Morgunblaðið - 02.04.2009, Page 17

Morgunblaðið - 02.04.2009, Page 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 AVIGDOR Lieberman, nýr utanrík- isráðherra Ísraels, sagði í gær, að Ísraelar væru ekki bundnir þeim fyrirheitum, sem þeir hefðu gefið á ráðstefnu í Annapolis í Bandaríkj- unum 2007, um að vinna að stofnun sérstaks ríkis Palestínumanna. Sagði hann, að hvorki Ísraelsstjórn né ísraelska þingið hefðu formlega lagt blessun sína yfir þau. Óttast er, að þessi yfirlýsing Liebermans um Vegvísinn svokall- aða sé aðeins forsmekkurinn af því, sem koma skal, enda hefur Benjam- in Netanyahu forsætisráðherra einnig verið andvígur sjálfstæðu ríki Palestínumanna. Í ræðu, sem hann hélt í fyrradag, hét hann því raunar að vinna að sátt og samn- ingum við Palestínumenn en nefndi aldrei á nafn sérstakt ríki þeirra. Næsta hálfa árið sker úr Tony Blair, sérlegur sendiboði í málefnum Mið-Austurlanda, sagði í gær, að næsta hálfa árið myndi skera úr um hvort eitthvað miðaði í friðarátt í heimshlutanum eða ástandið versnaði enn. Mahmud Ab- bas, forseti Palestínumanna, sagði, að Netanyahu væri andvígur sér- stöku ríki Palestínumanna og því væri einskis af honum að vænta. Óánægja í Ísrael með hrossa- kaup og ráðherrafjölda Ný skoðanakönnun í Ísrael sýnir, að rúmlega helmingur landsmanna, 54%, er óánægður með nýja stjórn Netanyahus. Er ástæðan fyrst og fremst yfirgengileg hrossakaup við stjórnarmyndunina. Sagt er, að Netanyahu hafi keypt sér stuðning annarra flokka með loforðum til hægri og vinstri og ekki síst með ráðherrastólum. Ráðherrarnir eru hvorki meira né minna en 30 eða næstum jafnmargir og þeir, sem styðja stjórnina á þingi. Um fjórðungur kjósenda styður Lieberman en flestir sögðust óttast, að hann yrði ekki til að auka hróð- ur lands og þjóðar á erlendum vett- vangi. svs@mbl.is Segir Ísraelsstjórn ekki bundna af Annapolis-yfirlýsingunum Reuters Ráðherrann Fyrri fyrirheit ómerk. Strax farið að kveða annan tón og harðari LÖGREGLAN í Toronto handtók í gær 125 manns, þar af tugi sem taldir eru tengjast glæpaklíkum borgarinnar. Aðgerðir lögreglunnar voru um- svifamiklar og tóku yfir 1.000 lögregluþjónar þátt. Gefin var út 161 handtöku- heimild á hendur meðlimum í tveimur glæpaklíkum og „fólki sem er talið bera ábyrgð á að sjá þeim fyrir skotvopnum og ólöglegum eiturlyfjum“, sagði í skýrslu lögreglunnar. Að sögn Bill Blair lögreglustjóra Torontoborgar er ofbeldi í borginni orðið að verulegri ógn við íbúana og er vaxandi áhyggjuefni. Lögreglan lagði hald á 40 byssur, þar af tvo AK-47 riffla auk eiturlyfja. Ákærur á hendur fólkinu fólu í sér sölu á skotvopnum og eiturlyfjum auk morðtilraunar. Um 900 skipulögð glæpasamtök starfa í Kanada. Handtökur í Kanada ANDERS Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, býst við, að atvinnuleysi þar í landi aukist mjög á allra næstu árum og verði komið í um 12% 2011. Þá er því spáð, að sænsk þjóðarfram- leiðsla minnki um 4,2% á þessu ári. Borg sagði, að hvergi örlaði á batamerkjum í efnahagsmálunum almennt enda næði samdrátturinn til 90% af heimsbúskapnum. Í olíu- kreppunni snemma á áttunda áratug síðustu aldar hefði hann náð til 70% af efnahagslífinu í heiminum. svs@mbl.is Spáir allt að 12% atvinnuleysi 2011 Fullkomin öryggiskerfi með miklum möguleikum og þráðlausum skynjurum. Henta vel fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki og fást í mörgum útfærslum. Uppsetning í boði ef óskað er. TILVERAN getur verið streitulaus ... ÖRYGGI ÁN MÁNAÐARGJALDA RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT MEÐ ÍSLENSKUTALI OG TEXTA MEÐAL MÖGULEIKA: • REYKSKYNJARI • VATNSSKYNJARI • HITASKYNJARI • GASSKYNJARI • ÖRYGGISHNAPPUR 1971 • 2009 ÁTTU SUMARBÚSTAÐ? BJÓÐUM UPP Á VÖNDUÐ GSM ÖRYGGISKERFI SEM HENTA VEL ÞAR SEM EKKI ER SÍMALÍNA, T.D. Í SUMARBÚSTÖÐUM           MORGUNÞING UM EFNAHAGSMÁL ÚRRÆÐI LÍTILLA HAGKERFA Í KREPPU Dagskrá  Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, setur fundinn.  Tamir Agmon, Chair, Department of Finance and International Business, Graduate School of Business, the College of Management, Israel: „The crisis caues and remedies, an application for small and open economies“.  Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA: „The U-turn“.  Arnar Þór Másson, staðgengill skrifstofustjóra hjá Fjármálaeftirlitinu: „The Icelandic way regarding the build-up of holding companies“.  Þórður Pálsson, sérfræðingur NKB: „NKB Business as unusual“.  Pallborðsumræður. Fundarstjóri: Ásta Dís Óladóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Morgunverðarveitingar. Allir velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á www.kaupthing.is Háskólinn á Bifröst, í samstarfi við Kaupþing, efnir til morgunþings um efnahagsmál mánudaginn 6. apríl nk. kl. 8:30–10:30 í Kaupþingssalnum, Borgartúni 19. Sérstök áhersla verður lögð á eignaumsýslufélög í eigu ríkisins og fjallað um þau út frá mismunandi sjónarhornum. Fundurinn fer fram á ensku. Hvaða úrræði hafa lítil hagkerfi á tímum sem þessum? Hvert á hlutverk ríkisins á að vera? Hversu mikil eiga ríkisafskipti að vera? Hvaða leið hafa íslensk stjórnvöld farið? Hvaða leið hafa stjórnvöld í Ísrael farið? Hvað tekur við? ses and remedies, an a plication for small and open economies“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.