Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 22
22 Teiknimyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Þ ótt sjálf Ofurkonan sé tví- mælalaust runnin undan rifjum doktors Williams Moultons Marstons (1893- 1947), er ekki alveg sann- leikanum samkvæmt að eigna honum heiðurinn af lygamælinum eins og oft er gert. Að vísu ekki alveg úr lausu lofti gripið, því Marston, sem var sál- fræðingur og lögfræðingur og oft nefndur femínískur hugmyndafræð- ingur, hannaði nokkurs konar fyr- irrennara lygamælisins. Hans hlutur í tækninni var þróun blóðþrýstings- mælis, sem ásamt öðrum mælingum, t.d. á líkamshita, svita og hjartaslætti, varð um síðir að þeim lygamæli, sem enn er notaður. Marston barðist manna harðast fyrir að dómstólar tækju niðurstöður lygamælisins gildar, en hafði ekki ár- angur sem erfiði. Og þannig standa leikar enn þann dag í dag, þótt nið- urstöðurnar séu viðurkenndar sem vísbendingar. Árið 1938 gaf hann út fræðibókina The Lie Detector Test þar sem hann útskýrði kenningar sín- ar og gagnsemi mælisins. Frægt varð sama ár þegar hann birtist í auglýs- ingu frá Gillette og staðhæfði að lyga- mælirinn sýndi að rakblöð fyrirtæk- isins væru betri en keppinautanna. Umdeildur og með tvær í takinu Rétt eins og lygamælirinn er um- deildur var Marston umdeildur í lif- anda lífi. Fyrir það fyrsta bjó hann með tveimur konum og þegar fram liðu stundir fóru menn að lesa út úr sögunum um Ofurkonuna tilvísanir í kynlífsleiki, sem ganga út á að þátt- takendur bindi hvor annan þannig að annar verður hjálparvana og því gjör- samlega á valdi hins. Ofurkonan kom nefnilega iðulega böndum yfir óvini sína eða þeir yfir hana. Bondage & discipline, eða B&D, eru leikirnir nefndir og mætti kalla ánauð og aga á íslensku. Marston skrifaði Ofurkonuna und- ir dulnefninu Charles Moulton, allt til dauðadags, og ætlaði hana börnum og unglingum. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndablaðinu All Stars Comics í desember 1941, sem DC Comics tók yfir 1944, og hefur síðan lifað góðu lífi í blöðum, sjón- varpsþáttaröðum, tölvuleikjum og bíómyndum, teiknuðum og leiknum. Nýjasta teiknimyndin um ofurkon- una er væntanleg á myndband í Bandaríkjunum í þessum mánuði og ljær leikkonan Keri Russel henni rödd sína. Margar leikkonur hafa sýnt áhuga á að leika ofurkonuna af holdi og blóði í kvikmynd, sem mein- ingin er að frumsýna þar vestra árið 2011. Kate Beckinsale þykir líklegust til að hneppa hnossið, en Sandra Bullock og Catherine Zeta-Jones hafa líka verið orðaðar við hlutverkið. Lynda Carter, sem frægust er fyrir hlutverk ofurkonunnar í sjónvarps- seríu á áttunda áratugnum, hefur lát- ið hafa eftir sér að þær séu allar alltof gamlar. Tvítug, fersk og óþekkt leik- kona væri betur að hlutverkinu kom- in að hennar mati. Sannkölluð sannleikssnara Ofurkona Marstons á rætur í grískri goðafræði, en hún er af sterk- um ættbálki valkyrja í útópíukvenna- ríki í Amazon. Þar er hún kölluð Diana prinsessa, enda dóttir Hippo- lytu drottningar, sem mótaði hana úr leir og töfraði í hana líf. Þegar Diana prinsessa er send til mannheima sem sérstakur erindreki til að berjast gegn illum öflum tekur hún sér nafnið Diana Prince. Á tæpum sextíu ára ferli hefur hún lent í ótrúlegustu ævintýrum og oft komist í hann krappan í viðureign sinni við alls lags illþýði, sem hún berst við af einstöku harðfylgi, en jafnframt gríðarlegum þokka. Hún er enda undurfríð og íturvax- in og ævinlega í glæsilegum en efnislitlum flíkum. Þá er henni margt til lista lagt, því auk þess að vera afburðasterk, ósær- Ofurtrú á ofurk Í HNOTSKURN » William Moulton Marston(1893-1947) fæddist í Clif- tondale í Massachusetts. » Hann útskrifaðist meðB.A. 1915, lögfræðipróf 1918 og doktorsgráðu í sál- fræði 1921 frá Harvard- háskóla. » Eftir kennslu við Banda-ríska háskólann í Wash- ington D.C. og Tufts háskól- ann í Medford í Massachusetts hélt hann til Kaliforníu 1929 og starfaði sem almannateng- ill hjá Universal kvikmynda- verinu í eitt ár. » Marston var kvænturElizabeth Holloway og átti með henni tvö börn. Einnig tvö börn með Olive Byrne, ástkonu sinni. Þau bjuggu öll saman og ólu börnin upp í sameiningu. » Eftir að Marstonlést úr krabba- meini, 54 ára, bjuggu barns- mæður hans saman í fjóra áratugi, eða þar til dauðinn aðskildi þær. Vel tækjum búin Ofurkonan Diana Prince lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Með gullsnöru sinni, sem er hennar sterkasta vopni , knýr hún lygalaupa og hvers lags illþýði til að segja sannleikann. William Moulton Marston Sjónvarpsstjarna Lynda Carter var rúm- lega tvítug þegar hún lék Ofurkonuna í tæplega sex- tíu þáttum á ABC sjón- varpsstöðinni og síðar CBS á áttunda áratugnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.