Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 14

Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 14
14 Tryggingamál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is L jóst er að það þarf að finna lausn til þess að rétta hlut barna og námsfólks þegar kemur að bótagreiðslum fyrir varanlegt tekjutap á grundvelli skaðabótalaganna þar sem lág- markslaunaviðmið laganna fyrir þessa hópa getur leitt til þess að þeir fái tjón sitt ekki að fullu bætt,“ segir Guðmundur Sigurðs- son, prófessor við lagadeild Hákól- ans í Reykjavík. Hann tekur þó fram að mikilvægt sé að hafa í huga í þessu sambandi að við út- reikning svonefnds margfeldis- stuðuls er reiknað 30% álag á tekjur þeirra sem slasast 18 ára og yngri. Þetta álag stiglækki svo fram til loka 29. aldursárs. Guðmundur hefur ásamt Viðari Má Matthíassyni, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sl. þrjú ár verið í startholunum við að end- urskoða skaðabótalögin frá 1993, með síðari tíma breytingum, og koma með tillögur til úrbóta. Alls- herjarnefnd Alþingis leitaði til þeirra árið 2006 vegna þessa við- fangsefnis. Þá hafði komið fram gagnrýni á skaðabótalögin frá hæstaréttarlögmönnum, sem mikið hafa starfað fyrir hönd tjónþola í skaðabótamálum, og m.a. var vikið að í umfjöllun um skaðabótalögin í sunnudagsblaði Morgunblaðsins fyrir viku. Að sögn Guðmundar voru þeir Viðar Már búnir að leggja drög að því hvað ætti að skoða en málið hafi einhverra hluta strandað, sennilega á fjármögnun. Gagnrýnir frumvarpshöfunda Í samtali við Morgunblaðið segir Guðmundur að þó vissulega sé kominn tími til að endurskoða skaðabótalögin sé mikilvægt að vanda til verka. „Þetta verður ekki gert á einni nóttu,“ segir Guð- mundur og bendir á að huga þurfi að heildarmyndinni enda séu skaðabótalögin ekkert eyland held- ur aðeins hluti af stærri heild, þ.e. íslenskum bótarétti. Bendir hann á að þó frádráttur framtíðargreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða hafi verið mikið í kastljósinu að undanförnu séu það ekki einu at- riðin sem þurfi að endurskoða. Nefnir hann í því sambandi margfeldisstuðulinn sem var með lagabreytingunni 1999 breytt úr því að vera fastur 10 í að vera samfelldur fyrir alla starfsævina, lækkandi með hækkandi aldri. Bendir Guðmundur á að kominn sé tími til þess að endurskoða þær forsendur sem margfeldisstuðullinn byggir á, því bæði séu komnar nýj- ar dánarlíkindatölur auk þess sem skoða þurfi hvort raunhæft sé að gera ráð fyrir 4,5% ársávöxtun skaðabóta. Sé raunávöxtunin í reynd lægri þarf, að sögn Guð- mundar, að hækka margfeldis- stuðulinn til þess að koma til móts við það, enda lykilatriði að tjónþol- ar fái tjón sitt rétt metið og bætt. Guðmundur hefur lengi skoðað skaðabótalögin frá báðum hliðum, því síðan 2003 hefur hann kennt skaðabótarétt við HR en á tíma- bilinu 1996-2004 vann hann sem lögfræðingur hjá Trygginga- miðstöðinni hf. og hefur að und- anförnu tekið að sér einstaka mál fyrir Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS). Einnig má nefna að hann var í héraðdómi lögmaður trygg- ingafélags vinnuveitanda pólsku konunnar sem missti framhandlegg í vinnuslysi 1999 og hlaut af 70% varanlega örorku. Fjallað var um mál hennar í Morgunblaðinu fyrir viku, en fyrst reyndi á túlkun lagabreytinganna frá 1999 í máli hennar fyrir Hæstarétti árið 2003. Guðmundur bend- ir á að ein ástæða þess að mál konunnar hafi verið prófmál hafi verið vegna þess að breyt- ingin á skaðabóta- lögunum 1999 hafi ekki verið ljósari en svo að menn hafi ekki vitað hvort og hvaða framtíð- argreiðslur reikna ætti til frádráttar frá skaðabótum. Guðmundur gagnrýnir frum- varpshöfunda fyrir að hafa í greinargerð með frumvarpinu ekki tekið eitt einasta dæmi til útskýr- ingar þannig að skýrt mætti vera hvernig reikna bæri dæmið. „Eitt dæmi hefði líklega dugað,“ segir Guðmundur og vísar þar til 4. mgr. 5.gr. skaðabótalag- anna þar sem kveðið er á um frádrátt greiðslna frá almannatryggingum og lífeyrissjóði frá skaðabótum. Sjálfur segist Guðmundur þeirrar skoðunar að ef reiknireglur skaða- bótalaga meti réttilega framtíð- artjónið sé rétt að þær greiðslur frá almannatryggingum, þar sem bótarétturinn ræðst eingöngu af tekjum bótaþega, dragist frá. Það gildi hins vegar ekki um allar greiðslur á grundvelli almanna- tryggingalaga og laga um fé- lagslega aðstoð. „Ég er raunar uppteknari af því að við reynum að búa til kerfi þar sem tjónþolinn sjálfur á endanum fær tjónið sitt bætt, fremur en að við einblínum á það frá hverjum hann fær það greitt,“ segir Guð- mundur og vísar til þeirrar orð- ræðu að tryggingafélögin séu orðin „bótaþegar“ almannatrygginga eins og haldið hefur verið fram. Frádrátturinn bakaður inn í stuðulinn fyrir breytingu 1999 „Ef það verður alvarlegt slys þá kostar það samfélagið einhverjar x milljónir. Ef vátryggingafélögin borga helming af reiknuðu heild- artjóni, þá þýðir það ekki sjálf- krafa að slysið verði aðeins bætt til helmings. Við erum með ákveðið kerfi í landinu, þ.e. bótarétt, sem kveður á um það hversu stóran hluta af heildartjóninu hver stoð samfélagsins tekur á sig,“ segir Guðmundur og bendir á að með- an sumar stoðir séu op- inbers eðlis, eins og al- mannatryggingar, þá séu aðrar prívat, eins og vátryggingar. „Þegar sagt er að vátryggingafélögin hagnist á frádrætti framtíðargreiðslna al- mannatrygginga þá er það bara rétt ef menn gefa sér það að iðgjöldin sem voru rukkuð hafi miðað við að tryggingafélögin hafi átt að borga allt tjónið. Ef hins vegar ið- gjöldin eru reiknuð út miðað við að þeir þyrftu að greiða skaðabætur að frádregnum fyrrnefndum framtíð- argreiðslum þá eru félögin ekki að hagnast á þessu fyr- irkomulagi,“ segir Guðmundur. Nokkuð hefur verið gagnrýnt á undanförnum ár- um að vátryggingafélögin hafi ekki viljað veita umbeðnar upplýsingar til þess að hægt sé að meta alla fleti skaðabótalanna. Segir Guð- mundur mjög mikilvægt að vá- tryggingafélögin veiti umbeðnar upplýsingar. Að sögn Guðmundar er það mik- ill misskilningur að halda því fram að framtíðargreiðslur almanna- trygginga og lífeyrissjóða hafi í reynd ekki verið dregnar frá skaðabótum fyrir lagabreytinguna 1999. „Það er mikilvægt að menn átti sig á því að áður en breytingin varð 1999 þá var magfeldisstuðull- inn fastur. En hann var líka lægri en nú og því voru framtíð- argreiðslur ekki dregnar frá með sýnilegum hætti. Það þýðir ekki að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra við útreikning- inn. Frádrátturinn vegna framtíð- argreiðslanna var einfaldlega bak- aður inn í stuðulinn,“ segir Guðmundur og tekur fram að það hafi hins vegar skapað heilmikla flækju þegar framtíðar frádrátt- urinn varð allt í einu jafn sýnilegur og reyndin varð með breytingunni 1999. Segir hann þetta sérlega bagalegt í tilfellum þeirra sem misst hafa maka sína. „Þannig lítur reikningsdæmið út eins og vekja Skaðabótalögin ekki ey Morgunblaðið/Golli Kostnaður „Ef það verður alvarlegt slys þá kostar það samfélagið einhverjar x milljónir. Ef vátryggingafélögin borga helming af reiknuðu heildartjóni, þá þýðir það ekki sjálfkrafa að slysið verði aðeins bætt til helmings,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Kapp er best með forsjá þegar kemur að endurskoðun skaða- bótalaganna. Það er mat Guðmundar Sig- urðssonar lagaprófess- ors við Háskólann í Reykjavík. ‘‘ÞANNIG LÍTUR REIKN-INGSDÆMIÐ ÚT EINS OGVEKJA ÞURFI HINNLÁTNA TIL LÍFSINS, SEM ER NÁTTÚRLEGA AFLEIT AÐFERÐARFRÆÐI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.