Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009
KÆRU Íslendingar.
Fyrst vil ég þakka Íslendingum
örlæti þeirra, er þeir sendu íslensk-
an ullarfatnað til
fátækra aldraðra
Breta, en því
miður hafa Ís-
lendingar ekki
heyrt alla söguna
um það hversu
illa er komið fyrir
breskum lífeyr-
isþegum.
Það sem ég
vildi segja ykkur
ætti ekki að eiga sér stað í Bret-
landi í dag. Það sem verra er, það
hefur verið að ágerast sl. 30 ár, en
ekki náð almennri athygli fjölmiðla,
stjórnmálamanna né almennings í
Bretlandi. Barátta ýmissa hópa fyr-
ir réttindum og hagsmunum eft-
irlaunaþega í Bretlandi fær lítinn
hljómgrunn.
Vegna lágra eftirlauna frá breska
ríkinu telst 1 af hverjum 5 eft-
irlaunaþegum á Bretlandi, sem eru
12 milljónir talsins, lifa í fátækt.
Margir þeirra deyja vegna vannær-
ingar og kulda á vetrum. Hversu
margir deyja af þeim sökum er ekki
aðalatriðið, heldur sú staðreynd að
það gerist.
Undirritaður hefur barist fyrir
eftirlaunaþega í 20 ár, því ég sá
þörfina fyrir að aðstoða eft-
irlaunaþega á þeim tíma. Ég stofn-
aði LINK-AGE/COUNTRYWIDE
árið 2000 í þeim tilgangi að fá þá
yngra fólk til að aðstoða þá eldri.
Við erum ekki stór hópur, en erum
úr öllum stjórnmálaflokkum en
þurfum samt að hafa mikið fyrir því
að koma málstað okkar á framfæri í
fjölmiðlum. Við störfum sem ópóli-
tísk samtök í þeim tilgangi að vekja
athygli á þeirri bágu stöðu sem
breskir eftirlaunaþegar eru í í sam-
anburði við önnur evrópsk lönd.
Grunnlífeyrir frá breska ríkinu er
í dag um 18.500 kr (97 pund) á viku
og fylgir lægri verðvísitölu en
launavísitölu í landinu. Breska ríkið
kostar 5% af landframleiðslu í ellilíf-
eyri meðan meðaltalið er 12% hjá
öðrum þjóðum á meginlandi Evr-
ópu. Þessi þróun byrjaði á níunda
áratugnum þegar hægri stjórn Mar-
grétar Thatcher komst til valda.
Það ætti ekki að eiga sér stað í
bresku samfélagi í dag, að eft-
irlaunaþegar sem hafa unnið í 30, 40
eða 50 ár og og allan tímann greitt
skatta og framlag í Tryggingarsjóð
ríkisins vegna eftirlauna (National
Insurance for a state pension,) skuli
eiga á hættu að svelta og deyja
vegna lífeyris langt undir fram-
færslumörkum. Eftir 18 ára ( 1979-
1997) hægri stjórn í Bretlandi, kom-
ust jafnaðarmenn til valda og það
jók bjartsýni á að stjórn Verka-
mannaflokksins myndi laga lífeyri
aldraðra, en sú von brást því sú
stjórn hefur fylgt sömu stefnu og í
stjórnartíð íhaldsmanna. Eftirlaun
hafa ekki fylgt launaþróun né verð-
vísitölu. Því miður hefur þessi þró-
un ekki náð athygli breskra fjöl-
miðla vegna pólitískrar þöggunar.
Jafnvel stjórnmálamenn eru í þess-
ari þöggun, í byrjun hjá íhalds-
mönnum en hún hélt áfram með
stefnu Verkamannaflokksins.
Ríkisstjórnir síðustu ára hafa
borið því við og fjölmiðlar end-
urtaka sífellt að vegna hækkunar
meðalaldurs og fækkunar í hópi
verkafólks sem greiðir í sjóðinn, þá
sé ekki unnt að hækka lífeyrinn. En
þessi rök fá ekki staðist, þessi
tryggingarsjóður hefur vaxið ört og
er nú um 40 milljarðar punda og er
áætlað að hann vaxi í um 74 millj-
arða 2012. En með þessum hræðslu-
áróðri er viljandi verið að reka fleyg
á milli kynslóðanna, en því miður er
auðvelt að reka okkur Breta í
marga hagsmunahópa og því á þessi
hópur fátækra lífeyrisþega ekki
sterka málsvara.
Meginástæðan fyrir því að rík-
isstjórnin heldur lífeyri lágum og
beitir þeirri aðferð að hækka hann
ekki í samræmi við verðlag, er sú að
hún vill draga ríkið út úr ábyrgðum
á eftirlaunum þegnanna í framtíð-
inni og ýta á einkasparnað til eft-
irlaunaára. Það mun hinsvegar
koma niður á því unga fólki í dag
sem hefur lág laun á óöruggum at-
vinnumarkaði. Ekki er líklegt að
það spari mikið til eftirlaunaára.
Það mun falla í sama bjargarleysið
og eldri kynslóðin í dag.
Vegna þess að lífeyrir ríkisins
dugar ekki fyrir framfærslu þá
neyðast þeir sem eiga eigið húsnæði
til að taka lán á gamalsaldri og veð-
setja íbúðir sínar til að komast af.
Þeir sem eiga ekki sparnað og búa í
leiguhúsnæði og hafa eingöngu líf-
eyri frá ríkinu, komast illa af og
grípa til þess að kynda ekki hús-
næði sitt og kaupa sér ódýran og
næringarlítinn mat sem býður heim
næringarskorti og slæmri heilsu.
Ríkið býður upp á aðstoð ef endar
ná ekki saman, en lífeyrisþegi verð-
ur að sanna að hann eigi ekki neinn
sparnað og eigi ekki eign sem hann
getur aflað láns út á. Þessi fram-
koma gerir lítið úr eldra fólki og því
finnst það niðurlægt af samfélaginu
eftir starfsævina.
Íslendingar voru sannarlega
hneykslaðir á fréttum Bylgjunnar
um erfiða stöðu sumra aldraðra
Breta en það er aðeins lítill hluti
þjáningar þeirra og með þessu bréfi
vildi ég gefa Íslendingum frekari
upplýsingar um mjög svo alvarlegt
útlit hjá breskum lífeyrisþegum og
bága stöðu þeirra. Ég vil einnig
biðla til fjölmiðla á Íslandi um að
vekja athygli á málinu og liðsinni
þeirra almennt til að koma þessu á
framfæri, því fáeinar breskar raddir
ná ekki að styðja þann fátæka
minnihlutahóp sem breskir lífeyr-
isþegar eru.
Yðar einlægur,
MICHAEL THOMPSON,
stofnandi Link-Age/Countrywide,
Flat 2, 81 South Furzeham Road
Brixham, England.
Raunir breskra lífeyrisþega
Frá Michael Thompson
Michael Thompson
ÞEGAR ég var ungmenni átti ég
mér dagdrauma um að búa til bíl,
sem gengi fyrir vatni. Hugmyndin
var að setja í hann rafgreining-
arstykki, sem klyfi vatn fyrir tilstilli
rafmagns í frumparta sína, vetni og
súrefni, sem leiddir yrðu í soggrein
vélarinnar sem orkugjafi í staðinn
fyrir benzín.
Mér varð þó fljótlega ljóst að þetta
var tóm endemisdella – fræðilega séð
þarf sömu orku til þess að kljúfa vatn
í frumparta sína og þá sem leysist úr
læðingi þegar þessi efni sameinast
(brenna) og mynda vatn aftur. Þetta
er svipað því og að ætla að taka sjálf-
an sig upp á hárinu. Auk þess verður
í raun heilmikið orkutap bæði við
sundrun vatnsins í vetni og súrefni
svo og við bruna þeirra í hreyflum.
Hugmyndin er því fyrirfram dauða-
dæmd eins og hver önnur fásinna.
Margir áratugir eru liðnir frá
þessum ungæðishugsunum mínum,
en viti menn: Hugmyndir um vatns-
bílinn eru enn við lýði. Nú eru það
ekki fávísir sveitastrákar sem ganga
á undan heldur sprenglærðir há-
skólamenn, meir að segja prófess-
orar, sem berja bumburnar. Að vísu
er nú gert ráð fyrir því, að vetnið sé
framleitt í sérstökum verksmiðjum
með rafgreiningu á vatni og það síð-
an sett í bílana eins og hvert annað
eldsneyti. Áætlað er, að vetninu sé
brennt í bílunum annaðhvort í
sprengihreyflum eða í efnarafölum
(fuel cells). Í síðara tilvikinu verður
til rafmagn, sem knýr bílinn áfram. Í
báðum hvörfunum verður aðeins til
vatn en ekkert koldíoxíð, sem er auð-
vitað mjög vistvænt. Gallinn er bara
sá, að engin viðunandi lausn hefur
enn fundizt á því hvernig hægt er að
geyma vetni svo í lagi sé og ekkert
hillir undir slíkt á næstunni.
Á síðari árum hafa verið þróaðir
svokallaðir tvinnbílar (Toyota,
Honda), sem bæði eru með bruna- og
rafhreyflum. Þessir bílar nota heml-
unarorku til framleiðslu á rafmagni
og komast af með minna jarð-
efnaeldsneyti en venjulegir bílar
a.m.k. í borgarakstri, en eru tækni-
lega mjög flóknir og því dýrir í fram-
leiðslu.
En af hverju er verið að dröslast
með allt þetta vetnis-tvinnvéla-dót?
Af hverju er ekki rafmagn notað
milliliðalaust sem orkumiðill í bílum?
Svarið er, að það hefur lengi vantað
nógu góða rafgeyma, en nú er heldur
betur að verða breyting á þessu til
hins betra, m.a. vegna nanótækni.
Nýjustu fréttir herma, að öflugir raf-
bílar séu rétt handan við hornið, sjá
t.d. Morgunblaðið 29. og 30. janúar
sl.
Því er spáð, að rafbíllinn verði alls-
ráðandi innan nokkurra ára og að
vetnis- og tvinnbílar verði þar með
úreltar hugmyndir. Á Íslandi er að
sjálfsögðu til nóg af vistvænu raf-
magni öfugt við það sem gerist víðast
annars staðar. Kannski er rafmagn
framleitt með vind- eða sólarorku
bráðabirgðalausn, en endanlegt úr-
ræði er tvímælalaust vistvæn sam-
runakjarnorka (nuclear fusion) líkt
og sífellt er í gangi í sólinni, dásam-
legu heimastjörnunni okkar, sem er
upphaf og endir alls lífs á jörðinni.
REYNIR EYJÓLFSSON,
lyfjafræðingur.
Rafbíllinn er rétt handan við hornið
Frá Reyni Eyjólfssyni
@ Fréttirá SMS
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
SUÐURLANDSBRAUT
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði
á 3. hæð í lyftuhúsi.
Bílastæði bakvið hús.
Útsýni til norðurs til Esju og
Akrafjalls.
Laust strax.
Sala eða leiga.
V. 62,0 m. 8395