Morgunblaðið - 15.03.2009, Side 31

Morgunblaðið - 15.03.2009, Side 31
Verði alvarlegt mengunar- slys við Ísland er útilokað að stjórnvöld ráði ein við björgun Hætta á hryðjuverkaárás telst lítil. Ísland er ekki ofar- lega á neinum hryðjuverkalista Farsóttir eru þverþjóðleg hætta sem getur skollið á Íslandi án mikils fyrirvara Smygl og sala á fíkniefnum hefur ýtt undir samtaka- myndun meðal afbrotamanna Á hættumatsskýrslan fyrir Ís- land, sem kynnt var í vik- unni, markar talsverð tímamót. Í fyrsta sinn fer fram á vegum íslenzkra stjórnvalda sjálfra heild- stætt mat á öryggishags- munum landsins og mögu- legum hættum, sem að þeim steðja. Skýrslan var unnin af hópi fólks með margvíslega reynslu og þekkingu á viðfangsefninu. Áður en lengra er haldið, er rétt að halda því til haga að ritstjóri Morgunblaðsins var einn nefndarmanna. Um áratugaskeið létu íslenzk stjórnvöld Bandaríkjunum eftir að meta öryggishagsmuni Íslands og þörf fyrir varnarviðbúnað hér á landi. Íslendingar komu sér ekki upp sjálfstæðri þekk- ingu eða getu til greiningar á öryggisumhverfi landsins. Viðbúnaður varnarliðs Bandaríkja- manna fólst fyrst og fremst í hefðbundnum her- vörnum. Alltof lengi, líka eftir að í alþjóðlegum umræðum um öryggismál voru menn farnir að víkka öryggishugtakið og gefa gaum nýjum ógn- um, snerust umræður um varnar- og öryggismál á Íslandi að mestu leyti um þessar hefðbundnu varnir og tvíhliða samstarfið við Bandaríkin. Það var þannig þversögn að í ríki, sem aldrei hefur átt eigin her, snerist umræðan að miklu leyti um hernaðarþátt öryggismála. Í áhættumatsskýrslunni er dregin upp allt önnur og breiðari mynd af öryggismálum Ís- lands. Hernaðarógn er vissulega einn þeirra þátta, sem teknir eru inn í myndina, en er ekki lengur aðalatriðið. Draga má þá ályktun af skýrslunni að viðbrögð við öðrum hættum en hernaðarógn séu brýnni og nærtækari. Þar má nefna viðbrögð við efnahagshruni eins og því, sem nýlega dundi yfir, umhverfisógnum, farsótt- um, hryðjuverkastarfsemi, skipulagðri glæpa- starfsemi, mansali, útlendingahatri, netárásum, hruni orku- eða fjarskiptakerfa og matvæla- skorti, svo nokkur atriði séu talin. Í skýrslunni er að finna fjölmargar ábendingar starfshópsins um það hvernig bæta megi viðbúnað og við- bragðsáætlanir til að treysta öryggi Íslands og ís- lenzku þjóðarinnar á breiðum grunni. Fjármálahrun og efnahagsvarnir Framan af starfstíma starfshópsins var öryggi fjármálakerfisins ekki sérstaklega ofarlega á blaði, enda var það ofmetið, hér á landi sem ann- ars staðar. Högginu, sem kom í byrjun október með hruni fjármálakerfisins, má líkja við árás, sem svipti fjölda fólks persónulegu öryggi og lífsafkomu. Enda þurfti nefndin að umskrifa kaflann um fjármálaöryggi. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar hafi verið mjög illa undir fjármálakreppuna búnir. Endurskoða verði tengda áhættuþætti þegar staða nýs bankakerfis og efnahagslífsins í heild verði orðin skýrari. Starfshópurinn bendir á að það var ekki eingöngu bankahrunið sjálft, sem skaðaði íslenzka hagsmuni, heldur einnig við- brögðin við því, bæði hér á landi og erlendis. Þannig hafi setning neyðarlaganna komið í veg fyrir áhlaup innlendra innistæðueigenda á bankakerfið. „Hins vegar leiddu þau til áhlaups erlendra lánveitenda á aðra íslenska skuldara. Ástæðan var sú að þau skertu verulega réttindi og getu erlendra lánveitenda til að endurheimta lán sín hjá íslensku bönkunum,“ segir í skýrsl- unni. „Þannig skapaðist mikið vantraust á ís- lensku lagaumhverfi og réttarfari. Í kjölfar setningar neyðarlaganna og þjóðnýtingar Glitn- is og Landsbankans ákváðu bresk stjórnvöld að beita hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans og taka síðan yfir Kaupþing Sin- ger & Friedlander. Sú ráðstöfun var réttlætt með þeim rökum að verið væri að standa vörð um breska efnahagskerfið. Bretar höfðu metið það svo að íslensk stjórnvöld hygðust ekki bæta innistæðueigendum Icesave-reikninga Lands- bankans tap sitt.“ Þannig bendir nefndin á að orðspor Íslands erlendis hafi beðið hnekki. „Þessi áhættuþáttur var stórlega vanmetinn. Engar viðbragðsáætl- anir voru um hvernig bregðast ætti við afleið- ingum fjármálakreppu eða annars konar áföll- um á erlendri grund,“ segir starfshópurinn. Í skýrslunni eru færð rök fyrir því að talsvert hafi vantað upp á efnahagsstjórnina hér á landi, Seðlabankinn hafi verið veikburða og mikill misbrestur hafi orðið á framkvæmd eftirlits með bönkunum. Fullyrða megi að tengsl eft- irlits- og fjármálastofnana hafi verið of náin. Fjármálaeftirlitið hafi verið undirmannað miðað við stærð bankakerfisins. Embætti efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra sé vanmáttugt og spyrja megi hvort dómstólar ráði við flókin mál varðandi fyrirtækjarekstur og fjármál. Með öðrum orðum var Ísland vanbúið undir fjár- málakreppu og margir veikleikar í kerfinu, sem átti að verja okkur fyrir slíku áfalli. Starfshópurinn segir að treysta verði pen- ingamálakerfi Íslands í kjölfar gjaldeyris- kreppunnar, sem landið gengur nú í gegnum. Einn kosturinn sé aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru þegar skilyrði skapist til þess. Ekki sé þó víst að aðild að myntbandalagi leiddi endilega til þess að markmið um stöðugra verðlag, lægri vexti og afnám verðtryggingar næðust. Verðbólgan í aðildarríkjum EMU sé mismunandi og fjármálakerfi misstöðug. Þá geti sveiflur í atvinnustigi komið í stað sveiflna í verðbólgu og kaupmætti. „Hins vegar hefði bankakerfið haft mikið gagn af EMU áður en það hrundi. Þörfin er ekki eins brýn í nýja bankakerfinu sem er rík- isrekið og mun smærra. En Ísland kæmist inn á sameiginlegan fjármálamarkað ESB og innlend fyrirtæki hefðu þá aðgang að fjármagni í eigin mynt,“ segir í skýrslunni. „Þótt bankarnir hafi valdið miklu tjóni eru þeir líka lykillinn að end- urreisn og viðgangi atvinnulífsins. Nú er hins vegar traust og trúverðugleiki innlendra stofn- ana og fyrirtækja í lágmarki á erlendum láns- fjármörkuðum. Því þarf að leggja áherslu á að bæta samskiptin við erlenda banka til að koma í veg fyrir að málsóknir og fjármagnsþurrð hamli endurnýjun efnahagskerfisins og leiði til ein- hæfs atvinnulífs með ofuráherslu á sjávarútveg og landbúnað og til landflótta. Reynslan nú hef- ur staðfest að alþjóðavæðing fjármálamarkaða, vörumarkaða og vinnumarkaðs krefst einnig al- þjóðavæðingar stofnana þjóðfélagsins.“ Í hnotskurn má segja að varnirnar gegn svip- uðu áfalli í framtíðinni liggi í því að horfast í augu við að fjármálakreppur eru alþjóðlegar og varnirnar gegn þeim þurfa líka að vera alþjóð- legar. Ísland þarf að taka þátt í alþjóðlegum eft- irlitsstofnunum, notast við erlendan gjaldmiðil og styðjast við alþjóðlegt regluverk til að geta varizt fjármálakreppum. Áhættumatsskýrslan bregður ljósi á að þetta er hluti af því að tryggja öryggi almennings á Íslandi. Horft heildstætt á öryggismálin Í viðauka við áhættumatsskýrsluna sem Valur Ingimundarson, formaður starfshópsins, tók saman kemur fram að þrátt fyrir herleysið koma tugir stofnana og samtaka að öryggis- og varnarmálum hér á landi. Gerð er grein fyrir þessum hluta skýrslunnar í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Þar kemur ennfremur fram að á síðasta ári var varið um 20 milljörðum króna til öryggismála á Íslandi. Í samtali við Val Ingi- mundarson kemur fram að skýrsluna megi nota til að nálgast öryggismál með heildstæðari hætti en áður hafi verið gert og vekja athygli á samþættingu og innbyrðis tengslum öryggis- mála. Hún geti þannig orðið að liði við að ákveða hvert fjármunir verði veittir og í hvaða verkefni. Í ábendingum starfshópsins segir meðal ann- ars: „Mikilvægt er – sérstaklega í ljósi fjár- málakreppunnar – að nýta sem best þá fjármuni sem varið er til öryggis- og varnarmála. Því er mælt með að samstarf stofnana sem sinna ör- yggis- og varnarmálum verði eflt og komið í veg fyrir skörun á verksviðum þeirra. Þannig mætti tryggja samlegðaráhrif og stuðla að hagkvæmni í nýtingu opinberra fjármuna. Það væri auk þess í samræmi við ríkjandi hugmyndafræði í öryggismálum annarra ríkja sem gengur út á að samþætta atriði sem lúta að öryggis- og varn- armálum.“ Áhættumatsskýrslan getur vonandi stuðlað að því að stjórnvöld horfi heildstætt á öryggis- málin og stuðli að því að gæta megi öryggis landsins með hagkvæmari hætti. Í þeim sparn- aði í ríkisfjármálunum, sem nú blasir við, liggur beint við að reyna að spara peninga með auknu samstarfi. Bent hefur verið á möguleika á sam- starfi Varnarmálastofnunar og Flugstoða ann- ars vegar og Landhelgisgæzlunnar hins vegar. Slíkt samstarf er miklu nærtækara en sá kjána- legi stofnanarígur milli t.d. Gæzlunnar og Varn- armálastofnunar, sem komið hefur fram meðal annars hér á síðum blaðsins að undanförnu. Loftrýmisgæzlan í samhengi Þegar horft er á 20 milljarða kostnað við örygg- ismál á Íslandi komast umræður um kostnaðinn við loftrýmisgæzluna, sem bandalagsríki okkar í NATO sjá um í samstarfi við íslenzk stjórnvöld, í annað ljós. Sá kostnaður, sem Ísland ber af eft- irlitinu er hverfandi í samanburði við raunveru- legan kostnað við eftirlitið, en hann bera banda- lagsríkin að langmestu leyti. Þótt hernaðarógn steðji ekki að Íslandi, er ekki ástæða til að af- leggja loftrýmisgæzluna – ekki frekar en í öðr- um NATO-ríkjum, sem telja ekki fremur en Ís- land að þeim sé hætta búin af hernaðarárás. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skautaði nokkuð létt yfir niðurstöður áhættu- matsnefndarinnar þegar hann sagði hér í blaðinu að hann skildi skýrsluhöfunda þannig að „þeir leggi ekki mikla áherslu á mikilvægi loft- rýmisgæslu til landvarna heldur frekar til að halda tengslum við NATO“. Í skýrslunni er það dregið fram sem eitt af markmiðum loftrýmisgæzlunnar að styrkja samskipti við önnur NATO-ríki en Bandaríkin. Þar er jafnframt fjallað um að sérstaða Íslands sem herlauss aðildarríkis NATO hafi laðað fram tvö sjónarmið; annars vegar að Ísland muni allt- af skipta máli á spennu- eða átakatímum vegna legu landsins og því sé höfuðatriði að Íslend- ingar axli meiri ábyrgð á eigin landvörnum og hafi bolmagn til að eiga samstarf við önnur NATO-ríki. „Stuðningur við loftrýmisgæslu og aukin þátttaka í hermálasamstarfi NATO sé viðleitni til að koma til móts við það viðhorf.“ Hins vegar er fjallað um það sjónarmið að það eigi nú að vera forgangsverkefni að skjóta stoð- um undir aðra öryggisþætti en hefðbundnar landvarnir, til dæmis sem snúi að öryggi sam- félags og grunnvirkja, í ljósi þess að ekkert gefi ástæðu til að óttast spennu eða hernaðarátök á okkar svæði í náinni framtíð. Í skýrslunni er ekki gert upp á milli þessara sjónarmiða. Þar er hins vegar ítrekað að það sé stefna NATO að hafa eftirlit með flugumferð herflug- véla með ratsjáreftirliti og flugsveitum ef þurfa þykir. Það hafi verið í samræmi við þá stefnu, sem íslenzk stjórnvöld höfðu frumkvæði að slíku eftirliti hér á landi og að NATO féllst á þá beiðni. Ekki bara ein skýrsla Í skýrslu áhættumatsnefndarinnar segir að miklu skipti að uppfæra reglulega áhættumats- skýrslur í ljósi tíðra breytinga á sviði öryggis- mála og er bankahrunið nefnt sem dæmi um hversu hratt vægi áhættuþátta geti breytzt. „Þá þyrfti að vera unnt að nálgast upplýsingar, greiningar, áhættumatsskýrslur og við- bragðsáætlanir hinna ýmsu stofnana með mið- lægum hætti til að auðvelda samræmd viðbrögð við hættuástandi,“ segir í skýrslunni. Þetta er í samræmi við það, sem Morg- unblaðið hefur lengi lagt til; að komið verði á fót hér á landi stofnun eða miðstöð sem færi með rannsóknir og greiningu og aðstoðaði stjórnvöld við stefnumótun í öryggis- og varnarmálum. Slíkar stofnanir eru til í öllum nágrannalöndum okkar og nú, þegar Ísland ber sjálft ábyrgð á öllum sínum vörnum, er tilvist slíkrar mið- stöðvar hér á landi enn brýnni. Boðað var, eftir brottför varnarliðsins, að henni yrði komið á fót en af því hefur ekki orðið. Það verður ekki umflúið að halda áfram því verki, sem hafið er með áhættumatsskýrslunni. Eðlilegast er að koma þessum vettvangi á fót í góðu samstarfi háskólanna í landinu og þeirra stofnana, sem fara með gæzlu öryggis almenn- ings í landinu. Fjölþættir öryggishagsmunir Íslands 31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Reykjavíkurbréf 140309

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.