Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 23
anleg, feikilega frá á fæti og flink í
bardögum, getur hún flogið sjálf, eða
þá hún tekst á loft í ósýnilegri flugvél
sinni. Að öðru leyti er hún vel tækjum
búin, t.d. bægir hún frá sér byssukúl-
um óvinanna, hægri, vinstri, með
grófgerðum armböndum á úlnlið-
unum. Gullsnaran er þó hennar mesta
djásn og sterkasta vopn, sannkölluð
sannleikssnara. Um leið og óvinir of-
urkonunnar lenda í snörunni geta
þeir ekki logið heldur vellur uppúr
þeim sannleikurinn.
Fullnægir dulbúinni þrá karla
Diana Prince er talin fyrsta kven-
ofurhetjan í hópi teiknimyndafígúra.
„Segðu mér hvaða teiknimyndasögur
fólk kýs og ég skal segja þér hvað býr
í undirmeðvitund þess,“ sagði Mar-
ston í viðtali í tímaritinu Family
Circle í ágúst 1942. „Súpermann og
herskari áþekkra karlkyns teikni-
myndafígúra fullnægja þeirri einföldu
þrá að vera sterkari og voldugri en
nokkur annar. Ofurkonan fullnægir
undirmeðvitundinni, vandlega dulbú-
inni þrá karla til að vera á valdi konu
sem elskar þá,“ hélt hann áfram í við-
talinu við Olive Richard, sem var dul-
nefni Olive Byrne, fyrrum nemanda
hans og ástkonu frá því seint á þriðja
áratugnum og til dauðadags hans.
Viðtal með fyrirsögninni Ekki
hlæja að myndasögunum, sem hún
átti við hann í sama blaði tveimur ár-
um áður og fjallaði um ónýtta mögu-
leika fjölmiðla, varð til þess að Max-
well Charles Gaines, yfirmaður DC
Comic, bauð Marston starf sem
fræðslufulltrúa fyrirtækisins og syst-
urfyrirtækis þess. Þeim varð tíðrætt
um skort á kvenkyns ofurhetjum í
teiknimyndaheimum og svo fór að
Marston seldi Gains hugmyndina að
Ofurkonunni. Í kjölfarið skrifaði hann
sögu um konu, sem bjó yfir sama
styrk og Súpermann, hafði gríðarlegt
aðdráttarafl og var jafnframt góð og
fögur. Listræn framsetning var í
höndum Harry G. Peters.
Elizabeth, eiginkona Marstons, var
honum ekki aðeins innanhandar í
sköpuninni heldur líka að einhverju
leyti fyrirmynd þeirrar frjálsu konu
sem ofurkonunni var ætlað að vera.
Að ógleymdri Olive Byrne, sem bjó
með þeim hjónum og síðar Elizabeth
eftir að Marston féll frá.
„Stúlkur vilja ekki vera stúlkur
þegar kven-erkitýpuna skortir afl,
styrk og vald. Þar af leiðandi vilja
þær ekki vera blíðar, auðsveipar, frið-
elskandi eins og góðar konur eru,“
sagði Marston 1943 í tímaritinu The
American Scholar, þar sem hann hélt
því líka fram að vegna meintra veik-
leika kvenna væru hinir sterku eig-
inleikar þeirra fyrirlitnir. Kventeikni-
myndafígúra, sem stæði karlkyns
teiknimyndahetjum fyllilega á sporði,
en væri jafnframt falleg og góð – vita-
skuld, væri eina leiðin til að jafna
metin.
Sálfræðilegur áróður
Þessi og fleiri ummæli Marston eru
eilítið kynleg í ljósi jafnréttisbarátt-
unnar síðustu áratugina, en hann er
engu að síður sagður hafa barist fyrir
málstað kvenna. Hann var raunar
sannfærður um að þær væru körlum
fremri á flestum sviðum, heiðarlegri,
áreiðanlegri og gætu unnið hraðar og
af meiri nákvæmni en þeir. Betri
heimur var, að hans mati, undir kon-
um kominn.
„Í hreinskilni sagt er Ofurkonan
sálfræðilegur áróður fyrir nýja gerð
konu, sem ætti, að mínu mati, að
stjórna heiminum,“ skrifaði hann í
bréfi til teiknimyndasagnfræðingsins
Coulton Waugh. Hann taldi að til
þess að ráða bug á ofbeldishvöt kar-
manna þyrftu þeir skilyrðislaust að
gangast undir „ástríkt vald“.
Slíkum hugmyndum hugðist Mar-
ston koma að hjá áhrifagjörnum ung-
lingum með ofurkonunni. „Það er
mikil von fyrir heiminn. Konur munu
sigra! Þegar konur stjórna, verða
ekki fleiri stríð vegna þess að þær
vilja ekki eyða tíma sínum í að drepa
menn,“ fullyrti hann einnig í viðtali
við fyrrgreinda Richard.
Sögurnar af ofurkonu Marstons
gengu í svo ríkum mæli út á ánauð
beggja kynja, rassskellingar, klæð-
skiptingar, gáskafullt vald og helgi-
vígslur í kvennareglur að mörgum
þótti nóg um. Herskarar kvenþræla
léku stórt hlutverk og varla kom út
tölublað án þess að ofurkonan blasti
þar ekki við í allri sinni dýrð bundin í
bak og fyrir. Fyrir vikið sætti Mar-
ston ámæli af ýmsu tagi, m.a. sökuðu
bandarísk samtök um rannsóknir á
börnum hann um að vera sadista. Sem
hann þvertók vitaskuld fyrir og kvað
markmiðið með ofurkonunni fyrst og
fremst vera kvenfrelsi. Og kvenrétt-
indakonunni Gloriu Steinem virðist
hafa litist prýðilega á Ofurkonuna því
hún valdi hana sem forsíðustúlku
fyrsta tölublaðs tímaritsins Ms 1972.
Táknmynd homma og lesbía
Ofurkonan hefur staðið teikni-
myndahetjum eins og Superman og
Batman fyllilega á sporði í vinsældum.
Bindiárátta hennar snarminnkaði
hins vegar við lát skapara hennar og
sömuleiðis hinn femíníski boð-
skapur. Engu að síður varð hún
smám saman vinsæl táknmynd
homma og lesbía og ýmissa frjáls-
lyndra hópa hvað kynhneigð
áhrærði. Sjálfur er Allan Heinberg,
sem núna skrifar sögurnar, samkyn-
hneigður og líka Phil Jimenez, sem
skrifaði og teiknaði þær 2000-2003.
Sumir samtíðarmenn Marstons
lásu margt og misjafnt í háttalag Of-
urkonunnar og einnig fór lífstíll hans
fyrir brjóstið á mörgum, enda
óvenjulegt þá sem nú að búa með
tveimur konum. En Ofurkonan
barðist fyrir umburðarlyndi og Mar-
ston trúði því staðfastlega að í fram-
tíðinni yrði heiminum fremur stjórn-
að af ást en ótta og hatri.
onum
Í hópi vaskra sveina Ofurkonan birt-
ist fyrst í All Star Comics.
Af holdi og blóði Margar leikkonur hafa verið orðaðar við hlutverk Ofurkon-
unnar í fyrirhugaðri bíómynd 2011. Kate Beckinsale þykir koma sterklega til
greina, en Catherine Zeta-Jones og Sandra Bullock síður sökum aldurs.
Forsíðustúlka
Gloriu Steinem
þótti vel við
hæfi að Of-
urkonan prýddi
forsíðu fyrsta
tölublaðs Ms.
árið 1972.
23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009
Madelyn Pugh er langt ífrá þekktasta kona semstarfað hefur í Holly-wood, en hún afrekaði
öllu meira þar í bæ en margar sem
frægari eru.
Madelyn, sem er 88 ára í dag, er
handritshöfundur og þekktust fyrir
vinnu sína við
sjónvarpsþætti
Lucy Ball um ára-
bil. Hún hóf fer-
ilinn, eftir próf í
blaðamennsku ár-
ið 1942, með því
að rita efni fyrir
gamanþætti í út-
varpi. Hún tók
snemma upp sam-
starf við Bob Car-
roll og svo vel
gekk það að þau
störfuðu saman í rúma hálfa öld.
Þættir Lucy Ball, sem hófu göngu
sína árið 1951, voru vinsælustu gam-
anþættirnir í bandarísku sjónvarpi
og sýndir hér á landi á fyrstu árum
sjónvarps. Madelyn og Bob voru
þrisvar sinnum tilnefnd til Emmy-
verðlauna fyrir skrif sín, en hrepptu
verðlaunin aldrei. En þau gátu hugg-
að sig við að þau áttu stóran hlut í að
móta hina frægu kvenpersónu Lucy-
ar í þáttunum.
Madelyn Pugh ruddi brautina fyrir
konur í handritsgerð í Hollywood, rit-
aði fjölda handrita að sjónvarpsþátt-
unum og var meðframleiðandi bæði
sjónvarpsþátta og kvikmynda.
Hún gaf út æviminningar sínar ár-
ið 2005, Laughing with Lucy, eða
Hlæjandi með Lucy. Og þar var
gamli samstarfsmaðurinn hennar,
Bob Carroll, að sjálfsögðu tilgreindur
sem meðhöfundur bókarinnar.
Samdi grín-
ið fyrir Lucy
Madelyn Pugh
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI FYRIR GISTIHEIMILI
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
Í tilefni af nýrri úthlutun Rannsóknasjóðs fyrir styrkárið 2009
verður dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 20. mars
frá kl. 15 - 18. Kynntar verða áherslur í starfsemi sjóðsins auk
þess sem haldin verður sýning á nokkrum verkefnum sem
hlotið hafa styrk úr sjóðnum.
Ný úthlutun 2009
Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur 20. mars
Dagskrá
15:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setur dagskrána
15:10 Guðrún Nordal, prófessor og formaður stjórnar Rannsóknasjóðs, kynnir nýja
úthlutun fyrir styrkárið 2009 og áherslur í starfsemi sjóðsins
15:30 Hannes Jónsson, prófessor, Reiknisetur fyrir hönnun efna og íhluta
(nýtt öndvegisverkefni 2009)
15:45 Vilmundur Guðnason, prófessor, Breytingar í stærð og samsetningu skella
í hálsæðavegg og tengsl orsakaþátta - Langsniðsrannsókn
(nýtt öndvegisverkefni 2009)
16:00 Sýning á nokkrum verkefnum sem njóta stuðning Rannsóknasjóðs
(opin til kl. 18:00)
Almenningur er hvattur til að kynna sér starfsemi Rannsóknasjóðs og opinberan
stuðning við rannsóknir.
Rannsóknasjóður