Morgunblaðið - 16.04.2009, Side 3

Morgunblaðið - 16.04.2009, Side 3
Ríkissafn Íslandssjóða er áhugaverður kostur fyrir þá sem eru að leita að fjárfestingu með lágmarksáhættu til eins árs eða lengur. Um er að ræða sjóð sem fjárfestir eingöngu í skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs og innlánum fjármálastofnana. Sjóðurinn var stofnaður í desember síðastliðnum og hefur hlotið frábærar viðtökur hjá bæði fagfjárfestum og einstaklingum en hann er nú þegar orðinn 6 milljarðar að stærð. Helstu eiginleikar Ríkissafns: Stefna sjóðsins er að fjárfesta 70% í skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs og 30% í innlánum fjármálafyrirtækja. Sjóðurinn hefur heimild til að auka vægi ríkisskuldabréfa upp í 100% en innlán mega aldrei nema meira en 50% af heildareignum sjóðsins. Stuttur meðaltími skuldabréfa sjóðsins þýðir að gengi hans sveiflast ekki mikið á milli daga eins og myndin sýnir. T ó n ar h af si n s: Á sm u n d u r Sv ei n ss o n . 30% 70% 70% Skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 30% Innlán fjármálafyrirtækja Innlán og ríkistryggð skuldabréf Hægt að innleysa með dags fyrirvara Litlar sveiflur á gengi Lágmarkskaup eru einungis 5.000 kr. Hægt að kaupa með mánaðarlegri áskrift Virk stýring eigna og lágur kostnaður* * gengismunur 0,5% umsjónarlaun 0,7% 1070 1060 1050 1040 1030 1020 1010 1000 990 980 04.12.08 24.12.08 13.01.09 02.02.09 22.02.09 14.03.09 Eignastýring Íslandsbanka Eignastýring Íslandsbanka byggir á 20 ára sögu og þjónar tugum þúsunda viðskiptavina á ári hverju. Við erum leiðandi á íslenska markaðnum á sviði eignastýringar og bjóðum viðskiptavinum okkar sérhæfða ráðgjöf með það að markmiði að takmarka áhættu og tryggja góða langtímaávöxtun. Á tímum sviptinga er mikilvægt að eignasöfn séu vöktuð af sérfræðingum. Við hvetjum þig til að koma í heimsókn og ræða við ráðgjafa okkar um kosti Ríkissafnsins og Eignastýringar. Hafðu samband í síma 440 4900 eða leitaðu upplýsinga á islandsbanki.is/fjarfestingar. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í verðbréfasjóði eða fjárfestingasjóði getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Ríkissafn – ríkisskuldabréf og innlán, er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandsbanka hf., www.islandsbanki.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 H ei m ild : Ís la n d sb an ki Ríkissafnið fær frábærar viðtökur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.