Morgunblaðið - 15.03.2009, Qupperneq 12
12 Fréttaskýring
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009
að þingflokkurinn hafi í byrjun þjappað sér að
baki Jóni og sömu sögu má reyndar segja um
það, þegar Sigmundur Davíð var kosinn for-
maður,“ segir gamalreyndur framsóknarmaður.
Hann telur að tilboð Framsóknar um að verja
minnihlutastjórn vantrausti eigi eftir að reynast
Framsóknarflokknum dýrkeypt. Flokkurinn
hafi eftir flokksþing sótt í sig veðrið og hann
hafi sloppið ótrúlega vel frá umræðu um upp-
gjör við fortíðina og kröfum um að honum beri
að axla ábyrgð af því hvernig efnahagslíf og
bankakerfi hrundi í haust.
Það sé næsta ótrúlegt að Halldór Ásgríms-
son, fyrrverandi formaður Framsóknarflokks-
ins, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, Val-
gerður Sverrisdóttir, fyrrverandi
varaformaður, starfandi formaður, fyrrverandi
bankaráðherra og utanríkisráðherra, hafi nán-
ast ekkert komið við sögu, þegar horft er til
uppgjörs vegna þess sem gerðist nú á haustdög-
um, því þau hafi jú setið í ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokknum frá árinu 1995 til ársins 2007,
samtals í 12 ár. Þeirra ábyrgð á því hvernig
staðið var að einkavæðingu bankanna, setningu
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
M örgum framsókn-armönnum finnst að allt oflangt sé í kosningar, semfara fram 25. apríl nk..Saxast hefur á fylgi flokks-
ins, frá því að það mældist mest í janúar, að af-
loknu flokksþingi. Það er þekkt líkingamál úr
keppnisíþróttum, að miða æfingar sínar við það,
„að toppa á réttum tíma“, þ.e. að vera í besta
mögulega ásigkomulagi, þegar mikilvægasta
keppnin brestur á. Það að toppa á réttum tíma
hefur reynst mörgum íslenskum íþróttamann-
inum þrautin þyngri og þeim hefur oft verið leg-
ið á hálsi, fyrir að toppa of snemma og vera svo
langt frá sínu besta, þegar til keppni er mætt.
Raunar má segja að Framsókn hafi toppað
allt of snemma, því eftir flokksþing Framsókn-
arflokksins í janúarmánuði, þar sem m.a. var
kjörinn nýr formaður, Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, rauk fylgi Framsóknar upp og mæld-
ist meira en það hefur gert um árabil, eða
17,2%, samkvæmt skoðanakönnun Markaðs- og
miðlarannsókna ehf. (MMR), sem gerð var í
kjölfar flokksþingsins. Framsókn hafði í þjóð-
arpúlsi Gallups í desember mælst með 8% fylgi.
En Adam var ekki lengi í Paradís og Fram-
sókn ekki lengi í sjöunda himni, því þremur vik-
um síðar var strax byrjað að fjara undan Fram-
sókn og hún mældist með 14,9% í könnun MMR
og í könnun Capacent Gallup viku síðar hafði
fylgið enn dalað og mældist 12,8%. Í byrjun
mars mældist Framsókn, einnig hjá Capacent
Gallup, með 12,6% fylgi. Skoðanakönnun MMR,
sem greint var frá í Morgunblaðinu 7. mars sl.,
sýndi að enn hafði fylgi Framsóknar dalað og
mældist 10%. sl. fimmtudag hresstist Eyjólfur
þó því fylgið tosaðist aðeins upp, samkvæmt
Gallup og mældist vera 12,6%.
Óhressir með Samfylkinguna
Af samtölum blaðamanns við framsókn-
armenn undanfarna daga má ráða, að margir
þeirra naga sig nú í handarbökin og iðrast þess
sárlega að hafa boðið Samfylkingu og Vinstri
grænum upp á að verja minnihlutastjórn þess-
ara flokka vantrausti fram að kosningum.
Raunar mun Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum
með það hvernig til hefur tekist, frá því að rík-
isstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók
við. Ef marka má frásagnir úr hans herbúðum,
þá beinist gagnrýni hans og framsóknarmanna
sem hann styðja einkum að samstarfi við Sam-
fylkinguna, Ingibjörgu Sólrúnu og Jóhönnu Sig-
urðardóttur. Þar á bæ telja menn að mun meiri
heilindi hafi verið af hálfu Steingríms J. og
vinstri grænna.
Eftir á að hyggja munu Sigmundur Davíð og
hans stuðningsmenn telja að besti kosturinn
hefði verið að mynda þjóðstjórn og rétt hefði
verið að bjóða Steingrími J. að leiða þá stjórn.
Virðast margir framsóknarmenn telja, að
þetta tilboð formanns flokksins til vinstri flokk-
anna tveggja hafi verið vanhugsað gönuhlaup,
sem kunni að kosta Framsókn mikið, þegar að
kosningum kemur. Sennilega muni afleiðing-
arnar verða þær, að sú endurreisn Framsóknar,
sem framsóknarmenn sáu fyrir sér að í uppsigl-
ingu væri, muni a.m.k. frestast um fjögur ár.
Aðrir og þá vitanlega ekki framsóknarmenn,
telja að Framsókn muni brátt heyra fortíð til og
hún verði ekki til í íslenskum stjórnmálum að
einu kjörtímabili liðnu. „Guð láti gott á vita!“
sagði pólitíkus sem er ekki orðlagður aðdáandi
Framsóknar.
„Vitanlega var það svo, að það voru ekki bara
óvænt tíðindi fyrir Sigmund Davíð sjálfan, að
vera kosinn formaður flokksins. Þetta voru
óvænt tíðindi fyrir okkur flest og sum okkar
vissu bókstaflega ekkert hvernig við áttum að
bregðast við. Það er okkur í fersku minni hvern-
ig tókst til, þegar Jón Sigurðsson var kjörinn
formaður Framsóknarflokksins fyrir minna en
þremur árum og við upplifðum það öll, hversu
erfitt það var, að hafa formann, sem í byrjun var
utan þingflokksins. Það er ekki hægt að segja
regluverks, eftirfylgni reglna og eftirliti, sé alls
ekki minni en ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.
Undir þessi sjónarmið taka reyndar fram-
sóknarmenn af yngri kynslóðinni, sem telja að
sjálfsskoðun og sjálfsgagnrýni Framsókn-
arflokksins hafi verið í skötulíki allar götur frá
bankahruni. Þeim finnst ótrúlegt að í allri þeirri
sjálfsrýni sem farið hafi fram innan stjórn-
málaflokkanna að undanförnu, meira og minna
fyrir opnum tjöldum, fari lítið fyrir slíku innra
uppgjöri í Framsókn. Enginn sé að ræða óeðli-
leg tengsl fyrrum forystu Framsóknarflokksins
við S-hópinn svonefnda, með Finn Ingólfsson og
Ólaf Ólafsson í broddi fylkingar. Enginn sé að
benda á að Framsókn þurfi að axla ábyrgð á því
að hafa vegna vinasambanda og flokkstengsla
verið að hygla S-hópnum, bæði með því hvernig
hann fékk að kaupa stóran hlut í Búnaðarbank-
anum við einkavæðingu og ekki síður þegar VÍS
var selt úr Landsbankanum til sömu aðila á
spottprís.
Framsóknarmaður telur að í stað þess að
bjóða upp á að verja minnihlutastjórn Samfylk-
ingarinnar og Vinstri grænna vantrausti, hefði
Framsóknarflokkurinn átt að semja við Vinstri
græna um að þeir og Framsókn semdu við
Sjálfstæðisflokkinn og Geir H. Haarde, þáver-
andi forsætisráðherra, um að hann beitti þing-
rofsrétti sínum strax í janúarlok og boðaði til
kosninga, með 45 daga fyrirvara. Ef það hefði
verið gert, hefði verið gengið til kosninga nú um
þessa helgi.
„Slíkt hefði skipt miklu fyrir fylgi okkar.
Þannig hefðum við verið sjálfum okkur sam-
kvæm, en ekki þurft að dansa þennan stöðuga
línudans, ýmist með eða á móti ríkisstjórninni.
Sömuleiðis hefði slík tilhögun komið í veg fyrir
að Samfylkingin næði vopnum sínum og að auka
fylgi sitt á kostnað okkar,“ segir hann.
Margir framsóknarmenn telja, að með því að
verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna vantrausti, hafi Framsóknarflokkurinn
beinlínis lagt sitt af mörkum til þess að stjórn-
arflokkarnir nái að styrkja stöðu sína og auka
við fylgi sitt, á sama tíma og skrautfjaðrir
Framsóknar, sem virtust nokkuð litríkar og lof-
andi eftir flokksþing, séu jafnt og þétt að reyt-
ast af flokknum.
Vilja hjóla í verðtrygginguna
Framsóknarmenn hafa einnig áhyggjur af
því að flokkurinn hafi fá raunveruleg kosninga-
mál til þess að keyra á í kosningabaráttunni og
að ekki séu neinir augljósir kostir, hvað varðar
kosningamál Framsóknar, sem verði líkleg til
þess að laða kjósendur til fylgis við Framsókn-
arflokkinn. Framsóknarflokkurinn hefur svo
gott sem lagt til hliðar hugmyndir Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar og fleiri um 20% flatan
niðurskurð á íbúðalánum landsmanna. Aðrir
stjórnmálaflokkar, bæði í stjórn og stjórnarand-
stöðu, hafa slegið þann málatilbúnað framsókn-
armanna út af borðinu sem óraunhæfan kost,
lýðskrum og yfirboð sem landið hafi alls ekki
efni á. Enda hafi Framsóknarflokkurinn ekki
náð neinu flugi með þessum tillögum sínum og
eftirfylgni við upphaflega kynningu á hugmynd-
inni hafi verið afar lítil og ósannfærandi.
Nú er rætt um það innan Framsóknar hvort
ekki geti verið
vænlegt til árangurs að gera baráttuna gegn
verðtryggingu að helsta baráttumáli flokksins.
Höskuldur Þórhallsson, (formaður Framsóknar
í fimm mínútur!) og fleiri hafa verið talsmenn
þess að látið verði til skarar skríða gegn verð-
tryggingunni og hún a.m.k. afnumin eða fryst
tímabundið. Þeir hafa reifað þá hugmynd að
verðtrygging væri afnumin í áföngum og byrjað
yrði á að festa hana við það sem hún stóð í í júlí í
fyrra, eða við bankahrun og þeir sem lengst
vilja ganga segja að festa eigi verðtrygginguna
við það sem hún var í ársbyrjun 2008.
Fimmtán mínútna frægðin
Sigmundur Davíð er yfirleitt vel látinn af
framsóknarmönnum og þeir segja hann búa yfir
ágætri þekkingu, sérstaklega á sviði skipulags-
mála, en ýmsir segja hann vera bæði ákvarð-
anafælinn og verkkvíðinn og það sé framsókn-
armönnum mikið áhyggjuefni að enn sem komið
er kunni hann lítið fyrir sér í pólitík. Hann
kunni í raun og veru ekki að hrifsa andartakið
og snúa umræðunni sér í hag.
Sumir framsóknarmenn segja að Sigmundur
Davíð hafi átt ágætis spretti rétt eftir flokks-
þing og í aðdraganda stjórnarmyndunar, en síð-
an ekki söguna meir. „Fimmtán mínútna frægð
(Fifteen Minutes of Fame) dugar skammt, þeg-
ar margra vikna kosningabarátta er fram-
undan,“ sagði einn framsóknarmaður.
Þá kveðst ákveðinn hópur framsóknarmanna
bíða eftir því að Sigmundur Davíð leggi spilin á
borðið, hvað varðar hans eigin fjármál. Hann
hafi í tvígang lýst því yfir, að það myndi hann
gera, en enn hafi hann ekki látið verkin tala í
þeim efnum.
Miklar sögusagnir hafa verið um meintan auð
Sigmundar Davíðs, sem að sögn greiddi háar
fjárhæðir í fjármagnstekjuskatt á liðnu ári.
Bent er á að hann sé í sambúð með auðugri
konu, og kannski séu menn að rugla saman fjár-
málum hans og sambýliskonu hans.
En þá er spurt á móti: Er ekki eðlilegt að allir
frambjóðendur, sem sækjast eftir því að verða
þjóðkjörnir fulltrúar fólksins á Alþingi, leggi
spilin á borðið, geri hreint fyrir sínum dyrum og
upplýsi kjósendur um eigna- og skuldastöðu
sína og maka síns? Eiga kjósendur ekki heimt-
ingu á því að vita hvort hagsmunatengsl fram-
bjóðenda eru fyrir hendi og þá hver þau eru?
FRAMSÓKN TOPPAÐI
ALLT OF SNEMMA
Margir framsóknarmenn iðrast þess nú sárlega að hafa boðið Samfylkingu og Vinstri grænum upp í dans.
Þeir telja jafnvel að það að verja ríkisstjórnina vantrausti, geti kostað Framsókn þá endurreisn sem að var stefnt.
Fjármál formannsins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur a.m.k. í
tvígang gefið til kynna frá því hann var kjörinn formaður að hann mundi upplýsa
um eigin fjármál áður en gengið verður til alþingiskosninga.
– Sigmundur Davíð, viðmælendur mínir, m.a. úr röðum framsóknarmanna,
eru orðnir óþreyjufullir eftir því að þú gerir það sem þú hefur sagst ætla að
gera: Leggir upplýsingar um eigin fjármál á borðið. Eiga ekki mögulegir kjós-
endur Framsóknarflokksins rétt á slíkum upplýsingum?
„Það er rétt, ég var fyrst spurður um þetta af blaðamanni á Fréttablaðinu, með
vísan til einhverrar umræðu á Netinu og ég var heldur hvumpinn út af því. Hins vegar er ekkert því
til fyrirstöðu og raunar sjálfsagt að upplýsa um eigin fjármál. Mig minnir að ég hafi sagt að
ég ætlaði að gera það á sama hátt og þingmenn Framsóknarflokksins hafa gert.
Mér skilst að þeir séu flestir búnir að gera grein fyrir sínum fjármálum og
það mun ég líka gera,“ sagði Sigmundur Davíð.
– Hvenær muntu gera það?
„Þetta er nú ekki flókið mál. Ég mun
alla vega gera þetta mjög tím-
anlega fyrir kosningar.“
Óttast kerfishrun
Framsóknarmenn eru hræddir um að kerfishrun geti blasað við íslensku efnahagslífi á næstu mán-
uðum. Rökstyðja þeir áhyggjur sínar með því að ef lánshæfismat ríkisins verði lækkað um einn
flokk enn, þá jafngildi það því að bréf með ríkisábyrgð verði alþjóðlega flokkuð sem „Junk Bonds“
eða sem svonefnd „ruslbréf“ hjá lánshæfismatsfyrirtækjum. Það hefði í för með sér að ekkert ís-
lenskt fyrirtæki fengi betra lánshæfismat en ríkið. Ríkisbankarnir fengju enga erlenda láns-
fjármögnun, orkufyrirtækin ekki heldur. Því eru framsóknarmenn enn að velta fyrir sér myndun
þjóðstjórnar, þar sem allur flokkaágreiningur yrði settur til hliðar og allir stjórnmálaflokkar legðust
á árarnar, við að bjarga því sem bjargað verður, til þess að komast hjá kerfishruni. Þótt þetta sé
rætt innan Framsóknar, eru fáir sem hafa trú á því að þessi geti orðið niðurstaðan.