Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 32
32 Lífsstíll MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Eftir Steingrím Sigurgeirsson Þeir eru sífellt fleiri sem átta sig á því að Austurríki er einhver athygl- isverðasta uppspretta hvítvína í Evr- ópu og það er fagnaðarefni að aust- urrískum vínum sem hér bjóðast hefur hægt og sígandi fjölgað. Ekki spillir fyrir að sum þeirra hafa teng- ingu við land og þjóð. Þetta á við um vínin frá Hubert Sandhofer, vínrækt- anda við Neusidlersee í Burgenland, en flöskumiðana prýða skemmtilegar myndir eftir listakonuna Kristínu Gunnlaugsdóttur. Vínin frá Sandhofer sem í boði eru í vínbúðununum eru þrjú, eitt rautt, eitt hvítt, og eitt rósavín. Rauðvínið er Sandhofer St. Laur- ent Reserve 2006. Þrúguna St. Laur- ent er aðallega að finna í Austurríki í dag, þótt upphaflega eigi hún rætur að rekja til Þýskalands og Frakk- lands en einnig er eitthvað um að hún sé í ræktun í Þýskalandi. Henni er stundum líkt við Pinot Noir í stílnum. Þetta er fremur létt vín, með rifs- berjum og villtum jarðarberjum í nefi, örlítið kryddað og grænt. Nýtur sín best með léttum mat og ekki of heitt. 2.672 krónur. 1.875 krónur. 87/ 100 Hvítvínið Sandhofer Gruner Veltl- iner 2007 hefur daufa peru- og lime- angan ásamt grænum eplum og hvít- um blómum. Ferskt og meðallangt. 87/100 Af þessari þrennu var það eig- inlega rósavínið Sandhofer Rosado 2006 sem hreif mig mest. Það hefur góðan ferskleika, hindber og jarð- arber og hæfilega sýru. Vín sem fær mann til að hlakka til hlýrra sum- ardaga. 1.875 krónur. 87/100 Sumarið er hins vegar komið þeg- ar maður hellir St. Michelle Riesling 2006. Loftslagið í Washington-ríki er heitara en á heimaslóðum Riesling í Þýskalandi og vínið ber þess merki. Ferskjur, þurrkaðar apríkósur og sæt sítróna mynda umgjörðina, fyll- ingin er þykk en vínið heldur samt góðum ferskleika í gegnum ávaxta- sætuna og greina má dæmigerð steinefnaeinkenni þrúgunnar. 1998 krónur. 89/100 Frá sama framleiðanda (þeim stærsta í Washington-ríki) kemur rauðvínið. Chateau St. Michelle Mer- lot 2004. Merlot-þrúgan er stundum höfð að háði og spotti þótt hún sé uppistaða t.d. vínanna frá Pomerol og St. Emilion og má nefna kvikmynd- ina Sideways í því sambandi. Í Wash- ington nýtur hún sín hins vegar ein- staklega vel og gefur af sér vel uppbyggð og öflug vín. Vínið er farið að sýna byrjandi þroska í nefi og dimmrauður ávöxt- urinn að víkja fyrir kaffi og vindla- kassa. Mild tannín og ágætis fylling og kraftur gera þetta að góðu mat- arvíni. 2398 krónur. 89/100 Escudo Rojo 2007 er Chile-vín úr smiðju hinnar frönsku Rothschild- fjölskyldu, blanda úr fjórum þrúgum: Cabernet Sauvignon, Merlot, Syrah og Cabernet Franc. Ungt og ágengt í nefi með hörðum kræki- og sól- berjum, grænni papriku og eik. Nokkuð tannískt og kryddað. Það er fremur hart í byrjun og þarf tíma, gjarnan í karöflu, til að mýkjast og breiða úr sér. 1990 krónur 88/100 Beronia Reserva 2001 er rauðvín frá Rioja á Spáni og vínhúsið Beronia stendur að vanda fyrir sínu. Þykkt og leðurmikið með mjúkum, djúpum ávexti, krydduðum og þéttum ásamt silkimjúkri eik. Vín fyrir nautakjöt. 2.398 krónur. 90/100 Að lokum franskt hvítvín frá Búrg- und, nánar tiltekið bænum. Pouilly í suðurhluta héraðsins. Joseph Drouh- in Pouilly-Fuissé 2007 er ungt og ferskt með dæmigerðum, vönduðum Chardonnay-einkennum. Lime, græn epli og sumarblóm, fersk sýra, mild eik og ristaðar möndlur í munni gera þetta að yndislegu víni. Til dæmis með humri. 3.198 krónur. 90/ 100 Vorboðar í vínflöskum Austurrískt Sandhofer St. Laurent Reserve 2006; fremur létt rauðvín. Franskt Joseph Drouhin Pouilly-Fuissé 2007 er ungt og ferskt. Spánskt Beronia Re- serva 2001 er rauð- vín fyrir nautakjöt. Austurrískt Rósavínið Sandhofer Rosado 2006; hindber og jarðarber. Chile Escudo Rojo 2007 er ungt vín og ágengt í nefi. Bandarískt St. Mic- helle Riesling 2006 ber sumarið í sér. M aría Kristín Jóns- dóttir er hönnuður skemmtilegra gull- hálsmena, sem eru þó ekki úr gulli heldur bandi, sem er hnýtt og bund- ið saman á sérstakan hátt. Efnivið- inn keypti hún á ferðalagi um Ind- land en tæknina, að binda svokallaða macrame-hnúta, lærði hún á Írlandi fyrir nokkrum árum. „Þar lærði ég að hnýta og langaði alltaf að gera einhverja sniðuga skartgripi úr þessu,“ segir hún en það eru margir mismunandi hnútar sem falla undir þessa tækni. Bönd úr lúðrasveitarbúningi Á ferðalagi um Indland fann María Kristín loks hið fullkomna efni. „Ég tók eftir því að gyllt band var mikið notað til skreytinga á bún- ingum, til dæmis hjá lögreglumönn- um. Á Indlandi eru líka margar lúðrasveitir en meðlimir þeirra klæddust allir búningum, sem voru skreyttir með gylltum böndum, sem voru fléttuð og hnýtt,“ útskýrir hún hugmyndina. María Kristín fór því ekki tómhent heim heldur festi kaup á þessum skínandi böndum, sem hún hnýtir síðan sjálf. Hálsmenin eru skrautleg og skemmtileg og fengu góðar viðtökur í Trílógíu, þar sem þau voru til sölu frá því í lok nóvember, þar til versl- uninni var lokað tímabundið í byrjun febrúar. Þau verða þó fáanleg innan skamms í nokkrum mismunandi út- gáfum á vefnum Birkiland.is, sem sérhæfir sig í íslenskri hönnun. Segja má að efniviðurinn teljist óhefðbundinn á íslenskum skart- gripamarkaði. „Þetta er að breytast. Fólk er alveg opið fyrir því að nota skartgripi úr ýmsum efnum.“ Skoðar annan efnivið Sem stendur er María Kristín að skoða fleiri möguleika varðandi hrá- efni og er m.a. byrjuð að nota leður. Hún er menntaður vöruhönnuður, útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Til viðbótar byrjaði hún í meistaranámi við HÍ í umhverfis- og nátt- úrusiðfræði árið 2006. Hún er í námshléi sem stendur en ætlar sér að byrja á ný næsta haust og ljúka námi. En hvaða áhrif skyldi námið hafa á hana sem hönnuð? „Ég held að allt nám hafi áhrif en ég fór nú út í þetta fyrst og fremst af því að ég hef áhuga á umhverfismálum. Mér finnst reyndar siðfræði og heim- speki nátengdar hvaða fagi sem er og þá er hönnun ekki undanskilin. Hönnun hefur áhrif á umhverfið, til dæmis í gegnum efnisnotkun og framleiðsluaðferðir.“ ingarun@mbl.is Íslensk hönnun | Skartgripir Innblástur frá Indlandi og Írlandi Öllum hnútum kunnug Gullhálsmenið er til í nokkrum mismunandi útgáfum en það er hnýtt og bundið saman með sérstakri tækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.