Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 56
56 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 ✝ Hulda Bald-ursdóttir fæddist á Blönduósi 12. júlí 1948. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Blönduóss 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Bjarnadóttir frá Blönduósi, f. 18. maí 1932, d. 30. janúar 1996, og Baldur Reyn- ir Sigurðsson frá Brekkukoti í Torfa- lækjarhreppi, f. 17. mars 1929, d. 29. ágúst 1991. Systkini Huldu eru Sig- urður, f. 1951, Ingibjörg Bjarney, f. 1963, og Reynir, f. 1965. Árið 1966 giftist Hulda Baldri Ár- manni Þorvaldssyni, f. 9. desember 1946, d. 28. apríl 1977. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Þorláks- son frá Blönduósi, f. 21. september 1919, og Jónína Jónsdóttir frá Hreggstöðum, Barðaströnd, f. 21. september 1925, bæði látin. Systkini Baldurs voru Margrét, f. 1944, Þor- lákur, f. 1949, Bjarni, f. 1949, látinn, og Jónína Kristjana, f. 1954. Seinni kona Þorvaldar var Jenný Marta Kjartansdóttir frá Eyvík í Gríms- nesi, f. 1936. Þeirra börn eru Jó- hanna, f. 1963, og Þorvaldur Einar, hann, f. 1967, Ólöf Ragna, f. 1969, og Kristófer Skúli, f. 1972. Hulda og Sigurgeir skildu 1993. Árið 1994 hóf Hulda sambúð með Stefáni Jónassyni frá Siglufirði, f. 26. desember 1946. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Steingrímsdóttir frá Ísafirði, f. 23. september 1909, d. 11. október 1985, og Jónas G. Hall- dórsson frá Seyðisfirði, rak- arameistari á Siglufirði, f. 9. janúar 1910, d. 26. maí 1995. Systur Stefáns eru Hermína, f. 1935, Guðný, f. 1945, og Dagný, f. 1948. Börn Stefáns og fyrri eiginkonu hans, Valgerðar Gísladóttur frá Selfossi, f. 1948, eru Hermína, f. 26. desember 1968, Dag- mar, f. 8. júní 1970, og Gísli Reyr, f. 17. mars 1974. Hulda og Stefán bjuggu fyrsta bú- skaparárið á Selfossi en fluttu þá norður og bjuggu á Húnavöllum í tvö ár. Síðan hefur heimili þeirra verið á Blönduósi. Þau gengu í hjónaband 12. ágúst 2000. Hulda ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi, en í bernsku var hún mik- ið í Brekkukoti hjá sínu föðurfólki og voru minningar þaðan henni afar kærar. Eftir hefðbundið barna- og ung- lingapróf lauk hún landsprófi, og síðan burtfararprófi frá Húsmæðra- skólanum á Blönduósi vorið 1965. Útför Huldu fer fram frá Blöndu- óskirkju í dag, laugardaginn 25. apr- íl, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar f. 1964. Börn Huldu og Baldurs eru Jónína, f. 22. mars 1966, og Baldur Reynir, f. 5. desember 1969, d. 24. maí 2002. Börn Jónínu eru Árný Rós, f. 15. ágúst 1982, Hulda Lind, f. 9. mars 1985, tvíburarnir Baldur Ármann og Sandra Hrönn, f. 16. sept- ember 1986, og Stein- unn Ósk, f. 14. janúar 1997. Hulda giftist 1980 Sigurgeiri Sverrissyni frá Blöndu- ósi, f. 14. október 1948, d. 6. sept- ember 1995, og bjuggu þau lengst af á Ísafirði. Foreldrar hans voru hjón- in Elísabet Þórunn Sigurgeirsdóttir frá Ísafirði, f. 23. september 1926, og Sverrir Kristófersson frá Blönduósi, f. 3. mars 1921, d. 8. desember 1995. Systkini Sigurgeirs eru Kristófer, f. 1945, Hildur Björg, f. 1947, Jón, f. 1958, og Sverrir Sumarliði, f. 1964. Dóttir Huldu og Sigurgeirs er El- ísabet Þórunn, f. 3. ágúst 1978. Hennar börn eru Sigurgeir Sæberg, f. 5. febrúar 2000, og Hulda Karen, f. 16. október 2007. Börn Sigurgeirs og fyrri konu hans, Jónu Guðmunds- dóttur, f. 1947, eru Guðmundur Jó- Yndisleg systir er fallin frá langt fyrir aldur fram. Hulda systir mín var hvunndagshetja í mínum augum. Samkvæmt íslenskri orðabók er hvunndagshetja afreksmaður í lífi sínu. Þótt hún hafi ekki unnið til verð- launa á Ólympíuleikum eða fengið Nóbelinn er hún ótvíræður sigurveg- ari á sína vísu. Lífið var henni oft erf- itt en alltaf hélt hún áfram og lét ekki bugast. Það er að sigra. Stríðið við veikindin gat hún ekki unnið en hún tók baráttuna föstum tökum eins og alltaf en dauðann sigrar enginn. Hulda kvartaði aldrei og alltaf var gott að leita til hennar. Hún var lista- maður í höndunum, hvort sem hún saumaði, prjónaði eða gerði upp gamla hluti og ber heimili hennar þess fagurt vitni. Ég kveð kæra syst- ur mína með þessum orðum: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir. Hulda mágkona mín mætti óblíðum örlögum sínum af æðruleysi og hetju- skap sem fáum er gefið. Þakklæti fyr- ir hlýju og vinarþel er efst í huga við andlát hennar. Innilegar samúðar- kveðjur sendi ég Stefáni bróður mín- um og fjölskyldum þeirra Huldu. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir) Með sorg og söknuði kveð ég mág- konu mína. Blessuð sé minning henn- ar. Hermína. Það er stundum eins og skaparinn leggi margfaldar byrðar á suma ein- staklinga og sumar fjölskyldur en aðrar. Oft hefur mér komið þessi sára staðreynd í huga þegar ég hugsa um Huldu Baldursdóttur sem við kveðj- um nú í dag í heimakirkjunni sinni á Blönduósi. Hulda sem var mágkona mín til 20 ára var alltaf í góðu skapi og alltaf tilbúin að líta á björtu hliðar lífs- ins hvernig sem á móti henni og henn- ar litlu fjölskyldu blés. Það var snemma á ævinni þegar sorgirnar bönkuðu fyrst uppá hjá henni og Baldri Ármanni Þorvalds- syni, fyrsta eiginmanni hennar. Bald- ur fékk fyrsta heilablóðfall snemma á þrítugsaldri, sem síðan margendur- tók sig og endaði með andláti hans að- eins 30 ára gömlum. Þá voru bæði börnin þeirra hjóna ung, þau Jónína og Baldur heitinn, sem ekkert skildu í stanslausum veikindum föður síns og erfiðum endalokum þeirrar baráttu. Næsta högg var er sonurinn Baldur greinist með hinn sama banvæna arf- genga sjúkdóm og faðir sinn og föð- uramma og fleiri í þeirri ætt. Og eftir allmörg heilablóðföll kveður sonurinn einnig þennan heim rúmlega þrítug- ur. Síðan var sambúðin með öðrum eiginmanninum Sigurgeiri Sverris- syni – einstöku ljúfmenni einnig, sem endaði með því Bakkus tók þar öll völd og féll Sigurgeir frá langt fyrir aldur fram. – Og svo á síðasta ári greinist Hulda með krabbamein í höfði og lungum sem eins augljóst er í dag hafði betur á endanum rúmu ári eftir byrjun þess. Ljósin í myrkrinu voru og verða alltaf systurnar sem kveðja nú móður sína, þær Jónína og Elísabet, og barnabörnin og langömmubörnin einnig. En að öllum öðrum ólöstuðum var hins vegar langstærsti ljósgeisl- inn í lífi Huldu seinni árin sambúðin með Stefáni Jónassyni tónlistarkenn- ara síðustu 16 árin, sem loks gat jafn- að nokkuð þetta undarlega skakka gæfu-og-hamingju debet og kredit í lífinu hennar Huldu. Og stendur öll fjölskyldan í ómældri þakkarskuld við Stefán fyrir þau ár. Sjálf talaði Hulda ævinlega um þá sambúð sem sitt stóra happ eftir öll áföllin sem hún gerði annars aldrei neitt úr. – Þar var aldrei nokkuð víl um fortíðina. Öðru nær. Alltaf var glaðværðin og hóg- værðin og lítillætið í fyrirrúmi. Eitt að lokum sem kemur upp í hugann á kveðjustund Huldu og sannarlega er vert að minnast á. Allt- af var hún að vinna í höndunum. Allur saumaskapur og handverk lét í hönd- um hennar eins og pensill hjá af- burðalistamanni. Alltaf var Hulda að sauma á börnin föt og síðan barna- börnin og frændbörnin. Dætur okkar Reynis Baldurssonar, þær Valgerður og Kristín hafa ekki farið varhluta af því. Sem dæmi þá saumaði Hulda bæði skírnarkjólinn sem litli bróðir hennar Reynir var skírður í árið 1965. Var hún þá aðeins 16 ára gömul. Og á sama tíma saumaði hún sér einnig upphlut sem enn er til og ber hand- bragði hennar reglulega fagurt vitni. Hulda Baldursdóttir hefur nú lokið jarðvist sinni. Óskum við henni nú sannarlega áframhaldandi gleði á grænum grundum Sumarlandsins, með öllu fólkinu sínu þar, – allt þar til við munum öll hlægja þar saman á ný. Magnús H. Skarphéðinsson. Hulda Baldursdóttir Í minningunni finnst mér ég hafa þekkt Gillu, eins og hún var kölluð í vina- og kunningjahóp, frá ómunatíð. Hún og Didda systir voru mikið sam- an á Akureyri þegar við bjuggum þar. Eftir að ég kom suður í háskólann vann ég lítillega hjá Sigurjóni lög- reglustjóra. Einhverju sinni þegar hann var nýkomin frá Ameríku þar sem hann hafði kynnst störfum lög- reglukvenna ákvað hann að senda mig þangað til að kynna mér störf þeirra í ýmsum borgum. Þegar heim kom starfaði ég sem lögreglukona (án búnings) með aðset- ur á Klapparstíg. Starfið var m.a. fólgið í því að fylgjast með ungum stúlkum sem voru að lenda í eða komnar í vandræði. Má segja að þetta hafi verið meira eins og félagsráð- gjafar starfa nú enda náið samstarf við barnaverndarnefnd. Gilla kom til liðs við mig og vann með mér í nokkr- urn tíma. Kom sér þá vel meðfædd prúðmennska hennar, hlýja og hátt- vísi. Oft kom hún með mér heim til móð- ur minnar og dekraði þá við hana með Jóhanna Geirlaug Pálsdóttir ✝ Jóhanna GeirlaugPálsdóttir (Gilla) fæddist á Vatnsenda í Eyjafirði 19. maí 1924. Gilla lést á Dval- arheimilinu Garð- vangi, Garði, föstu- daginn 3. apríl 2009 og var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 16. apríl sl. Mistök urðu við birtingu tveggja greina í blaðinu sl. fimmtudag. Við birtum þær hér aft- ur og biðjumst velvirðingar. hand- og fótsnyrtingu og öðrum notalegheit- um sem Gillu voru svo eiginleg. Einhvern tímann á starfsferli hennar fórum við á lög- regluball saman og þar hitti hún Bjarna Gísla- son, lögreglumann og tónskáld. Þar með voru örlög hennar ráðin. Glæsileg brúðkaups- veisla þeirra gleymist varla nokkrum gest- anna. Þau eignuðust tvo syni, Bjarna Geir og Sveinbjörn, og fyrir átti Gilla Jónu Burgess sem býr í Ameríku. Hún hef- ur reynst mér sama tryggðatröllið og móðir hennar. Gilla átti erfitt með að tjá sig undir það síðasta en þegar ég heimsótti hana síðast var samt ennþá sama glettnin í augunum og höndin hlý. Það hefur verið mér dýrmætt að eiga hana að vini. Blessuð sé minning hennar. Vilhelmína Þorvaldsdóttir. Hvert sem ég fer og hvar sem ég verð þá þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Þessi orð eru mér efst í huga þega ég hugsa til ömmu Gillu, þau eiga svo vel við hana. Ég þurfti fólk eins og hana fyrir fólk eins og mig í líf mitt. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þau 32 ár sem ég átti með henni. Amma Gilla var sú besta, hún var sú manneskja sem ég átti skjól hjá og eins hjá afa Bjarna, á þeirra heimili var ég ávallt velkomin. Það streyma yfir mig minningar, endalausar minningar, allt frá barn- æsku til dagsins í dag, allt ljúfar og fallegar minningar, enda var amma ljúf og falleg kona. Hún eignaðist 3 börn, 8 barnabörn og 4 barnabarna- börn og öll vorum við henni svo kær og hún spilaði mikilvægt hlutverk í lífi okkar allra. Ég á eftir að sakna ömmu mikið, ég var svo náin henni. Ég hugga mig þó við það að hún er komin til himna og í fangið á afa Bjarna, hún var orðin þreytt og tilbúin að fara yfir móðuna miklu, hún var búin að eiga gott líf, með góðri fjölskyldu og vin- um. Hún átti fjöldann allan af vinum enda stundaði hún hin ýmsu fé- lagsstörf af fullum krafti og af mikl- um áhuga. Það var oft þétt setið í Há- túni 20, mikið af vinum og alltaf gaman, alltaf nóg til af kaffi og með því. Litla hjartagull og litla ömmugull eru orð sem ég geymi ávallt í hjarta mínu, því þetta voru orð ömmu þegar hún talaði til mín, frá því að ég var lítil og til dagsins í dag. Ég og bróðir minn Gísli áttum margar ógleymanlegar stundir með ömmu, hún gerði allt fyrir okkur og ef eitthvað bjátaði á þá kom amma því í lag, það skipti ekki málið hvað amaði að, amma gat lagað það, annaðhvort í verki eða með hughreystandi orðum. Ég á henni svo margt að þakka. Ég á eftir að sakna brossins hennar, hún var alltaf brosandi og þegar ég var lít- il þá sat ég í Hátúninu hjá ömmu og minningarnar þaðan eru ómetanleg- ar, afi spilaði á píanóið, ég að greiða ömmu og punta hana eða pússa silfrið hennar, ég held fast í þessar minn- ingar. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að halda í hönd ömmu þegar hún sofnaði svefninum langa, það var friður og ró yfir ömmu á þeirri stund, sátt var hún og tilbúin að kveðja þennan heim. Ég á tvö börn sem sakna langömmu sinn- ar mikið, 5 ára sonur minn trúir því að amma Gilla sé komin til himna og sé orðinn engill, í hvítum kjól með vængi, ég trúi því líka, því engill var hún á jörðu. Ég kveð ömmu með sorg í hjarta en þakklát fyrir stundirnar sem ég átti með henni, ég bið guð almáttugan um að geyma hana, blessa og varð- veita. Berglind Bjarnadóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát RAGNARS L. ÞORGRÍMSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hvammi og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Anna Snæbjörnsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson, Baldur Ragnarsson, Helga Ragnarsdóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU KATRÍNAR BJÖRNSDÓTTUR, Hlynsölum 5, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 4. hæðar í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 og MS-dagvistar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Oddur Jónas Eggertsson, Steinunn Lilja Jónasdóttir, Geirlaug Dröfn Oddsdóttir, Helgi Magnússon, Jónas Þór Oddsson, Lilja Guðríður Karlsdóttir, Atli Már Oddsson, Maila Oen Hellesöy, Ari Freyr Oddsson, Ástrós Eiðsdóttir, Arna Dögg, Helena Ýr, Magni Snær og Sunna Katrín. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR VIKTORÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Grund, Ólafsvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar- heimilinu Jaðri og hjúkrunarheimilinu Víðinesi fyrir hlýhug og góða umönnun. Börn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.