Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 35
um engan áhuga á því. Við viljum vinna úr málum eins vel og hægt er og það hefur ekki staðið á ákvörð- unum í bankanum. Viðfangsefnið er hins vegar vandasamt og við verðum að flýta okkur hægt til að lágmarka tjón og leggja traustar forsendur að framtíðaruppbyggingu.“ Sumir segja að stjórnmálamenn séu að ljúga að þjóðinni og staðan sé miklu verri en þeir segja og það stefni í annað hrun. Hvað heldur þú? „Í viðtali sem birtist á kjördag er vitlausara en allt sem vitlaust er, fyrir mig, að hafa skoðun á pólitík. Stjórnmálamenn hafa sagt ýmislegt um efnahagsástandið og þar hafa bæði verið dregnar upp skugga- myndir og bjartar myndir. Ég get þó sagt að ég hef verulegar áhyggj- ur af því að botninum sé ekki náð. Ég hef líka áhyggjur af því að það geti tekið þjóðina langan tíma að vinna sig upp. Þau störf sem voru í fjármálageiranum og byggingariðn- aðinum koma ekki snarlega til baka. Það þarf að finna önnur störf í þeirra stað. Það tekst örugglega en tekur jafn örugglega nokkurn tíma.“ Hvernig kemst þjóðin út úr vand- anum? „Það er engin önnur leið frá þess- um vanda en að vinna sig út úr hon- um. Gengið verður að vera þannig að samkeppnisstaða íslenskra fyrir- tækja verði sterk sem er um leið meginforsenda þess að við höldum hér uppi atvinnu. Umræða fjölmiðla- manna við stjórnmálamennina hefur að sumu leyti verið spyrlunum til skammar. Komið er að hverjum stjórnmálamanninum á fætur öðr- um, rekinn er upp í hann míkrafónn og spurt: Hvað ætlar þú að skapa mörg störf? Og ef svarað er með al- mennum hætti þá er sagt: Þú svar- aðir ekki, hvað ætlarðu að skapa mörg störf? Lífið er ekki svona. Störfin verða til í fyrirtækjum vítt og breitt og það er hlutverk okkar í bönkunum að koma auga á það, ásamt for- ráðamönnum viðkomandi fyrir- tækja, hvar möguleikarnir liggja og styðja við þau. Uppbyggingin getur gerst með einstaka stórum verk- efnum en stóri þátturinn í uppbygg- ingunni verður á mörgum stöðum í samfélaginu. Við eigum kannski ekki að velta fyrir okkur nákvæm- lega hvar, en við þurfum að skapa þær aðstæður að vöxturinn verði. Til þess þarf stöðugleika í samfélag- inu, stöðugleika verðlags, kostnaðar og gengis. Þá verða vextir að vera stöðugir og mun lægri en í dag, bæði óverðtryggðir og verðtryggðir. Ís- lensk fyrirtæki verða að vera sam- keppnishæf við erlend fyrirtæki.“ Deilur um litinn á himnaríki Er krónan ekki ónýt? „Það eru mörg traust rök með því að við festum okkur við trausta mynt. Við skulum hins vegar ekki gleyma því að það er ekki mögulegt fyrr en við höfum náð stöðugleika í okkar eigin efnahagslífi. Deilan um gjaldmiðilinn minnir mig stundum á gamlar deilur vinstri róttæklinga um litinn á himnaríki þar sem minna fór fyrir umfjöllun um það hvernig ætti að nálgast staðinn. Við verðum að takast á við þann efnahagsvanda sem nú blasir við og tryggja hér stöðugleika. Þegar það hefur verið gert þá er komið að því verkefni að meta á hvaða for- sendum, eða hvernig, við eigum að nálgast evruna eða einhverja aðra lausn í sambandi við gjaldmiðilinn. En á kjördegi ætla ég ekki að messa yfir mönnum hvað þeir eiga að gera.“ En hefurðu skoðun á því? „Það skiptir ekki máli frekar en hvað ég kýs. Hér er ég að vinna til að gera Landsbankanum gagn en ekki þjóna flokkspólitík. Þótt ég hafi á sínum tíma verið skipaður í banka- ráð Landsbankans sem fulltrúi Sam- fylkingarinnar hefur hvorki sá flokkur né aðrir haft uppi tilburði til að skipta sér af mínum störfum hér. Er ekki rétt að ég láti flokkana njóta hins sama og eftirláti þeim að svara pólitískum spurningum á kjördegi.“ Mun Landsbankinn enda í hönd- unum á erlendum kröfuhöfum? „Þeir kröfuhafar sem við þurfum að gera skil eru tryggingasjóðir og fjármálaráðuneyti á Íslandi, Bret- landi og Hollandi. Íslenska fjár- málaráðuneytið er eins og stendur eigandi bankans. Ég get alveg full- yrt að breska fjármálaráðuneytið hefur ekki áhuga á því að eignast ís- lenskt fjármálafyrirtæki. Ég átti viðræður við það ráðuneyti í nóv- embermánuði og spurði beint. Svar- ið var mjög skýrt: Breska fjár- málaráðuneytið hefur ekki áhuga á að eignast íslenskt fjármálafyrir- tæki að hluta eða öllu leyti. Mér finnst það mjög skiljanlegt. Það þýð- ir ekki að bankinn sé torseljanlegri en aðrir bankar. Eigendahópur hans kann þegar upp er staðið að verða einfaldari en hinna bankanna og því mögulega auðveldara að selja hann, verði sú ákvörðun tekin.“ Ríkið á að selja bankana Á íslenska ríkið að eiga bankana eða selja þá? „Ríkið á að selja þá. Ég held að það sé almenn pólitísk samstaða um að það sé æskilegt að bankarnir verði einkavæddir. Einu fyrirvar- arnir sem hafa verið eru hvort það eigi að selja þá að fullu, halda eftir einhverjum þeirra eða halda eftir einhverjum hlut í þeim öllum. Það eru pólitískar ákvarðanir en ég held að það sé engin ágreiningur í sam- félaginu um það að það sé æskilegt að einkavæða bankana.“ Ertu hlynntur því að bankar verði sameinaðir? „Sameining banka er alltaf til um- ræðu og það er eigendanna að ákveða það. En það er mjög mikil- vægt að þjóðin hafi allavega tvær til þrjár lánastofnanir. Það eru nánast grundvallarmannréttindi að geta farið í fýlu við þjónustufulltrúa sinn og farið með viðskiptin annað. Í ein- hverjum útreikningum kann einn stór banki að vera hagkvæmasta lausnin, en það er ekki hagkvæm lausn fyrir samfélagið til lengdar. Það er ekki hagkvæmt fyrir sam- keppni sem þrátt fyrir allt er drif- kraftur breytinga og framfara.“ Mun ekki sækja um Þú tókst við af Elínu Sigfúsdóttur sem bankastjóri Landsbankans og ráðning þín er tímabundin. Ætlarðu að sækja um bankastjórastöðuna þegar hún verður auglýst? „Nei.“ Af hverju ekki? „Ég fer ekki í verkefni nema vegna þess að ég vil taka þau að mér og þá gef ég af mér allt sem ég get. Þetta er erfitt starf og ég hef ekki flatmagað. En þetta er bráðabirgða- starf. Staðan verður auglýst fljót- lega, sennilega í byrjun júní, þá sný ég aftur í bankaráðið nema ný rík- isstjórn vilji annað og annar tekur við bankastjórastöðunni.“ Efnahagsástandið er mjög alvar- legt. Ertu algjörlega sannfærður um að þjóðin komist út úr þessum vanda? „Auðvitað stöndum við ekki frammi fyrir vonlausri stöðu. Vand- inn leysist hins vegar ekki á stuttum tíma. Það er mjög líklegt að við séum ekki komin á botninn en ég er sannfærður um við munum sigrast á erfiðleikunum.“ » „Við höfum ekki fengið efnahagsreikningennþá. Við gerum okkur hins vegar grein fyr- ir því að það væri víðáttuvitlaust ef stjórnvöld settu bankakerfið í gang á svo veikum brauðfótum að það stefndi aftur í þrot. Við höfum fullt traust á yf- irlýsingum stjórnvalda um það að bankakerfið fái nægilegt fé til að geta staðið sig í því að þjóna ís- lensku samfélagi. Og við vinnum nú þegar eins og það hafi gerst.“ Kosningakaffi Akstur á kjörstað í síma Kosningavaka Reykjavík Þróttarheimilinu, Laugardal kl. 13–18 571 0776/618 8145 Grand hótel frá kl. 21 Suðvesturkjördæmi Kópavogur Hamraborg 11 kl. 10–22 571 0144 Grand hótel frá kl. 21 Garðabær Garðabergi kl. 14–18 618 9386 Grand hótel frá kl. 21 Hafnarfjörður Strandgötu 43 kl. 9–22 618 4194/618 4196 Grand hótel frá kl. 21 Mosfellsbær Þverholti 3 kl. 9–20 618 3346 Grand hótel frá kl. 21 Norðvesturkjördæmi Akranes Sal Félags eldri borgara, Kirkjubraut 431 1250 Safnasvæðinu frá kl. 20 Borgarnes Gamla mjólkursamlaginu 897 3316 Landnámssetrinu Grundarfjörður Hamrahlíð 5 848 2339 Hamrahlíð 5 Hellissandur Hótel Hellissandi 848 2339 Hótel Hellissandi Hvammstangi Félagsmiðstöðinni Höfðabraut 1 893 4378 Félagsmiðstöðinni Blönduós Þverbraut 1 893 4331 Þverbraut 1 Sauðárkrókur Ströndinni, Sæmundargötu 7a 453 5200 Ströndinni Patreksfjörður Krókshúsi við Strandgötu 867 1638 Krókshúsi kl. 22 Ísafjörður Edinborgarhúsinu 867 3919 Langa Manga kl. 20 Norðausturkjördæmi Akureyri Kaffi Akureyri kl. 13–17 461 3230/462 3192 Lárusarhúsi frá kl. 21 Dalvík Bárubúð kl. 10–18 862 8877 Bárubúð Ólafsfjörður Húsi eldri borgara kl. 14–16 840 9330 Húsi eldri borgara frá kl. 21 Siglufjörður Aðalgötu 7 kl. 14.30–17.30 467 1208 Aðalgötu 7 frá kl. 22 Húsavík Stóragarði 11 kl. 11–18 618 5381 Þórshöfn Íþróttamiðstöðinni kl. 14–17 Vopnafjörður Austurborg frá kl. 10 861 4256/894 4530 Egilsstaðir Kjallara Hótel Héraðs frá kl. 11 899 7725/860 3519 Kjallara Hótel Héraðs Seyðisfjörður Hótel Snæfelli frá kl. 13 895 1136/849 3381 Hótel Snæfelli Reyðarfjörður Gamla Landsbankahúsinu kl. 14–19 891 6677 Djúpivogur Miðhúsi kl. 10-20 895 9951/849 3439 Suðurkjördæmi Höfn Litlubrú 1, Miðbæ 618 8396 Litlubrú 1 Vestmannaeyjar Alþýðuhúsinu frá kl. 14 481 1845/856 2812 Skólavegi 4 Selfoss Tryggvaskála 482 1508/899 1267 Tryggvaskála Hveragerði Reykjamörk 1 481 3808/616 6570 Reykjamörk 1 Grindavík Verkalýðshúsinu Víkurbraut 46 663 7786 Verkalýðshúsinu Reykjanesbær Bolafæti 1 534 9718/698 3301 Bolafæti 1 Upplýsingar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í síma 414 2209/895 1904 Baráttugleði um allt land Samfylkingin | sími 414 2200 | www.xs.is Bjartsýni og barátta sameina jafnaðarmenn um allt land í dag. Tryggjum Samfylkingunni þann styrk sem þarf til að innsigla það að Jóhanna verði áfram forsætisráðherra. Stöndum saman og gleðjumst saman! MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.