Morgunblaðið - 15.03.2009, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009
Þ
að er betra að bera sig vel en illa í
mótlæti. Hins vegar telst varla
með öllu gott að ganga um í rjúk-
andi rústum og þykjast ekki sjá
þær eins og stjórnmálamenn í
röðum Sjálfstæðisflokksins hafa verið gjarnir
á að gera síðustu mánuði.
Sjálfstæðismenn virðast eiga í nokkrum
erfiðleikum með að horfast í augu við að á
þeirra vakt fór flest úrskeiðis. Það er hins
vegar fáránlegt að halda því fram að banka-
hrunið sé Sjálfstæðisflokknum einum að
kenna, eins og vinstri menn keppast við að
halda fram. Græðgi og eiginhagsmunastefna
leggjast ekki á einn flokk eins og skæður
smitsjúkdómur heldur eru þetta lestir sem
herja á einstaklinga sem telja sterka siðferð-
iskennd ekki meðal eftirsóttra eiginleika.
Slíkir einstaklingar finnast alls staðar og eru oft ekkert
sérlega flokkspólitískir. Þeir lifa fyrir peninga og völd
og koma sér fyrir þar sem þeir telja sig helst geta náð
því markmiði sínu að vera ríkari í dag en þeir voru í
gær. Nú verða þessir menn fátækari með hverjum
deginum en eiga samt sennilega aldrei eftir að lepja
dauðann úr skel.
Viðbrögð sjálfstæðismanna við bankahruninu og
svínaríi auðmanna hafa verið einkennileg. Það er eins
og sjálfstæðismenn haldi að ef þeir láti nógu lengi eins
og ekkert hafi farið úrskeiðis þá muni þjóðin smám
saman komast á þá skoðun að þótt hlutirnir séu
kannski ekki í allra besta lagi séu þeir samt í
svo þokkalegu ástandi að engin ástæða sé til
sérstakra breytinga. Sjálfstæðismenn hella
sér í framboðsbaráttu með litmyndir af bros-
mildum frambjóðendum sem eiga að vera
kjósendavænir en bjóða ekki upp á neinar
lausnir eða nokkurs konar framtíðarsýn.
Kjósendur hljóta að fá á tilfinninguna að
þarna séu á ferð stjórnmálamenn sem fyrst
og fremst hugsa um að ná völdum fyrir
sjálfa sig fremur en að skapa nýtt og betra
samfélag fyrir þjóðina. Kannski verða
stjórnmálamenn svona þegar flokkur þeirra
hefur verið lengi við völd.
Sjálfstæðisflokkurinn er með ótrúlega
mikið fylgi í skoðanakönnunum miðað við
langa valdasetu og atburði síðustu mánaða.
Þjóðin virðist ekki í stórkostlegum mæli
telja að hægt sé að kenna flokknum um það hvernig fór.
Það eru góðar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En í stað
þess að taka þessu fylgi af auðmýkt og þakklæti gerast
sjálfstæðismenn hvað eftir annað sekir um hroka þess
sem telur engu þurfa að breyta og afneitun þess sem
bara vill sjá það sem hentar honum. Þjóðin treystir ekki
lengur stjórnmálamönnum enda brugðust þeir illilega.
Ætla sjálfstæðismenn að láta eins og þeir viti ekki af
því?
Stundum eiga menn að skammast sín og reyna að
taka sig á. Fyrir sjálfstæðismenn er sá tími núna.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Afneitun sjálfstæðismanna
18. mars 1979: „Kjarni málsins er
þó sá, að flokkarnir sem gengu til
kosninga undir kjörorðinu „samn-
ingana í gildi“, eru löngu hættir að
hafa uppi tilburði til þess að standa
við það loforð. Deilur þeirra nú
snúast ekki um það, hvort þeir eigi
að halda áfram að svíkja það loforð
heldur hitt hversu mikið „kaup-
ránið“ eigi að vera.
Hér eiga stjórnmálamennirnir í
þessum flokkum ekki einir hlut að
máli. Verkalýðsleiðtogar Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks gengu
fram fyrir skjöldu á sl. ári til þess
að berjast gegn febrúarlögum rík-
isstjórnar Geirs Hallgrímssonar.
Þessir sömu verkalýðsleiðtogar eru
nú á stöðugum fundum til þess að
reyna að semja um áframhaldandi
„kauprán“. Menn taki eftir því, að
þeir Guðmundur J. Guðmundsson,
Karl Steinar Guðnason og Bene-
dikt Davíðsson eru ekki að reyna
að semja um það við stjórnarflokk-
ana að hverfa frá áformum um
frekari vísitöluskerðingu. Þeir eru
að reyna að semja um það eitt
hversu mikil hún á að verða.“
. . . . . . . . . .
19. mars 1989: „Það er of rík til-
hneiging til þess í þjóðmála-
umræðum hér að horfa á líðandi
stund í stað þess að skoða málin í
stærra samhengi. Hitt er svo ann-
að mál, að þær skoðanir, sem for-
maður Félags ísl. iðnrekenda setur
fram, vekja upp ýmsar spurningar.
lengi hefur verið ljóst, að Viðreisn-
aráratugurinn var mikill blómatími
í okkar sögu, þótt þjóðin hafi líka
gengið í gegnum mestu kreppu frá
lýðveldisstofnun á þeim áratug.
Hins vegar hefur áttundi áratug-
urinn hingað til verið talinn tíma-
bil óðaverðbólgu, sem við höfum
enn ekki náð tökum á. Samt sem
áður kemst Víglundur Þor-
steinsson að þeirri niðurstöðu, að
hagvöxturinn á því tímabili hafi
jafnvel verið meiri en á Viðreisn-
aráratugnum. Óðaverðbólgan náði
hámarki sínu á miðju ári 1983 en í
kjölfarið fylgdu fjögur ár, þar sem
markviss tilraun var gerð til þess
að ráða niðurlögum verðbólg-
unnar.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Athyglisverð-ar umræð-ur fara nú
fram um réttmæti
núgildandi laga,
um að börn séu
sjálfkrafa skráð í
trúfélag móður
sinnar við fæðingu.
Jafnréttisstofa hefur bent á
að þetta fyrirkomulag brjóti í
bága við jafnrétti kynjanna.
Það á sérstaklega við í til-
vikum, þar sem foreldrar fara
ekki saman með forsjá barns.
Þá hlýtur að vera hið eðlilega
fyrirkomulag að foreldrar
komi sér saman um trúfélags-
skráningu barns síns, fremur
en að trúfélag móður ráði.
Ragna Árnadóttir dóms- og
kirkjumálaráðherra hefur
heitið að beita sér fyrir endur-
skoðun á lögunum.
Siðmennt, félag siðrænna
húmanista, sem aðhyllist trú-
leysi, sér annan flöt á málinu.
Bjarni Jónsson, varaformaður
félagsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið í fyrradag, að
félagið væri þeirrar skoðunar
að það ætti ekki að vera á valdi
foreldra að skrá börn sín í
trúarleg eða veraldleg lífs-
skoðunarfélög. „Okkar mat er
að það eigi ekki að skrá börn í
trúfélög fyrr en þau hafa aldur
og vit til því þar með eru þau
að gangast undir ákveðnar
lífsskoðanir og verða að hafa
þroska til að vita hvað þau eru
að gera.“
Þetta er dálítið sérkennileg
röksemdafærsla. Foreldrar
leggja börnum sínum að sjálf-
sögðu til ákveðnar lífsskoðanir
í uppeldinu. Það væri að
minnsta kosti skrýtið uppeldi,
þar sem fólki væri ekki kennd
nein lífsskoðun þangað til það
væri t.d. sextán eða átján ára!
Siðferðilegur grundvöllur ein-
staklings og sam-
félags verður ein-
mitt til í
fjölskyldunni. Og
hjá meginþorra
landsmanna eiga
trúarbrögðin stór-
an þátt í að leggja
þann siðferðisgrundvöll.
Svo er það önnur saga að
þeir, sem ekki aðhyllast nein
trúarbrögð, eru frjálsir að því
og að innprenta börnum sínum
slíka lífsskoðun. Þannig er það
í dag og hefur ekkert með
lagabreytinguna, sem er til
umræðu, að gera.
Það gengi gegn grundvall-
arhugsun og langri hefð krist-
innar kirkju, sem langflestir
landsmenn tilheyra, að banna
fólki að skrá börn sín í sína
kirkjudeild. Börn kristinna
manna eru skírð til kristinnar
trúar og þannig tekin inn í
samfélag kirkjunnar. Það er
alveg rétt, sem talsmenn
kristinna trúfélaga benda á í
Morgunblaðinu í gær, að eðli-
legast væri að skírnin og
skráningin í trúfélagið færu
saman. Sambærilegar vígslu-
athafnir í öðrum trúfélögum
myndu þá jafnframt vera ígildi
skráningar.
Í kristnum sið gildir að þeg-
ar börn hafa vit og aldur til,
staðfesta þau skírnarheitið ef
þau vilja með því að fermast.
Það gera þau langflest. Og
ekki má gleyma því að þegar
fólk er sjálfráða og laust und-
an forsjá foreldra sinna, getur
það bæði skráð sig úr trúfélagi
og í, að eigin vilja.
Það er ástæða til að breyta
núverandi lögum til að gæta
jafnréttissjónarmiða og undir-
strika þýðingu skírnarinnar
og sambærilegra athafna, en
ekki að banna fólki að skrá
börn sín í trúfélög.
Það væri skrýtið
uppeldi, þar sem
fólki væri ekki
kennd nein
lífsskoðun}
Uppeldi án lífsskoðana?
Íranska hagkerfið
á síðustu dropunum
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ú
tlitið í íranska þjóðar-
búskapnum er dökkt.
Ríkisútgjöld hafa farið
úr öllum böndum og
mikil verðbólga rýrt
kaupmátt almennings. Áttatíu prósent
ríkistekna koma úr olíuiðnaðinum og
þarf vart að taka fram að sá tekju-
grundvöllur hefur hrunið.
Því er spáð að halli á fjárlögum verði
4,6 prósent af vergri þjóðarframleiðslu í
ár en minnki síðan, að því gefnu að olíu-
verðið hækki á ný.
Bág staða þjóðarbúsins er að veru-
legum hluta afsprengi aðhaldslausrar
efnahagsstefnu Mahmouds Ahmad-
inejads forseta sem jók ríkisútgjöld um
19 prósent á síðustu fjárlögum. Þrátt
fyrir að olíuverðið hafi síðan hrunið
boðar forsetinn aðeins 2,5 prósenta
samdrátt í síðustu fjárlögum, varfærni
sem markast af því að óðum styttist í
kosningar.
Írönsk stjórnvöld hafa í níu ár sett fé
til hliðar í olíusjóð sem síðan hefur verið
gripið til án þess að nauðsyn hafi krafið.
Samkvæmt tölum stjórnarinnar eru nú
um 2.560 milljarðar króna í sjóðnum og
er útlit fyrir að gengið verði á hann til
að standa straum af 647 milljarða króna
fjárlagahalla í ár. Hafa rök verið færð
fyrir því að hallinn verði mun meiri.
Eftir munu því standa um 1.900
milljarðar króna sem er ekki mikið ef
horft er til þess að íbúafjöldi landsins er
nú um 70 milljónir.
Bensínlítrinn á 11 krónur
Allur almenningur hefur notið góðs
af rausnarlegum ríkisstyrkjum og
niðurgreiðslum – bensínlítrinn kostar
11 krónur – og endurgoldið forsetanum
stuðninginn.
Ayatollah Ali Khamenei, trúarlegur
leiðtogi Írana, kunni vel að meta jafn-
aðarstefnu Ahmadinejads og var sam-
band þeirra gott eftir kjör þess síð-
arnefnda í embætti í ágúst 2005. Á
sama tíma virtust tilraunir forsetans til
að sameina þegnana í deilunni um
kjarnorkuáætlun landsins bera tilætl-
aðan árangur.
Nú hefur hins vegar syrt í álinn og
hafa íranskir hagfræðingar þungar
áhyggjur af ríkisrekstrinum.
Er skemmst að minnast þess að 60
þeirra sáu ástæðu til að vara forsetann
við því bréflega að stjórnvöld væru að
eyða um efni fram.
Spurður um þessa aðvörun segist
Magnús Þorkell Bernharðsson, sér-
fræðingur í málefnum Miðaustur-
landa, skilja áhyggjur hagfræðing-
anna, enda hafi verulega hrikt í
stoðum íranska hagkerfisins frá því ol-
íuverðið var í upphæðum í fyrra.
„Ég tók eftir því þegar ég var í
Dubai í febrúar 2008 að þar voru
margir íranskir kaupsýslumenn að
leita tækifæra. Íranska ríkið hafði þá
miklar tekjur af olíuvinnslu og almenn
bjartsýni var ríkjandi á meðal almenn-
ings,“ segir Magnús Þorkell.
Á þessu tímabili hafi jafnvel verið
útlit fyrir að Ahmadinejad næði að
efna stór loforð sín frá kosningabarátt-
unni 2005 um að jafna kjörin og draga
úr spillingu yfirstéttarinnar.
Verkafólk hafi eindregið stutt for-
setann sem og meirihluti Írana sem
hafi álitið að loforðum frá dögum
írönsku byltingarinnar 1979 um jöfnuð
hefði ekki verið fylgt eftir.
Þá hafi forsetinn heitið því að bæta
kjör hermanna sem börðust í 8 ára
stríðinu gegn Írak og því að vonum
uppskorið stuðning fyrrverandi her-
manna og fjölskyldna þeirra.
Khamenei æðstiklerkur hafi hins
vegar misst þolinmæðina gagnvart
óstjórninni, líkt og almenningur.
Inntur eftir áhrifum efnahags-
þvingana á íranska þjóðarbúið segir
Magnús Þorkell þær hafa lagt lamandi
hönd á margar greinar.
Með nýjum forseta í Hvíta húsinu
sé hins vegar að vænta breytinga á
kjörtímabilinu. Samningar við Íran
séu forsenda þess að Bandaríkin fær-
ist nær markmiðum sínum í Írak og
Afganistan.
Reuters
Frá borginni Qom Útlitið í írönskum efnahagsmálum er dökkt.
ÞAÐ dregur úr lík-
um Mahmouds Ah-
madinejads á endur-
kjöri að þrír and-
stæðingar hans
hyggjast bindast
böndum um að velta
honum úr sessi.
Fréttaskýrendur
telja að þegar kosn-
ingarnar 12. júní
nálgast, muni tveir
draga sig í hlé og eft-
irláta þeim þriðja
sviðið. Frambjóðend-
urnir eru Hossein
Mousavi, fyrrverandi
forsætisráðherra,
Mohammad Kha-
tami, fyrrverandi
forseti, og loks
klerkurinn Mahdi
Karroubi. Mousavi
þykir sigurstrang-
legastur og er þá vís-
að til þess eiginleika
hans að geta höfðað
til íhaldssamra og
frjálslyndra kjós-
enda. Khatami er
hins vegar einkum sagður höfða til
menntamanna en Karroubi til
dreifbýlis- og alþýðufólks. Hvort
þessi aðferðafræði ber árangur á
svo eftir að koma í ljós.
Þótt líkur Ahmadinejads á
endurkjöri hafi veikst ber ekki að
vanmeta forsetann sem lofaði kjós-
endum að tekjur af olíunni skyldu
settar í vasa almennings.
ÍRANSKUR
KAPALL
››
Mohammad
Khatami
Mahmoud
Ahmadinejad
Hossein
Mousavi
Mahdi
Karroubi