Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARS 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Í sland hefur ekki í annan tíma fengið eins mikla athygli í er- lendum fjölmiðlum og um- liðna mánuði. Öll vitum við að það kemur ekki til af góðu. Það er ekki á hverjum degi sem bankakerfi heillar þjóðar hrynur eins og spilaborg. Fyrst eftir hrunið bárust fréttir hingað heim af hremmingum landa okkar erlendis og jafnvel óþægilegu viðmóti fólks í þeirra garð. Það þarf heldur ekki að tala lengi við Íslendinga til að kom- ast að því að sumir eru smeykir um að við höfum brennt allar brýr að baki okkur meðal erlendra þjóða. Æran sé fokin út í veður og vind. Í stað þess að pakka sandölum og ermalausum bolum fyrir ferðina til útlanda fer gamla góða lamb- húshettan nú fyrst niður í skjóðuna. En skyldi það vera óþarfi? Þetta er alltént ekki upplifun Halldórs G. Eyjólfssonar, forstjóra 66°Norður, sem er nýkominn heim frá útlönd- um úr mikilli sýningaferð. 66°Norð- ur tók þátt í útivistarsýningum á Norðurlöndunum og stærstu sýn- ingunni af þessu tagi í Evrópu, ISPO sem fram fer í München í Þýskalandi og OR, stærstu útivist- arsýningunni í Bandaríkjunum sem haldin er í Salt Lake City. Sýndu okkur mikinn skilning „Okkur var vel tekið alls staðar og fólk hafði mikinn áhuga á því að vita hvernig við hefðum það uppi á Íslandi. Það sýndi vanda okkar líka mikinn skilning. Það komu örugg- lega um tuttugu manns á básinn hjá okkur í Bandaríkjunum gagngert til að spyrja að þessu,“ segir Halldór. „Þið voruð fyrstir til að fara á hliðina,“ segir hann Bandaríkja- mennina hafa fullyrt við sig. „Það vildu þeir setja í samhengi við skuldabréfavafningana í Bandaríkj- unum og í raun hafði enginn orð á því að við Íslendingar hefðum ein- hverja sérstöðu í þessum efnum. Ástandið er mjög slæmt í Banda- ríkjunum og greinilegt að menn líta á þetta sem heimskreppu. Og við Íslendingar erum í þeirra huga bara fyrsta fórnarlamb hennar,“ segir Halldór. Hann segir ekkert fara milli mála að ástandið sé alvarlegt vestra. „Lausafjárþurrðin er ekkert sér- íslenskt fyrirbrigði.“ 66°Norður er einnig með starf- semi í Lettlandi og Halldór velur orðið „svakalegt“ til að lýsa ástand- inu þar um slóðir. „Þar stjórna út- lendingar flestum fyrirtækum í landinu og þeir hafa unnvörpum lát- ið sig hverfa með skelfilegum afleið- ingum. Við Íslendingar erum alla vega ekki í þeim sporum, þar sem heimamenn reka hér flest fyrirtæki á íslenskum forsendum. Þannig ástandið gæti verið verra.“ Halldór segir íslenska fjölmiðla hafa gert sér mat úr neikvæðri um- ræðu um Ísland á alþjóðavettvangi og fyrir vikið hafi hann verið við öllu búinn þegar hann lét úr vör. „Þetta viðmót kom mér þægilega á óvart enda voru menn búnir að vara mig við því að ég ætti örugglega eftir að fá það óþvegið í andlitið. Allir litu á Íslendinga sem ótínda glæpamenn og enginn vildi eiga við- skipti við okkur. Það var öðru nær, ég fann ekki fyrir neinum neikvæð- um straumum. Hvorki í Bandaríkj- unum né Evrópu. Það dettur ekki nokkrum manni í hug að íslenska bankakerfið hafi hrunið eingöngu vegna óeðlilegrar stærðar þess. Það verður að laga þennan tón í um- ræðunni hérna heima. Hann gefur ekki rétta mynd af stöðunni. Það finnur maður fljótt þegar maður talar við fólk úti í heimi.“ Allir vita hvar Ísland er Halldór segir stærstu óþægindin sem hlotist hafi af því að vera með íslenskt fyrirtæki á alþjóðamarkaði þau að lánardrottnar láni ekki með sama hætti og áður enda tryggi tryggingafélög ekki greiðslur eins og áður gagnvart íslenskum fyr- irtækjum. Enda þótt umfjöllun heimspress- unnar um landið bláa komi ekki til af góðu segir Halldór um að gera fyrir Íslendinga að færa sér hana í nyt. „Þegar ég var í Salt Lake City í fyrra vissi varla nokkur maður hvar Ísland væri. Það er gömul saga og ný að Bandaríkjamenn haldi að það sé eitt af ríkjunum þar vestra, jafnvel þorp á austurströnd- inni. Nú vissu allir hvar Ísland er. Leigubílstjórar, fólk á veit- ingastöðum, á sýningunum, allir. Ís- land hefur fengið mjög mikla um- fjöllun og það eiga íslensk stjórnvöld að nýta sér með því að kynna landið og fá þannig fram margfeldisáhrif. Með þessu væri vafalaust hægt að auka ferða- mannastrauminn til landsins og skapa fjölda starfa. Þetta er ekki bara bundið við Bandaríkin, ég hitti t.d. margt fólk frá Asíu á þessum sýningum og það er mjög forvitið líka. Núna er tækifærið!“ Fékk það ekki óþvegið í andlitið Morgunblaðið/Kristinn Undrandi Halldór G. Eyjólfsson bjó sig undir skammir í útlöndum en fann bara fyrir skilningi og áhuga. Halldór G. Eyjólfsson, forstjóri 66°Norður, upplifði aðeins jákvæða strauma í garð okkar Íslendinga á ferðum sínum erlendis á dögunum. Eru fréttir af reiði og hneykslun umheimsins ef til vill stórlega ýktar? ‘‘NÚ VISSU ALLIR HVARÍSLAND ER. LEIGUBÍL-STJÓRAR, FÓLK Á VEIT-INGASTÖÐUM, Á SÝN- INGUNUM, ALLIR. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Sevilla 23.-26. apríl Hin glæsta höfuðborg Andalúsíu! Frábært sértilboð - mjög fá sæti í boði! Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða nú frábæra helgarferð, á sumardaginn fyrsta til Sevilla höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni. Sevilla er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. Dómkirkjunni með Giraldaturninn þeirri þriðju stærstu í heimi. Í miðborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar er einstök stemmning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg. Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni. Vorið bregður Sevilla í sinn fegursta búning og hún skartar öllu sem hún hefur til að bera. Bjóðum frábært sértilboð á góðri gistingu, Suites Vega del Rey. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í einstaka helgarferð þar sem tíminn nýtist einstalega vel, en flogið er út að morgni fimmtudags (sumardagsins fyrsta) og komið heim að kvöldi sunnudags (aðeins einn vinnudagur). Beint morgunflug - á sumardaginn fyrsta Verð frá kr. 69.990 Netverð á mann. Sértilboð. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Suites Vega del Rey með morgunverði í 3 nætur. Aukagjald fyrir hálft fæði kr. 5.900. Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.200. 119.602 kr.FRÁ Varsjár & Berlínar Páskaferð til Úrval-Útsýn – Lágmúla 4 – 108 Reykjavík – Sími 585 4000 – info@uu.is – www.uu.is Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting með morgunverði í 6 nætur, akstur og valdar skoðunarferðir. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Verð miðað við á mann í tvíbýli. 7. – 13. apríl – tveir vinnudagar. Einstakt tækifæri til að kynnast tveimur menningarborgum í einni ferð í fylgd hins margfróða fararstjóra Óttars Guðmundssonar læknis og rithöfundar. Gist verður þrjár nætur í hvorri borg. F ít o n /S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.