Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 22

Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 22
22 Teiknimyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Þ ótt sjálf Ofurkonan sé tví- mælalaust runnin undan rifjum doktors Williams Moultons Marstons (1893- 1947), er ekki alveg sann- leikanum samkvæmt að eigna honum heiðurinn af lygamælinum eins og oft er gert. Að vísu ekki alveg úr lausu lofti gripið, því Marston, sem var sál- fræðingur og lögfræðingur og oft nefndur femínískur hugmyndafræð- ingur, hannaði nokkurs konar fyr- irrennara lygamælisins. Hans hlutur í tækninni var þróun blóðþrýstings- mælis, sem ásamt öðrum mælingum, t.d. á líkamshita, svita og hjartaslætti, varð um síðir að þeim lygamæli, sem enn er notaður. Marston barðist manna harðast fyrir að dómstólar tækju niðurstöður lygamælisins gildar, en hafði ekki ár- angur sem erfiði. Og þannig standa leikar enn þann dag í dag, þótt nið- urstöðurnar séu viðurkenndar sem vísbendingar. Árið 1938 gaf hann út fræðibókina The Lie Detector Test þar sem hann útskýrði kenningar sín- ar og gagnsemi mælisins. Frægt varð sama ár þegar hann birtist í auglýs- ingu frá Gillette og staðhæfði að lyga- mælirinn sýndi að rakblöð fyrirtæk- isins væru betri en keppinautanna. Umdeildur og með tvær í takinu Rétt eins og lygamælirinn er um- deildur var Marston umdeildur í lif- anda lífi. Fyrir það fyrsta bjó hann með tveimur konum og þegar fram liðu stundir fóru menn að lesa út úr sögunum um Ofurkonuna tilvísanir í kynlífsleiki, sem ganga út á að þátt- takendur bindi hvor annan þannig að annar verður hjálparvana og því gjör- samlega á valdi hins. Ofurkonan kom nefnilega iðulega böndum yfir óvini sína eða þeir yfir hana. Bondage & discipline, eða B&D, eru leikirnir nefndir og mætti kalla ánauð og aga á íslensku. Marston skrifaði Ofurkonuna und- ir dulnefninu Charles Moulton, allt til dauðadags, og ætlaði hana börnum og unglingum. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndablaðinu All Stars Comics í desember 1941, sem DC Comics tók yfir 1944, og hefur síðan lifað góðu lífi í blöðum, sjón- varpsþáttaröðum, tölvuleikjum og bíómyndum, teiknuðum og leiknum. Nýjasta teiknimyndin um ofurkon- una er væntanleg á myndband í Bandaríkjunum í þessum mánuði og ljær leikkonan Keri Russel henni rödd sína. Margar leikkonur hafa sýnt áhuga á að leika ofurkonuna af holdi og blóði í kvikmynd, sem mein- ingin er að frumsýna þar vestra árið 2011. Kate Beckinsale þykir líklegust til að hneppa hnossið, en Sandra Bullock og Catherine Zeta-Jones hafa líka verið orðaðar við hlutverkið. Lynda Carter, sem frægust er fyrir hlutverk ofurkonunnar í sjónvarps- seríu á áttunda áratugnum, hefur lát- ið hafa eftir sér að þær séu allar alltof gamlar. Tvítug, fersk og óþekkt leik- kona væri betur að hlutverkinu kom- in að hennar mati. Sannkölluð sannleikssnara Ofurkona Marstons á rætur í grískri goðafræði, en hún er af sterk- um ættbálki valkyrja í útópíukvenna- ríki í Amazon. Þar er hún kölluð Diana prinsessa, enda dóttir Hippo- lytu drottningar, sem mótaði hana úr leir og töfraði í hana líf. Þegar Diana prinsessa er send til mannheima sem sérstakur erindreki til að berjast gegn illum öflum tekur hún sér nafnið Diana Prince. Á tæpum sextíu ára ferli hefur hún lent í ótrúlegustu ævintýrum og oft komist í hann krappan í viðureign sinni við alls lags illþýði, sem hún berst við af einstöku harðfylgi, en jafnframt gríðarlegum þokka. Hún er enda undurfríð og íturvax- in og ævinlega í glæsilegum en efnislitlum flíkum. Þá er henni margt til lista lagt, því auk þess að vera afburðasterk, ósær- Ofurtrú á ofurk Í HNOTSKURN » William Moulton Marston(1893-1947) fæddist í Clif- tondale í Massachusetts. » Hann útskrifaðist meðB.A. 1915, lögfræðipróf 1918 og doktorsgráðu í sál- fræði 1921 frá Harvard- háskóla. » Eftir kennslu við Banda-ríska háskólann í Wash- ington D.C. og Tufts háskól- ann í Medford í Massachusetts hélt hann til Kaliforníu 1929 og starfaði sem almannateng- ill hjá Universal kvikmynda- verinu í eitt ár. » Marston var kvænturElizabeth Holloway og átti með henni tvö börn. Einnig tvö börn með Olive Byrne, ástkonu sinni. Þau bjuggu öll saman og ólu börnin upp í sameiningu. » Eftir að Marstonlést úr krabba- meini, 54 ára, bjuggu barns- mæður hans saman í fjóra áratugi, eða þar til dauðinn aðskildi þær. Vel tækjum búin Ofurkonan Diana Prince lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Með gullsnöru sinni, sem er hennar sterkasta vopni , knýr hún lygalaupa og hvers lags illþýði til að segja sannleikann. William Moulton Marston Sjónvarpsstjarna Lynda Carter var rúm- lega tvítug þegar hún lék Ofurkonuna í tæplega sex- tíu þáttum á ABC sjón- varpsstöðinni og síðar CBS á áttunda áratugnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.