Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 33

Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Í sland hefur ekki í annan tíma fengið eins mikla athygli í er- lendum fjölmiðlum og um- liðna mánuði. Öll vitum við að það kemur ekki til af góðu. Það er ekki á hverjum degi sem bankakerfi heillar þjóðar hrynur eins og spilaborg. Fyrst eftir hrunið bárust fréttir hingað heim af hremmingum landa okkar erlendis og jafnvel óþægilegu viðmóti fólks í þeirra garð. Það þarf heldur ekki að tala lengi við Íslendinga til að kom- ast að því að sumir eru smeykir um að við höfum brennt allar brýr að baki okkur meðal erlendra þjóða. Æran sé fokin út í veður og vind. Í stað þess að pakka sandölum og ermalausum bolum fyrir ferðina til útlanda fer gamla góða lamb- húshettan nú fyrst niður í skjóðuna. En skyldi það vera óþarfi? Þetta er alltént ekki upplifun Halldórs G. Eyjólfssonar, forstjóra 66°Norður, sem er nýkominn heim frá útlönd- um úr mikilli sýningaferð. 66°Norð- ur tók þátt í útivistarsýningum á Norðurlöndunum og stærstu sýn- ingunni af þessu tagi í Evrópu, ISPO sem fram fer í München í Þýskalandi og OR, stærstu útivist- arsýningunni í Bandaríkjunum sem haldin er í Salt Lake City. Sýndu okkur mikinn skilning „Okkur var vel tekið alls staðar og fólk hafði mikinn áhuga á því að vita hvernig við hefðum það uppi á Íslandi. Það sýndi vanda okkar líka mikinn skilning. Það komu örugg- lega um tuttugu manns á básinn hjá okkur í Bandaríkjunum gagngert til að spyrja að þessu,“ segir Halldór. „Þið voruð fyrstir til að fara á hliðina,“ segir hann Bandaríkja- mennina hafa fullyrt við sig. „Það vildu þeir setja í samhengi við skuldabréfavafningana í Bandaríkj- unum og í raun hafði enginn orð á því að við Íslendingar hefðum ein- hverja sérstöðu í þessum efnum. Ástandið er mjög slæmt í Banda- ríkjunum og greinilegt að menn líta á þetta sem heimskreppu. Og við Íslendingar erum í þeirra huga bara fyrsta fórnarlamb hennar,“ segir Halldór. Hann segir ekkert fara milli mála að ástandið sé alvarlegt vestra. „Lausafjárþurrðin er ekkert sér- íslenskt fyrirbrigði.“ 66°Norður er einnig með starf- semi í Lettlandi og Halldór velur orðið „svakalegt“ til að lýsa ástand- inu þar um slóðir. „Þar stjórna út- lendingar flestum fyrirtækum í landinu og þeir hafa unnvörpum lát- ið sig hverfa með skelfilegum afleið- ingum. Við Íslendingar erum alla vega ekki í þeim sporum, þar sem heimamenn reka hér flest fyrirtæki á íslenskum forsendum. Þannig ástandið gæti verið verra.“ Halldór segir íslenska fjölmiðla hafa gert sér mat úr neikvæðri um- ræðu um Ísland á alþjóðavettvangi og fyrir vikið hafi hann verið við öllu búinn þegar hann lét úr vör. „Þetta viðmót kom mér þægilega á óvart enda voru menn búnir að vara mig við því að ég ætti örugglega eftir að fá það óþvegið í andlitið. Allir litu á Íslendinga sem ótínda glæpamenn og enginn vildi eiga við- skipti við okkur. Það var öðru nær, ég fann ekki fyrir neinum neikvæð- um straumum. Hvorki í Bandaríkj- unum né Evrópu. Það dettur ekki nokkrum manni í hug að íslenska bankakerfið hafi hrunið eingöngu vegna óeðlilegrar stærðar þess. Það verður að laga þennan tón í um- ræðunni hérna heima. Hann gefur ekki rétta mynd af stöðunni. Það finnur maður fljótt þegar maður talar við fólk úti í heimi.“ Allir vita hvar Ísland er Halldór segir stærstu óþægindin sem hlotist hafi af því að vera með íslenskt fyrirtæki á alþjóðamarkaði þau að lánardrottnar láni ekki með sama hætti og áður enda tryggi tryggingafélög ekki greiðslur eins og áður gagnvart íslenskum fyr- irtækjum. Enda þótt umfjöllun heimspress- unnar um landið bláa komi ekki til af góðu segir Halldór um að gera fyrir Íslendinga að færa sér hana í nyt. „Þegar ég var í Salt Lake City í fyrra vissi varla nokkur maður hvar Ísland væri. Það er gömul saga og ný að Bandaríkjamenn haldi að það sé eitt af ríkjunum þar vestra, jafnvel þorp á austurströnd- inni. Nú vissu allir hvar Ísland er. Leigubílstjórar, fólk á veit- ingastöðum, á sýningunum, allir. Ís- land hefur fengið mjög mikla um- fjöllun og það eiga íslensk stjórnvöld að nýta sér með því að kynna landið og fá þannig fram margfeldisáhrif. Með þessu væri vafalaust hægt að auka ferða- mannastrauminn til landsins og skapa fjölda starfa. Þetta er ekki bara bundið við Bandaríkin, ég hitti t.d. margt fólk frá Asíu á þessum sýningum og það er mjög forvitið líka. Núna er tækifærið!“ Fékk það ekki óþvegið í andlitið Morgunblaðið/Kristinn Undrandi Halldór G. Eyjólfsson bjó sig undir skammir í útlöndum en fann bara fyrir skilningi og áhuga. Halldór G. Eyjólfsson, forstjóri 66°Norður, upplifði aðeins jákvæða strauma í garð okkar Íslendinga á ferðum sínum erlendis á dögunum. Eru fréttir af reiði og hneykslun umheimsins ef til vill stórlega ýktar? ‘‘NÚ VISSU ALLIR HVARÍSLAND ER. LEIGUBÍL-STJÓRAR, FÓLK Á VEIT-INGASTÖÐUM, Á SÝN- INGUNUM, ALLIR. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Sevilla 23.-26. apríl Hin glæsta höfuðborg Andalúsíu! Frábært sértilboð - mjög fá sæti í boði! Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða nú frábæra helgarferð, á sumardaginn fyrsta til Sevilla höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni. Sevilla er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. Dómkirkjunni með Giraldaturninn þeirri þriðju stærstu í heimi. Í miðborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar er einstök stemmning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg. Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni. Vorið bregður Sevilla í sinn fegursta búning og hún skartar öllu sem hún hefur til að bera. Bjóðum frábært sértilboð á góðri gistingu, Suites Vega del Rey. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í einstaka helgarferð þar sem tíminn nýtist einstalega vel, en flogið er út að morgni fimmtudags (sumardagsins fyrsta) og komið heim að kvöldi sunnudags (aðeins einn vinnudagur). Beint morgunflug - á sumardaginn fyrsta Verð frá kr. 69.990 Netverð á mann. Sértilboð. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Suites Vega del Rey með morgunverði í 3 nætur. Aukagjald fyrir hálft fæði kr. 5.900. Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.200. 119.602 kr.FRÁ Varsjár & Berlínar Páskaferð til Úrval-Útsýn – Lágmúla 4 – 108 Reykjavík – Sími 585 4000 – info@uu.is – www.uu.is Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting með morgunverði í 6 nætur, akstur og valdar skoðunarferðir. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Verð miðað við á mann í tvíbýli. 7. – 13. apríl – tveir vinnudagar. Einstakt tækifæri til að kynnast tveimur menningarborgum í einni ferð í fylgd hins margfróða fararstjóra Óttars Guðmundssonar læknis og rithöfundar. Gist verður þrjár nætur í hvorri borg. F ít o n /S ÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.