi- brag. Svo liðu árin, við eignuðumst heimili og börn en alltaf hélst vin- áttan. Mörgum árum seinna lágu leiðir okkar aftur saman á Hótel Loftleið- um þar sem við unnum í nokkurn tíma og krafturinn í þér virtist sá sami og áður og enn hafðir þú gaman af söngnum og mættir á kóræfingar fram á síðasta dag. Við kveðjum þig, elsku Beta, með með þessum línum úr laginu sem við sungum svo oft: Bárurnar við Eyjafjörðinn kveða þýðan óð, kveða til þín hin fegurstu ljóð. Elsku Sigrún, Sigtryggur, Stanl- ey, Rafn, Sigurður og fjölskyldur. Við sendum ykkur okkar einlægustu samúðarkveðjur. Minningarnar ylja um ókomin ár. Anna Jónasdóttir og Lilja Viggósdóttir. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 ✝ Óskar Guð-mundur Guð- jónsson fæddist á Búð- areyri við Reyðarfjörð 5. október 1920. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 28. janúar 2009. Hann var sonur hjónanna Margrétar Guðmundsdóttur hús- móður, f. 25.7. 1894, d. 6.7. 1975, og Guðjóns Jónssonar skipstjóra, f. 7.2. 1893, d. 21.3. 1921. Óskar kvæntist 27. mars 1948 Guðbjörgu Vallýju Magnúsdóttur frá Vestmannaeyjum, f. 4.10. 1928. Synir Guðjón Grétar, f. 3.8. 1954. Maki Inga Kristín Grímsdóttir, f. 18.12. 1959. Börn þeirra eru: 1) Að- alheiður, f. 15.2. 1984. Maki Rich- ard Fazakerley, f. 19.10. 1987. Son- ur þeirra er Benedikt, f. 13.7. 2007. 2) Grímur, f. 18.9. 1992. Óskar ólst upp á Búðareyri til 14 ára aldurs en þá fluttist hann með móður sinni, systkinum og stjúp- föður, Sveinbirni Guðmundssyni, f. 23.4. 1880, d. 2.10. 1955, til Svefn- eyja á Breiðafirði og síðar til Flat- eyjar. Óskar og Guðbjörg Vallý hófu búskap í Flatey 1948 en fluttu til Vestmannaeyja 1949. Þaðan flutt- ust þau til Reykjavíkur 1964 og hafa búið þar síðan. Óskar var húsasmíðameistari að mennt og starfaði við húsasmíðastörf fram til 1990. Fyrr á árum stundaði hann al- menna verkamannavinnu og sjó- mennsku. Útför Óskars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13. þeirra eru: A) Ragnar, f. 17.1. 1948. Maki Jó- hanna Njálsdóttir, f. 27.4. 1953. Börn þeirra eru 1) Óskar, f. 18.1. 1972. Maki Ósk Rebekka Atladóttir, f. 25.2. 1972. Börn þeirra eru: Jóhanna Rut, f. 15.4. 1992, Ein- ar Atli, f. 27.12. 2005, og Ragnar Freyr, f. 23.1. 2009. 2) Guð- björg Vallý, f. 27.5. 1978, maki Þorvaldur Guðmundsson, f. 8.10. 1958. Synir þeirra eru Magnús Örn, f. 28.11. 1997 og Ragnar Gauti, f. 17.2. 2007. 3) Njáll, f. 27.2. 1984. B) Þegar ég lít til baka og hugsa um allar þær stundir sem við pabbi áttum saman get ég hiklaust sagt að þær voru mér afar mikils virði og fyrir þær verð ég honum ávallt þakklátur. Pabbi vildi alltaf allt fyrir mann gera og frá því ég man fyrst eftir mér hvatti hann okkur bræðurna ætíð, hjálpaði og studdi þegar á þurfti að halda og alltaf gerði hann það með glöðu geði og af sönnum áhuga á góðri framtíð okkar. Þegar ég hafði eignast mína fjöl- skyldu, konu, börn og barnabörn, hélt þessi væntumþykja hans áfram því hann var alltaf boðinn og búinn til að leiðbeina og rétta hjálparhönd. Börn mín og barnabörn fundu í pabba sann- an afa og langafa sem þeim þótti und- urvænt um og gátu alltaf og skilyrð- islaust leitað til. Pabbi var trésmiður. Reyndar var honum margt annað til lista lagt og hafði hann t.d. sérstakt lag á að gera við það sem aflaga fór. Hann hafði mikinn áhuga á útivist og öllum tengslum við náttúruna. Því var það honum mikið happ að eignast land undir sumarhús á fallegum stað við Gíslholtsvatn í Holtum. Þar nutu hann og móðir mín sín við að reisa fallegan bústað og rækta tré sem nú eru orðin há og reisuleg. Þá hafði hann mikla unun af því að róa út á vatnið, leggja fyrir silung og vera í beinum tengslum við náttúruna. Í þessum sælureit í Holtunum áttu foreldrar mínir sann- arlega sínar eftirlætisstundir og þang- að var alltaf tilhlökkunarefni að fara og dásamlegt að dveljast. Þegar pabbi hætti að vinna sem tré- smiður settist hann alls ekki í helgan stein. Hann hóf að sinna sínum áhuga- og tómstundamálum af meiri krafti en áður. Rennibekkurinn var um tíma hans uppáhald og síðar útskurður í tré en útskurður hans er hrein listasmíð. Um það vitna allir þeir vönduðu og fal- legu gripir sem eftir hann liggja. Fyrir rúmu ári greindist pabbi með krabbamein og þá varð séð að hverju stefndi. Hann sinnti þó áfram sínum áhugamálum af fullum krafti allt fram á síðustu stundu og sýnir það best vinnusemi hans og áhuga. Þegar ég nú kveð pabba minn lang- ar mig að þakka honum fyrir allt sem hann gaf mér. Við Jóhanna biðjum góðan Guð að blessa minningu hans og gefa mömmu og okkur öllum styrk. Ragnar Óskarsson. Afi minn Óskar Guðjónsson er lát- inn. Fyrir rúmu ári greindist hann með ólæknandi krabbamein í maga. Tíminn með þennan banvæna sjúk- dóm hefur verið erfiður og mátturinn minnkað jafnt og þétt. Afi sjálfur lét þó ekki á miklu bera og kvartaði ekki. Elsku blessaði góði afi minn. Ég var fyrsta barnabarnið og var skírður í höfuðið á honum. Við vorum alla tíð nánir vinir sem þótti óendanlega vænt hvorum um annan. Hvert sumar átt- um við langar og góðar samveru- stundir á Þúfu, sumarbústað ömmu og afa við Gíslholtsvatn í Holtahreppi. Þetta var ómetanlegur tími og enda- laust verið að smíða, sinna gróðri og svo auðvitað veiða silung. Seinna þegar ég varð fullorðinn og sjálfur kominn með fjölskyldu var afi ekki einungis vinur minn heldur líka vinur konu minnar og barna. Honum þótti það líka sérstaklega vel til fundið að ég næði mér í konu sem heitir Ósk. Árabáturinn sem afi smíðaði og var við sumarbústaðinn höfðum við nefni- lega löngu áður skírt Ósk í höfuðið á okkur sjálfum. Það var því hátíðleg stund er við nafnarnir fórum fyrstu ferðina á bátnum með tilvonandi eig- inkonu minni, Ósk eldri, Ósk yngri og Ósk úti á Ósk. Þegar dóttir mín Jó- hanna Rut var eins árs gerðist afi dag- mamma, þá rúmlega 70 ára gamall. Þetta kom sér auðvitað vel fyrir held- ur bágborinn fjárhag ungu fjölskyld- unnar. Ekki síður var þetta gott fyrir Jóhönnu Rut. Afi hugsaði um hana af mikilli alúð, gaf henni hræring, hákarl og lýsi, allt það sem hann taldi að væri ungum börnum hollt. Bleiuskipti þótti honum ekkert tiltökumál. Hann las líka fyrir hana upp úr Stafrófskverinu sem varð til þess að hún var læs löngu áður en hún byrjaði í skóla. Fyrir 15 árum hálsbrotnaði ég og hef verið bundinn hjólastól síðan. Enn og aftur reyndist afi mér ómetanlegur í að takast á við allar þær óumflýj- anlegu breytingar sem þetta hafði í för með sér. Hin ýmsu hjálpartæki hannaði hann bæði og smíðaði, tæki og tól sem ég nota enn þann dag í dag. Sumarbústaðurinn var gerður að- gengilegur fyrir hjólastólinn, allar dyr breikkaðar og rúmlega þrjátíu metra löng braut frá bílastæðinu að bústaðn- um smíðuð. Það verður skrýtið að koma á Þúfu nú þegar afi er dáinn. Afi varð 88 ára gamall. Hann var hamingjusamur maður og lifði góðu lífi. Það eru forréttindi að hafa átt þennan góða afa. Ég og fjölskylda mín söknum hans mikið en góðar minn- ingar lifa. Elskulegri ömmu minni vottum við okkar dýpstu samúð. Óskar Ragnarsson og fjölskylda. Nú ertu lagður lágt í moldu og hið brennheita brjóstið kalt. Vonarstjarna vandamanna hvarf í dauðadjúp, en drottinn ræður. (Jónas Hallgrímsson.) Elsku afi. Það var yndislegt að kynnast þér. Njáll Ragnarsson. Mig langar að minnast afa míns, Óskars G. Guðjónssonar, sem nú er látinn, með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég kveð afa með söknuði í hjarta og þakka fyrir þann góða tíma sem ég fékk að vera með honum. Blessuð sé minning hans. Vallý. Elsku Óskar langafi minn. Alveg síðan ég fór að muna eftir mér hef ég alltaf fundið hlýju og væntumþykju innra með mér þegar ég hef hugsað um þig. Allt það sem við höfum gert saman, allar minn- ingar sem ég á og tengjast þér eru mér ómetanlegar og ógleymanlegar. Þegar ég var lítil hlakkaði ég alltaf til þess að koma til þín og ömmu til að syngja með þér úr Stafrófs- kverinu, fá hræring í hádegismat og leika svo við þig með alla dótahrúg- una sem var til, tuskudúkkuna Klöru með bleika hárið og dótatrak- torana. Það var líka alltaf ákveðinn punktur að fara með ykkur ömmu, mömmu og pabba á Þúfu á sumrin, það var svo mikið hægt að gera þar. Fyrst var alltaf komið við í KÁ á Sel- fossi og matur keyptur fyrir dvölina á Þúfu. Þegar komið var í bústaðinn var byrjað á að fara út með Óskinni á Gíslholtsvatn til þess að leggja net- ið og róa um vatnið. Stundum var einnig farið í sund á Laugalandi, eða jafnvel keyrt til Hellu og voru þar oftar en ekki keyptar pylsur. Svo var farið aftur heim á Þúfu, og aftur farið út á Gíslholtsvatn til að vitja netsins, og stundum voru gerð veð- mál um hve margir fiskar yrðu í net- inu. Oftast fylgdu nokkur stykki með heim og þeim var síðan skellt á grillið. Þegar ég og fjölskyldan mín flutt- um til Svíþjóðar fækkaði skiptunum sem ég gat hitt þig. Þá var alltaf svo gott að koma heim til Íslands að hitta alla sem manni þykir vænt um, það var alltaf ein mesta tilhlökkunin í að koma á Háaleitisbrautina og fá eitthvað gott að borða hjá ykkur ömmu. Þú hafðir alltaf eitthvað áhugavert að segja manni, ég man ennþá ótal margar sögur sem þú hefur sagt mér í gegnum tíðina. Þú varst líka alltaf til staðar fyrir mig, þú komst á hverja einustu tónleika sem ég söng á, þú komst á danssýn- inguna þegar ég var í fyrsta bekk og dansaðir við mig, meira að segja við lag sem þú hafðir aldrei heyrt áður, en samt dansaðirðu og hafðir gaman af. Það vantaði aldrei góða skapið og húmorinn í þig, þú sagðir alltaf eitt- hvað fyndið sem allir hlógu að. Það er svo margt svona sem ég get talið upp, og allar þessar minn- ingar munu vera til staðar að eilífu. Mér þykir vænt um hverja einustu minningu sem við eigum saman, og ég á erfitt með að skilja að þú sért farinn frá okkur öllum. Ég veit að Ragnar Freyr litli hefði viljað kynn- ast langafa sínum, en núna veit ég að hann, og við öll, eigum verndarengil í himnaríki sem hugsar vel um okk- ur. Elsku afi Óskar minn, ég hef hugsað til þín og saknað þín á hverj- um degi síðan mér bárust fregnirn- ar um að þú værir látinn, og mér finnst ennþá skrýtið að hugsa til þess. Mér þykir vænt um þig og þú munt vera hetjan mín að eilífu. Þín Jóhanna Rut. Óskar Guðmundur Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.