Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 50
50 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 ÞVÍ HEFUR verið haldið að fólki und- anfarið, að með því að skila auðum seðli í al- þingiskosningum geti menn gert annað og meira en einfaldlega gert atkvæði sitt ógilt. Því til sanninda hefur verið sagt, að kjör- stjórnir ætli að birta það sérstaklega hversu margir auðir kjörseðlar komi upp úr kössunum. Hér er verið að afvegaleiða fólk. Auður seðill er einfaldlega ógildur og það er ekki hlutverk kjörstjórna að greina þá sérstaklega frá öðrum ógildum seðlum. Í 100. gr. laga um kosningar til alþingis, nr. 24/2000, er talið upp hvað geri kjörseðil ógildan, og fyrst í upptalningunni er einmitt að hann sé auður. Ákvæðið hljóðar svo í heild sinni: „Atkvæði skal meta ógilt: a. ef kjörseðill er auður, b. ef ekki verður séð við hvern lista er merkt eða ef ekki verður séð með vissu hvort það sem stendur á utan- kjörfundarseðli getur átt við nokk- urn af listum sem í kjöri eru, c. ef merkt er við fleiri listabókstafi en einn eða tölumerkt nöfn á fleiri listum en einum eða skrifaðir fleiri en einn listabók- stafur á utankjörfund- arseðil, d. ef áletrun er á kjörseðli fram yfir það sem fyrir er mælt eða annarleg merki sem ætla má að sett séu af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkenni- legan, e. ef í umslagi með utankjörfund- arseðli er annað eða meira en einn kjörseðill, f. ef kjör- seðill er annar en kjörstjórn eða kjörstjóri hefur löglega afhent.“ Kjörstjórnir hafa ekkert með það að gera að sundurgreina hvaða ástæður verða til þess að ógilda at- kvæði, hvorki með því að telja sér- staklega hversu mörg atkvæði verða auð, né með því að upplýsa sérstaklega hversu mörg atkvæði urðu ógild vegna þess að á þau voru ortar vísur; ekki frekar en það væri hlutverk kjörstjórna að greina í sundur hversu margar vísurnar hefðu verið rétt kveðnar og hversu margar rangt. Það að skila auðum seðli er ekki viðurkennd aðferð til að lýsa skoð- un. Það geta menn hins vegar gert með útstrikunum. Það eru skilaboð sem bæði skiljast og heyra beinlínis til kosningaúrslita. En sú kenning, að autt atkvæði geti verið eitthvað annað en ógilt, er kannski til marks um vaxandi lausung í kosninga- framkvæmd, þar sem dóms- málaráðuneytið vísar veginn. Ráðu- neytið virðist úthluta listabókstöfum eingöngu eftir ósk- um framboða en án tillits til rugl- ingshættu við þá listabókstafi sem fyrir eru eða nöfn flokka sem fyrir eru – og nú hefur heyrst að á kjör- seðlum í ár muni standa, sem nafn stjórnmálaflokks, „listi Borg- arahreyfingarinnar – þjóðin á þing“ og er sérstakt að slík slagorð séu viðurkennd sem nafn stjórn- málaflokks á kjörseðli. Dóms- málaráðuneytið virðist halda að hlutverk þess við kosningar sé að hlaupa á eftir öllum óskum. Eftir Þórhall H. Þorvaldsson Þórhallur H. Þorvaldsson » Það að skila auðum seðli er ekki við- urkennd aðferð til að lýsa skoðun. Það geta menn hins vegar gert með útstrikunum. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Auður er ógildur FORNAR leiðir um Ísland eru merkileg heimild um sögu þjóð- arinnar. Þær hafa margar hverjar glatast í tímans rás en á síðustu árum hafa menn gert sér far um að finna þær að nýju, týnt saman vörðubrot og reynt að ráða í landslag til þess að áætla spor genginna kynslóða. Gálgahraun á Álftanesi er ein- stakt að því leyti, að þar eru óspilltar þjóðleiðir allt frá land- námi. Á nesinu voru tvö höfuðból, annars vegar kirkjustaðurinn Garðar og hins vegar höfuðstaður veraldlegs valds á Íslandi, Bessa- staðir. Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Bessastaðir byggðust við landnám og á því stórbýli sátu helstu höfðingjar í margar aldir allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur. Fógetagata eða Álftanesgata er merkasta þjóðleiðin til Bessastaða og meðal mikilvægustu fornminja á höfuðborgarsvæðinu. Hún liggur úr svoköll- uðu Hraunsviki í Arn- arnesvogi og beina leið vestur að höfuðbólinu. Snorri Sturluson reið stíginn þegar hann kom úr Reykholti á 13. öld, Fjölnismenn gengu sama veg á leið í Bes- staðaskóla sex hundruð árum síðar og þar beitti fáki sínum Grímur Thomsen undir aldamótin 1900. Allt er óbreytt enn í dag. Þeir sem komu að austan á leið til Bessastaða héldu um Engidals- stíg. Hann hófst við Ófeigskirkju, álfaklett skammt fyrir vestan nú- verandi gatnamót Álftanesvegar og Hafnarfjarðarvegar, og hélt sem leið lá norðvestur eftir nes- inu. Flatahraunsgata lá frá Ófeigs- kirkju í átt að Görðum. Þá leið hefur Jón Vídalín biskup í Skál- holti líkast til farið í lok 17. aldar og riðið síðan Álftanesstíg og suð- ur Stekkjargötu þegar hann vitj- aði bernskuheimilis síns að Görð- um eða haldið um Kirkjustíg. Þeir sem komu úr Reykjavík og hugð- ust halda að prest- setrinu hafa annað hvort tekið stefnuna beint úr Hraunsviki suður Móslóða að Vegamótum og það- an um Kirkjustíg eða riðið Fóg- etagötu inn í Gálga- hraun og síðan farið um Stekkjargötu til suðurs yfir á Garða- holtið. Hafnfirð- ingar og Suð- urnesjamenn riðu Álftanesstíg úr kaupstað út á nes- ið. Flestar þessara fornu þjóðleiða um Álftanes eru greinilegar enn þann dag í dag. Athygli vekur að ekkert hefur verið gert til þess að halda þeim við eða merkja. Þvert á móti bendir allt til þess að þeim verði eytt. Fyrirhugað er að leggja nýjan Álftanesveg þvert yf- ir hraunið um Engidalsstíg. Til þess að bæta gráu ofan á svart er gert ráð fyrir öðrum vegi þvert yf- ir nesið úr Hraunsviki yfir að Görðum og þar með hoggið æði nærri Fógetagötu en Móslóði verður eyðileggingunni að bráð. Í Gálgahrauni á Álftanesi hafa varðveist einstakar minjar um göngu- og reiðleiðir þjóðarinnar allt frá landnámi. Þeim má ekki granda. Þær mynda samfellt net, einstakt í sinni röð. Ekki er ólík- legt að svæðið ætti heima á heims- minjaskrá Unesco sem stór- merkilegt menningarlandslag á heimsvísu. Íslendingar ættu að standa vörð um þessar sameig- inlegu menningarminjar þjóð- arinnar. Hraunið er í landi Garða- bæjar. Hér með er skorað á bæjarfélagið að slá alla vegagerð í Gálgahrauni út af borðinu, friða svæðið, merkja hinar fornu þjóð- leiðir og gera þær aðgengilegar almenningi. Gálgahraun er á nátt- úruminjaskrá og eignarhald á því er skýrt. Friðlýsing ætti ekki að kosta nema eitt pennastrik. Vilji er allt sem þarf. Eftir Gunnstein Ólafsson » Í Gálgahrauni hafa varðveist einstakar minjar um göngu- og reiðleiðir þjóðarinnar allt frá landnámi. Gunnsteinn Ólafsson Höfundur er tónlistarmaður búsettur á Álftanesi. Gálgahraun á heims- minjaskrá UNESCO? ÁTAKIÐ „Sam- mála“ er bráðnauðsyn- leg aðgerð til þess að þrýsta á væntanlegt al- þingi og komandi rík- isstjórn um hraða af- greiðslu á einu stærsta máli sem íslenska þjóð- in stendur frammi fyr- ir. Færi ég fólki því sem stendur fyrir átakinu mínar bestu þakkir og hvet alla frjálst hugsandi Íslendinga til að svara kall- inu strax á www.sammala.is.Tryggja þarf mikla þátttöku ef átakið á að bera árangur. Ríkisstjórn eða þing eru enn sem komið er ekki skyldug að hlýða rödd fólksins, þökk sé óverjandi and- ófi þingflokks Sjálfstæðisflokksins á síðustu dögum þinghalds. Ljóst er að nokkurn tíma tekur að ljúka átakinu þannig að gagni komi, og mun það sennilega ekki hafa nein áhrif á nið- urstöður kosninganna eða hvað? Lít- um nú aðeins á skoðanakannanir. Samfylkingin stefnir í u.þ.b. 30% fylgi. Þjóðin velkist varla í vafa um að þar á bæ vilja menn nákvæmlega það sama og Sammála.is, þ.e. samninga- viðræður, aðildarsamning, kynning- arstarf og þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst. Vinstri grænir virðast stefna í u.þ.b. 26%. Þeir eru á móti inngöngu í ESB, en viðurkenna þó rétt þjóðarinnar til að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvað þeir leika marga biðleiki áður er ómögulegt að segja eða um skaðann sem af því hlýst. Sjálfstæðisflokkurinn gæti fengið u.þ.b. 22%. Landsfundur flokksins samþykkti að á næsta kjörtímabili mætti hugsanlega kjósa um „hvort“ fara ætti í samningaviðræður við ESB. Þessi „taktík“ hefur einnig heyrst hjá Vinstri grænum. Þessi „biðleikjaflétta“ er sett fram til að koma í veg fyrir viðræður. Ekk- ert liggur á borðinu til að kjósa um og því er auðvelt að fá fólk til að hafna viðræðum með órökstuddum fullyrð- ingum, slagorðum og gróusögum. Afleiðingin yrðu í versta falli að engar samningaviðræður færu fram, aldrei yrði ljóst hvaða kostir væru í boði o.s.frv. Í besta falli tefðist ferlið í a.m.k. 4-6 ár. Hvað þessi atburðarás mundi leiða yfir þjóðina verður ekki rakið hér. Því er best lýst í grein Benedikts Jóhann- essonar í Mbl. 16. apríl sl. Framsóknarflokkurinn gæti fengið 12%. Flokkurinn segir já við viðræðum að sett- um vissum skilyrðum. Hvort sú „taktík“ í upp- hafi viðræðna skilar ein- hverjum árangri skal ósagt látið. Þetta gæti einnig verið leið til að koma í veg fyrir við- ræður. Frjálslyndi flokk- urinn segir nei við við- ræðum. Það hefur trú- lega enga þýðingu, því flokkurinn virðist munu þurrkast út. Borgarahreyfingin gæti fengið u.þ.b. 5%. Afstaða hennar virðist óljós til flestra mála. Hreyfingin virð- ist þó ekki vera á móti viðræðum. Nú er ég kominn að efninu. Flestir búast við að Samfylkingin og Vinstri grænir myndi ríkisstjórn undir for- sæti Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég tel að menn ættu að íhuga þann mögu- leika að Vinstri grænir gætu orðið stærri en Samfylkingin í þeirri rík- isstjórn og Steingrímur forsætisráð- herra. Hver er þá staða Samfylking- arinnar og þess máls sem hún, ein flokka, setur á oddinn? Ég ákalla því Íslendinga, og þá sérstaklega þann stóra hóp sjálf- stæðismanna sem er sáróánægður með afstöðu flokks síns til þessa stærsta máls komandi kosninga. Skilið ekki auðu í kjörklefanum á laugardag. Lánið Samfylkingunni atkvæðið og komið fram málinu sem við erum sammála um. Ég vil ganga enn lengra og segja við hundóánægða sjálfstæðismenn og fleiri: Hjálpið eina stjórnmálaflokknum sem stend- ur heils hugar að málinu sem við er- um sammála um. Tryggið afgerandi forustu Samfylkingarinnar í komandi ríkisstjórn. Greiðið henni atkvæði ykkar. Ákall til „sammála“ sjálfstæðismanna o.fl. Eftir Magnús Stephensen Magnús Stephensen »Ég ákalla því Íslend- inga, og þá sérstak- lega þann stóra hóp sjálf- stæðismanna sem er sáróánægður með af- stöðu flokks síns til þessa stærsta máls komandi kosninga. Skilið ekki auðu í kjörklefanum... Höfundur er byggingatæknifræðingur. NÝ FORYSTA Sjálf- stæðisflokksins óskar eftir stuðningi þínum í kosningum í dag. Það hefur gengið á ýmsu í samfélaginu og fjöl- margir bera ábyrgð á niðurstöðunni. Við erum í miðju uppgjörsferli þó að komið sé að upp- byggingarferlinu, hjá okkur öllum sem ein- staklingum og hjá sam- félaginu í heild. Allir flokkar gera sitt besta við að byggja upp á ný. Og nú blæs á móti. Þá er mik- ilvægara en nokkru sinni fyrr að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins kunni bæði að vera í vinningsliðinu og í tapliðinu – og styðji þannig sína stefnu alla leið. Við verðum að styðja okkar fólk, í blíðu og í stríðu, sérstaklega þar sem búið er að tak- ast á við uppstokkun í forystu og unnið er að bæta og breyta þeim prinsippum sem við nú teljum vera úrelt. Sjálfstæðisflokkurinn tekst nú á við að losa sig við ýmsa stimpla. Ný forysta er forysta sem ég treysti. Þar eru á ferð heið- arlegar manneskjur sem ég hef átt við ein- læg og opinská sam- skipti. Manneskjur sem vilja byggja upp sam- félagið í sátt við okkur og hugmyndir sjálf- stæðisstefnunnar. Það er ekki auðvelt að losa sig við stimplana og takast á við breytingar. Ég horfi hins vegar á nýja forystu af bjart- sýni og hef trú á því að nýir og ferskir kraftar hafi lært af mistök- unum. Það er aldrei eins mikilvægt og nú að standa með sínu liði. Að spila með »Ný forysta Sjálf- stæðisflokksins er forysta sem ég treysti. Þar eru á ferð heið- arlegar manneskjur sem ég hef átt við einlæg og opinská samskipti. Eftir Ólaf Stefánsson Höfundur er handboltamaður. Ólafur Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.