Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009                          ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LILJA MARGRÉT KARLESDÓTTIR, Fjallalind 10, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut, sunnudaginn 8. mars. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 19. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Lilju Margrétar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Aðalgeir G. Finnsson, Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir, Stefán Héðinn Stefánsson, Arnar Aðalgeirsson, Sigríður Gísladóttir, Freyr Aðalgeirsson, Pálína S. Sigurðardóttir, Davíð, Daníel, Rakel, Sara, Valgerður Lilja, Óðinn Arnar, Stefán Aðalgeir, Garðar, Baldur og Hugrún Helga. ✝ Hákon Að-alsteinsson, skáld og fyrrum skóg- arbóndi á Húsum í Fljótsdal, fæddist að Vaðbrekku í Hrafn- kelsdal 13. júlí 1935. Hann andaðist á Eg- ilsstöðum föstudag- inn 6. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Jóns- son bóndi og Ingi- björg Jónsdóttir hús- móðir og ólst hann upp í ellefu systkina hópi. Hákon eignaðist fjögur börn. Eft- irlifandi eiginkona hans er Sigrún Benediktsdóttir. Hákon stundaði nám í Alþýðu- skólanum á Laugum í Reykjadal veturinn 1953-54, lauk meiraprófi bifreiðastjóra á Akureyri 1957 og vélstjóraréttindi fékk hann árið 1960. Hann starfaði framan af sem vélstjóri á skipum en einnig sem bílstjóri og ökukennari. Lokaprófi frá Lögregluskóla ríkisins lauk Há- kon árið 1973 og var hann lengi lög- regluþjónn á Egils- stöðum og Húsavík. Hákon var um nokk- urra ára skeið frétta- ritari Morgunblaðsins á Egilsstöðum. Árið 1992 fluttist hann að Húsum og gerðist skógarbóndi en starfaði jafnframt sem tollvörður við ferjuna Norrænu á Seyðisfirði. Árið 2006 seldi Hákon jörð sína í Fljótsdalnum og fluttist til Egils- staða. Hákon var landsþekktur hagyrð- ingur og hafa lög verið samin við mörg af kvæðum hans og vísur eft- ir hann orðið fleygar. Hann sendi frá sér sjö bækur, þar af þrjár ljóðabækur. Ævisaga hans, Það var rosalegt, skráð af Sigurdóri Sig- urdórssyni, kom út haustið 1997. Hákon var jarðsunginn frá Val- þjófsstaðarkirkju laugardaginn 14. mars. Elsku pabbi! Það er svo erfitt að hugsa til þess að sjá þig aldrei aftur. Þrátt fyrir þín veikindi varstu alltaf svo jákvæður. Þú hefur alltaf verið hetjan mín og var ég mjög stolt af því að segjast vera dóttir þín. Það var alltaf gott samband á milli okkar þó ég hafi bú- ið lengi erlendis. Þú hringdir í mig reglulega og áttum við frábærar stundir enda alltaf mikið að tala um. Þú varst trúnaðarvinur minn og eig- um við mörg leyndarmál saman. Mér þótti svo gaman að segja þér sögur frá Mexíkó enda mikið um að vera þar. Þú hafðir einnig mjög gaman af því að segja frá þeim og sagðirðu mér að þú hefðir ýkt þær bara pínulítið. Mér þótti það nú ekki leiðinlegt enda varstu mjög skemmtilegur sögumaður. Mér er minnisstætt þegar þú sagðir eina sögu og endaðir hana svona.. nei, nei, það eru alls ekki villimenn í Mexíkó. Dóttir mín segir að þetta sé indælis fólk. Hún hefur mjög sjaldan verið rænd. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þú fékkst mig til að brosa. Þú varst svo hlýr. Ég geymi minninguna um þig í hjarta mínu og ég veit að þú átt eftir að fylgjast með okkur af himnum. Guð blessi þig, elsku pabbi. Þín dóttir, Inga Birna. Elsku pabbi minn. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, en í hjarta mínu veit ég að þér líður svo miklu betur núna. Þú varst búinn að vera svo veikur, og það var svo sárt að sjá hvað þér leið illa. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig elsku pabbi minn. Þegar ég var í mennta- skólanum hér á Egilsstöðum ’89-’91 varst þú húsvörður og bjó ég hjá þér í lítilli íbúð sem þú hafðir þar. Það voru skemmtilegir tímar og man ég hvað þú varst góður vinur krakk- anna á heimavistinni. Það var ým- islegt sem við brölluðum á þessum tíma og ekki voru ófáar stundirnar sem við feðginin spiluðum billjard þegar ég var ekki í tíma. Yfirleitt vannst þú og man ég hvað ég gat orðið pirruð yfir því. Ég hafði alltaf lúmskan grun um að þú hefðir verið að æfa þig extra mikið þegar ég sá ekki til. Og ég man eftir þegar við sátum og fengum okkur súkku- laðibúðing með kornflexi, en það fannst okkur gott. Sumum fannst þetta skrítin samsetning en við hlóg- um bara og borðuðum það með bestu lyst . Svo var það kagginn sem þú áttir. Ég var nýkomin með bílpróf á þess- um tíma og leyfðir þú mér oft að fara á rúntinn á kagganum. En það var ýmislegt sem ég þurfti að hafa í huga í sambandi við bílinn. T.d. ef ég ætlaði að leggja honum þá þurfti það að vera í smá brekku, svo að hann kæmist aftur í gang. Þú bannaðir mér að tala illa um bílinn og ég man að við komumst að samkomulagi að bíllinn yrði nefndur Lada-limmósín, hann væri sko flottur. Svona gæti ég haldið endalaust áfram. Þú varst svo skemmtilegur og góður pabbi. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa ef eitthvað var. Ég man þegar við Gummi ákváðum að flytja austur á Egils- staði í byrjun árs 2004. Þú varst svo glaður að fá okkur hingað og fá að vera meira með barnabörnunum þínum þeim Óla og Andreu. Þau eiga sko eftir að sakna afa síns. Alltaf þegar þú komst í heimsókn til okkar þá komstu alltaf með sömu tegund af kexi til þeirra. Það fannst þeim æð- islegt. Ballerínukexið eins og þau kölluðu það en núna verður það afa- kex. Það rifjast upp fyrir mér þegar jólasveinarnir voru að gefa í skóinn um síðustu jól þá komu þeir í eitt skiptið með kexið góða í skóinn. Óli og Andrea pældu mikið í því hvort afi væri orðinn jólasveinn, þetta var að þeirra sögn langbesta gjöfin sem þau fengu í skóinn þessi jólin. Elsku pabbi minn, ég svo margar æðislegar minningar um þig, ég geymi þær í hjarta mínu. Ég á eftir að sakna þín rosalega. Sofðu rótt. Þín dóttir, Þórveig. Móðir okkar og Hákon voru mjög náin. Konni var hennar litli bróðir. Þegar hann flutti til Húsavíkur um miðjan áttunda áratuginn, urðu tengsl hans við æskuheimili okkar svo sterk, að við upplifðum hann eft- ir það frekar sem hluta af fjölskyld- unni en frændgarðinum. Umrót var í lífi hans á þessum ár- um, sem hann vann einkar vel úr og stóð sterkur eftir alla tíð. Hákon var vandaður maður og ráðagóður. Í gegnum árin átti fjöldi fólks erindi við hann um einkamál sín, sorgir og sigra. Þegar þetta fólk þakkaði hon- um fyrir samtölin og dýrmætar ráð- leggingar sagði hann gjarnan; „Það er ekkert að þakka, ég tek alltaf helminginn sjálfur.“ Hann minnti á mömmu sína á Vaðbrekku að þessu leyti, það var sérstök reisn yfir kurteisu háttalagi hans. Hann kærði sig kollóttan um stétt og stöðu, en bar virðingu fyrir heiðarlegu fólki og góðu. En þótt hann bæri sig oft til eins og heims- borgari, þá var hann fyrst og fremst jarðfastur Íslendingur og elskaði landið sitt. Og þekkti það betur en flestir. Hann var þjóðkunnur, hafði afburða hæfileika sem sagnamaður og skáld og naut ómældrar virðing- ar. Margir helstu kvæðamenn Ís- lands hafa útnefnt hann „hagyrðing númer eitt“. En engin afrek Konna stigu honum til höfuðs, persónuleiki hans og háttvísi buðu ekki upp á slíkt. Hann var alveg sérstaklega skemmtilegur maður og kunni öðr- um betur þá list að segja sögur. Húmorinn var stundum svo mikill að það þurfti að gera alvöru hlé fyrir hlátur. Og annað hlé og svo aftur hlé. Og enn hlé. Hann hafði óvenju sterka nærveru. Jafnvel þótt hann væri ekki á staðnum hafði hann sterka nærveru, það var alveg nóg að einhver vitnaði í hann. Við systkinin úr Grafarbakka á Húsavík erum þakklát forsjóninni fyrir að hafa auðgað líf okkar með nánum kynnum við Konna frænda. Hann átti við erfið veikindi að stríða undir það síðasta en gerði lítið úr því. En var afar þakklátur Síu sinni fyrir það þrekvirki sem hún vann með umönnun sinni. Hún er gim- steinn og gerði það að verkum að hann gat verið heima þar til yfir lauk. Við vottum öllum aðstandendum Konna okkar dýpstu samúð. Hann lifir í verkum sínum og við erum rík af ljúfum minningum. En gerum nú hlé á samvist okkar um stund. Börn Jóhönnu stóru systur: Aðalsteinn, Kristjana, Bjarni Hafþór, Helgi og Ingibjörg. Faðir minn, Jón Hnefill, sagði í ávarpi í sjötugsafmæli Hákons bróð- ur síns sem haldið var að Skriðu- klaustri, að hann myndi hvernig ver- öldin var áður en Hákon fæddist. Var líkast því að sposkur sögukenn- ari saknaði kyrrlátari tíma og væri að lýsa þjóðfélagsbreytingum á borð við það hvernig iðnbyltingin breytti bændasamfélaginu. Þá hló frænd- garður allur, enda ljóst að munar um suma. Á sama hátt verður heimur ei samur við fráfall Hákons frænda míns sem var mér kær. Í Noregi hefi ég í þrígang komið að styttu af skáldinu Þjóðólfi úr Hvini, sem var góðvinur Haraldar konungs hárfagra, þar sem hann er hogginn í granít og horfir yfir fagra norska firði. Þjóðólfur hefur verið maður hávaxinn, stæðilegur og rétt- ur vel, brúnamikill, skarpleitur með fagurt skegg og hinn mesti kvenna- ljómi. Hefur mér æ síðan fundist þeim svipa saman skáldbræðrunum Þjóðólfi úr Hvini og Hákoni Aðal- steinssyni frá Vaðbrekku. Kom þar allt saman útlit, skáldagáfan og vilji og áræði að ganga á fund Noregs- konungs. Alþjóð þekkir þá mynd af Hákoni Aðalsteinssyni þegar hann fór ófeiminn í fagurblárri skikkju til fundar við Harald Noregskonung að flytja honum drápu til varnar nátt- úru Austurlands. Voru þá liðin eitt- þúsund ár frá því íslenskt skáld hafði farið utan á fund Noregskóngs þessara erinda. Hákon frændi minn naut virðingar og vináttu sem streymdi að honum úr öllum áttum enda fór hann ekki í manngreinarálit og hann rakst þó á fleiri konunga á lífsvegi sínum. Þegar hann ók með Karl Gustaf Svíakonung í Dodge Weapon fjallabíl sínum á hreindýra- veiðum um árið og þeir voru að brölta um bílinn og stigu gjarnan á tærnar á kóngi sem kveinkaði sér og kvartaði, þá var viðkvæðið, „þetta er allt í lagi þú ert bara kóngurinn.“ Um leið og ég kveð skáld, sagna- þul, náttúrubarn og frænda sé ég hann fyrir mér horfa um austfirskar heiðar og dali og maður og land er eitt. Hver veit nema honum verði í fyllingu tímans reist stytta eins og Þjóðólfi skáldbróður hans frá Hvini, því skáldanna vilja menn minnast og launa þær perlur sem þau eftirláta komandi kynslóðum. Örlygur Hnefill Jónsson. Í endurminningunni hefur Hákon föðurbróðir minn stöðu stóra bróð- ur. Viðmót hans gagnvart mér og öðrum börnum var alltaf vinsamlegt en kannski svolítið brellið. Einu sinni nefndi ég við hann hvað stjörn- urnar á himninum væru fallegar og ótrúlega merkileg fyrirbæri. Um þær mundir komu stundum fréttir í útvarpinu um fljúgandi diska. Eins og aðrir hafði ég heyrt af fljúgandi diskum en aldrei séð þá. Hákon sagði mér að ef ég tæki disk og þeytti honum upp í loftið af nægilegu afli gæti ég skotið niður stjörnu af himninum. Diskurinn sem ég náði mér í var matardiskur úr stelli ömmu minnar, í endurminningunni á stærð við bringuna á mér eins og hún var þá. Á honum var breið him- inblá rönd og ógleymanlegt þegar hann missti flugið, féll og kurlaðist á svellinu fyrir framan mig. Uppá- koman vakti litla hrifningu en hún var söguleg og dálítið ævintýri. Há- kon var alla mína bernsku fulltrúi ævintýranna og snjallar hugdettur voru hans ær og kýr. Á sumrin komu ungir frændur og frænkur í Vaðbrekku, einn þeirra var Aðalsteinn Helgason. Vordag nokkurn í hláku fóru allir af bæ nema við Aðalsteinn og Hákon sem þá hefur verið rétt innan við tvítugt. Það hljóp vöxtur í Hrafnkelu þennan dag og við Aðalsteinn vorum áhuga- samir um kolmórautt vatnsfallið. Hákon skildi það vel og tók þvotta- bala með sér niður að á. Þar hagaði svo til að mikið vatn var í kvíslinni, okkar megin við eyrina. Hann stakk upp á því við okkur að við sigldum og ég neitaði en Aðalsteinn stóðst ekki mátið. Balinn valt í miðri kvíslinni, skipstjórinn ungi fór á bólakaf, var dreginn á land, þurrkaður og síðan settur í þau föt sem fundust. Mér er í minni svipurinn á Aðalsteini frænda mínum þegar balinn sökk. Aðal- steinn átti svo eftir að starfa að út- gerðarmálum þar sem hann hefur verið farsæll og haft vaðið fyrir neð- an sig. Það lærði hann þennan fagra vordag á Vaðbrekku. Seinna lenti Hákon í kröggum vegna brennivíns og þá lágu leiðir okkar aftur saman. Ég reyndi að skjóta yfir hann skjólshúsi og hlúa að honum, minnugur þess hve vel hann hafði alltaf reynst mér. Sem betur fór reis Hákon upp og rak brennivínið úr sínum húsum og þá var ég stoltur af honum. Stuttu seinna fann hann sjálfan sig aftur í þess orðs fyllstu merkingu og fór að njóta þeirra góðu skapsmuna sem hann fékk í vöggugjöf. Á tímabili áttum við símtöl um ljóðagerð hans. Hann vildi vita hvort ég hefði aflað mér einhverrar þekk- ingar með háskólaprófum í bók- menntum. Hákon hafði sterk tök á íslenskri skáldskaparhefð. Í skáld- skap hans er lífsgleði og hugmynda- auðgi sem mér fannst ég hefði alltaf þekkt. Hún var af sama toga og frumkvæðið að geimskotum og sjó- sókn okkar Aðalsteins. Hákon var hugmyndaríkur og sást ekki alltaf fyrir en hann var fulltrúi ævintýrsins í mannlífinu. Með harm í hjarta kveð ég Hákon fóstbróður minn, en þó er ofar í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þeim manni. Við Dagný vottum Sigrúnu, börn- um, barnabörnum og ástvinum Há- konar okkar innilegustu samúð. Kristján Jóhann Jónsson. Stundum er maður rækilega minntur á að veraldlegir hlutir verða aldrei mælistika á lífsgæði. Þegar náinn vinur hverfur yfir móðuna miklu verða minningarnar gersemar í hugum þeirra sem eftir lifa. Ein- hvern veginn svona verður manni innanbrjósts þegar hugsað er til Há- konar móðurbróður míns. Það er þyngra en tárum taki eftir áratuga samskipti að rifja upp minn- ingarnar, samveruna, samtölin, sem við áttum í gegnum tíðina. Hákon var heimagangur á heimili foreldra minna alla tíð og þó hann byggi fjarri var yfirferðin mikil og mætt- umst við reglulega og fórum saman yfir lífið og tilveruna. Með Hákoni er genginn einhver merkasti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og nú er sannarlega skarð fyrir skildi. Það væri bara til að æra óstöðugan að telja upp flest það sem hann tók sér fyrir hendur, slík voru afköstin og verður því aðeins stiklað á stóru. Há- kon var landsþekkt skáld og hagyrð- ingur en það var bara brot af hans náðargáfum. Hann var afburða sagnaþulur og náttúrubarn af Guðs náð sem ekki fór troðnar slóðir, hvorki í andlegum né veraldlegum skilningi. Hann var frábær fjalla- maður og hlífði sér hvergi ef til hans var leitað þegar neyðin var annars vegar. Sem löggæslumaður ferðaðist hann um fjöll og firnindi í öllum veðrum og nærri má geta að margir eiga honum mikið að þakka. Hin hliðin á Hákoni var grúskarinn og heimspekingurinn. Sjálfur reyndi ég að læra af honum þegar hann var að spá í tíðarfarið með almanak Þjóð- vinafélagsins eitt að vopni. Sem fiskimaður hafði ég spáð í gang him- intungla en sú þekking var hverf- andi þegar Hákon var annars vegar og veðurspá mánuð fram í tímann var honum ekkert tiltökumál. Svona atriði eru aðeins brot af því mörgu sem þessi snillingur bjó yfir þó ekki færi hátt. Meðal gamalla tækja og tóla var Hákon á heimavelli. Hann gat gleymt sér pælingum yfir þeim og sá í þeim verðmæti sem aðrir sáu ekki. Minnisstæðust er kaffikvörnin sem hann komst yfir um árið og var fyrir mér sem haugamatur. Samt lét ég tilleiðast og endurlífgun hófst. Eftir tveggja sólarhringa nostur Hákon Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.