Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 51
Umræðan 51BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Í ÚTLEGGINGU hagfræðinnar á kostum mynt- bandalags og göll- um við ýmsar ástæður segir, að því aðeins sé myntbandalag heppilegt, að gangur efnahags sé samstiga í ein- stökum hlutum bandalagsins. Þetta er stutt dæmum. Merkasta dæmið mundi nú vera evrusvæði Evrópu- sambandsins. Til þess var stofnað án tillits til þessa skilnings, og nú er þar mikill kyrkingur í sumum hlutum þess, en ekki alls staðar, og kyrking- urinn helst og magnast, þar sem gengi evrunnar er ekki lækkað í þágu atvinnulífs kreppulandanna. Hér verður rakið, hvernig áhrifaöfl hér á landi, sem mælt hafa með mynt- bandalagi af ýmsu tagi eða öðrum gjaldmiðli, hafa hunsað þessa meg- inforsendu kenningarinnar um mynt- bandalag. Í haust hélt sá, sem nú er fjár- málaráðherra, því fram, að ráð gæti verið að gera norsku krónuna að gjaldmiðli hér á landi. Ekki hefur verið sýnt, að efnahagur Íslands og Noregs hafi verið samstiga. Hins vegar eru fjármálaráðherrar land- anna samstiga eins og er, að minnsta kosti á góðri stund. Samband ungra sjálfstæðismanna leggur nú til, að Ísland hafi mynt Bandaríkja Ameríku (BA). Ekki hef- ur verið sýnt, að efnahagur Íslands og BA hafi verið samstiga. Hins veg- ar hafa ungir sjálfstæðismenn oft verið samstiga stjórn BA. Alþýðusambandið vill hafa evru gjaldmiðil á Íslandi. Ekki hefur verið sýnt, að efnahagur Íslands og evru- svæðisins hafi verið samstiga. Þá mætti það vera sérstakt athugunar- efni Alþýðusambandsins, hvernig at- vinnuástand verður, þegar efna- hagur lítils hluta evrusvæðisins er ekki samstiga voldugri hlutum þess. Það knýr vafalaust mest á, að slík- ar hugmyndir eru settar fram, að Samtök atvinnulífsins og Við- skiptaráð vilja annan gjaldmiðil. Fé- lagsmenn þar búa við stöðug óþæg- indi af sveiflum, sem ýmist varða viðskiptasvæði landsins eða eru af innlendum toga. Nú síðast (3. apríl) hefur Við- skiptaráð ákallað stjórnvöld að taka upp annan gjaldmiðil. Þar er bent á þau vandræði, sem fylgja gjaldeyr- ishöftum, sem voru hert í örþrifum. Lausnin má þá ekki vera sú að leiða efnahagslífið í aðra fjötra, þá fjötra, sem leiða af gjaldmiðli, sem sveigist að efnahagslífi, sem ekki er samstiga efnahag Íslands. Merkilegt við þá afstöðu, sem hér hefur verið sagt frá, er, að þar eru samtök, sem haft hafa hagfræðinga í miklum metum, en nú snúast þau gegn hagfræðinni. Ég kalla á há- skólahagfræðinga að láta það ekki ganga yfir hagfræðina, að hag- fræðileg rök í örlagamáli séu huns- uð, eins og reyndin er hér. Það er skylda háskólahagfræðinga að halda fram hagfræðilegum rökum, þótt það geti verið óþægilegt að við- urkenna þau í hversdagsbasli fyr- irtækja, eins og nú er. Hér hafa há- skólahagfræðingar brugðist og tekið sjálfir þátt í umræðu um mynt- bandalag án þess að brýna fyrir mönnum meginforsendu slíks bandalags, að efnahagur einstakra hluta þess sé samstiga. BJÖRN S. STEFÁNSSON stendur fyrir Lýðræðissetrinu í Reykjavíkurakademíunni. Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson Hagfræðingar gegn hagfræði AFhverju leggur þú svo mikið upp úr ESB þótt þú vitir að með inngöngu gætu allar auðlindir landsins horfið úr eigu þjóð- arinnar? Örugg- lega allar orku- lindirnar sem þið minnist aldrei á. Ekki strax, en innan fárra ára. Það þarf ekki mikið að yfirsjást í samningagerð til þess að svo gæti farið. Þar fyr- ir utan missum við allan eigin rétt til samninga við aðrar þjóðir. Við afsöluðum fullveldi okkar end- anlega. Við yrðum eins og dropi í þjóðahafinu. Yrðum týnda þjóðin sem bjó með reisn frá því að hún hlaut alvöru sjálfstæði eftir margra alda kúgun. Jóhanna, við erum bara þrjú hundruð þúsund. Ekki gleyma því. Vægi svo lítils hóps er ekkert í þeim alþjóðlega hrærigraut eiginhagsmuna þyrstra milljóna þjóða. Vinir, vandamenn og fólkið sem ég umgengst og kosið hefur flokk okkar í gegnum árin ætlar margt að kjósa VG eða Borgaraflokkinn, af ótta við of mikil völd Samfylk- ingarinnar. Fólk hræðist blinda trú ykkar á ESB eftir margra ára áróður. Það geri ég líka. Innganga í ESB er okkar litlu þjóð algjört feigðarflan. Fleiri en þið reiknið með álíta að hægt sé að tengja krónuna sterkum gjaldmiðli, til dæmis dollara, ef vilji er til þess. ALBERT JENSEN, fv. húsasmíðameistari. Til Jóhönnu Frá Albert Jensen Albert Jensen Orð og gerðir Frá Guðrúnu Ágústu Steinþórsdóttur ER FÓLKI ekki nóg boðið, jafnvel ofboðið? Á undangengnum mánuðum hefur verið opinberað að valdhafar þjóðarinnar hafa gersamlega brugð- ist hlutverki sínu ýmist vegna vald- hroka, óheiðarleika, þekkingarskorts eða hreinlega hugleysis. Ekki fóru saman orð og gerðir. Á sama tíma og verið var að setja lög um framlög í kosningasjóði og gegnsæi í fjármálum stjórn- málaflokkanna, fóru fulltrúar þeirra á svig við lögin sem þau voru að enda við að samþykkja. Spilling, ja alla vega óheiðarleiki. Fremstur fór sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur verið stærstur hér á landi síðan í upphafi 20. aldar. Og hefur hvað oftast setið við stjórn- völinn. Þessi stjórnmálaflokkur sá í botn gullkistu sinnar árið 2006. Skortur á fé takmarkar getuna til að afla at- kvæða. Koma á framfæri skoðunum sínum. Slíkt má ekki gerast. Fylla þarf kistuna á ný. Gera má því skóna, að komi óbreyttur Jón heim úr sumarleyfi, örlítið kvíðinn vegna hefðbundins ís- lensks kortafyllirís, og finnur á reikningi sínum háar fjárhæðir sem hann kann ekki skil á, þá spyr hann sig spurninga og leitar skýringa. En ekki forysta stærsta stjórn- málaafls þjóðarinnar. Flestir þekkja söguna af Litlu gulu hænunni. Hún vann öll verkin, eftir að kötturinn sagði „ekki ég“, hund- urinn sagði „ekki ég“ og svínið sagði „ekki ég“. Hver er litla gula hænan í þessu samhengi? Er það fráfarandi for- maður þessa stjórnmálaflokks? Maður sem dregið hefur sig í hlé frá opinberri pólitík og liggur á sjúkra- beði í öðru landi (þykir því kannski tilvalinn blóraböggull). „Þakka“ flokkssystkin hans hon- um störfin með þessum hætti? Mannfræðin kennir að öll sam- félög manna séu borin uppi af þrem- ur meginstoðum, þ.e. hagkerfi, stjórnkerfi og trúarkerfi. Allir vita að hagkerfið er hrunið, stjórnkerfið virðist víða rotið, og trúarkerfið hefur alltaf verið veikt (sbr. bókin Pælingar eftir Pál Skúla- son, fyrrverandi rektor HÍ). Eftir nokkra daga eru kosningar. Hjúin þurfa ekki lengur að kjósa eins og húsbóndinn. Tímabært er að þjóðin leiti sjálfstætt að sannleik- anum. Lúti ekki lengur feðraveldinu, hefðarvenjum og hagsmunahyggju úreltra tíma. Fyrir margt löngu sagði vitur maður. „Vald spillir. Algjört vald spillir algjörlega.“ Mætum öll í kjörklefana og látum upplýsta þekkingu, hyggjuvit og samvisku stýra gerðum okkar, en ekki lýðskrum kostað af illa fengnu fé. GUÐRÚN ÁGÚSTA STEIN- ÞÓRSDÓTTIR, Hólagötu 29, Njarðvík. ÉG SAT kosn- ingafund í Jóns- húsi í Kaup- mannahöfn kvöldið 16. apríl. Þar var margt fróðlegt að heyra og mæltist fulltrúum fram- bjóðenda vel. Eitt vakti þó sér- staka athygli mína. Fulltrúi Borg- arahreyfingarinnar sagði eitthvað á þá leið, að brýnt væri að halda stjórnlagaþing til að endurskoða ís- lensku stjórnarskrána, þótt því hefði nú verið frestað. En hreyfing hans vildi ekki láta kjósa til þessa stjórnlagaþings, heldur ætti að velja af handahófi úrtak úr þjóð- skránni til að sitja það. Síðan mættu þeir fulltrúar kveðja sér- fræðinga sér til ráðgjafar, og ein- hverjar fleiri krúsidúllur komu til, sem ég nam ekki á fluginu. Þetta er að snúa hlutunum á hvolf. Til að semja stjórn- arskrárbreytingar á ekki að kveðja til Gunnu á Bakka, Jón Jónsson og fólk eins og mig, sem aldrei höfum fengist við slík málefni og þekkjum ekki til þeirra. Auðvitað á að kveðja til þess fólk sem hefur sett sig inn í málin. Sérmenntaða lög- fræðinga, framáfólk úr stjórn- málaflokkum og stjórnsýslu, og gjarnan sérfræðinga eins og Björn Stefánsson í Reykjavíkurakademíu sem árum saman hefur rannsakað ýmis form lýðræðis. Hvernig á að velja þetta fólk? Besta aðferðin er væntanlega að óska eftir fram- boðum og kjósa úr þeim. Svo þegar stjórnlagaþing hefur gert sínar til- lögur – gjarna með valkostum sem velja á úr – þá á að leggja tillög- urnar fyrir almenning í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Ýmislegt má finna að atvinnu- stjórnmálamönnum sumum hverj- um. En þessi fáránlega tillaga Borgarahreyfingarinnar sýnir þó að atvinnustjórnmálamenn eru miklu fremri stjórnmálafúskurum og lýðskrumurum. ÖRN ÓLAFSSON, bókmenntafræðingur í Kaupmannahöfn. Borgara- hreyfingin og stjórn- lagaþing Frá Erni Ólafssyni Örn Ólafsson NÚ Í aðdraganda alþingiskosning- anna er ljóst að stjórnmálamenn eru tæpast sam- mála um neitt ef þeir þá vita til hvaða ráða verð- ur að taka í þeim vanda sem við þjóðinni blasir. Enn eru til aðilar sem eru í afneitum frá því sem orðið hefur þótt þeim fækki eftir því sem fleira lítur dagsins ljós af gjörðum manna, stjórnmálamanna sem aðila viðskiptalífsins, á undanförnum ár- um. Upplýsingar úr bókum stjórnmálaflokkanna að undanförnu er varða styrkveitingar frá fjármála- lífinu hafa ekki náð að auka traust á stjórnmálamönnum heldur þvert á móti, þótt umræðan um opnari rekstur þeirra megi lofa góðu til lengri tíma. Kosningarnar nú eru svar stjórnmálanna við kröfu al- mennings eftir hrun bankakerfisins og efnahagslífsins á liðnu hausti en í það svar vantar þó nánast allt annað en að fólki er boðið að fara inn í kjör- klefann og kjósa gömlu flokkana. Ný trúverðug framboð hafa ekki komið fram. Umræðu- og átakamál næstu vikna, mánaða og jafnvel ára verða hvernig koma eigi fjármálakerfi þjóðarinnar og þar með atvinnulífi hennar á fót að nýju. Spurt verður í hverskonar þjóðfélagi fólk vill búa og hvaða leiðir verða farnar til að ná nauðsynlegum markmiðum. Hið op- inbera er að eignast meira og meira af atvinnufyrirtækjum vegna þess að þau hafa farið í þrot. Ekki átt leiðir út úr þeirri skuldasöfnun sem varð að tímabundnu eldsneyti athafnalífs- ins. Verður vilji fólks sá að ríkið verði einn aðalatvinnurekandi lands- ins með flesta þræði í sínum höndum eins og var á árum áður eða á að koma þessum rekstri út til fólks og fyrirtækja að nýju. Því miður hræða spor undanfarinna ára ýmsa frá hinu frjálsa atvinnulífi en tæpast getur ríkisvæðing orðið að veruleika framtíðarinnar. Viðkvæmt og vanda- samt verkefni bíður því nýrra stjórn- valda að þessu leyti sem öðru. Evrópumálin kljúfa stjórnmála- flokkana og einnig eru skoðanir al- mennings mjög skiptar hvað fulla Evrópusambandsaðild varðar. Sum- ir telja hana fulla bót flestra meina en aðrir mega ekki heyra minnst á Evrópusambandið. Ljóst er að ræða verður þetta mál með nýjum hætti og nýjum áherslum þar sem upplýs- ingar koma í stað tilfinninga. Hafa má í huga orð Matthíasar Johann- essen, skálds og fyrrum ritstjóra, í þessu efni þegar hann sagði heila sinn huga að Evrópuaðild og hjartað legðist gegn henni. Ætla má að Matthías hafi náð að mæla fyrir munn margra með þessum orðum. Hverjir sem sigur bera úr býtum í kosningunum verður ekki um margt að velja. Evrópuaðild eða forsjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins er á meðal þess sem stjórnmálamenn framtíð- arinnar standa frammi fyrir. Lítt mun því stoða fyrir þá að deila stöð- ugt um keisarans skegg eins og þeir hafa gert að undanförnu. Þeir verða að snúa sér beint að þeim brýnu mál- um sem bíða úrlausnar. Margar sveitarstjórnir hafa að undanförnu sýnt gott fordæmi að þessu leyti. Al- þingismenn mega taka þær sér til fyrirmyndar. Þeir eiga val um trú- verðugleika eða að fórna framtíðinni á altari þröngra flokkshagsmuna sem óvíst er hverju skila. Hvorki í bráð eða lengd. ÞÓRÐUR INGIMARSSON blaðamaður og ritstjóri. Vandasamt verkefni Frá Þórði Ingimarssyni Þórður Ingimarsson KÆRU lands- menn. Nú líður að kosningum og eftir niðurstöður skoðanakannana undanfarna daga get ég ekki leng- ur orða bundist í þeirri von að vekja fólk til með- vitundar því að ég held svei mér þá að það séu mjög margir sem ekki sjá nema mjög stutt fram í tímann. Það sem ég á við er fylgi flokkanna, sér- staklega á Norðurlandi, Austurlandi og svo Suðurnesjum, á öllum þessum stöðum tapa sjálfstæðismenn. Það skil ég alls ekki því ég hef ekki orðið var við annað en að á þessum stöðum berjist fólk við mikið atvinnuleysi og horfi vonaraugum til stóriðjufram- kvæmda og stóriðjurekstrar með til- heyrandi atvinnuuppbyggingu og samlegðaráhrifum á allt atvinnulíf í kring. Þarna er fólk búið að leggja á sig mikla vinnu og baráttu, t.d. fyrir ál- verinu á Bakka við Húsavík og sama er hægt að segja um Suðurnesja- menn vegna Helguvíkur en ef allt fer eins og skoðanakannanir segja þá er barátta þessa fólks til einskis. Þessar framkvæmdir verða blásnar af með öllu og erlendir fjáfestar svældir í burtu eins hratt og hægt er ef vinstri stjórnin fær að sitja áfram og á því höfum við alls ekki efni nú á þessum tímum. Á Austurlandi er komið álver og hefur það verið mikil bót fyrir at- vinnulífið og samfélagið þar sem fólk sat áður fast í verðlausum eignum og atvinnulaust jafnvel líka en hefur nú vinnu og von um betri tíð. Vinstri grænir voru einnig á móti þessu og börðust mikið, eða er fólk búið að gleyma því, þar til íbúarnir kusu um álverið og voru fylgjandi að miklum meirihluta, en nú fær þessi flokkur stóraukið fylgi í þessum kjördæmum og er ekki hægt að botna neitt í því. Ég hélt að fólk vildi þessa uppbygg- ingu en svo virðist ekki vera sam- kvæmt fylgi vinstri flokkanna nú. Ég held að fólk ætti nú að skoða þetta betur og hætta að reyna enda- laust að finna sökudólga fyrir núver- andi ástandi heldur horfa á það sem þarf að gera hérna og hverjum er helst treystandi til að takast á við það verkefni. Sömu sögu er að segja um þá at- vinnuuppbyggingu sem á sér stað nú í sambandi við hvalveiðar, þessu eru Vinstri grænir einnig á móti þrátt fyrir að stofninn sé orðinn sjálfbær og miklu meira en það. Heyrst hefur að Steingrímur ætli að stöðva þetta á næsta kjörtímabili og setja þá 200- 250 manns á atvinnuleysisbætur fyr- ir utan gjaldeyristekjurnar af þessu sem náttúrlega hverfa líka. Kæru landsmenn, nú hefur Sjálf- stæðisflokkurinn endurnýjað fólkið í brúnni og axlað sína ábyrgð og er tilbúinn til nýrra átaka og frekari at- vinnuuppbyggingar í landinu, þó að flokkurinn mætti endurskoða af- stöðu sína til Evrópusambandsins að mínu mati. Mín skoðun er sú að besta stjórnin fyrir fólkið, atvinnu- lífið og framtíðina sé sjálfstæð- ismenn og Samfylking saman en mér skilst að Samfylkingin sé búin að útiloka það. Þar fór nú hugsjónin um að bjarga Íslandi fyrir augna- bliks vinsældir. RAGNAR ÞÓR JÖRGENSEN, rafvirki. Halló, halló, Íslendingar Frá Ragnari Þór Jörgensen Ragnar Þór Jörgensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.