Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 22
Um borð Sérsveitarmenn og liðsmenn Landhelgisgæslunnar leggja af stað á aðgerðarbátnum að skútunni. Þeir voru illa varðir slæmu veðri á leiðinni. FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í ÓLGUSJÓ og niðamyrkri var áætl- unin að taka seglskútuna Sirtaki. Um borð voru þrír menn, hugsanlega vopnaðir, sem sáu fram á langa fang- elsisvist ef þeir yrðu teknir höndum. Mennirnir neituðu að stöðva för sína og gefast upp. Þær voru ekki gæfulegar aðstæð- urnar sem sérsveitarmönnum Rík- islögreglustjóra og stýrimönnum Landhelgisgæslunnar var boðið upp á sunnudaginn fyrir viku. Á ellefta tímanum að kvöldi fóru þeir frá varð- skipinu Tý á svonefndum aðgerða- bát. Sjö menn voru um borð, fjórir sérsveitarmenn og þrír frá Gæslunni. Ölduhæð var mikil og gekk yfir bát- inn auk þess sem mjög hvasst var. Um var að ræða tímamótaaðgerð, enda í fyrsta skipti sem tekið er sjó- far hér við land. Skipstaka æfð margsinnis Sú ákvörðun að ráðast í slíka að- gerð er ekki tekin í fljótfærni og að ástæðulausu. Á vettvangi voru að- stæður metnar þannig að stöðva þyrfti skútuna og áhöfn hennar. Þetta væri öruggasta leiðin til þess. Að baki framkvæmdinni liggja einnig þrotlausar æfingar. Meðlimir sérsveitarinnar og Gæslunnar hafa um áratugaskeið æft saman, þar á meðal margsinnis að taka sjóför. Við æfingarnar hafa hins vegar stærri skip verið tekin, veðrið verið skap- legra og áhættan af vopnuðum saka- mönnum engin. Enda var allt gert til að lágmarka áhættuna. Sérsveitarmennirnir sem báru um 25 kg af búnaði voru í sér- stökum þurrgalla auk björg- unarvestis. Þeir hefðu því ekki sokk- ið þótt þeir höfnuðu í sjónum, þrátt fyrir mikla þyngd. Auk þess var ann- ar bátur sjósettur og biðu menn um borð í honum tilbúnir til björgunar ef illa færi. Þar sem ekki var vitað hvort áhöfnin væri vopnuð eður ei voru tveir sérsveitarmenn á varðskipinu, stjórnandi og dekkningarmaður (þ.e. leyniskytta). Á meðan sérsveit- armenn voru á leið að skútunni mið- uðu þessir menn á áhöfnina, með leyfi til að skjóta ef ástæða þætti til, þ.e. ef mennirnir hefðu brugðið vopn- um. Björgunarþátturinn var því mjög vel undirbúinn en ekki kom til þess að áhöfn aðgerðarbátsins þyrfti að- stoð. Tvö óvænt óhöpp urðu þó við aðgerðirnar sem skrifast á slæmt veður á vettvangi. Hékk á hlið skútunnar Í báðum tilvikum hefði getað farið illa og kom þjálfun manna því að góð- um notum. Þegar einn sérsveit- armanna var að klifra úr aðgerð- arbátnum yfir í skútuna var mikill veltingur sem olli vandkvæðum. Maðurinn náði taki á skútunni og gerði sig líklegan til að fara yfir þeg- ar fótfestan hvarf allt í einu. Sökum öldugangs fór aðgerðarbáturinn und- an og hékk maðurinn því á hlið skút- unnar. Hann þurfti að auki að halda sér þar til búið var að yfirbuga áhöfn- ina. Þá var honum bjargað af fé- lögum sínum. Hitt atriðið var öllu léttvægara en stofnaði þó öryggi sérsveitarmanns í hættu. Öldurnar sem gengu yfir að- gerðarbátinn urðu til þess að saltpilla í björgunarvesti sérsveitarmanns leystist upp. Við það blés vestið upp og maðurinn varð óstarfhæfur á meðan hann fór úr vestinu. Hann var því illa varinn hefði hann fallið út- byrðis. Þjálfunin skilaði sér Sérsveitarmenn – og stýrimenn Gæslunnar – unnu mikið þrekvirki þetta sunnudagskvöld. Hluti af þjálf- un þessara manna er að bregðast við óvæntum uppákomum og halda ró sinni. Þjálfun þeirra varð því ekki síst til þess að aðgerðirnar gengu vel fyrir sig, þrátt fyrir hnökra og sýna og sanna mikilvægi sveitanna. Ævintýralegar aðstæður Í HNOTSKURN »Varðskipið TÝR stöðvaðikl. 22:35 19. apríl för segl- skútunar Sirtaki djúpt út af SA-landi vegna gruns um stór- fellt fíkniefnabrot. »Áhöfn TF-SYN hafði fylgtskútunni nær óslitið eftir frá því hún fann skútuna kl. 12:30. »Eftir að seglskútan fannstvoru sérsveitarmenn flutt- ir með TF-LIF út í varðskipið þar sem þeir sigu niður í skip- ið kl. 14:50. »Sérsveitarmenn handtókusvo áhöfn skútunnar, tvo Íslendinga og Hollending. »Hollendingurinn sem varhandtekinn um borð í skútunni var fenginn til að sigla skútunni til hafnar undir eftirliti sérsveitarmanna.  Sérsveit Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan hafa um áratugaskeið æft á sjó  Þrotlausar æfingar skiluðu góðum árangri þegar skútan Sirtaki var tekin Fjörutíu manns eru í sérsveit Rík- islögreglustjóra. Heimild er fyrir 48 mönnum en óvíst að hún verði nýtt í bráð. Verkefni sveitarinnar eru margvísleg en töluverðum hluta starfs sérsveitarmanna er varið til æfinga. Allar hugsanlegar aðstæður og atvik eru æfð, á sjó, landi og í lofti. Það tekur enda um þrjú ár frá því að einstaklingur hefur störf þar til hann er fullþjálfaður. Sérsveitin hefur þurft að þola mikla gagnrýni á undanförnum misserum, og hefur m.a. verið bent á að sérsveitarmönnum væri betur komið fyrir í almennri löggæslu. Sérsveitarmenn vinna vaktir og að lágmarki er einn mannaður bíll úti, en um helgar eru oft þrír og jafnvel fjórir bílar í almennum lög- gæslustörfum. Einnig er mannaður bíll á Akureyri og annar á Suð- urnesjum. Stöðug viðvera sérsveitarmanna er því vanmetin, en til að mynda þarf ekki að kalla sveitina út komi til sérstakra aðstæðna, s.s. vopn- aðra manna. Við slíkum aðstæðum er brugðist fljótt og örugglega. Æfingar á öllum hugsanlegum atvikum 22 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 ÍSLENSKAR getraunir hafa neyðst til að hækka röðina í Getraunum úr tólf krónum í fimmtán krónur. Verðbreytingin tók gildi á mánu- daginn var. Verð- breytingar hafa verið tíðar en þetta er í fimmta skipti sem breytingar eru gerðar á undanförnum sjö mán- uðum. Síðast lækkaði verðið í mars sl. úr fimmtán krónum í tólf. Stefán Snær Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskra getrauna og Íslenskrar getspár, segir ástæðuna fyrir hækkuninni sem fyrr veiking krónunnar gagnvart sænsku krón- unni. Samstarf Íslenskra getrauna við Svenska Spel felur það meðal annars í sér að vinningsupphæðir eru reiknaðar út samkvæmt gengi á sænsku krónunni. Því verða Get- raunir að selja röðina á því verði sem sænska krónan kostar. Stefán segir tippara hafa sýnt verðbreytingum mikinn skilning. „Yfirleitt er það einnig þannig að við höfum borið skarðan hlut frá borði en ekki kúnninn,“ segir Stefán og bendir á að lengi vel á síðasta rekstr- arári hafi röðin verið seld á tólf krónur og gengið hafi farið hátt í fimmtán krónur. andri@mbl.is Enn breyt- ist verðið á röðinni Íslenskar getraunir neyðast til að hækka STJÓRN Sambands íslenskra safnamanna hefur þungar áhyggjur af framtíð bátanna sem eru í umsjá Byggðasafnsins að Görðum vegna þess sem fram hefur komið um að skilja eigi bátana frá rekstri safnsins ef gengið verður til samninga um að rekstur safnsins verði færður í hendur einkahlutafélagsins Vætta. Í bréfi sem stjórnin sendi bæj- arstjóra Akraness er minnt á að byggðasafnið hafi átt aðild að sam- bandinu frá stofnun þess 2006 en að- ildarréttur byggist á því að a.m.k. 60% safnkosts og sýninga séu sjóm- injar. Þá er bæjarstjórinn m.a. spurður hver muni annast varð- veislu bátanna. Um mikil menning- arverðmæti sé að tefla, hluta af skipasmíðaarfi þjóðarinnar, sem alls ekki megi fara forgörðum og hlúa þurfi að með virðingu fyrir hinu gamla handverki og sögu sjósóknar. „Það er ekki á færi annarra en fag- manna og skal það undirstrikað hér,“ segir í bréfi stjórnarinnar. Áhyggjur af framtíð báta FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞEGAR einkafyrirtæki tók við rekstri Lista- safnsins á Akureyri árið 2004 var það í fyrsta skipti hér á landi sem rekstur safns var færður frá bæjarfélagi yfir til einkaaðila. Rekstur safnsins og listræn stjórnun þykir almennt hafa tekist mjög vel. Í deilunum á Akranesi um einkarekstur Byggðasafnsins að Görðum verð- ur væntanlega litið til reynslunnar af „útvist- un“ Listasafnsins á Akureyri. Það virðist á hinn bóginn sem þessi tvö söfn eigi lítið sam- eiginlegt og þar að auki er aðdragandinn að einkarekstri Byggðasafnsins gjörólíkur. Fyrirtæki Hannesar Sigurðssonar hefur séð um rekstur Listasafnsins á Akureyri frá árinu 2004 samkvæmt þjónustusamningi við bæj- arfélagið. Hannes var ráðinn forstöðumaður árið 2000 en hann hafði þá um 10 ára reynslu af sýningarstjórn. Fyrstu fjögur árin var rekstur safnsins hefðbundinn, undir hatti bæj- arins og stjórn Hannesar. Ánægja var með störf Hannesar og árið 2004 samdi bærinn um að fyrirtæki hans tæki við rekstri safnsins, gegn árlegri greiðslu sem var hin sama og framlag bæjarsins áður. Aðdragandinn að því að Vættir taki við Byggðasafninu að Görðum er augljóslega mun skemmri en auk þess liggur ekkert fyrir um að það fyrirtæki eða forsvarsmaður þess hafi áð- ur komið að rekstri safns. Að Görðum eru að auki margir forngripir en Listasafnið á Ak- ureyri geymir enga forngripi. Listaverkaeign þess er mjög lítil og er megináherslan á nýjar listsýningar. Aðdragandi á Akureyri  Rekstur Listasafnsins á Akureyri færður frá bænum til einkaaðila 2004  Hafði verið safnstjóri í fjögur ár áður en hann tók alfarið við rekstrinum Morgunblaðið/Kristján List Frá sýningu Patricks Huse í Listasafninu. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, sagði að hann gæti ekki dæmt um deilurnar á Akranesi. Mál sem þetta yrði að meta í hvert skipti, hvers eðlis samningurinn væri og hvort sá sem tæki við rekstri safnsins væri hæfur til þess. Ýmsir kostir væru við einkarekst- ur safna, líkt og ýmsir kostir væru við fjöl- breytt rekstrarform í skólastarfi. Skólar Hjallastefnunnar og Myndlistarskólinn á Akureyri væru t.a.m. einkareknir. Lista- safnið á Akureyri hefði færst í aukana eft- ir að rekstrinum var breytt. Listasafnið á Akureyri fær ekki styrki úr Safnasjóði þar sem það er einkarekið og þar með ekki tryggt að ágóði af safna- starfinu renni til safnsins. Hannes benti á að ef afgangur er af söfnum sem rekin eru af sveitarfélögum renni hann ekki til safnastarfsins heldur aftur í sveitarsjóð. Munurinn fyrir fjárhagsstöðu safnsins væri því í raun enginn. Skoði hvert mál fyrir sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.