Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÞAÐ er vandræðagangur í kringum ímynd stjórnmálamanna. Maður tekur eftir því að það er drungi yfir öllum herferðunum. Engin gleði eða bjartsýni í gangi. Það er frekar þoku- kennt og drungalegt andrúmsloft í kringum þetta nánast allt saman,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönn- un við Listaháskóla Íslands, um auglýsingar flokkanna í kosningabaráttunni að und- anförnu. Guðmundur segir ímyndarauglýsingar flestra flokka að þessu sinni einkennast af naumhyggju (minimalisma). Nærmyndatökur af andlitum eru einkennandi og Samfylkingin notar nánast eingöngu svarthvítar ljósmyndir í sínum auglýsingum. Þá finnst honum merki- legt hvað litirnir eru dökkir hjá Sjálfstæð- isflokknum. „Þetta ber keim af því að aðdragandinn var stuttur. Það er ekki hægt að fara í mikla hug- myndavinnu við þær aðstæður,“ segir Guð- mundur. „Kannski er þetta bara nær sannleik- anum eins og hann er. Það er ákveðið rof á milli ímyndar stjórnmálamanna og þess sem almenningur hefur áhuga á.“ Það einkennir kosningaauglýsingarnar að engin myndræn hugmyndavinna hefur verið sett í gang og flokkarnir virðast óttast að beita myndmálinu. Nærmyndatökur af stjórn- málamönnum eru t.d. áberandi hjá Vinstri grænum, sem eru fyrir vikið nánast hættir að þekkjast, að mati Guðmundar. „Þetta er rammað þannig af að þú sérð ekki nema miðju andlitsins og tákn mannsins er nánast þurrkað út,“ segir hann þessu til útskýringar. „Það er sálrænt inntak auglýsinganna að það er drungi yfir þeim. Þetta er ólíkt kosningum á undanförnum ár- um þar sem birtan hefur verið notuð og bjart- sýnin.“ Baráttan ber lítil merki um götuóeirðirnar í vetur Atli Rúnar Halldórsson, almannatengill og fyrrverandi fréttamaður, furðar sig á hvað kosningabaráttan hefur verið venjuleg „og hvað sést og heyrist lítið af því að hér voru götuóeirðir fyrir örfáum vikum og allt á öðrum endanum. Þetta ástand í vetur einkennir kosn- ingabaráttuna í ótrúlega litlum mæli,“ segir Atli Rúnar. „Ég bjóst við miklu harkalegri átökum í kosningabaráttunni, en reyndin hefur orðið. Skýringin er kannski sú, að flokkarnir eru ekki tilbúnir í þessa kosningabaráttu. Þeir hafa unnið heimavinnuna illa, voru í þinginu fram á seinustu stundu og koma í það heila tekið mjög fátæklegir til leiks.“ Kosningaaðferðirnar sem flokkarnir hafa gripið til eru mjög hefðbundnar, að mati Atla Rúnars og það á líka við um það framboð „sem segist vera arftaki pottanna á Austurvelli. Það finnst mér skrítið,“ segir hann. Atla Rúnari og Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, ber saman um að það sé mjög sérstakt og setji svip sin á kosningarnar að kjósendur ganga nú að kjörborðinu með þá vitneskju að núverandi stjórnarflokkar ætla að vinna sam- an eftir kosningar fái þeir til þess umboð. Þetta er mjög óvenjulegt í kosningum hér á landi. Atli Rúnar telur að stjórnarflokkarnir muni að einhverju leyti njóta þessa í kosning- unum. „Það er oft skammast yfir því að hér á landi viti kjósendur aldrei að hverju þeir ganga eftir kosningar. Nú liggur fyrir í fyrsta skipti frá því að ég fór að fylgjast með hvaða ríkisstjórn verður mynduð ef þessir flokkar fá meirihluta. Það hefur sett ákveðinn svip á kosningabaráttuna. Einnig hefur umræðan um leiðtoga flokka verið meiri nú en áður. Þar skiptist alveg í tvö horn, annars vegar eru leik- reyndustu mennirnir og svo algjörir nýliðar.“ „Kosningabaráttan er að mörgu leyti óvenjuleg,“ segir Gunnar Helgi. „Það er m.a. óvenjulegt að nú eru kjósendur ekki eingöngu að taka afstöðu til einstakra flokka heldur líka til ríkisstjórnar. Þetta er óvenjulegt hér á landi en er hins vegar miklu algengara í ná- lægum löndum,“ segir hann. „Það er ríkjandi vantrú á stjórnmálum og flokkum,“ segir hann ennfremur og segir áber- andi hversu margir lýsi yfir reiði sinni vegna stjórnmálastarfseminnar og gagnrýni íslensk stjórnmál. Flokkarnir hafi af þessum sökum ekki haft eins mikið vald á kosningabaráttunni og oft áður. Forystan sé heldur ekki eins örugg með sig og oft áður. Drungi í stað gleði og bjartsýni Gunnar Helgi Kristinsson Atli Rúnar Halldórsson Í HNOTSKURN »Lítil hugmyndavinna á bak við aug-lýsingar flokkanna, að mati sérfræð- ings. »Reyndur stjórnmálafréttamaðursegir flokkana hafa unnið heimma- vinnu sína illa fyrir kosningarnar. »Setur mark sitt á kosningabaráttunaað kjósendur vita að stjórnarflokk- arnir ætla að halda samstarfinu áfram fái þeir til þess umboð.  Sérkennilegri kosningabaráttu að ljúka  Flokkarnir ekki með eins mikið vald á baráttunni og áður  „Bjóst við miklu harkalegri átökum“  „Vandræðagangur í kringum ímynd stjórnmálamanna“ Guðmundur Odd- ur Magnússon Morgunblaðið/Ómar Slegið á létta strengi Formælendur flokkanna mættust síðasta sinni í beinni útsendingu ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ástþór Magnússon, Bjarni Benediktsson, Þór Saari, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðjón Arnar Kristjánsson og Steingrímur J. Sigfússon. Frambjóðendurnir gátu augljóslega skemmt sér saman þó að ágreiningur væri þó nokkur um málefnin. „NÚ er það bara úthlaup, fara sem víðast og tala við kjósendur,“ sagði önnum kafinn framkvæmdastjóri eins flokkanna um síðasta dag kosningabaráttunnar. „Þetta er lokahnykkurinn og menn eru að hringja og frambjóðendur hitta fólk á förnum vegi,“ sagði kosn- ingastjóri annars flokks. Frambjóð- endur og aðrir flokksmenn voru á þönum í allan gærdag á lokasprett- inum fyrir kjördag. Þær upplýs- ingar fengust að nú væri meg- ináherslan lögð á að hitta kjósendur beint og vera áberandi á fjölmennum stöðum s.s. í versl- unarmiðstöðvum og í miðbænum á höfuðborgarsvæðinu. Á umliðnum dögum var lagt kapp á vinnustaða- fundi. Minna var um þá í gær. Þá sögðust menn nýta netið sem mest, uppfæra heimasíður og nýta til hins ýtrasta samskiptavefina Facebook og Twitter. Formenn flokkanna voru hins vegar uppteknir í gær við undirbúning fyrir kosningaþætti sjónvarpsstöðvanna í gærkvöldi. Maður á mann á lokasprettinum Frambjóðendur á ferð og flugi XB Spjallað saman í Kringlunni. XO Menn höfðu skoðanir á málefnunum. Morgunblaðið/Kristinn XS Bæklingar skiptu um hendur. XV Áhersla lögð á menn og málefni. XD Unga fólkið fékk fróðlegan fyrirlestur. XF Ábúðarfullir frambjóðendur og áheyrendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.