Morgunblaðið - 15.03.2009, Side 50

Morgunblaðið - 15.03.2009, Side 50
50 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 E xtra Golden varð til í Buru Buru, úthverfi Nairóbí, höfuðborgar Kenía, vorið 2004 þegar þeir Ian Eagle- son, Alex Minoff og Otieno Jagwasi tóku að spila saman við trommuleik Onyango Wuod Omari sem tekinn hafði verið upp fyrr á árinu. Þeir náðu svo vel saman að Omari var ræstur út og daginn eftir settu þeir upp græjur, magnara og fartölvu í klúbb skammt frá og tóku upp megnið af sinni fyrstu plötu, Ok- Oyot System. Ian Eagleson er upphafsmaður sveitarinnar en hann kom fyrst til Kenía sem nemandi í tónlistar- fræðum 1995 og kynntist þá benga- tónlist sem er bræðingur af þjóð- legri tónlist frá Kenía, kongóskri gítarrúmbu, sálmasöng, kántrí- tónlist og kúbverskri danstónlist. Framan af léku menn á kassagít- ara, enda rafmagn óvíða fáanlegt í sveitum Kenía, en í Nairóbí var hægt að stinga í samband og jókst þá fjörið um allan helming. Gítarar sem leikið er á eru alla jafna heimsmíðaðir, pickup búin til úr segulstálum úr leikföngum og öðru því sem hægt er að finna (Eagleston á gítar með pickupi sem smíðað er úr ísskápsseglum (fyrir minnismiða) og blaði úr áli af gam- alli viftu). Getur nærri að hljóm- urinn sem þeir skila er hvorki hreinn sé nákvæmur, en kemur ekki að sök því magnarar eru jafn- an svo frumstæðir að gæði hljóð- færanna skipta ekki svo mikil máli. Hvorki hreint né nákvæmt 2003 sneri Eagleson aftur til Kenía að vinna lokaverkefni sitt í tónlistarfræðunum, en það byggð- ist á rannsóknum á benga-tónlist. Við þær rannsóknir hljóðritaði hann trommuleik Onyango Wuod Omari sem lék með benga-sveitinni Orchestra Extra Solar Africa og kynnist í leiðinni söngvara sveit- arinnar, Otieno Jagwasi, og þeim varð vel til vina. Þegar félagi Eagleson úr rokksveitinni banda- rísku Golden kom að heimsækja hann fengu þeir þá hugdettu að gaman væri að prófa að spila sam- an, flétta saman benga og rokki og afraksturinn varð eins og getið er að ofan, platan Ok-Oyot System sem kom út 2006. Otieno Jagwasi auðnaðist ekki að heyra plötuna, því hann lést úr al- næmi 2005. Segja má að andlát hans hafi orðið til þess að menn drifu loks í að ljúka við breiðskíf- una og síðan að halda samstarfinu áfram í ljósi þess hve plötunni var vel tekið. Liður í því var að hljóm- sveitinni var boðið að spila á hátíð þjóðlegrar tónlistar í Chicago að undirlagi Baraks Obama, sem beitti sér fyrir því að Keníamenn- irnir fengu vegbréfsáritun til Bandaríkjanna, og í framhaldi af því að fara í tónleikaferð um Bandaríkin. Fimm dagar í fjallakofa Að þeirri ferð lokinni var næsta skífa, Hera Ma Nono, hljóðrituð á fimm dögum í fjallakofa í Pennsylv- aniu, en hún kom svo út 2007. Í tón- leikaferðinni og á plötunni var sveitin skipuð þeim Ian Eagleson, Alex Minoff og Onyango Wuod Om- ari, sem voru í upphaflegri gerð Extra Golden, en við bættist Opiyo Bilongo, benga-stjarna frá Kenía, og söngvarinn Onyango Jagwasi, bróðir Otienos. Extra Golden kom síðan saman í þriðju upptökulotuna í byrjun síð- asta árs til að taka upp aðra plötu og nú fór hljóðritunin fram í þvottahúsi í heimili foreldra Eagle- sons. Það gekk ekki þrautalaust að koma keníska hluta sveitarinnar, Onyango Jagwasi og Onyango Wu- od Omari, til landsins frekar en fyrri daginn, en að þessu sinni var það ekki bara hve erfitt er fyrir Afríkumenn að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, heldur einnig það að vegna óeirða í kjölfar kosn- inga í Kenía í desember 2007 sat Jagwasi fastur í Kisumi á meðan heimili hans og fjölskyldu hans var lagt í rúst í Nairóbí. Grunnupptökurnar tóku ekki langan tíma frekar en endranær, en að þessu sinni gáfu menn sér að- eins meiri tíma til að sýsla með þær en forðum og fyrir vikið er hljómur á plötunni mun betri en á fyrri verkum Extra Golden, aukinheldur sem hljóðfæraskipan en fjölbreytt- ari; Eagleson leikur á bassa, orgel og gítar, Alex Minoff á bassa og gítar, Onyango Wuod Omari á trommur og slagverk og syngur að auki og Otieno Jagwasi syngur. Þeir taka líka lagið Eagleson og Alex Minoff með misjöfnum ár- angri. Skífan nýja, Thank You Very Quickly, kom svo út fyrir stuttu og hefur fengið framúrskarandi dóma og það að vonum. Þess má geta að Extra Golden er á mála hjá því fróma fyrirtæki Thrill Jockey. Þjóðleg tónlist framtíðar Samhliða því sem þjóðleg tónlist berst um heiminn henda ýmsir hugmynd þaðan á lofti, steypa saman ólíkum hugmyndum úr ólíkum heimsálfum svo úr verður eitt- hvað nýtt, þjóðleg tónlist framtíðarinnar. Extra Golden er dæmi um það þar sem bandarískir rokkarar hafa tekið höndum saman við keníska benga-tónlistarmenn. Bræðingur Félagarnir í kenísk-bandarísku hljómsveitinni Extra Golden. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Þegar tónlist er annars vegar er Afríka sannkölluð heimsálfa fjöl- breytninnar og í raun stórmerki- legt hve gríð- arlegur munur er á milli tón- listarstefna í álfunni eftir því hvar er borið niður. Að því sögðu þá má greina það nokkuð vel hvernig áhrif verða svæðisbundin, til að mynda kúbverska rúmban, sem lagði undir sig kongóska tónlist og barst þaðan um alla Vestur-Afríku og hafði meðal annars mikil áhrif í Kenía, en þar er gróskan óvenju mikil. Miklu skiptir um þróun mismun- andi tónlistarafbrigða að í Kenía eru töluð ríflega fjörutíu tungumál og í Nairóbí er til að mynda al- gengt að heyra ýmist sungið á luo, luhya, kamba eða kikuyu þó svahili sé opinbert tungumál í landinu. Það eykur svo enn fjölbreytnina að mikið er um tónlistarmenn frá ná- lægum löndum, til að mynda Tan- saníu og Kongó-lýðveldinu, Þeim sem vilja kynna sér ken- íska tónlist er bent á nokkra diska sem Eatrhworks-útgáfan gaf út fyrir nokkrum árum. Sumir þeirra eru illfáanlegir í dag, en aðrir eru til. Þá er helst að nefna tvær fínar safnskífur með ýmsum listamönn- um, Guitar Paradise of East Africa og Kenya Dance Mania og einnig Virunga Volcano með Samba Map- angala & Orchestre Virunga. Bandaríska fyrirtækið Rounder Records gaf líka út góða sam- antekt, The Nairobi Beat: Kenyan Pop Music Today, og eins er til ágætis Rough Guide-plata: Kenya - the Rough Guide to the Music of Kenya gefur líka ágætt yfirlit. Globestyle (Ace) útgáfan gaf líka út fína plötu með D.O. Misiani & Shirati Jazz, Piny ose mer. African Acoustic-útgáfuröð Original Music er lykilsafn fyrir þá sem kortleggja vilja þróun gít- arleiks í Austur-Afríku og segja má að allar plöturnar í þeirri röð séu hreinasta afbragð. Í kenísku sam- hengi er þó rétt að mæla sér- staklega með African Acoustic: Sounds Eastern and Southern. Venju fremur fjölbreytt Hver ræður för? Málþing Sjónarhóls um félagslega stöðu barna með sérþarfir fimmtudaginn 19. mars kl. 12.30-17.00 á Grand Hótel, Sigtúni 38. Á málþinginu verður fjallað um félagslega stöðu barna með sérþarfir, um reynslu þeirra og upplifun. Fagfólk, foreldrar, systkini, afar og ömmur og allir þeir sem láta sig málefni barna með sérþarfir varða eru hvattir til að mæta. Skráning fer fram á heimasíðu Sjónarhóls www.sjonarholl.net www.medico.is Útsölustaðir með nýja FALSE LASH EFFECT maskarann: Hagkaup - Smáralind, Hagkaup - Kringlan 1. hæð, Hagkaup - Holtagarðar, Lyf og heilsa - Kringlan, Lyf og heilsa - Austurveri, Lyf og heilsa - Fjarðarkaup, Lyfjaver - Suðurlandsbraut, Lyfjaval - Hæðarsmára, Rima Apótek, Árbæjar Apótek, Snyrtivöruverslunin NANA - Hólagarði, Garðs Apótek. Landið: Lyf og heilsa -Vestmannaeyjum, KS - Sauðárkrók, Lyfsalan - Hólamavík. NÝR FALSE LASH EFFECT MASKARI ...OG AUGNHÁRIN NJÓTA SÍNTIL HINS ÍTRASTA Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 3 nætur á 4* hóteli á besta stað í borginni, gönguferð um austurhlutann og íslensk fararstjórn. Vorferð til Berlínar 1.–4. maí 2009 Verð á mann í tvíbýli: 69.900kr.Íslensk fararstjórn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.