Morgunblaðið - 15.03.2009, Side 17

Morgunblaðið - 15.03.2009, Side 17
Dance Festival árið 2005, þá nýút- skrifuð. Engin var hátíðin árið eftir en Steinunn var einn af skipulegg- endum hátíðarinnar 2007. „Þá skipu- lögðum við alveg frábæra hátíð sem varð sú stærsta sem hafði verið hald- in.Við fengum styrk úr leiklistarráði það árið. Mörg ný dansverk voru frumsýnd á hátíðinni.“ Hún segir að hátíð sem þessi blási lífi í dansheiminn og dansarasam- félagið hafi tekið höndum saman. Þrír erlendir gestir mættu á hátíð- ina, sem allir velja danssýningar inn í leikhús og hátíðir og segir Steinunn það hafa haft mikið að segja. Þetta voru John Ashford frá London, Lau- rie Uprichard, sem starfar nú í Du- blin og Guy Guypens frá Brussel. „Vegna þess að við buðum þessu fólki til okkar fengu nokkrar sýn- ingar, sem frumsýndar voru á hátíð- inni, framhaldslíf,“ segir hún en fólk- ið er allt virt á sínu sviði. Á meðal verkanna sem lifðu áfram var Crazy in Love with Mr. Perfect eftir Steinunni og Brian. Í kjölfarið var þeim boðið að sýna verkið víða næsta árið, m.a. í London, Dublin og New York. Steinunn og Brian voru tilnefnd til Grímunnar fyrir verkið. „Það var frábært að fá þetta fólk til landsins, þau höfðu öll á orði hvað það væri mikill kraftur í fólkinu hérna og gert mikið úr litlu.“ Trílógía um ást og kynlíf Núna þarf að gera mikið úr enn minna en hátíðin hefur ekki fengið styrk frá leiklistarráði síðastliðin tvö ár. „Planið er að halda Reykjavík Dance Festival fyrstu helgina í sept- ember. Sú hátíð verður haldin fyrir ekki neitt. Við engum engan pening, en ætlum samt að halda hátíð og það ætla allir að gefa vinnu sína. Við gef- umst ekki upp.“ Verkin Crazy in Love with Mr. Perfect, Love Always, Debbie and Susan og The Butterface eru trílógía um ást, sambönd og kynlíf. Af hverju þetta umfjöllunarefni? „Mér finnst bara allt í lífinu snúast um ástina. Hún spilar svo stórt hlut- verk í lífi manns, hvort sem þú hefur hana eða ekki. Hún hefur svo mikil áhrif á líðan okkar og hvernig við högum okkur. Við erum alltaf að velta okkur uppúr ástinni. Ástin er lífið.“ ástarinnar 17 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 HVAÐA skoðun skyldi Steinunn hafa á stöðu og stefnu nútímadans á Íslandi? „Við erum rosalega aftarlega á merinni miðað við nágrannalöndin. Við erum tíu, tutt- ugu árum á eftir að vissu leyti. Ekki endilega í því sem við erum að skapa og gefa frá okkur heldur hvað um- gjörðina varðar.“ Hún minnir á að hefðin fyrir nútímadansi sé ekki löng hérlendis. „Nútímadansinn er svona eins og unglingur. Við erum á unglingsárunum og gífurlega mikilvægt að móta okkur rétt þannig að við getum tekist á við lífið framundan.“ Hvað vildi hún þá helst sjá breytast? „Við höfum enga aðstöðu því hér er ekkert leikhús sem er sérstaklega ætlað undir dans. Íslenski dansflokkurinn er með að- stöðu í kjallaranum hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem segir sína sögu um viðhorfið. Hvað styrkjakerfið varðar erum við sett undir sama hatt og leiklistin. Hér er enginn sjóð- ur sérstaklega ætlaður dönsurum.“ Hún bendir á að dansarar og danshöfundar geti sótt um styrki hjá leiklistarráði fyrir uppfærslu á nýjum sviðsverkum en í ár hafi aðeins eitt dansverk hlotið styrk. Ennfremur segir hún að enginn dansari eða dans- höfundur hafi fengið listamannalaun þetta árið. Mikil þörf er á sérstöku danshúsi hérlendis, ítrekar Steinunn. „Við þurfum að hafa einhvern samastað, mið- stöð fyrir dansara og danshöfunda. Þar ætti að vera hægt að mæta í stúdíó til að dansa og setja upp litla sýningu með minni fyrirhöfn en nú er. Við verðum að hafa einhverja umgjörð til þess að halda utan um danssamfélagið, þannig getum við haldið nýsköp- uninni og þróun listdansins hér á landi gangandi. Annars stöðnum við bara!“ Er í stjórn Fíld Af þessu tilefni hefur Félag ís- lenskra listdansara (Fíld) látið vinna fyrir sig skýrslu um dans- hús, af hverju það vantar og hvað þarf til. Steinunn er einmitt í stjórn Fíld, hún gegnir stöðu ritara. Steinunn telur að sú miðstöð sem danshús getur verið hefði breytt heilmiklu fyrir sig þegar hún var að flytja heim. „Þegar ég flutti heim vissi ég ekkert hvert ég ætti að fara. Ég hafði aldrei verið í Listdansskólanum, ég þekkti enga dansara, ég þekkti engan í Dansflokknum. Eng- inn vissi hver ég var,“ segir Steinunn sem tókst þó að sanna sig uppá eigin spýtur. Hún segist stundum verða vör við það viðhorf að dansarinn eigi að láta sér nægja gleðina við að vinna við áhugamálið. En raunin sé sú að margir dansarar sem hafi til dæmis menntað sig á erlendri grundu sjái sér ekki fært að koma heim til Íslands að vinna þrátt fyrir áhuga, sem er sorglegt því vegna þessa erum við að missa hæfileikaríkt fólk frá okkur.“ Opið fyrir öllum formum Í skýrslunni um danshús segir m.a.: „Stærsta hlut- verk danshúss er að vernda, ögra og sækja fram og taka sér þannig sterka stöðu innan samfélagsins í menning- arlegu og landfræðilegu samhengi. Danshúsið er opið fyrir öllum formum, stílum og ferlum innan listdansins. Danshús er áþreifanlegt rými sem þjónar listdansform- inu og hefur endurnýjun og sveigjanleika að leiðarljósi.“ Síðar er skrifað um danshús sem stoðkerfi: „Danshús hefur það uppbyggilega hlutverk að auðvelda lista- manninum að gera verkefni sín að veruleika undir bestu mögulegu kringumstæðum. Mismunandi starfssvið danshúss bjóða upp á samhengi til end- urspeglunar, sam- anburðar og gagnvirkra hugmyndaskipta og hug- myndatengsla. Þar gefst danslistamönnum tækifæri til þess að helga sig list sinni í samfelldri þróun, skapa sín eigin tækifæri og margfalda fjárfestingu samfélagsins sem öflugir listamenn á alþjóða mælikvarða. Vinna listamanns- ins er þannig aldrei einangruð frá öðrum þáttum dans- samfélagsins.“ VANTAR DANSHÚS Á ÍSLANDI Danspar Steinunn ásamt fé- laganum Brian Gerke á æfingu en myndin er tekin á síðasta ári. Stavanger- línan Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tæki færi í mars Fjöldi annarra girnilegra tilboða! 11.900 7.900 Vandaðir lampar á kostakjörum. Með færanlegum armi og innbyggðum dimmanlegum rofa. Margir litir. Gólflampi – AN19632-xx. Tækifærisverð: kr. stgr. Borðlampi – AN18632-xx. Tækifærisverð: kr. stgr. A T A R N A Norðurlandaráð veitir náttúru- og umhverfisverðlaun í fimmtánda sinn á þessu ári. Verðlaunin eru 350 þúsund danskar krónur. Þema ársins 2009 Umhverfis- og náttúruverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009 eru veitt einkareknu eða opinberu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem sýnt hefur frumkvæði við að hvetja almenning til útivistar og stuðlað að auknum skilningi á mikilvægi náttúr- unnar og fyrir líkamlega og andlega heilsu fólks. Markmið Norðurlandaráðs með þema ársins 2009 er að auka skilning á náttúrunni og beina sjónum að þeim verðmætum sem náttúran hefur upp á að bjóða. Útivist eykur almenna þekkingu okkar á náttúrunni og kennir okkur að meta hana, en bætir jafnframt líkamlega og andlega heilsu. Það er því þörf fyrir fyrirtæki, samtök og einstaklinga sem eru í fararbroddi við að hvetja til útivistar og auka skilning almenn- ings á mikilvægi náttúrunnar og stuðla að betri líkamlegri og andlegri heilsu. Allir geta tilnefnt verðlaunahafa. Í rökstuðningi fyrir tillögunni skal felast greinargóð lýsing á starfi hins tilnefnda, þar með talin lýsing á umfangi þess og gæðum, jákvæðum áhrifum og þátttöku almennings. Einnig skal því lýst nánar í hverju verkefnið felst og hver hafi innt það af hendi. Tillagan skal vera tvö A4-blöð hið mesta og skal vera hægt að fjölfalda hana og rökstuðninginn. Verðlaunahafinn er valinn af dómnefnd sem skipuð er fulltrúum norrænu ríkjanna fimm og sjálfsstjórnarsvæðanna þriggja: Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tillögunni skal skilað á sérstöku eyðublaði sem þarf að hafa borist starfsmönnum dönsku sendinefndarinnar í Norðurlanda- ráði með pósti í síðasta lagi föstudaginn 24. apríl 2009 kl.12:00. Eyðublaðið má sækja á vefsíðu Norðurlandaráðs, www.norden.org, eða á skrifstofu dönsku sendinefndarinnar. Norðurlandaráð Danska sendinefndin Christiansborg DK-1240 København K Sími +45 3337 5999 Fax +45 3337 5964 Netfang: nrpost@ft.dk F í t o n / S Í A Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2009 Páskavörur Páskaeggjamót (5 stærðir) 895 kr. 895 kr. 795 kr. 695 kr. 795 kr. 395 kr. 295 kr. 295 kr. 895 kr. Klappastíg 44 – Sími 562 3614 795 kr. 895 kr. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.