Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 46

Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 46
46 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Orð dagsins: Andinn opinberast í sér- hverjum til þess, sem gagnlegt er. (I. Kor. 12, 7) Víkverji ber ómælda virðingu fyr-ir björgunarsveitarmönnum sem ætíð eru til taks, boðnir og búnir að stökkva, þegar vá vofir yfir. Fórn- fýsi björgunarsveitarmanna virðast fá ef nokkur takmörk sett, sjálfboðið björgunarstarf er hluti af lífsmunstri fjölda fólks. Síðast í fyrrakvöld og fyrrinótt kom í ljós hversu mikilvægt er að eiga öflugar björgunarsveitir, sem með skömmum fyrirvara koma til aðstoðar þegar eitthvað bátar á. Víkverja finnst þó miður hve margir virðast nota sparlega vitið sem Guð gaf þeim. Að fá af því fréttir að fjöldi fólks hafi lagt í ferðalög á heiðar í vitlausu veðri og ófærð, jafnvel með lítil börn, þykir Víkverja með ólík- indum. Ekki skorti á viðvaranir og hvatningu til landsmanna um að halda sig heima vegna illviðrisspár. Víkverja þykir súrt að sjá að verið sé að ræsa út her björgunarsveit- armanna vegna heimskulegra ákvarðana. Hvað ef alvarleg vá hefði dunið yfir og þurft hefði á björg- unarsveitarmönnunum að halda í annað en snjómokstur og björgun fá- víss fólks af Hellisheiði? x x x Víkverji er sælkeri og viðurkennirþað kinnroðalaust. Kannski má segja að Víkverji sé einum of und- anlátssamur við sjálfan sig, miðaldra bumban ber glöggt vitni um það. En Víkverja er ekki alls varnað. Skyn- semisskot gera endrum og sinnum vart við sig og hollustan ryður óheil- brigðinu frá. Eitt af því sem Víkverja þykir gott að rífa í sig er fiskmeti, þurrkað og þá helst þorskur. Þeim hefur þó fækkað skiptunum sem Víkverji lætur eftir sér þetta lostæti. Og kemur ekki til af góðu. Víkverja liggur við hjartaáfalli í hvert sinn er hann gengur framhjá harðfiskhill- unum í verslunum. Verðmiðinn sýnir tæplega sex þúsund krónur fyrir kílóið af þessu hnossgæti. Þurrkaður þorskur úr sjónum kostar sem sagt næstum helmingi meira en lund af stríðöldum nautkálfi af Suðurland- inu. Hvernig má þetta vera? Víkverji veit að mikið magn af þorski þarf í kílóið af harðfiskinum sem hann get- ur vart án verið en sex þúsund krón- ur kílóið? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 traustur, 8 rennur út, 9 sterk, 10 elska, 11 kappklæðir, 13 endast til, 15 blett, 18 rýrð, 21 greinir, 22 stjórnar, 23 kjánann, 24 skömmustulega. Lóðrétt | 2 óbeit, 3 bjálf- ar, 4 login, 5 reyfið, 6 skinn, 7 gruna, 12 í til- bót, 14 tré, 15 gamall, 16 sjúkdómur, 17 kers, 18 matarsamtíningur, 19 eru í vafa, 20 þyngd- areining. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gifta, 4 gubba, 7 skinn, 8 jafna, 9 sjá, 11 alin, 13 hrun, 14 eflir, 15 traf, 17 ófár, 20 hal, 22 aumka, 23 jólin, 24 torga, 25 fjara. Lóðrétt: 1 giska, 2 feiti, 3 agns, 4 gljá, 5 bifur, 6 afann, 10 julla, 12 nef, 13 hró, 15 trant, 16 armur, 18 fella, 19 renna, 20 haka, 21 ljúf. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ástvinir þarfnast aðstoðar til þess að yfirvinna neikvæðni. Gefðu þér tíma til þess að hugsa málin til enda. (20. apríl - 20. maí)  Naut Eigirðu erfitt með að gera upp hug þinn getur reynst gagnlegt að leita ráða hjá öðrum. Finndu aðila sem hjálpar. Rómantíkin blómstrar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er heillaráð að leggja á ráðin um framtíðina. Líttu á þetta sem tækifæri til að leysa úr gömlum hnútum og byrja með hreinan skjöld. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þarft ekki að gala upp á hæsta hól til þess að koma skilaboðum til fólks. Ekki láta deigan síga og láttu ekki spilla fyrir þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú munt á einhvern hátt vekja at- hygli annarra í dag. Farðu í göngutúr eða út að skokka og fáðu ferskt loft í lungun. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Öll samskipti ganga nú hratt fyrir sig svo þú verður að vera á tánum ef þú ætlar að fylgjast með. Svo virðist sem þér hafi tekist að finna það form, sem hentar þér best í leik og starfi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Góður ásetningur sigrar alltaf þann slæma, auk þess sigrar ástin að lokum. Samræður taka að líkindum nokkuð á. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er engin spurning að sér- stakrar þolinmæði er þörf við þína nán- ustu. Gættu þess þó að þú missir ekki yf- irsýn yfir starfið því þá fer botninn úr öllu saman. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er góður siður að hafa blað og blýant við höndina og skrifa niður það sem manni dettur í hug. Láttu ekki rugl- inginn í kringum þig hafa áhrif á starf þitt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er engin ástæða að draga sig í hlé þótt hugmyndir þínar slái ekki í gegn. Vertu með svörin við algengum spurningum á reiðum höndum og þá er allt klárt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Satt er að flestu fólki líkar við aðra sem hugsa líkt og þeir. Til allrar hamingju ert þú yfirleitt nokkuð verald- arvanur og sérð í gegnum blekkingar. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Farðu þér hægt í þeim fjárfesting- arplönum, sem þú ert að hugsa um. Kauptu blóm til þess að lífga upp á heim- ilið. Stjörnuspá 15. mars 1905 Bæjarsíminn í Reykjavík var formlega opnaður með því að leikið var á fiðlu í símann. Þá höfðu fimmtán símar verið tengdir. Framkvæmdir voru á vegum Talsímafélags Reykja- víkur en þegar Landsíminn tók við rekstrinum sjö árum síðar voru á fjórða hundrað talsímar í bænum. 15. mars 1919 Þrumuveður gerði í Reykja- vík, hið mesta sem menn mundu eftir. Eldingu laust niður í loftnet loftskeytastöðv- arinnar. Senditæki stöðv- arinnar eyðilögðust en mót- tökutækin skemmdust lítið. Einnig skemmdu eldingar götuljósker og fleira. 15. mars 1978 Sprenging varð í ratsjár- flugvél frá varnarliðinu skömmu fyrir flugtak á Kefla- víkurflugvelli. Tuttugu manna áhöfn bjargaðist naumlega. 15. mars 1983 Litlu munaði að farþegaþota frá Arnarflugi og herflugvél lentu í árekstri skammt vestan við Vestmannaeyjar. Herflug- vélin hafði farið út fyrir sitt svæði. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Sudoku Frumstig 2 6 6 9 5 3 3 7 6 2 1 5 8 7 5 8 6 2 2 3 7 1 4 5 8 6 9 1 3 7 5 4 7 5 2 8 7 1 6 6 3 8 7 6 4 2 1 9 4 8 1 4 7 5 6 9 3 5 2 1 8 8 3 3 7 6 5 3 6 8 5 1 9 4 8 3 6 2 7 5 8 5 7 4 2 9 6 3 1 2 6 3 5 7 1 8 9 4 5 1 6 9 4 3 7 2 8 9 4 2 7 8 5 1 6 3 3 7 8 6 1 2 5 4 9 4 2 1 3 6 8 9 5 7 6 3 5 1 9 7 4 8 2 7 8 9 2 5 4 3 1 6 8 7 5 2 3 1 4 9 6 1 6 3 9 4 7 2 8 5 9 4 2 8 6 5 1 3 7 7 5 8 1 9 6 3 4 2 4 2 1 7 8 3 5 6 9 6 3 9 4 5 2 7 1 8 3 8 6 5 7 4 9 2 1 2 9 7 3 1 8 6 5 4 5 1 4 6 2 9 8 7 3 6 1 4 7 2 9 3 5 8 5 8 9 3 4 6 1 2 7 7 2 3 1 5 8 9 4 6 9 6 8 2 3 7 5 1 4 1 4 7 6 9 5 8 3 2 3 5 2 4 8 1 7 6 9 2 7 5 8 1 4 6 9 3 8 3 1 9 6 2 4 7 5 4 9 6 5 7 3 2 8 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 15. mars, 74. dag- ur ársins 2009 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. O-O d6 8. c4 Rc6 9. Rc3 Rf6 10. Be3 b6 11. Rd4 Re5 12. Be2 Bb7 13. Da4+ Kf8 14. f3 h5 15. Rd1 Rfd7 16. b4 g5 17. Rf2 Bf6 18. Db3 Rg6 19. Hfd1 De7 20. a4 Be5 21. a5 g4 22. axb6 gxf3 23. Bxf3 Rh4 24. Ha2 Hg8 25. Kh1 Df6 26. Rh3 Rxf3 27. Rxf3 Bxe4 28. Rhg5 Df5 29. Rxe4 Dxe4 30. Dd3 Dxd3 31. Hxd3 Hg4 32. b5 a5 Staðan kom upp í efstu deild þýsku deildarkeppninnar fyrir skömmu. Þýski stórmeistarinn Thomas Luther (2.536) hafði hvítt gegn hollenska koll- ega sínum Daniel Stellwagen (2.612). 33. c5! Hb4 34. b7 Hb1+ 35. Bg1 He8 36. c6 Rc5 37. Rxe5 dxe5 38. b8=D! Hxb8 39. c7 He8 40. Hd8 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þögli maðurinn. Norður ♠ÁG86 ♥ÁKG8764 ♦6 ♣4 Vestur Austur ♠3 ♠D952 ♥1032 ♥5 ♦KD1084 ♦32 ♣DG76 ♣K109853 Suður ♠K1074 ♥D9 ♦Á9753 ♣Á2 Suður spilar 7♠. Norður vakti hæversklega á 1♥ og suður sagði jafn kurteislega 1♠ á móti. Það svar kom norðri í opna skjöldu og hann tók sér nú mjög góða tíma í næstu sögn. Hinir þrír við borðið þótt- ust vita að eitthvað mikið væri í aðsigi, en vildu ekki reka á eftir norðri svo hann gerði ekkert í fljótræði. Loks kom sögnin: 4♣, splinter. Suður sagði 4♦ og vestur doblaði. Framhaldið var á tilfinninganótum, en þegar sögnum lauk í 7♠ lá fyrir að allir ásarnir væru til staðar. Um önnur lykilspil var ekki vitað fyrir víst. Glaðhlakkalegur að vanda, kom vestur út með ♦K. Tromp- drottninguna þarf að finna og líkur á því eru „50-50“, svo að vonbrigði aust- urs voru skiljanleg þegar sagnhafi tók umsvifalaust á ♠Á og lét gosann rúlla. „Af hverju?“ spurði austur. „Þú lést þig hverfa,“ var svarið. HILDUR Marín Andrésdóttir, menntaskólanemi, er tvítug í dag. Hildur er fædd og uppalin á Akureyri, flutti suður til Reykjavíkur 16 ára gömul, en hefur ennþá sterkar taugar norður. Hún stundar nám á náttúrufræðibraut Mennta- skólans í Hamrahlíð samhliða því sem hún æfir handbolta af miklu kappi með Gróttu. Handboltinn tekur mestan hennar frítíma enda eru æfingar 6 sinnum í viku og oftar en ekki keppni á laug- ardögum. Hún á því erfitt um vik að fara í heim- sóknir á æskuslóðirnar jafnoft og hún vildi, en skreppur þó norður þegar hún getur. Þótt Hildur eigi afmæli í dag hyggst hún ekki halda upp á það fyrr en næstu helgi. Þá ætlar hún að blása til veislu fyrir vinina á Café Oliver og segist engar áhyggjur hafa af því að verða þreytt um kvöldið þrátt fyrir að fyrr um daginn sé keppni í handboltanum enda er hún alvön svoleiðis púsluspili. Afmælisdagurinn í dag verður þó ekki alveg veislulaus því hún ætlar að bjóða fjölskyldunni í kaffi til að halda upp á stórafmælið, en eins og alvöru afmælisbarni sæmir fær hún sjálf að eiga frí frá mesta veseninu. „Ég er náttúrulega alveg óhæf í eldhúsinu, þannig að mamma og pabbi sjá alveg um að baka,“ segir Hildur og hlær. una@mbl.is Hildur Marín Andrésdóttir, nemi, tvítug Handboltinn á huginn allan Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Guðrún Mar- grét Pálsdóttir, formaður ABC barnahjálpar, verður fimmtug í dag, sunnudag- inn 15. mars. Hún tekur á móti vinum, ætt- ingjum og sam- starfsfólki á heimili sínu á afmæl- isdaginn. Þeim sem vilja gleðja Guðrúnu er bent á neyðarsjóð ABC barnahjálpar, reikningsnúmer 1155-15-41411, kt. 690688-1589. 50 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.