Morgunblaðið - 03.04.2009, Page 21

Morgunblaðið - 03.04.2009, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Ekkert gefið eftir Það virðist ekki fara á milli mála, að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra er mikill keppnismaður en hann var einn að þeim, sem þreyttu Háskólahlaupið í gær. Þar var að vanda boðið upp á tvær vegalengdir, 7 kílómetra og 3 kílómetra, og ljónviljugir hlaupararnir voru ræstir kl. 15. Var veðrið með besta móti, vorþeyr og ýrði úr lofti. Kristinn Jens Guð | 1. apríl 2009 3 kjötfarsbollur á 2.699 krónur Ég fór í Nóatún til að kaupa malt. Þegar ég skokkaði léttilega framhjá kjötborðinu glenntu nýsteiktar kjöt- farsbollur sig framan í mig. Þegar maður hefur ekki borðað nýsteiktar kjötfarsbollur í nokkur ár sprettur upp óviðráðanleg löngun í kjötfarsbollur undir þessum kringumstæðum. Þið kannist við þetta. Þar fyrir utan heyrði ég því nýlega haldið fram að íslenska kjötfarsið (eða kjötfaxið eins og afi minn heitinn hélt að það héti) sé alveg séríslenskt og allt öðruvísi en kjötfars í útlöndum. Þetta íslenska sé mun bragðbetra, hollara, mýkra, meðfærilegra og miklu fallegra. Íslenskt kjötfars á heima í upptalningunni á að Ísland eigi sterk- ustu menn í heimi, fallegustu konur í heimi, besta vatn í heimi og þar til fyr- ir nokkrum vikum versta seðla- bankastjóra í heimi. ... Meira: jensgud.blog.is Anna Karlsdóttir | 2. apríl 2009 Kveldúlfur í þingmönnum Þó ekki ætli ég að halda því fram að auðvelt sé að vera í stjórnmálum um þessar mundir þá er ég sammála Katrínu Júl. Það er óviðeigandi að barma sér yfir þreytu þegar mik- ilvægt er að koma málum á koppinn, mál- um sem varða hagsmuni almennings og geta ráðið úrslitum um framtíðarhorfur landsins. Það þarf vaska konu eins og Kötu til að taka af skarið með það. Það hefur greinilega verið kominn kveldúlfur í Árna Johnsen eins og hana Siggu litlu forðum daga. Munnlegar sam- ræður og samskipti fá útrás á mismun- andi hátt. Það hefði verið mjög flott að sjá þingmenn syngja eitthvað efnislega mik- ilvægt. Ég hlustaði einu sinni á samískan lögfræðing halda efnismikinn fyrirlestur á jóðli. Það var mjög forvitnilegt og hver einasti hlustandi í salnum sperrti eyrun. Og svo er ég búin að vera að pína nem- endur með líberískum kvennasöng um réttindi þeirra og metnað til að taka yfir stjórnartaumana. Já – tjáningin er skemmtilegt fyrirbæri. Meira: volcanogirl.blog.is Á MORGUN 4. apríl eru sextíu ár liðin frá því að Atlantshafs- bandalagið var stofnað. Í tilefni dags- ins funda leiðtogar bandalagsins í borgunum Strassburg og Kehl sem liggja hvor sínum megin landamæra Frakklands og Þýskalands. Þótt af- mælisbarnið sé komið nokkuð til ára sinna er merkilegt að fylgjast með því hversu mikið aðdráttarafl það hefur fyrir ríki Evrópu. Það líður varla það ár að ekki sé bankað upp á af hálfu ríkja sem óska inngöngu í bandalagið og á afmælisfundinum fá tvö ný ríki að- ild, Króatía og Albanía. Þar með verða aðildarríki þessa bandalags sem byrjaði sem 12 ríki árið 1949 alls 28 talsins. Þessi sókn ríkja í aðild að bandalaginu er tölu- vert mikið á skjön við þá umræðu sem kemur upp nokkuð reglulega, í fjölmiðlum, á ráðstefnum og fundum af ýmsu tagi, að bandalagið sé úrelt í nú- tíma. Sú umræða er út af fyrir sig ekki ný af nál- inni. Allt frá lokum kalda stríðsins hafa ítrekað heyrst raddir þess efnis að Atlantshafsbandalagið sé stofnun í leit að hlutverki eftir að ógnin frá Sov- étríkjunum var ekki lengur fyrir hendi. Þegar grannt er skoðað eru þessar röksemdir oftar en ekki útgangspunktur hugmynda um breytingar og aðlögun bandalagsins að nýjum aðstæðum fremur en annað. Óhætt er að fullyrða að meðal vestrænna ríkja er full samstaða um að Atlantshafs- bandalagið gegni áfram því hlutverki að standa vörð um öryggi Evrópu. Það er svo annað mál að mismunandi sjónarmið togast á hvernig best sé að því staðið. Bandalagið hefur brugðist við kalli tímans og gengið í gegnum miklar breytingar sem tekið hafa mið af nýjum kringumstæðum og breyttri heims- mynd. Vettvangur þess einskorðast ekki við Evr- ópu heldur er athyglinni einnig beint að fjarlægari heimshlutum eins og aðgerð bandalagsins í Afgan- istan er til vitnis um. Raunar byggist sú aðgerð í reynd á niðurstöðu utanríkisráðherrafundar bandalagsins í Reykjavík í maímánuði 2002 þegar ákveðið var að takast á við ógnir hvaðan sem þær steðja að. Það liggur í augum uppi að með þessu fór bandalagið inn á nýjar brautir. NATO hafði að vísu farið út fyrir sín landamæri þegar það skarst í leikinn á Balkanskaga á tíunda áratugnum og stöðvaði það mannskæða stríð sem þar geisaði. En það var í bakgarði bandalagsins í Evrópu. Afgan- istan er annað mál. Stækkun bandalagsins undanfarna tvo áratugi er ekki síður mikilvæg aðlögun að breyttu um- hverfi. Að miklu leyti hefur stækkunin náð til sömu ríkja og stækkun Evrópusambandsins en þó ekki að öllu leyti. Hún hefur átt stóran þátt í að breyta hinu pólitíska landslagi í Evrópu og í reynd að skil- greina það upp á nýtt. Eitt af öðru hafa ríki Evrópu ákveðið að skipa sér í sveit með aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins og þar með gefið skýr skilaboð þess efnis að þau deili í grundvallaratriðum samskonar af- stöðu þegar kemur að öryggis- og varnarmálum álfunnar. Þegar litið er til þeirra málefna og viðfangsefna sem Atlantshafs- bandalagið glímir við í Evrópu þá eiga þau það sameiginlegt að þau lúta flest að Rússlandi. Rússland er ekki Sovétríkin og málið gengur ekki út á spurninguna um hernaðarlega ógn frá Rússlandi. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga hversu arfleifðin frá Sovétríkjunum er ljós- lifandi í huga stjórnmálamanna og almennings hjá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur- hluta Evrópu. Þau leggja höfuðáherslu á að land- varnir í Evrópu séu tryggðar sem allra best og að það hafi forgang. En Rússar eru ósáttir við stækkun bandalags- ins til austurs og hafa brugðist hart við áformum um hugsanlega aðild Úkraínu og Georgíu að NATO. Þeir hafa einnig brugðist hart við áform- um Bandaríkjanna um að koma upp hluta eld- flaugavarnarkerfis síns í Póllandi og Tékklandi. Þeir hafa ekki verið tilbúnir til að ganga í takt við alþjóðlegt samfélag í málefnum Kosovo. Atlants- hafsbandalagið hefur að sama skapi brugðist hart við innrás Rússlands í Georgíu í ágústmánuði 2008. Almennt má segja að sambúðin hefur engan veginn verið hnökralaus eftir að kalda stríðinu lauk og á stundum erfið. Það er hins vegar ólíku saman að jafna og átti við um kalda stríðið. Og þegar hér er komið sögu hafa þær raddir að mestu þagnað sem töldu nýtt kalt stríð vera í uppsigl- ingu. Hér skiptir að sjálfsögðu miklu að ný stjórn- völd í Bandaríkjunum hafa tekið af allan vafa um að þau vilja bæta samskipti við Rússland. Það þýð- ir þó engan veginn að lausn á ágreiningsefnum sé í sjónmáli. Eitthvert stærsta málið er hugsanleg aðild Úkraínu og Georgíu að bandalaginu. Frá bæj- ardyrum Rússa eru þau ríki sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum á rússnesku áhrifasvæði og eiga ekkert erindi í innsta hring vestrænna ríkja. Þeir telja sig eiga „sérlegra hagsmuna“ að gæta í þess- um ríkjum. Frá sjónarhóli vestrænna ríkja lítur málið öðruvísi út. Úkraína og Georgía hafa allan rétt til að ákveða sjálf afstöðuna til umheimsins. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að Úkraína hefur enn ekki gert upp hug sinn gagnvart hugs- anlegri aðild að NATO svo ótvírætt sé. Það flækir málið að meðal vestrænna ríkja eru viðhorf og áherslur til þessa máls mismunandi. Bandaríkin hafa lagt mikla áherslu á málið en efa- lítið verður einhver áherslumunur hjá nýjum stjórnvöldum í Washington. Í Evrópu vilja sum ríki fara hægar í sakirnar en önnur og taka þá mið af samskiptum við Rússland auk þess sem stríðið við Georgíu í ágúst 2008 flækti málið enn til muna og setti öll samskiptin milli Rússlands og Atlants- hafsbandalagsins í uppnám. Bandalagið hefur nú gefið til kynna að það sé reiðubúið að koma sam- skiptunum í betra horf. Það þýðir hins vegar ekki að innrásin í Georgíu á liðnu ári sé gleymd og graf- in. Utan Evrópu er aðgerðin í Afganistan meg- inatriði. NATO tók við yfirstjórn alþjóðlegu örygg- issveitanna í Afganistan í ágúst 2003. Barack Obama hefur lýst því yfir að Afganistan hafi for- gang í bandarískum utanríkismálum. Í landinu eru nálægt 62.000 manns frá 26 NATO-ríkjum og 16 samstarfsríkjum. Bandaríkjamenn hyggjast bæta við 17.000 manns og þrýsta á um frekara framlag frá öðrum NATO-ríkjum. Talibanar eru í sókn, landið er orðið stærsti ópíumframleiðandi í veröld- inni. Stjórnkerfið er veikt og spilling útbreidd. Vandinn er orðinn stórvægilegur og þung byrði fyrir Atlantshafsbandalagið. Það segir sig sjálft að skiptar skoðanir eru innan bandalagsins um það sem framundan er. Þegar á heildina er litið stendur Atlantshafs- bandalagið frammi fyrir mjög viðamiklum pólitísk- um verkefnum. Þau eru ekki til merkis um tilvist- arkreppu. Þvert á móti eru allt önnur teikn á lofti. Frakkland hefur nú ákveðið að taka aftur fullan þátt í hernaðarlegu samstarfi bandalagsins. Í póli- tískum skilningi er það stórt skref fyrir Frakkland og veruleg styrking fyrir bandalagið. Á ráðstefnu í München í febrúarmánuði lýsti Angela Merkel Þýskalandskanslari NATO sem kjölfestunni í Atl- antshafssamskiptunum sem hún taldi vera grund- völlinn fyrir öryggismálum Evrópu. Með öðrum orðum; enn sem fyrr halda ríki Evrópu áfram að líta til Atlantshafsbandalagsins sem grundvallar öryggis- og varnarmála á meginlandinu. Á þessu hefur ekki orðið breyting. Hins vegar er ljóst að aðlögun að breyttu umhverfi og aðstæðum er nauðsynlegur þáttur í starfi bandalagsins og þar munu efalítið halda áfram að togast á mismunandi sjónarmið og hagsmunir hvert beri að stefna. En þannig hefur það verið undanfarin sextíu ár. Eftir Gunnar Gunnarsson » Ljóst er að aðlögun að breyttu umhverfi og að- stæðum er nauðsynlegur þáttur í starfi bandalagsins og þar munu efalítið halda áfram að togast á mismunandi sjónarmið og hags- munir hvert beri að stefna. Gunnar Gunnarsson Höfundur er sendiherra í utanríkisþjónustunni. Hann var fastafulltrúi Íslands hjá NATO 2002-2008. Atlantshafsbandalagið og nútíminn BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.