Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 48
48 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Það var 2. mars árið 1978 sem ég opnaðiHollywood. Staðurinn hét áður Sesar ogvar mér boðinn sá rekstur til sölu. Égbreytti nafninu, málaði staðinn í bleiku
og bláu og hengdi myndir af Hollywood-stjörnum
á veggina. Síðan klæddi ég starfsfólkið í búning;
rauðar skyrtur með Hollywood-merkinu, svartar
buxur og bowler-hatta,“ segir Ólafur Laufdal sem
átti og rak Hollywood ásamt konu sinni Kristínu
Ketilsdóttur. Staðurinn varð vinsæll frá fyrstu
stundu. „Þegar Hollywood var opnað sendi ég út
700 flott boðskort sem var ekki algengt á þeim
tíma og allan daginn var stöðugt hringt til að reyna
að fá miða. Það var troðið frá fyrstu mínútu.“
Staðurinn var opinn sex daga vikunnar, lokað
var á miðvikudögum því þá daga mátti ekki selja
vín. „Á þessum árum hafði fólk ekki ferðast mikið
og Hollywood þótti meiriháttar dæmi. Þetta var í
byrjun diskótímabilsins og ég fer á allar sýningar
erlendis í sambandi við nýjungar í hljóði og ljósi.
Kvikmyndin Saturday Night Fever er nýkomin út
og ég fer beint og kaupi svona ljósadansgólf eins
og er í myndinni. Stúdíó 54 er komið í New York
og ég fór þangað mörgum sinnum til að fá hug-
myndir. Ég var strax með hörku ljósasjó og blikk-
andi dansgólf og nánast eitthvað nýtt í hverri
viku. Ég er síðan sá fyrsti til að vera með mynd-
bandstæki, var með nokkur sjónvörp á staðnum
og sýndi tónlistarmyndbönd, liðið stóð og gapti á
þetta. Stór hluti af vinsældum þessa staðar voru
þær nýjungar sem komu reglulega þar inn,“ segir
Ólafur.
Töluð enska í diskóbúrinu
Á þessum tíma eins og nú sóttu ákveðnar típur
vissa staði og í Hollywood kom „Séð og heyrt“-lið
þess tíma, þeir sem voru þekktir, fylgdust vel með
tískunni og fíluðu diskótónlist. Aðrir fóru m.a. í
Sigtún, Tjarnarbúð, á Óðal, Borgina og í Klúbb-
inn.
„Við gættum þess að hafa einhverja dagskrá á
hverju kvöldi. Það var kosin stelpa kvöldsins,
spurningakeppni haldin og vinsældalisti Holly-
wood valinn. Þá sat fimm manna dómnefnd við
langborð og svo voru spiluð 10 lög og dómnefndin
gaf hverju lagi einkunn með því að lyfta viðeig-
andi spjaldi, frá 1-10, og þannig var vinsælasta lag
vikunnar valið. Skemmtikraftar eins og Baldur
Brjánsson og Laddi tróðu líka oft upp. Módel ’79
var með tískusýningar í hverri viku og Ungfrú
Hollywood var valin og fékk ferð til Hollywood
eða bíl í verðlaun.
Diskóbúrið var alveg við dansgólfið og hægt var
að senda afmælis- og ástarkveðjur í gegnum
plötusnúðinn og stundum fengum við erlenda
diskótekara sem töluðu ensku í búrinu.
Síðan tóku ljósmyndarar myndir öll kvöld og
voru þær hengdar upp á vegg og það þótti meiri-
háttar flott að fá mynd af sér upp á vegg. Inn á
staðnum rak ég síðan litla sjoppu sem seldi sæl-
gæti, sokkabuxur, snyrtidót og samlokur. Þegar
liðið fór síðan í partí á eftir gat það fengið ísmola
með sér úr sjoppunni sem þótti flott,“ rifjar Ólafur
upp. Vel var gert við gestina í Hollywood. „Þegar
aðeins nokkrir voru komnir inn var gengið á milli
gesta og í röðina fyrir utan og boðið upp á konfekt,
vindla eða annað álíka. Þannig að þetta varð heim-
ili þúsunda ungs fólks sem dáði að vera þarna.“
Fullt var út úr dyrum á hverju kvöldi og fljót-
lega þurfti að byggja við. „Rúmu ári eftir að stað-
urinn var opnaður byggði ég aðra hæð ofan á, þá
voru orðnir átta barir í húsinu.
Húsið var opnað klukkan átta á kvöldin og yf-
irleitt var orðið troðfullt klukkan tíu. Það var lág-
mark að það væru sex hundruð manns inni á
sunnudags- eða fimmtudagskvöldi. Eftir hálftólf
mátti ekki hleypa fólki inn og svo var allt búið
klukkan þrjú,“ segir Ólafur sem man ekki eftir að
mikil ólæti fylgdu staðnum. „Fólk kom til að
dansa, sýna sig og sjá aðra og ég minnist þess
ekki að mikið vín hafi sést á fólki. Andinn þarna
inn var virkilega góður.“
Yrði gaman að opna nýjan Hollywood
Fyrir Hollywood-tímann starfaði Ólafur sem
þjónn í Glaumbæ og fór þaðan yfir á Óðal sem
hann breytti í vinsælan
skemmtistað áður en
hann stofnaði Hollywood.
Árið 1981 fór Ólafur út í
frekari skemmtanarekstur
þegar hann byggði Broadway
í Mjódd. Síðar opnaði hann
Hótel Ísland, Sjallann á Ak-
ureyri og kemur að rekstri
Hótel Borgar. Það kostaði
inn á alla þessa staði og hafði
Ólafur það svo á tímabili að
ef einn miði var keyptur t.d.
inn í Hollywood gilti hann líka
á Broadway, Hótel Ísland og
Hótel Borg sama kvöldið.
Ólafur seldi reksturinn á
Hollywood árið 1987 og datt þá
botninn úr þessu eins og hann
orðaði það sjálfur. „Það var gríð-
arlega gaman að vera á þessum
tíma, maður náði svo ótrúlega
fínum tökum á þessu. Ég hef
oft hugsað að það yrði gaman að
gera nýjan stað eins og Hollywood í dag,
því nafnið á ég ennþá.“
Hollywood
Gólfið fræga Ófáar tískusýningar fóru fram á ljósagólfinu blikkandi sem
vakti mikla athygli. Gólfið fór síðar á sýningu í Árbæjarsafninu.
Í þá gömlu góðu Þessar stúlkur voru flottar og klæddar sam-
kvæmt nýjustu tísku. Þeir sem fylgdust með tískunni fóru í Hollý.
Ungfrú Hollywood Árið 1981 fékk Gunn-
hildur Þórarinsdóttir titilinn eftirsótta.
Manstu eftir ...
Skemmtistaðurinn Hollywood í Ármúla 5 var einn heitasti staður
landsins á árunum 1978-1987. Þar var fullt út úr dyrum á hverju
kvöldi, diskótónlistin réð ríkjum, Ungfrú Hollywood snerist á
blikkandi dansgólfinu og þar urðu allir stjörnur.
Ungfrúr Hollywood
1979 Ungfrú Hollywood: Auður Elísabet
1980 Ungfrú Hollywood:
Valgerður Gunnarsdóttir
1981 Ungfrú Hollywood:
Gunnhildur Þórarinsdóttir
1982 Fulltrúi ungu kynslóðarinnar:
Kolbrún Anna Jónsdóttir
1983 Stjarna Hollywood:
Jóhanna Sveinjónsdóttir
Sólarstjarna Úrvals:
Hanna Kristín Jónsdóttir
1984 Stjarna Hollywood og fulltrúi ungu
kynslóðarinnar: Anna Margrét Jónsdóttir
Sólarstúlka Úrvals: Arnbjörg Finnbogadóttir
1985 Stjarna Hollywood:
Ragna Sæmundsdóttir
Sólarstúlka Úrvals: Margrét Guðmundsdóttir
1986 Stjarna Hollywood: Guðlaug Jónsdóttir
Sólarstjarna Pólaris: Svava Sigurjónsdóttir
„ÉG sá um Ungfrú Hollywood-
keppnina næstum því frá byrjun og
var veitingastjóri undir restina,
seinasta eina og hálfa árið,“ segir
Kristjana Geirsdóttir um Holly-
wood-árin sín. „Það var allt ynd-
islegt við Hollywood; fólkið, klæðn-
aðurinn og svo var tónlistin auð-
vitað geðveik, diskóljós úti um allt
og alltaf eitthvað að gerast,“ segir
Kristjana í fortíðarvímu.
Spurð hvað Hollywood-stúlkan
hafi þurft að hafa til að bera segir
Kristjana að hún hafi auðvitað
þurft að vera sæt en líka hress og
skemmtileg. „Þær komu allar fram
í eins kjólum sem Jórunn Steinsson
saumaði á þær og svo var sundbola-
sýning með dansi og öðru tilheyr-
andi, það var ekki bara gengið um
sviðið og brosað,“ segir Kristjana
brosandi að lokum.
Skífuþeytirinn
Leópold Sveinsson var plötu-
snúður í Hollywood á árunum 1981-
1983. „Vinur minn Magnús Krist-
jánsson var þá skemmtanastjóri og
fékk hann mig þangað af Óðali þar
sem ég var að spila. Á þessum árum
fór ferðaskrifstofan Úrval líka að
bjóða upp á stjörnuferðir til Ibiza í
samstarfi við Hollywood og fór ég í
fyrstu ferðina þangað svo eitt leiddi
af öðru,“ segir Leópold um ástæðu
þess að hann fór að þeyta skífum á
heitasta stað bæjarins.
Þó að diskóið sé alltaf nefnt í
sömu andrá og Hollywood segir
Leópold fleira hafa hljómað þar.
„Auðvitað var aðallega spiluð
diskótónlist en líka amerískt fönk
og þegar líða tók á tímann fór ég
fyrstu manna að spila New Rom-
ans-tónlistarstefnuna í Hollywood,“
segir Leópold og er þá að tala um
sveitir eins og Human League og
Spandau Ballet. „Ég man líka að við
spiluðum fyrsta rapplagið sem sló í
gegn í heiminum, „Rapper’s De-
light“, eitthvað seinna fékk „Rapt-
ure“ með Blondie að hljóma, svo
var Prince að koma upp og auðvit-
að var Grace Jones spiluð,“ segir
Leópold og bætir við að Hollywood
hafi gengið út á góða músík og þar
hafi verið bestu græjurnar og
hljóðið á þessum tíma.
„Hollywood hafði líka einhverja
dulúð yfir sér, staðurinn var þröng-
ur og það var rúntur þar, þú gast
labbað allt kvöldið án þess að þurfa
að snúa við. Dansgólfið var síðan
miðjan á staðnum. Það var mikið af
skemmtiatriðum sem kostuðu sama
og ekkert og urðu partur af stemn-
ingunni. T.d. kom maður nefndur
Bakka-Tommi og sneri bökkum,
það var kappát í þorramat, keppni í
rúbik-teningnum og vörukynn-
ingar. Tískusýningar á fimmtudög-
um og sunnudögum en ekkert ann-
að en ball um helgar.“
Allt yndislegt
Kristjana
Geirsdóttir
Leópold
Sveinsson
Fyrir utan Bíllinn, sem er af gerðinni
Mitsubitsi Colt, var verðlaun í keppn-
inni Ungfrú Hollywood árið 1980.
Stuð Herbert
Guðmundsson
kom auðvitað
fram í Holly-
wood.