Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009
Júlíus Freyr: „Satt að segja á ég fá-
ar minningar um mömmu frá því
ég var lítill. Hún var bara svona
eins og mæður eru og við mjög ná-
in eins og gengur og gerist. Ég
vissi alltaf þegar hún ætlaði að
skamma mig því þá kallaði hún mig
fullu nafni Júlíus Frey, annars var
ég bara Júlli. Ég var mikið í mín-
um heimi, alltaf úti að leika mér, í
íþróttum og þess háttar og sá mikið
um mig sjálfur. Maður kom heim,
borðaði, lærði og fór að sofa.
Mamma var alltaf útivinnandi,
lengst af í Bifreiðaeftirlitinu, þar
sem afi var forstöðumaður, en
pabbi vann heima eftir að þau
stofnuðu hljómplötuútgáfuna Geim-
stein 1976. Óneitanlega tengjast
æskuminningar mínar honum því
meira.
Mamma sá oftast um kvöldmat-
inn, kannski ekki endilega á slaginu
sjö, og bakaði bestu pönnukökur
sem fyrirfinnast og voru oft á boð-
stólum. Lambalæri var svo fastur
liður á sunnudögum ásamt heim-
sóknum klukkan fjögur til föð-
urömmu minnar og -afa þar sem
við horfðum á Húsið á sléttunni og
Stundina okkar.
Sem krakki var ég mikið í pöss-
un hjá öfum mínum og ömmum,
sérstaklega fyrstu árin þegar
mamma og pabbi voru saman að
spila út um allt. Mér leið prýðilega
með það og þótti ekkert leiðinlegt
þótt þau væru mikið að heiman.
Eftir að ég fór sjálfur að heiman,
sautján ára, byrjaði að búa og eign-
aðist börn, hefur samband okkar
mömmu orðið meira og nánara. Hjá
henni er fjölskyldan númer eitt og
hún er gjörn á að spilla barnabörn-
unum með gjöfum. Pabbi þurfti
stundum að dempa hana niður að
þessu leytinu. Ég met mikils við
hana hvað hún er góð við börnin
mín og er þeim náin.
Hún er mjög heimakær, henni
líður vel með sínu fólki og vinum
sínum og vill hafa hlýlegt og nota-
legt í kringum sig. Hún er þó ekk-
ert alltaf að kaupa eitthvað nýtt,
gamla sófasettið, sem amma og afi
áttu, frá 1920 eða svo, er ennþá á
heimilinu.“
Frægðarsólin
„Fólk spyr oft hvernig hafi verið
að eiga svona fræga foreldra. Það
verður fátt um svör hjá mér, enda
voru mamma og pabbi bæði hóg-
vær og lítið fyrir að trana sér fram.
Ég held að það sé í genunum í báð-
um ættum. Auk þess var frægð-
arsól þeirra ekki eins hátt á lofti og
þegar bróðir minn var lítill.
Ég varð ekki var við nein við-
brögð af hennar hálfu þegar fjallað
var um eða eitthvað haft eftir
pabba í fjölmiðlum. Sjálfur fór ég
ekkert á límingunni út af slíku, en
ég man að mamma hans, þ.e. amma
mín, fór ekki út úr húsi í viku eftir
frægar játningar Trúbrots.
Ég var ekki nema níu ára þegar
ég gerði mér far um að kjósa í vin-
sældakosningum blaðanna eða út-
varpsstöðvanna. Auðvitað vildi ég
veg mömmu og þeirra beggja sem
mestan, ég vildi að hún yrði valin
söngkona ársins og varð alltaf fyrir
svolitlum vonbrigðum ef lag með
henni eða pabba komst ekki á
listann.
Við vorum orðin vön því að ýmis
smáhlunnindi, ef svo má segja,
fylgdu því að allir þekktu pabba.
Mamma var þess vegna kannski
pínulítið í skugganum. Mér er
minnisstætt hvað hún var lúmskt
ánægð einu sinni þegar fjölskyldan
var á leiðinni til Dublin að flug-
freyjan skyldi bjóða okkur betri
sæti af því hún þekkti hana – en
ekki pabba.“
Aumingjagóð
„Oft var gestkvæmt á heimilinu
og vinir mínir völsuðu þar út og
inn. Stundum kom fólk í heimsókn,
sem flestir myndu hika við að
hleypa inn til sín. Sumt átti bágt,
en mamma er með sterka réttlæt-
iskennd og jafnvel aumingjagóð.
Ég veit til þess að hún hefur oft
hjálpað þeim sem eiga bágt. Alls
konar ókunnugt og drukkið fólk var
stundum að hringja heim um miðj-
ar nætur og vildi tjá sig um tónlist
eða eitthvað annað. Yfirleitt tók
mamma þessi símtöl og hún var
ekkert að segja fólkinu að halda
kjafti.
Hún er þrjósk og föst fyrir eins
og ég, en ekki með eins mikið jafn-
aðargeð. Fegurðina hef ég aug-
ljóslega frá henni! Ég var óskap-
lega stoltur yfir að hún hefði verið
fegurðardrottning Íslands og lét
þess getið eins oft og ég gat hér
áður fyrr. Þótt ég sé líkari pabba
hef ég margt frá mömmu og úr
hennar ætt, en flest hennar fólk er
mikið tónlistarfólk.
Einhvern tímann kom kona
nokkur að máli við pabba og sagði
það heilagan sannleik að ég væri
ekki sonur mömmu heldur konu úr
Búðardal. Konan fór vandlega yfir
þetta með honum og var full al-
vara.“
Handlagin og listhneigð
„Mamma er bæði handlagin og
listhneigð, mikið að sauma og þess
háttar. Það kom oftast í hennar
hlut að gera við ef eitthvað bilaði á
heimilinu eða þurfti að setja saman
húsgagn. Pabbi var lítið fyrir slíkt,
það var eins og hann héldi að allt
lagaðist af sjálfu sér og ef ekki þá
fannst honum að alveg mætti venj-
ast því bilaða.
Ég minnist margra skemmtilegra
ferða fjölskyldunnar, innanlands og
utan. Fyrir nokkrum árum fóru
mamma og pabbi með í brúðkaups-
ferð okkar bræðra, en við gengum
báðir í hjónaband á sama árinu. Sú
ferð var um margt eftirminnileg og
út af fyrir sig er líka óvenjulegt að
fara með foreldrum sínum í brúð-
kaupsferð.
Mamma er róleg, sjálfstæð,
sjálfri sér nóg, með góðan húmor
og hefur engar sérstakar áhyggjur
af morgundeginum. Eftir lát pabba
hefur hún verið mjög sterk og stað-
ið sig vel, en hún er dul manneskja
og á ábyggilega sín „móment“ með
sjálfri sér. Ég hafði svolitlar
áhyggjur af hvernig henni þætti að
vera ein þegar fram í sækti, en lík-
lega voru þær óþarfar. Hún hefur
alltaf plummað sig.“
Hógvær og tranar sér ekki fram
JÚLÍUS FREYR GUÐMUNDSSON
Júlíus Freyr Guðmunds-
son, tónlistarmaður og
framkvæmdastjóri hug-
búnaðar- og ráðgjafarfyr-
irtækisins Dacoda, fædd-
ist 22. september 1971 í
Keflavík. Hann lauk
grunnskólanámi í Kefla-
vík og stundaði nám í
Tónlistarskóla Keflavíkur.
Júlíus hefur samið tvo
söngleiki fyrir Leikfélag
Keflavíkur, gert tvær
sólóplötur sem listamaðurinn Gálan, þar sem hann leikur á öll hljóðfæri,
og spilað með mörgum hljómsveitum frá unga aldri. Núna er hann
trommuleikari Deep Jimi and The Zep Creams.
Júlíus Freyr er kvæntur Guðnýju Kristjánsdóttur leiðbeinanda og eiga
þau þrjú börn, Kristínu Rán, 16 ára, Brynju Ýr, 10 ára og Guðmund Rúnar,
5 ára.
- Yfir 2000 titlar
- Tilboð 350 kr. nýtt og eldra efni
- Allar myndir alltaf inni
- Enginn skilafrestur, aldrei sektir
- Úrval af nýju barnaefni og þáttum í Frítt efni
- Hraðvirkt og þægilegt viðmót
- Bestu mögulegu myndgæði
Kynntu þér úrvalið og skoðaðu sýnishorn
úr myndunum á skjarinn.is
Það er auðvelt að tengjast!
Þú færð SkjáBíó í gegnum Sjónvarp Símans
sem þú getur pantað í 800 7000 eða á siminn.is.
Þá kemur starfsmaður Símans eins fljótt og hægt er til að tengja
Ef þú ert með Sjónvarp Símans smellirðu bara á VOD takkann
á fjarstýringunni og fjörið byrjar!
STÓR-
LÆKKA
VER
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
6
9
9
2