Morgunblaðið - 15.03.2009, Side 29
áður en að hann fær gögn frá eftirlit-
inu, en hefur ekki getað byggt slíkar
grunsemdir á þeim gögnum.
Við þessu brást ríkisstjórnin á fundi
sínum 27. febrúar þegar hún sam-
þykkti frumvarp þess efnis að téðar
heimildir verði auknar.
Ólafur sagði af því tilefni að með
þessum breytingum væru settar skýr-
ar línur gagnvart þeim stofnunum
sem embættið þarf að eiga samskipti
við. „Við höfum átt í góðu samstarfi
við flesta aðila, en ef það koma upp
vafaatriði eru þau til þess fallin að
tefja starf embættisins og satt best að
segja hef ég ekki of langan tíma á
hendi,“ sagði Ólafur.
Alls engin inngrip
Hvorki eftirlits-
stofnanir, skila-
nefndir gömlu bank-
anna né nýju
bankarnir þrír geta
borið fyrir sig
bankaleynd óski sér-
stakur saksóknari
eftir upplýsingum frá
þeim, verði frum-
varpið að lögum. Það
er nú til meðferðar í
þinginu.
Eva Joly, nýráðinn
ráðgjafi vegna rann-
sókna á efnahags-
brotum sem tengjast
bankahruninu, sagði í
Morgunblaðinu í vikunni
að sérstakur saksóknari
ætti að vera algerlega
sjálfstæður. „Það ættu alls
ekki að vera nein inngrip í störf
hans. Það er mjög freistandi að
reyna að hafa áhrif, beina rannsókn-
inni í aðra átt þegar hún er farin að
nálgast einhvern sem er náinn
manni sjálfum.“
Mannafli embættisins hefur líka
verið til umræðu og Joly segir það
brandara að hann hafi fjóra menn
sér til aðstoðar við rannsóknir mála.
Embættinu er ætlað að vaxa með
umfangi mála. „Ég held að ekki sé
hægt að gera þessa rannsókn með
færri en 20 manns,“ segir hún.
Erfitt að komast
yfir gögn erlendis
Rannsóknarnefnd Al-
þingis hefur líka rekið sig á
veggi við störf sín. Þannig
kom fram í Morgunblaðinu
5. mars að nefndin standi
frammi fyrir erfiðleikum við
að afla upplýsinga tím-
anlega frá öðrum löndum.
Nefndin á að skila Alþingi
lokaskýrslu sinni í seinasta
lagi 1. nóvember nk.
,,Þar er ákveðinn vandi
því erfitt er að komast í
gögn erlendis,“ segir Páll
Hreinsson, formaður nefndarinnar.
„Það er Fjármálaeftirlitið sem hefur í
reynd möguleika á að komast í þær
upplýsingar sem þörf er á til þess að
skilja þá fjármálatilflutninga sem áttu
sér stað síðustu vikurnar fyrir fall
bankanna. Sú upplýsingaöflun tekur
hins vegar langan tíma, þannig að
óvíst er að hvaða marki hún mun
gagnast í störfum nefndarinnar.
Ekki er víst að það komi að sök við
að rækja það hlutverk nefndarinnar að
draga upp heildarmynd af meg-
inorsökum fyrir falli bankanna. Á hinn
bóginn verður að ætla að slík gagna-
öflun sé nauðsynleg við lögreglurann-
sókn á ákveðnum málum.“
Við þetta má bæta að Gylfi Magn-
ússon viðskiptaráð-
herra mælti 3. mars
fyrir frumvarpi um
breytingu á lögum um
opinbert eftirlit með
fjármálastarfsemi,
sem Fjármálaeftirlitið
(FME) starfar eftir.
Þar er breytingin sú
að stofnunin megi
birta opinberlega nið-
urstöður sínar úr mál-
um. Þingmenn fögn-
uðu því frumvarpi og
sögðu óþarfa dulúð
hafa einkennt starf stofnunarinnar.
Gylfi flutti líka frumvarp um breyt-
ingar á ýmsum lögum er varða fjár-
málamarkaðinn, þar sem stærsta
breytingin er ákvæði um að falla megi
frá sektarákvörðun, ef sektarþoli er
fyrstur til að veita upplýsingar eða
gögn í máli.
ð?
Skrifborðið Umfjöllun Morg-
unblaðsins 1. febrúar sl.
mildir
knara?
saksóknara
ahagsbrota-
stjóra sem
ringumstæðum
sakamála á
Rannsóknar- og
mbættisins taka
fnahags,- auðg-
ota, þar með talin
uð hafa verið af
jóra ríkisins,
inu eða Fjármála-
þær stofnanir hafa
Hvert er hlutverk
rannsóknarnefndar Alþingis?
Nefndin hefur það hlutverk að
rannsaka aðdraganda og orsakir
falls íslensku bankanna 2008 og
tengdra atburða. Þá skal nefndin
leggja mat á hvort um mistök eða
vanrækslu hafi verið að ræða við
framkvæmd laga og reglna um
fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit
með henni og hverjir kunni að bera
ábyrgð á því. Henni er ekki ætlað
að annast sakamálarannsókn á
ætlaðri, refsiverðri háttsemi í að-
draganda og í tengslum við fjárþrot
fjármálafyrirtækjanna.
uð einkahlutafélaga sem fengu sérstaka þjónustu
við Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóra í
að þar kæmu meðal annars við sögu menn sem
E lét skilanefndir gömlu bankanna skipa endur-
innan bankanna, en starfsmenn FME skoðuðu
í aðdraganda hrunsins. Mörg atriði eru enn til
knari vegna bankahrunsins, sagði daginn eftir
æðis af hálfu síns embættis, en að hann hvetji
ýsingum sem geti leitt til ákæru. Um sérmeðferð
ir Ólafur að hafi fyrrnefnd endurskoðendateymi
ri þeirra komi það inn á hans borð.
Viðskiptaráðuneytið ætlarað koma umkvörtunum
Réttlætis – hópsins sem tapaði
á peningamarkaðsbréfum
Landsbankans, til sérstaks
saksóknara vegna
bankahrunsins, Ólafs Þórs
Haukssonar. Þetta fullyrti Ómar
Sigurðsson fulltrúi hópsins í
Morgunblaðinu 28. febrúar.
Fjármálaeftirlitin á Íslandi (FME) og í Bretlandi(FSA) framkvæmdu athugun á því hvort fjármagn
hefði verið flutt með óeðlilegum hætti frá Kaupþing
Singer&Friedlander og heim til móðurbankans í
vikunni áður en hryðjuverkalögum var beitt gegn
Íslandi, skv. heimildum Morgunblaðsins.
Niðurstaða þeirrar athugunar var að svo hefði
ekki verið. Bresk yfirvöld grunuðu Kaupþing um
slíka fjármagns-flutninga en gátu ekki sýnt fram á
að þeir hefðu átt sér stað umfram það sem leyfilegt
var. Stuðlaði þetta að því að Bretar beittu hryðju-
verkalögum gegn Íslandi?
Rannsóknarnefnd Alþingisum bankahrunið hefur
kallað eftir upplýsingum
um stjórnendur fjölmiðla og
blaðamenn sem fjallað hafa
um aðdraganda og hrun
efnahagskerfisins.
Ásíðustu árum hafa komið upp mörg tilvik í íslenskuviðskiptalífi þar sem íslensku bankarnir þrír sem nú eru
fallnir, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing, lánuðu viðskiptavinum
sínum til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum. Finn Østrup,
prófessor í lögfræði við Copenhagen Business School (CBS), sagði
í Morgunblaðinu 7. mars að hann liti svo á að lán danskra banka
til kaupa á bréfum í bönkunum sjálfum væru brot á dönskum
lögum. Íslensk löggjöf er ekki skýr hvað varðar lán banka fyrir
kaupum á bréfum í honum sjálfum. Viðskiptaráðherra kveðst gera
fastlega ráð fyrir því að lánveitingar til kaupa á bankabréfum
verði rannsakaðar.
Íapríl 2008 var tekin ákvörðun um aðgreiða 13,5 milljarða króna út í arð til
stofnfjáreigenda Byrs. Arðurinn var
greiddur út í ágúst 2008.
Hagnaður af rekstri Byrs á árinu 2007
var 7,9 milljarðar króna samkvæmt sam-
stæðuársreikningi ársins 2007. Því var
greidd út 5,6 milljörðum hærri arðgreiðsla
til stofnfjáreigenda en sem nam hagnaði
þess árs. Arðgreiðslan var greidd úr
svokölluðum varasjóði, sem allt þar til á
síðasta ári var haldið sérstaklega til haga
í bókhaldi sparisjóðanna og ekki talin
eign stofnfjáreigenda. Lög reisa sérstakar
skorður við því að arður sé greiddur af
eigin fé sparisjóða.
Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum samtals478 milljarða króna, samkvæmt lánabók Kaupþings. Um er að ræða
lán til Ágústs og Lýðs Guðmundssona, Ólafs Ólafssonar, Roberts Tchenguiz
og félaga í þeirra eigu. Þetta kom fram í Morgunblaðinu 7. mars.
Lánin voru ýmist veitt þeim sjálfum, íslenskum fyrirtækjum sem þeir
áttu eða eignarhaldsfélögum í Hollandi og á Tortola-eyju. Um er að ræða
stöðu útlána 30. júní 2008, þremur mánuðum fyrir hrun bankans. Lánin
eru gengisbundin og flest veitt í gegnum Lúxemborg og London. Séu
lánin umreiknuð miðað við stöðu krónunnar í dag eru þetta lánveitingar
upp á rúmlega 573 milljarða króna. Upphæð lánanna fékkst staðfest hjá
Kaupþingi. 9. mars greindi Morgunblaðið frá því að háar lánveitingar frá
öllum föllnu bönkunum þremur væru til skoðunar hjá FME. Stærstu
eigendur Straums Fjárfestingarbanka virðast líka hafa fengið há lán, að
því er fram kom á fundi efnahags- og skattanefndar Alþingis 11. mars
þar sem fjallað var um yfirtökuna á Straumi og stöðu fjármálakerfisins.
Bankastjórar, ráðherrar ogaðrir þeir sem aðild áttu
að atburðum sem leiddu til
falls bankanna í október í fyrra
verða kallaðir til skýrslutöku
hjá rannsóknarnefnd Alþingis
um bankahrunið um miðjan
þennan mánuð. Þetta upp-
lýsti Páll Hreinsson, formaður
nefndarinnar, í samtali við mbl.
is 28. febrúar.
Fram kom á Stöð 2 4.mars að lögfræðingar
teldu að forsvars-
menn Kaupþings og
endurskoðendur, KPMG,
hefðu gerst sekir um að
fegra stöðu bankans í
ársreikningum með því
að færa ekki sem tap í
bækur bankans afskriftir
vegna skuldabréfa.
‘‘VIÐ ÆTLUM ÞVÍLÍKA AÐ VINNABUG Á AÐ VERIÐSÉ AÐ TVÍ- EÐA
ÞRÍVINNA VERK.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009