Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 53
ar sögur sem einberar anekdótur. Fyrir mér voru þær annað og meira: Þær voru áminning um gildi sér- hátta; árás á samheimsku. Þær fólu ekki í sér rök fyrir frábrigðum frá- brigðanna heldur fyrir frábrigðum sem eru verðmæt vegna þess að ein- staklingseðlið er meira virði en aðrir hlutir. Að skilja blettinn – sinn Skagafjörð – til að skilja heiminn; að ganga með sínar fölsku tennur en ekki staðlaða góma. Þessi ríka ein- staklingshyggja er lærdómurinn sem ég dreg af sögum Haralds, um leið og þær voru þó andóf gegn ein- staklingsofvexti og persónulegum vindbelgingi. Ef þessi greining mín á sögum Haralds er rétt má segja að þær hafi haft tvær víddir, eins og Völuspá í túlkun hans sjálfs: annars vegar tímanlega vídd sem varpaði ljósi á rás hinna einstöku atvika, kímilegra eftir þörfum, og gæddi hana listræn- um blæ, en hins vegar myndræna eða táknræna vídd sem tryggði sögukjarnanum óstaðbundna og al- gilda merkingu. Sögur Haralds af- hjúpuðu blekkingar, upplýstu sann- leika um mannleg lífbrigði og mannlega farsæld. Haraldur er líklega skemmtileg- asti maður sem ég hef kynnst um dagana en líka einn sá margslungn- asti. Hann hataði mærð og slepju. Minnumst hans með þökk á þessum degi sem gleðimannsins er auðgaði alla þá sem nálægt honum komu. Kristján Kristjánsson. Kynni okkar Haralds Bessasonar hófust þegar ég fór vestur til Winni- peg til náms snemma á áttunda ára- tugnum. Þá hafði hann verið þar prófessor í mörg ár og lykilmaður í málefnum sem sneru að Vestur-Ís- lendingum. Ef fjallkonan þurfti að ávarpa landa okkar vestra á tylli- dögum var talað fyrst við Harald, því ekki mátti fjallkonan fara með fleipur. Ef ritstjórar blaða og tíma- rita forfölluðust hljóp Haraldur í skarðið. Og ef Vestur-Íslendingur féll frá var oft ætlast til að Haraldur skrifaði minningargrein í Lögberg- Heimskringlu. Í kjölfarið fylgdi þá gjarnan bón ættingja um að þýða greinina á ensku. Og ef svo ólíklega vildi til að höfðingja af Íslandi bæri að garði þá féll það í hlut Haralds að skipuleggja dvölina og helst að vera leiðsögumaður um íslensku byggð- irnar í Manitoba og Norður-Dakota. Allt var þetta sjálfsagt. En jafn- framt sinnti Haraldur fræðunum af krafti á þessum árum. Í samstarfi við Robert Glendinnig stjórnaði hann útgáfu fræðirita um fornís- lensk málefni. Þessar bækur seldust í þúsundatali enda bættu þær úr brýnni þörf í enskum fræðaheimi á ritum um eddur og sögur. Og mikil var virðingin sem Haraldur naut innan veggja Manitobaháskóla og utan. Satt að segja var hann orðinn þjóðsagnapersóna strax á þessum árum, þá rúmlega fertugur. Menn vitnuðu gjarnan í tilsvör hans, t.d. við fávíslegum spurningum inn- fæddra: „Er sími á Íslandi?“ „Já, en bara einn, og hann er inni í miðju landi svo allir geti notað hann.“ Þarna var ég nokkur ár og naut kynna við Harald og fjölskyldu hans og vini. Margoft kom ég á heimili hans og Ásu konu hans og dætranna þriggja, Steinu, Ellu og Kristínar, og varð vitni að höfðingsskap þeirra og glæsilegri framkomu. Og svo var skroppið á ölstofu og farið að segja sögur úr Skagafirði. Þá voru ís- lensku stúdentarnir gjarnan með í leiknum. Við vorum nokkurs konar hirðmenn meistarans. En snilld hans var m.a. í því fólgin að leyfa hirðmönnunum að njóta sín, og hann hvatti þá til dáða, enda var eins og hann skynjaði alltaf einhvern neista í hverjum um sig. Hann gat eigin- lega gert alla viðmælendur sína að afreksmönnum. Í fræðaskrifum Haralds var jafnan hárnákvæm blanda af fróðleik, innsæi og skemmtun. Og svo þegar hann fór að rifja upp atvik úr lífi sínu, þá voru fornu fræðin, og þá einkum goðsög- urnar, aldrei langt undan. Enda var það þannig að hann greindi í mann- lífinu þræði og ívaf goðfræðilegs eðl- is og tengdi þannig samtíð sína við undraveröld löngu liðins tíma. Í seinni kaflanum í lífi Haralds var Margrét heilladísin og kjölfestan. Gestrisni þeirra hjóna var slík að leitun mun á öðru eins. Húsið stóð opið nótt og dag, hvort sem dvalið var vestan hafsins eða austan. Sumir undruðust að þau hjónin skyldu flytjast vestur aftur eftir glæsilegan feril á Akureyri. En vestur hlaut hugur þeirra og Sigrúnar Stellu að leita, til allra ættingjanna sem þar höfðu fest rætur. Ég sendi öllu þessu fólki og öðrum vandamönnum samúðarkveðjur nú þegar þessi öð- lingur og tryggðavinur er allur. Baldur Hafstað. Fátt er jafn mikilvægt og góðar minningar, einkum þegar aldurinn færist yfir, þær gleðja og ylja. Þann- ig minnist ég Haraldar Bessasonar fyrrverandi rektors Háskólans á Akureyri sem sagnræns lífsnautna- manns með glampa í auga iðkandi frásagnarlistina, sjálfum sér og öðr- um til skemmtunar. Haraldur ólst upp í Skagafirði á fyrri hluta síðustu aldar og drakk þar í sig með móð- urmjólkinni gullaldarmál og frá- sagnarmenningu Skagfirðinga. Hann var sannkallaður sagnaþulur um sína ævi, stálminnugur á atburði, sögur og sagnir. Nokkrar sögur sagði hann mér af sveitungum í Við- víkursveit og Blönduhlíð, þar á með- al af móðurbróður mínum Sigurði, sem hann vann með í vegavinnu. Mun Haraldur hafa verið jarðýtu- maður á þessum tíma en móður- bróðir minn vörubílstjóri. Heyrði ég haft eftir þáverandi unnustu Har- aldar að henni hafi þótt hann óþarf- lega moldugur þegar hún heimsótti hann í vegavinnuna. Þau ár sem ég átti þess kost að umgangast Harald Bessason í Háskólanum á Akureyri voru ánægjuleg en ekki síður lær- dómsrík. Minnist Haraldar fyrst haustið 1987 á skrifstofu rektors, á fyrstu hæð Háskólans við Þingvall- astræti, þar sem hann sat við IBM- tölvuna sína, fyrstu tölvu háskólans. Á borðinu við hliðina á tölvunni lá fyrsta bók háskólans, bókin góða um manninn. Þannig hófst nú rúmlega tuttugu ára saga Háskólans á Ak- ureyri. Haraldur var brosmildur maður og hafði gaman af að segja þannig frá að áður en varði var bros á hvers manns vörum. Þetta var honum auðvelt þar sem frásagnar- gáfa hans var óviðjafnanleg og í blóð borin. Gullaldarmál hans var mynd- rænt og auðugt af orðum, hugtökum og líkingum, sem hann gjarnan af- byggði með því að draga fram mót- sagnir og nýjar tengingar í frásögn sinni og vakti þannig kátínu áheyr- enda sinna. Mál hans vakti einnig að sama skapi eftirtekt. Það var mikil gæfa að kynnast Haraldi Bessasyni og er ég þakklátur fyrir þær minn- ingar sem sú viðkynning hefur gefið. Við hjónin sendum Margréti Björg- vinsdóttur eftirlifandi eiginkonu Haraldar og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans. Hermann Óskarsson og Karín M. Sveinbjörnsdóttir. Það telst til forréttinda að hafa átt Harald Bessason að vini. Hann var ekki bara skemmtilegur, heldur líka aldurslaus. Stundum fannst mér hann ævaforn og stundum prakk- arastrákur sem næstum áreynslu- laust gat fengið mann til að prakk- arast með sér. Ég er honum þakklát fyrir svo margt. Ekki síst akadem- íska uppeldið sem hann veitti mér þegar hann editeraði, eins og hann kallaði það, ritgerðirnar mínar á Jessie Avenue í Winnipeg fyrir margt löngu. Í minningunni er alltaf hánótt. Ég við ritvélina á síðustu stundu að ljúka við ritgerð og Har- aldur að krota í það sem komið er. „Ég veit það er erfitt fyrir Íslend- inga að láta editera sig, Hulda mín, en þú ættir kannski að orða þetta svona,“ sagði hann nærgætinn og benti mér á betri leiðir til að tjá mig á ensku. Undir hans handleiðslu tók ég stökk í hugsun og færni. Ég er honum líka þakklát fyrir tímann þegar við hlógum saman og vorum snjöll heilu og hálfu dagana með alls konar fólki sem ég kynntist í gegn- um hann. Ég votta Margréti, fjölskyldu hennar og vinum mína dýpstu sam- úð. Hulda Karen Daníelsdóttir. Haraldur var eftirminnilegur í allri gerð, mikill að vallarsýn, bjó yf- ir góðum og farsælum gáfum, Skag- firðingur í húð og hár, kominn af kjarnmiklu fólki úr meginhéraði. „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móð- urkné,“ kvað skáldið og kemur upp í hugann, þegar hins góða drengs er minnzt með ríkum söknuði, nú þegar hann er allur. Íslenzkri tungu og bókmenntum þjónaði hann dyggi- lega vestan hafs, prófessor í Winni- peg frá því hann lauk námi. Heimkoma Haraldar til Íslands eftir hina löngu útivist, 1987, – kvaddur góðu heilli til starfa sem fyrsti rektor nýstofnaðs háskóla á Akureyri, af gömlum skólabróður og vini, Sverri Hermannssyni, mennta- málaráðherra, – hefur verið honum gleðiefni; tækifæri til að lifa Ísland að nýju og ryðja braut menntastofn- un til eflingar norðlenzkri byggð. Og enn skein Skagafjörður við sólu, og líta mátti fjöllin fögru bera við loft: Tindastóll, „Mælihnjúkur himin- hár“, og „gamli Glóðafeykir“, eins og segir í kvæði sr. Matthíasar. Í fágætri bók Haralds, Bréf til Brands, 1999, eru minningar frá ár- unum vestan hafs, kynni af minn- isstæðum Vestur-Íslendingum og lýsingar á þjóðfélagi með hinn gamla, íslenzka menningararf að bakhjarli. Greint er frá óvæntum at- vikum og örlagasögum, og iðulega einkennast þessir þættir af hárfínni kímni. Ég vil nefna þætti m.a. um Vilhjálm Stefánsson, Guttorm J. Guttormsson, bræðurna Ríkharð og Jóhann Beck (Stóra Beck og Litla Beck), og Svein Benson, lögmann, sem gekk með Haraldi um íslenzka kirkjugarðinn í Mouse River, fædd- ur vestra og einatt enskumælandi, þar til hann skyndilega fór að tala reiprennandi íslenzku. „Vegir ís- lenskrar tungu hafa ávallt verið órannsakanlegir, ekki hvað síst í Vesturheimi,“ ritaði Haraldur. Heimkominn settist Haraldur að í Skjaldarvík fyrir utan Akureyri. Þar var gott að koma og endurnýja göm- ul kynni eftir þrjátíu ár. Gaman þótti mér einn síðsumardag í Skjaldarvík að eiga spjall við Edwin Stephanson, sonarson sjálfs Stephans G. Kletta- fjallaskálds. Og ánægju hafði ég af því að leiða saman Harald og föður minn, Halldór Laxness, og heyra þá rifja upp kynni af Vestur-Íslending- um, sem Halldór hafði umgengizt sextíu árum fyrr í Nýja-Íslandi. Þá var það síðasta áratug, að við nokkr- ir „félagsbræður“, sem svo kölluðum okkur, fögnuðum Haraldi á reglu- legum vinafundum, einkum fyrir jól og á þorra. Þá var skrafað og skegg- rætt um landsins gagn og nauðsynj- ar með skírskotun til gamals og nýs fróðleiks um land og sögu, bók- menntir og mannfræði. Nú þegar Haraldur er horfinn úr þessum góða félagsskap er okkur harmur í huga. Ég veit, að ég mæli fyrir munn okkar „félagsbræðra“, er ég þakka Haraldi Bessasyni fyrir vináttu og ógleymanlegar gleðistundir á liðn- um árum. Jafnframt eru innilegar samúðarkveðjur sendar vestur um haf til Margrétar konu hans og fjöl- skyldunnar. Einar Laxness. Haraldur Bessason var hæfileika- maður. Augljósasti hæfileiki hans var andríki og fyndni. Hann var glöggur á fólk og var óhræddur að hafa hæfileikafólk í kringum sig, mjög laginn við að koma málum fram, sanngjarn og tillitssamur. Hann var vandaður fræðimaður í ís- lensku og glímdi við að skilja forna texta og nýja, var orðhagur. Viska einkenndi hann. Ég kynntist Haraldi þegar ég kom til starfa við Háskólann á Ak- ureyri sumarið 1992. Haraldur sat sem rektor frá árinu 1987 til 1994 og upp frá því sem prófessor í íslensku við kennaradeildina til ársins 2001. Tveimur árum eftir að Haraldur hætti kennslu fluttist hann með fjöl- skyldu sinni til Toronto. Mikilvægi Haraldar fyrir Háskólann á Akur- eyri var ekki síst að hann hafði starf- að hálfan mannsaldur við gróinn og góðan háskóla í Winnipeg í Kanada áður en hann tók við rektorsemb- ættinu. Öll þau ár sem við Haraldur störfuðum saman vorum við í sama húsi háskólans við Þingvallastræti, hann sem rektor og prófessor, ég sem sérfræðingur og yfirmaður kennaradeildar. Með tímanum urð- um við miklir mátar, ég lærði smám saman á þá flóknu manneskju sem Haraldur hafði að geyma. Hann hafði sinn hátt á að umgangast sam- starfsmenn sína. Hann útlistaði til dæmis reglulega þær skráveifur sem Þorgeirsboli gerði honum, en hann hafði aðsetur í tölvu Haraldar, skjöl hurfu, duttu ýmist af skjánum eða fundust ekki í þeim möppum sem þau áttu að vera, tölvan lét ekki að stjórn. Þá kallaði hann samstarfs- menn sína sér til aðstoðar og lét þá segja sér til eftir efnum og kunn- áttu, sumir sögðu honum til um save as skipunina, aðrir leituðu að Þor- geirsbola; öllum leið eins þeir væru tölvusérfræðingar eftir tilsögnina, sem var náttúrlega tilgangurinn. Hann færði mér einhvern tímann á þessum árum ljósrit af ýmsu því sem hann hafði skrifað í fræðum sín- um. Ég las þau mér til ánægju. Ég veit ekki hvort það eða eitthvað ann- að varð til þess að við komum okkur saman um það fyrir nokkrum árum að koma út bók með ritgerðum eftir hann. Við höfum átt margvísleg tölvusamskipti um bókarútgáfuna. Hann lenti einu sinni í því að net- fangið hans virkaði ekki. Nokkru síðar skrifaði hann: „Gamla tölvu- póstfangið mitt hefur hvorki leyft mér að taka á móti né senda bréf nú um langa hríð. Allur korrespondans mér viðvíkjandi er þess vegna á stjákli einhvers staðar út um him- inhvolfin. En nýja póstfangið mitt er öruggt …“ Nú hafði hann ekki heila háskóladeild til aðstoðar í tölvumál- um. Gamansemi, andríki og fyndni Haraldar var flókin og fáguð eins og best sést af bók hans, Bréf til Brands. Fyndnin var áhrifarík ein- mitt vegna þess að hún var honum svo eðlileg, kom beint frá hjartanu. Ég get sagt það með sanni að Har- aldur hafi verið einhver skemmtileg- asti maður sem ég hef þekkt um æv- ina. Ég er þakklátur fyrir þá hlutdeild sem hann veitti mér í lífi sínu og ég veit að ég má láta í ljósi sama þakklæti allra sem unnu með honum í kennaradeildinni. Við Beta vottum Margréti konu hans og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guðmundur Heiðar Frímannsson. Árgangur stúdenta frá Mennta- skólanum á Akureyri 1951 sér á bak merkum manni, félaga og vini, þegar Haraldur Bessason gengur fyrir ætternisstapann. Hann dvaldi lang- dvölum á erlendri grund vegna starfa sinna við Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada, en þangað réðst hann sem kennari í íslenzkum fræð- um þegar að loknu námi við Háskóla Íslands 1956. Að vísu var hann ekki eins fjar- lægur okkur af því sem hann kenndi móðurmál okkar í eina landnámi Ís- lendinga utanlendis, í byggðum Kanada. Hann hafði ávallt náið sam- band við föðurlandið og var mættur galvaskur á tíu ára afmæli árgangs- ins 1961 á Akureyri; og dró ekki af sér enda margfróður og allra manna skemmtilegastur. Óáleitinn og jafn- lyndur en kíminn og hafði tungu úr hvers manns munni ef sá gállinn var á honum. Haraldur var fjölvís fræðimaður og ritaði og gaf út fjölmörg fræðirit, á ensku aðallega, auk fjölmargra greina um íslenzka málfræði í blöð- um og tímaritum. Ennfremur samdi hann ritgerðir um íslenzkar bók- menntir og sögu. Haraldur var heiðursdoktor við Manitobaháskóla og að heiðursborg- ara Winnipegborgar var hann gerð- ur 1987. Það sama ár lagði hann leið sína á nýja leið til Íslands mikilla er- inda. Hann gerðist fyrsti rektor hins nýstofnaða Háskóla á Akureyri og gegndi því í sjö ár. Sá sem hér held- ur á penna telur það eitt af mestu gæfusporum sínum í opinberri um- sýslu að hafa fengið þann gagn- menntaða háskólamann til þess starfa. Eftir að Haraldur lauk störfum sem rektor skólans starfaði hann áfram við kennslu um árabil. Að því loknu tóku þau hjón, hann og Mar- grét, sig upp og héldu til búsetu á nýjan leik í Kanada, enda áttu þau þar á fleti fyrir flesta sína nánustu. Vinum Haralds er að honum hinn mesti sjónarsviptir. Þótt hann léti ekki mikið yfir sér á mannamótum var hann samt hrókur fagnaðar, stálminnugur og stórfróður um menn og menntir. Hann var Skagfirðingur eins og þeir geta skemmtilegastir orðið, sí- glaðir mannskapsmenn, fylgnir sér og áræðnir. Þeim, sem þetta ritar, er málið nærri því of skylt til að hann nái að kveða eins fast að orði og hann kysi við brottför Haralds Bessasonar af heimi hér. Það er huggun harmi gegn, að minning um afbragðsmann- inn mun óbrotgjörn standa meðal þöktir önd í brjósti. Við Greta sendum Margréti konu Haralds og hennar skylduliði inni- legar kveðjur okkar. Sverrir Hermannsson. Haraldur Bessason heilsaði mér fyrst á flugvelli í Winnipeg. Þar bauð hann alla Íslendinga velkomna sem lögðu leið sína á slóðir „Landa“ í Manitoba: stúdenta, fræðinga, ferðamenn, listafólk og kjörna full- trúa. Örlítið tvístígandi og órólegur SJÁ SÍÐU 54 Minningar 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Hinsta kveðja eftir Goethe Göfuglyndur, góður og hjálpfús veri hinn mennski maður, iðji hann og skapi óþreytandi hið gagnlega og rétta, gerist æ formynd af hinum ókunnu æðri og hærri huldu hugboðsverum. (Steingr. Thorst.) Tvær vestfirskar systur af kjarnakyni önduðust í hárri elli á fyrri hluta síðustu aldar. Á full- orðinsárum skildi leiðir er önnur þeirra hóf lífsgöngu sína í norð- lensku héraði. Þær sáust aldrei síðan. En tíðar bréfaskriftir, þar sem kærleikur og mannskilningur var kjarninn, mótuðu sterka þræði til framtíðar afkomenda þeirra. Þræði sem aldrei hafa slitnað frá kynslóð til kynslóðar, en liggja nú í ótal áttir til góðs og trúar á fagurt mannlíf. Margra áratuga vinátta tveggja frændsystkina, barnabarna systr- anna, ber því vitni. Haraldur var gæddur góðum gáfum og dýrmætri djúphygli í mannlegum samskiptum. Vísa orð Goethe hér í upphafi vel til per- sónugerðar Haralds. Stórmerkilegt lífsstarf er að baki. Minningar um dýrmætar sam- verustundir leita úr vitund. Bréfin öll sem alltaf fylgdu með fræði- greinar eða frásagnir frá liðinni tíð. Og síðasta bréfið bar með sér eina slíka grein. Síðasta bréfið þar sem enn var ræddur tilgangur – og undur mannlífs og spurn í léttleika var enn töm á tungu. Að leiðarlokum skilur Haraldur okkur eftir ríkari af fegurð og góðvild í trylltri veröld. Það ætti að vísa okkur veginn er við drúp- um höfði í þögn og ómældu þakk- læti. Við synir mínir og fjölskyldur sendum Margréti og öllum börn- um þeirra hugheilar samúðar- kveðjur. Jenna Jensdóttir. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.