Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 28
28 Bankahrunið
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
A
llar götur frá því
viðskiptabank-
arnir hrundu síð-
astliðið haust hef-
ur verið fjallað
um fjölda mála í
fjölmiðlum sem
áhöld eru um hvort ekki þurfi að rann-
saka með tilliti til þess hvort refsivert
athæfi hafi átt sér stað. Málin eru jafn
ólík og þau eru mörg og fyrir vikið í
ýmsum tilvikum erfitt að átta sig á því
hvar þau eiga best heima, hjá sér-
stökum saksóknara um bankahrunið,
rannsóknarnefnd Alþingis, Fjármála-
eftirlitinu (FME), efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra eða jafnvel skatta-
yfirvöldum.
Spurður hvert fólk eigi að snúa sér
telji það sig búa yfir gagnlegum upp-
lýsingum segir Ólafur Þór Hauksson,
sérstakur saksóknari, fólki óhætt að
leita til allra þessara aðila. Komi á
daginn að erindið eigi betur heima á
öðrum stað sjái viðkomandi embætti
eða stofnun til þess að koma því áleið-
is.
Um miðjan síðasta mánuð höfðu
starfsmenn hjá embætti sérstaks sak-
sóknara frumkvæði að því að koma
saman tengiliðahópi sem sam-
anstendur af fulltrúum frá embætt-
inu, Samkeppniseftirlitinu, skattrann-
sóknarstjóra ríkisins og
Fjármálaeftirlitinu. Markmið hópsins
er að samræma vinnu embættanna við
rannsóknir og meðferðir mála. Hóp-
urinn hefur komið saman tvívegis og
sett sér verklagsreglur sem lúta að
betra upplýsingaflæði á milli stofn-
ana.
„Við höfum heyrt frá rannsókn-
araðilum að þeir sem eru að taka sam-
an gögn fyrir þessar stofnanir hafi
áttað sig á því að þær eru í mörgum
tilvikum að biðja um sömu gögn og
okkar embætti. Við ætlum því líka að
vinna bug á að verið sé að tví- eða þrí-
vinna verk,“ sagði Ólafur í Morg-
unblaðinu 17. febrúar.
Rýmka þarf heimildirnar
Embætti Ólafs tók til starfa 1. febr-
úar og fljótlega kom á daginn að heim-
ildir þess til að kalla eftir upplýs-
ingum og gögnum voru ekki nægilega
rúmar. Frumkvæðisvinna hefur því
verið engin. Allar ábendingar sem
borist hafa embættinu hefur það þurft
að senda til FME til frekari skoðunar.
FME hefur hins vegar ekki þurft að
afhenda sérstökum saksóknara gögn
sem tengjast ekki beint rannsókn á
sakamálum. Með öðrum orðum hefur
sérstakur saksóknari þurft að sýna
fram á grun um refsiverða háttsemi
Hver rannsakar hvað
Hvað verður um mál sem
Fjármálaeftirlitið og skatta-
yfirvöld hafa nú til meðferðar?
Séu málin þannig vaxin verða þau
útkljáð á þeim vettvangi. Þessir
aðilar geta þá gripið til stjórn-
valdssekta eða annarra úrræða sem
þeir hafa yfir að ráða eða hreinlega
látið málin niður falla komi í ljós að
ekkert misjafnt hefur átt sér stað.
Vakni hins vegar grunur um
saknæmt athæfi senda þessir aðilar
málin áfram til sérstaks saksóknara
vegna bankahrunsins sem eftir
atvikum fylgir eftir rannsókn með
saksókn.
Hverjar eru heim
sérstaks saksók
Embætti sérstaks
leysir af hólmi efna
deild ríkislögreglus
undir eðlilegum kr
fer með rannsókn
fjármálamarkaði. R
ákæruheimildir em
meðal annars til ef
unar- og skattabro
brot sem rannsöku
skattrannsóknarstj
Samkeppniseftirlit
eftirlitinu og sem þ
kært til lögreglu.
Ríkisskattstjóri hefur frá því í októberskoðað notkun á erlendum greiðslukortum
hérlendis. Markmiðið er að athuga hvort með
notkun kortanna hafi verið farið á svig við
íslenskar skattareglur. Á fagmáli er þetta kallað
skattaskipulagning og sé rétt staðið að málum
er slík skipulagning ekki ólögleg. „Það er
bráðabirgðaniðurstaða að korthafar hafi verið
að koma sér undan skattgreiðslum í ákveðnum
tilfellum,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri í samtali við Morgunblaðið 5. febrúar.
Vilhjálmur Bjarnason, aðjunktí viðskiptafræði við Háskóla
Íslands, hélt því fram í samtali við
Morgunblaðið 7. febrúar að lög
um hlutafélög og fjármálafyrirtæki
hefðu verið brotin þegar Björgólfur
Guðmundsson og Landsbankinn
yfirtóku Eimskipafélagið. „Með því
var gamalt félag með mikið traust
eyðilagt. Eftirlitsaðilum var bent á
þetta en þeir gerðu ekki neitt,“ segir
Vilhjálmur.
136 félög sem skráð eru á Tortola-eyjum eru með leyfi til að stunda banka-viðskipti á Íslandi. Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti sem
tóku gildi 1. janúar 2007 þurfa bankar og aðrir tilkynningaskyldir aðilar að gera
þá kröfu til allra nýrra viðskiptamanna að þeir sanni á sér deili.
Það þýðir að bankar þurfa að sannreyna hver er raunverulegur eigandi eða
stjórnandi þess félags sem hefur viðskipti við hann.
Frá 1. janúar 2007 hafa 40 félög frá Tortola-eyju fengið leyfi til að starfa á
Íslandi. Kaupþing er skráður umsjónarmaður 30 þeirra. Ólafur Þór Hauksson,
sérstakur saksóknari um bankahrunið, sagði í Morgunblaðinu 14. febrúar að
starfsemi erlendu félaganna á Íslandi væri klárlega athugunarefni og að umsvif
þeirra yrðu könnuð. Fjármálaráðherra hefur tekið í sama streng og frumvarp
liggur nú fyrir Alþingi þess efnis að eignarhaldsfélögum í skattaskjólum verði
gert að upplýsa íslensk skattyfirvöld um öll viðskipti sín við þau félög.
Efnahagsbrotadeildbresku lögreglunnar
(The Serious Fraud
Office, SFO) íhugar að
hefja rannsókn á starfsemi
íslensku bankanna, Lands-
bankans og Kaupþings,
í Bretlandi vegna þeirra
áhrifa sem það hefur haft
á viðskiptavini þeirra þar
í landi.
Ekki er verið að rannsaka mál nokkur hundruí bankakerfinu, að því er fram kom í viðtali v
Kastljósi Sjónvarpsins 24. febrúar. Davíð sagði
væru þekktir í þjóðlífinu og stjórnmálalífinu. FM
skoðendateymi til að skoða hugsanleg lögbrot
sjálfir til dæmis verðbréfaviðskipti innan þeirra
skðunar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksók
að viðtalið við Davíð gæfi ekki tilefni til frumkvæ
Davíð til að koma á framfæri við sig öllum upplý
við einkahlutafélög innan gömlu bankanna seg
skilanefndanna fundið eitthvað misjafnt í rekstr
Samkvæmt lögum ber fjármálafyrirtækjum og öðrum að tilkynnagrun um peningaþvætti til Fjármálaeftirlitsins og sérstakrar
peningaþvættisskrifstofu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús
Gunnarsson, saksóknari á efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sagði
í Morgunblaðinu 14. febrúar engar ábendingar hafa borist embættinu
sem styðji það sem Boris Berezovsky hélt fram í viðtali á Sky um
peningaþvætti rússneskra auðmanna á Íslandi. „Hins vegar getur svona
starfsemi vel hafa farið fram án þess að við fréttum af því,“ segir Helgi.
Hann óttast að fjármálafyrirtæki hafi á síðustu árum ekki sinnt
skyldu sinni að tilkynna grun um umfangsmikið peningaþvætti eða
verið á varðbergi gagnvart vafasömum viðskiptum og millifærslum milli
landa. Meira hafi verið tilkynnt um smærri mál með litlum fjárhæðum
tengdum fíkniefnaviðskiptum, þegar komið hefur verið í útibú með
plastpoka fulla af peningum.
Ríkissaksóknari hefur faliðefnahagsbrotadeild ríkis-
lögreglustjóra að rannsaka
hvort stjórnarmenn í SPRON
hafi gerst sekir um fjársvik
þegar þeir seldu stofnfjárhluti
í SPRON sumarið 2007 eftir
að ákveðið hafði verið að
stefna að skráningu sjóðsins
á hlutabréfamarkað.
Starfsfólk Kaupþings hefurverið hvatt til að upplýsa
Fjármálaeftirlitið (FME) hafi
það tekið eftir hugsanlegu
misferli í störfum sínum fyrir
bankann. Í bréfi, sem stjórn
Kaupþings sendi til allra
starfsmanna bankans, er
bent á nýja samskiptagátt
FME, Gjallarhornið, sem þeir
geta notað, sem orðið hafa
varir við hugsanlegt misferli
í störfum sínum.
Mikið af upplýsingum er í útibúi Kaupþingsí Lúxemborg um íslenska viðskiptavini
en opinber líbískur fjárfestingasjóður er
sagður vilja eignast bankann. Eigendaskiptin
eiga ekki að tefla í tvísýnu eða skerða
aðgengi íslenskra stjórnvalda að þeim
upplýsingum, að dómi Páls Hreinssonar,
formanns Rannsóknarnefndar Alþingis.
„Gagnaöflunin fer fram á vegum Fjármála-
eftirlitsins á grundvelli þeirra reglna sem
gilda í Evrópusambandinu og á EES-svæðinu
um gagnkvæma aðstoð við að upplýsa mál,“
sagði Páll við Morgunblaðið 6. febrúar.
Frá því Morgunblaðið gægðist yfir öxlina á sér-
stökum saksóknara vegna bankahrunsins daginn
sem hann tók til starfa, 1. febrúar, og velti fyrir sér
hvaða mál kæmu hugsanlega til hans kasta hafa
fjölmörg fleiri mál komið fram sem sérstakur sak-
sóknari eða aðrir þar til bærir aðilar eru að eða
gætu þurft að rannsaka. Enn sem komið er hafa
þessi mál ekki ratað inn á borð sérstaks saksókn-
ara en Morgunblaðið veltir fyrir sér hvar þau eru
stödd í kerfinu. Hér er ekki um tæmandi úttekt að
ræða en upplýsingarnar eru byggðar á frétta-
flutningi undanfarinn hálfan annan mánuð.