Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 36

Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 14 M ér er minnisstætt hvernig mér varð við þegar ég heyrði röddina mína í fyrsta sinn. Þá var ég enn ungur, tiltölulega. Það er því orðið nokkuð langt síðan. Ég heyrði til sjálfs mín í útvarpi. Og varð hissa. Auðvitað hafði ég heyrt þessa rödd. Það hafði ég gert daglega síðan ég náði andanum fyrst. Um leið og ég losn- aði úr burðarlið lét ég mig og aðra heyra til mín. Á sama hátt og allir aðrir gera. En samt hafði ég í rauninni aldrei heyrt þessa rödd, ekki eins og hún lætur í eyrum annarra manna. Ég vissi ekki hvernig hún hljómar og hafði aldrei hugsað út í það. Þessi rödd hafði aldrei borist að eyrum mínum eins og aðrar raddir gera. Það sem hún hafði að flytja kom frá mér sjálfum en var öðrum ætlað, ekki mér. Maður skynjar ekki sjálfan sig með skynfærum sínum, eins og það, sem er í kringum mann. Við hlustum ekki á okkur sjálf með eyrunum, skoðum ekki sjálf okkur með augunum. En við lifum okkur sjálf. Öll skynjun verður sjálfs- upplifun, misjafnlega sterk. Og hver maður á sína sjálfs- mynd, meðvitaða og dulvitaða. Hvort sem það var meira eða minna af sjálfum mér, sem ég hafði skilað frá mér með því sem ég sagði hverju sinni, þá var það ég, sem var að tala, ég, sem var að leika á þá strengi huga míns, sem enginn á nema ég og hvergi eru til nema í mér. Aðrir geta komið við þá strengi, snert þá. Það gera menn. Og gera það með ólíkum hætti. Snertingin utan frá getur verið mjúk, mild og ljúf, en líka hörð, köld og grimm. Og allt þar á milli. Hún skilur oftast lítið eftir inni í manni. En stundum mikið, vekur sterkan enduróm, góðan eða miður góðan. En þessir strengir óma ekki innan frá neins staðar, hvergi í allri tilverunni, nema í þessu eina brjósti. Það skynjar mig enginn mennskur hugur innan frá nema minn. Það getur enginn annar. Ég leiddist ekki út í margbrotnar hugleiðingar, þegar ég í fyrsta sinn heyrði röddina mína á líkan hátt og aðrir heyra hana. En ég varð hissa, gott ef ekki eitthvað vonsvikinn. Var röddin mín svona? Var það kannski svo um mig yfirleitt, að ég þekkti mig ekki, var öðruvísi en ég hugði? Kannski ekki eins ágætur og ég hélt? Gat verið að myndin, sem ég bjó til af sjálfum mér, væri allnokkuð ólík þeirri, sem aðrir sjá eða þykjast sjá? Hafði ég kannski vissa, jafnvel sterka hneigð til þess að halda, að rómur og útlit og annað í sköpulagi og fari mínu væri álitlegra en öðrum þótti það vera? Eða það var í raun og veru? Ég er ekki óhræddur um að ég hefði orðið að játa þetta á mig, ef ég hefði gengist undir nærgöngula rannsókn, þegar ég var ungur. Og ekki þori ég að fullyrða að ég sé laus við þetta, þótt gamall sé og hafi lengi verið í sambýli við sjálfan mig. Ég veit ekki um þig. Það er þitt að spyrja og hugsa um það. En ég býst við að við vitum það hvert og eitt að þetta viðhorf til sjálfs sín á rík ítök og djúpar rætur í okkur öll- um. Og það er ekki alvont. Öðru nær. Við verðum að eiga sjálfstraust og sjálfsálit í réttu hófi eða samfara raun- særri sjálfsþekkingu. Það er lífsnauðsyn. En margt er að varast. Svo sem þá tilhneigingu að vilja fegra myndina af sjálfum sér, loka augum fyrir lýtum sín- um eða gera sem minnst úr þeim. Þessu fylgir önnur hneigð varasöm og vond: Að vilja aflaga myndina af öðrum, færa hegðun þeirra til verri vegar, láta skuggana frá öðrum auka glansinn yfir eigin persónu. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en ekki bjálkann í auga þínu? Svo spyr Jesús. Og ekki út í bláinn. Leit og svör Sigurbjörn Einarsson » Við hlustum ekki á okkur sjálfmeð eyrunum, skoðum ekki sjálf okkur með augunum. En við lifum okkur sjálf. Öll skynjun verður sjálfsupplifun, misjafnlega sterk. Og hver maður á sína sjálfs- mynd, meðvitaða og dulvitaða. Pistlar sr. Sigurbjörns Einarssonar, sem Morgunblaðið birti á sunnudögum á síðasta ári, vöktu mikla ánægju meðal lesenda. Um það samdist, milli sr. Sigurbjörns og Morgunblaðsins, að hann héldi áfram þessum skrifum og hafði hann gengið frá nýjum skammti áður en hann lést. 182 fm skrifstofur, 4. hæð, lyftuhús. Móttaka, skrifstofur, fundarherb., opið rými, eldhús, salerni og ræsting. Húsnæði í góðu standi, mjög gott útsýni, tölvu- og símalagnir. Laust 1. mars. Hagstæð leiga. Húsnæðið er án kvaðar um vsk. Upplýsingar gefur Magnús í síma 820 2206. Til leigu Bolholt • Lítið vöruflutningafyrirtæki með örugga vinnu. Ársvelta 45 mkr. EBITDA 15 mkr. Mjög hagstætt verð. • Heildverslun og þjónustufyrirtæki með varahluti fyrir vinnuvélar og bíla. Ársvelta 140 mkr. • Lítið trésmíðaverkstæði. Vel tækjum búið. • Heildverslun með vinsælar gjafavörur. Ársvelta 130 mkr. • Rótgróin bílaleiga í eigin húsnæði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 30 mkr. • Narfeyrarstofa. Glæsilegt veitingahús í eigin húsnæði á besta stað í Stykkishólmi. Góður og vaxandi rekstur. Góður hagnaður. Sjá nánar á www.kontakt.is. • Rótgróin heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 45 mkr. • Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta. • Ein þekktasta og elsta ísbúð borgarinnar. Ársvelta 50 mkr. EBITDA 8 mkr. Í LOK janúar og í byrjun febrúar sl. gerði Capacent Gallup á Íslandi skoð- anakönnun fyrir Sam- tök fjármálafyr- irtækja (SFF) um vátryggingasvik. Í könnuninni var m.a. spurt um vitneskju svarenda um vátrygg- ingasvik og viðhorf til þeirra. Skoðanakönnunin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er hún birt á www.sff.is. Margt forvitnilegt kom fram í niðurstöðum könnunarinnar. Sér- staka athygli vekur að rétt tæp- lega 25% svarenda sögðust þekkja einhvern sem hefur fengið greidd- ar tjónabætur án þess að eiga rétt á því. Þetta hlutfall verður að telj- ast mjög hátt enda gefur það að einhverju leyti til kynna hversu umfangsmikil vátryggingasvik eru hér á landi. Til samanburðar má nefna að árið 2005 var fram- angreint hlutfall í Svíþjóð, sam- kvæmt þarlendri könnun, talsvert minna eða 19%. Í Evrópu er áætlað að 5-15% greiddra tjónabóta á hverju ári séu vegna vátrygg- ingasvika. Árið 2007 greiddu trygginga- félög á Íslandi um 26 milljarða í bætur til einstaklinga og fyr- irtækja. Gera má fast- lega ráð fyrir því að þessi fjárhæð verði nærri 30 milljörðum fyrir árið 2008. Ef miðað er við greiddar tjónabætur árið 2007 og viðurkennt hlutfall vátrygg- ingasvika er ljóst að árið 2007 greiddu vátryggingafélögin 1,3-3,9 milljarða króna til aðila sem áttu ekki rétt á þeim greiðslum. Að þessu sögðu verður að taka fram að langflestir tjónþolar eru heið- arlegir og krefja tryggingafélagið aðeins um það tjón sem þeir verða raunverulega fyrir. Ef miðað er við reynslu erlendra tryggingafélaga eru vátrygg- ingasvik ekki eingöngu framin af viðskiptavinum þeirra, þ.e. vá- tryggingartökum, heldur einnig af öðrum aðilum, s.s. tjónþolum sem gera kröfu í ábyrgðartryggingu vátryggingartaka og ýmsum þjón- ustuaðilum eða milliliðum. Ein hlið vátryggingasvika er að þau eru talin vera alvarleg lögbrot. Vátryggingasvik teljast til fjár- svika sem gerð eru refsiverð í ís- lenskum hegningarlögum. Sam- kvæmt 248. gr. hegningarlaga varðar það allt að 6 ára fangelsi að gerast sekur um fjársvik. Löggjaf- arvaldið er samkvæmt þessu á þeirri skoðun að um mikilsverða hagsmuni sé að ræða sem ber að vernda með því að heimila ströng viðurlög sé á þeim brotið. Vátryggingasvik eru ekki án fórnarlamba. Heiðarlegir við- skiptavinir tryggingafélaganna greiða fyrir vátryggingasvik ann- arra með iðgjöldum sínum. Ljóst er að vátryggingasvik eiga stóran þátt í iðgjaldahækkunum og kunna að kosta hverja fjölskyldu á Ís- landi tugi þúsunda á hverju ein- asta ári. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld, lögregla, trygginga- félög, aðilar sem koma að vátrygg- ingamálum og almenningur vinni saman að því að útrýma vátrygg- ingasvikum. Svo virðist sem vilji sé til þess en samkvæmt fyrr- greindri skoðanakönnun svöruðu 87% því til að þeir teldu vátrygg- ingasvik vera alvarlegt brot, rúm- lega 84% töldu ekki í lagi að hag- ræða sannleikanum til að fá greiddar bætur og tæplega 90% töldu ekki í lagi að ýkja eða gera sér upp einkenni eftir slys til að fá hærri bætur. Einnig má nefna að aðeins 27% töldu ólíklegt að þeir myndu tilkynna um vátrygg- ingasvik þó þeir gætu gert það nafnlaust. Það er skylda tryggingafélaga að vinna stöðugt að því að tak- marka vátryggingasvik. Mark- miðin eru að heiðarlegir vátrygg- ingartakar þurfi ekki að greiða fyrir þau með hærri iðgjöldum og að koma í veg fyrir lögbrot. Vá- tryggingabætur eiga að renna til þeirra sem eiga rétt á þeim. Vátryggingasvik hækka iðgjöld Ólafur Lúther Ein- arsson skrifar um tryggingasvik »Heiðarlegir við- skiptavinir trygg- ingafélaganna greiða fyrir vátryggingasvik annarra með iðgjöldum sínum. Ólafur Lúther Einarsson Höfundur er lögmaður hjá Vátryggingafélagi Íslands hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.