Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 38
38 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009  Bölsýnismenn geta nú allir sem einn hætt að spá fyrir um andlát Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá hélt Hr. Örlygur, sem stýrir hátíð- inni, á fund við styrktaraðila há- tíðarinnar (Reykjavíkurborg og Icelandair) þar sem uppgjör fyrir síðustu Airwaves-hátíð var kynnt. Á fundinum kom fram að und- irbúningur fyrir næstu hátíð væri í gangi í samræmi við áætlanar og að ástæður þess að engar upplýs- ingar um hátíðina hefðu borist fjölmiðlum væru þær að verið væri að vinna að gerð nýrrar heimasíðu. Hátíðin er því sett á dagana 14.-18. október næstkom- andi og því von á að fyrstu bók- anir verði kynntar innan tíðar eins og venja hefur verið undanfarin ár. Sannarlega mikil gleðitíðindi fyrir íslenskt tónlistarlíf og því ekki seinna vænna fyrir unga rokkara en að læsa sig inni í bíl- skúrnum fram í október. Iceland Airwaves ’09 fær grænt ljós Fólk Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR felldi í gær úrskurð í máli STEFs gegn skráarskiptisíðunni Istorrent og aðstandenda hennar, en rekja má upphaf málsins til þess að lögbann var sett á síðuna torrent.is, í nóvember 2007. Í dóminum var lög- bannið staðfest og að auki viðurkennd bótaskylda Istorrent og stofnanda síðunnar. Málið snerist að nokkru leyti um það hvort Istorrent beri ábyrgð á hugsanlegum lögbrotum notenda vefsetursins. Dómurinn mat það svo að þeir sem stóðu að Istorrent hefðu vitað um að vefsetrið hefði verið notað til ólögmætrar dreifingar og eins hefði komið í ljós að þeir hefðu beinlínis stuðlað að því að það væri notað í þeim tilgangi. Ekkert var fjallað um hugsanlegar bætur í dómsmál- inu, en gera má ráð fyrir því að höfðuð verði skaðabóta- mál á hendur Istorrent og aðstandendum í framhaldinu. Á vefsíðu Istorrent kemur fram að áætlað sé að áfrýja dómnum til Hæstaréttar og því varlegt að draga of mikl- ar ályktanir af honum, en ef hann verður staðfestur er girt fyrir starfsemi skráarskiptasíðna eins og Istorrent rak, eða í það minnsta þyrfti rekstur þeirra og forsendur að vera með allt öðrum hætti. Dómurinn staðfestir líka það, sem hefur reyndar verið almennt viðurkennt að það er fortakslaust höfundaréttarbrot þegar höf- undarvörðu efni er dreift á netinu án heimildar rétthafa.  Á meðan fyrirtækin og fjölskyld- urnar í landinu heyja varnarbar- áttu í stríðinu gegn kreppunni og öðrum fylgifiskum bankahrunsins eru enn margir sem sjá möguleika í þrengingunum. Beinast liggur við að líta til lögfræðistofanna sem hafa víst aldrei haft meira að gera og svo má ímynda sér að það sé handagangur í öskjunni á vel- flestum kontórum innheimtufyr- irtækjanna. En þau eru ekki minni átökin í líkamsræktarstöðum landsins þar sem landsmenn keppast við að búa kroppinn undir harðnandi átök í sálarlífinu – heilbrigð sál í hraust- um líkama og allt það. Ef marka má flennistórar auglýs- ingar á strætisvögnum bæjarins hefur Egill (Gilzenegger) fjarþjálf- ari, ekki farið varhluta af þessari þróun og greinilegt að ef menn hafa efni á svo glæsilegri auglýs- ingaherferð bendir allt til þess að bisnessinn blómstri í kreppunni. Í kreppunni felast líka möguleikar Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ er líf í Háskóla Íslands þessa dagana enda standa þar yfir kosn- ingar hjá nemendum til Stúd- entaráðs og Háskólaþings. Það er síðari kjördagurinn í dag og í kvöld verða úrslitin kunngjörð. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskva, samtök fé- lagshyggjufólks við Háskóla Ís- lands, eru stærstu hreyfingarnar í framboði þetta árið sem fyrr. Þriðja aflið, Öskra – hreyfing bylting- arsinnaðra háskólanema, kom fram í ár en er þó ekki í framboði. Róttækara stúdentaráð Öskra vill ekki setja fram fram- boðslista því hreyfingin hafnar því að nokkur innan hennar megi eða geti notað starf sitt innan Öskru til framapots. Hreyfingin er ekki ákveðnir einstaklingar eða listi af fólki, Öskra er fyrst og fremst fyrir beinar aðgerðir og sameiginlegar yf- irlýsingar. Öskra berst gegn því að nemendur taki þátt í kosningunum því með því að kjósa er sá sem það gerir að viðurkenna hið hefðbundna kosningakerfi og leiðir þess. Öskra telur að kerfið sé ekki nauðsynlegt pólitískt ferli heldur einhverskonar vinsældakosningar, þar sem kjós- endur eru gerðir að neytendum frekar en að pólitískum verum. Hreyfingin hafnar öllu við kerfið, hvernig það virkar, hvernig er kosið inn í stúdentaráð og hvernig atkvæði eru veidd af fylkingunum. „Við krefjumst beins lýðræðis innan og utan veggja háskólans,“ segir á heimasíðu Öskru en hreyfingin hef- ur engan talsmann. Valkostirnir í stúdentapólitíkinni í ár eru þrír, Röskva, Vaka eða að skila auðu. Morgunblaðið fékk þá sem leiða lista Röskvu og Vöku til Stúdentaráðs til að kynna helstu stefnumálum sín í stuttu máli. Öskra, Vaka eða Röskva?  Nemendur Háskóla Íslands kjósa sér Stúdentaráð í dag  Öskra berst gegn því að nemendur kjósi  Vaka og Röskva vilja hærri námslán og sumarönn Morgunblaðið/Árni Sæberg Kosið í gær Röskvufólk vill betri samning við Lánasjóðinn og námslánin eru einnig stærsta mál Vökuliða. Öskra setur hinsvegar ekki fram framboðslista og hafnar hvernig kosið er í stúdentaráð; Öskra er fyrir beinar aðgerðir. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er nú sagt að Paul McCartney sé í hljóðveri þrjá til fjóra daga í hverri viku. Það er nú kannski ekki eins gott hjá mér, en maður reynir að halda sig við efnið eftir föngum. Þetta er mitt fag, að semja og fremja,“ segir tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon þegar hann er spurður út í orðróm þess efnis að hann verji töluverðum tíma í hljóðveri þessa dagana. „Bæði er ég að vinna í eigin verkefni, ég gef alltaf öðru hverju út svona „instrumental“ plötur. En svo er ég náttúrlega með hljómsveit allra landsmanna sem hefur verið að taka upp í Stúdíó Sýr- landi, og það er verið að vinna í þeim efniviði,“ segir Jakob sem á þar að sjálfsögðu við Stuðmenn. „Við erum að vinna nýtt efni og það lofar góðu. Við erum búin að taka upp einhver fimm eða sex lög og það er eitthvað annað eins sem vantar upp á,“ segir Jakob og bætir við að von sé á plötu frá sveitinni síð- ar á þessu ári. Töluverðar mannabreytingar hafa orðið á Stuðmönnum að undanförnu og því liggur beinast við að spyrja hvernig sveitin sé skipuð í hljóð- verinu. „Það er ég, Tómas, Ásgeir og Eyþór, og svo er Ómar Guðjónsson gítarleikari með okkur. Svo er Jónsi náttúrlega með okkur, auk þess sem hinir og þessir söngvarar og söng- konur koma að þessu með okkur, al- veg eins og á Sumar á Sýrlandi. Á þeirri plötu einni komu einhverjir átta söngvarar við sögu,“ segir Jak- ob sem vill þó lítið láta uppi um hvaða gestasöngvarar munu koma fram á nýju plötunni að svo stöddu. Ný plata frá Stuðmönnum væntanleg á þessu ári Morgunblaðið/Ómar Stuð! Jakob segir nokkra gestasöngvara koma fram á nýju plötunni. Eru þegar búnir að taka nokkur lög upp í Stúdíó Sýrlandi Tapaði Svavar Lúthersson, stofnandi og rekstraraðili Istorrent. STEF hafði betur í máli gegn Istorrent Sigurður Kári Árnason leiðir lista Röskvu. „Við leggjum áherslu á að ná betri samningi við Lánasjóðinn og að námslánin hækki í takt við at- vinnuleysisbætur. Við viljum efla samstarf við Félagsstofnun stúd- enta og HÍ í að stúdentar fái for- gang í störf sem skapast á vegum þessara aðila í sumar, líka að skól- inn bjóði upp á sumarannir svo þeir sem fá ekki vinnu í sumar geti stundað nám og verið á náms- lánum. Við viljum líka koma því inn í stefnu allra flokk- anna að gera menntamál að forgangsmáli í komandi al- þingiskosningum.“ Röskva Sigurður Kári Árnason Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir leiðir lista Vöku. „Námslánin eru okkar stærsta mál enda óásættanlegt að grunnframfærsla þeirra sé langt undir atvinnuleysisbótum. Við munum þrýsta á næstu ríkisstjórn í að ná fram okkar málum í sam- bandi við LÍN og bætan hag náms- manna. Að sumarönn verði í boði næsta sumar er líka eitt stærsta baráttumálið, margir nemendur sjá fram á atvinnuleysi og með okkar fyrstu verkum væri að endurskoða þessi mál því margir vildu frekar vera í skólanum í sumar á námslánum.“ Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir Vaka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.