Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 71
Menning 71FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 BANDARÍSKA söngkonan Nicole Scherzinger hefur sagt skilið við stúlknasveitina Pussycat Dolls ef marka má sögusagnir sem nú fara eins og eldur í sinu um bloggheima. Slúðurstjarnan Perez Hilton er ein þeirra sem hefur látið sig málið varða og telur hann að sólósöngur söngkonunnar í laginu „Hush Hush á tónleikum sé bara einn liður í því plani að aðskilja Scherzinger frá stúlknasveitinni. Líklegt þykir þó að tilkynningin um sólóferil söngkon- unnar komi ekki fyrr en að tónleika- ferðalaginu Doll Domination loknu, en svo heitir nýjasta plata sveit- arinnar. Plötufyrirtæki sveitarinnar, Interscope, hefur hingað til ekki vilj- að tjá sig um sögusagnirnar og þykir það einnig benda til þess að breyt- ingar séu í vændum. Nicole hefur áð- ur reynt við sólóferilinn með slökum árangri en nýlega lýsti hún því yfir í gríni að hana langaði í framtíðinni að gera plötu með kærasta sínum, Formúlu 1 ökumanninum Lewis Ha- milton. Hamilton ku ekki vera sá lagvísasti. Segir skilið við Pussycat Dolls Reuters Kattarbrúðurnar Melody Thornton, Jessica Sutta, aðalpían Nicole Scherz- inger, Ashley Roberts og Kimberly Wyatt. Enn fimm, sem komið er. NÝ kvikmynd bandaríska leikstjór- ans Francis Ford Coppola, Tetro, verður opnunarmyndin á Cannes kvikmyndahátíðinni í ár. Mynd Cop- pola, sem er handhafi tveggja Gull- pálma í Cannes, verður frumsýnd þann 14. maí, fyrst þeirra kvik- mynda sem sýndar eru á hátíðinni en taka ekki þátt í keppninni um Gullpálmann. Bandaríski leikarinn Vincent Gallo leikur aðalhlutverkið í Tetro en í myndinni er sögð saga 17 ára gamals ítalsks-bandarísks pilts sem fer frá New York til Buenos Ai- res til þess að leita bróður síns sem hefur verið saknað í áratug. Coppola, sem einnig skrifaði handrit myndarinnar, segir að hann byggi myndina á æskuminningum sínum um fjölskyldutengsl en neitar því hins vegar að um sjálfsævisögu sé að ræða. Kvikmyndin var tekin upp í ítalska hluta Buenos Aires, La Boca, á síðasta ári og er svart-hvít. Þykir hún eiga meira sammerkt með evr- ópskri kvikmyndagerð heldur en þeirri bandarísku. Coppola- mynd á Cannes Meistari Francis Ford Coppola. Reuters ALLT útlit er fyrir að Alicia Silver- stone muni leika í framhaldi hinnar geysivinsælu kvikmyndar Clueless en myndin átti hvað mestan þátt í að gera hana að Hollywoodstjörnu fyrir um 15 árum. Silverstone mun um þessar mundir eiga í viðræðum við leikstjóra og handritshöfund kvik- myndarinnar, Amy Heckerling, en þær stöllur sáust víst í búðarferð um daginn í Kaliforníu þar sem fram- haldsmyndin var meðal annars rædd. Silverstone mun einnig hafa ýjað að því að hún myndi leika í Clueless 2 í viðtali við írska spjall- þáttarstjórnandann Graham Norton í nóvember síðastliðnum. Myndin fer að öllum líkindum í tökur í næsta mánuði og er titill hennar sagður vera Clueless: A High School Reu- nion. Silverstone var aðeins 18 ára þegar hún skaust upp á stjörnuhim- ininn fyrir túlkun sína á Beverly Hills-ljóskunni Cher Horowitz. Alicia Silverstone Sló í gegn sem ljóskan í Clueless-myndinni. Clueless 2 væntanleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.